Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í nágrenni við heimili mitt er port sem fólk í leit að skjóli villist oft inn í. Á fallegum vetrardegi á að- ventunni sá ég mann húka uppi við vegg í portinu og það læddist að mér ótti svo mér fannst ég ætti að snúa við. „Já, ég er bara hér,“ umlaði hann þegar ég gekk framhjá og reyndi að gyrða sig aðeins betur en átti erfitt með að standa í lappirnar. „Er allt í lagi með þig, vinur?“ spurði ég. Hann kvað svo vera og tautaði einhver ósköp. „Heyrðu,“ kallaði hann á eftir mér og ég hugsaði með mér að nú myndi hann hreyta einhverju í mig og þannig launaðist mér góðvildin. „Farðu varlega á hjól- inu, það gæti verið hált,“ sagði hann þvoglumæltur. Ég þakkaði heilræðið og teymdi hjólið áfram út á bensínstöð til að pumpa í dekkin. Eftir þetta velti ég mikið fyrir mér hvers vegna ég hafi fyllst þessum kjánalega ótta. Mað- urinn var ekkert nema góðvildin og í ofanálag svo máttlaus og veikur að hann hefði ekki getað gert flugu mein, þótt hann hefði viljað það. Viðvörunarbjöllurnar hringdu samt í kollinum því það var eitt- hvað sem sagði mér að heim- ilisleysingjar væru hættulegir, allir, alltaf, og að þeir ættu ekk- ert gott skilið. Rétti maður þeim litla fingurinn með vinsemd væri öll höndin horfin innan skamms. Á aðfangadag var stórgóður þáttur á Rás 1 um Konukot í umsjón Lísu Pálsdóttur. Konu- kot er athvarf fyrir heim- ilislausar konur og þangað geta þær leitað til að hafa skjól yfir höfuð á næturnar og ættu með réttu að geta verið þar á daginn líka. Eins og fram kom í máli starfskonu Konukots eru ekki allir sem eru á götunni háðir vímuefnum. Þannig er því þó farið með mikinn meirihluta. Persónulega myndi ég varla reyna að lifa af svo mikið sem eina nótt edrú í þessum harða veruleika. Einhvern veginn virðist samt almenn tilfinning í samfélaginu að fólk sem háð er vímuefnum og dvelur á götunni sé upp til hópa ræflar sem „ættu bara að hætta að drekka“. Rauðvínsalk- inn í flotta einbýlishúsinu sem býður stöðugt í veislu fær ekki sama viðmót. Það er nefnilega auðvelt að sitja inni í hlýjunni og horfa niður á fólkið í kuldanum. Konurnar sem Lísa Páls ræddi við létu báðar í ljós að þær væru gerendur í sínu eigin lífi og það hvarflaði ekki að þeim að kenna öðrum um aðstæður sínar. En þegar fólk er orðið eins veikt og margir heimilislausir eru getur verið erfitt að leita sér hjálpar. Alkóhólista sem hefur þvælst milli pöbba dag eftir dag í fimm- tán ár og hugsað um það eitt að lifa af þykir hann kannski ekki eiga mikið sameiginlegt með rauðvínsalkanum úr fína húsinu í úthverfinu. En kannski er fleira sem sameinar þá en virðist í fyrstu. Báðir bera t.d. stolt. Rón- inn er stoltur af því að hafa aldr- ei notað fíkniefni og rauðvínsalk- inn af að mæta alltaf í vinnuna. Allir sem hafa glímt við stjórn- leysi þekkja þetta. Maður rétt- lætir stjórnleysi sitt á einu sviði með því að standa sig vel á ein- hverju öðru og líta niður á þá sem ekki gera það. En þegar upp er staðið erum við öll manneskjur sem höfum okkar veikleika og styrkleika, okkar syndir og sársauka. Sumir lifa með sársaukanum, aðrir reyna að losa sig undan honum. Sumir lifa ekki af. Konukot tekur við þeim sem minnst mega sín og öll velmeg- unarsamfélög eiga að hafa slík athvörf svo sómi sé að. Staða kvenna á götunni er önnur en karlkyns félaga þeirra. Vændi er svo algengt að þegar ég spurði konur sem til þekkja út í þetta hlógu þær bara. „Auðvitað selja þær sig, hvað annað ættu þær að gera?“ Til eru menn sem leika sér að eymd annarra. Menn sem koma sér fyrir á börum og pikka upp unglingsstelpur sem eru varn- arlausar. Kenna þeim að drekka og dópa. Þeir eignast þær og mega gera hvað sem er við þær. Selja þær til annarra. Inn á bari sem ógæfufólk sæk- ir leita jakkafataklæddir karlar og bjóða konum háar fjárhæðir, ef þeir bara mega gera hvað sem þeir vilja við þær. Kvenfyrirlitning samfélagsins endurspeglast í þessum harða veruleika götunnar. Og kannski er okkur hinum sama. Við hringjum bara í lögg- una ef okkur finnst „þetta fólk“ trufla okkur í sólbaði á Aust- urvelli. Þegar konur af götunni leita í meðferð geta þær átt á hættu að hitta þar fyrir menn sem hafa kannski lamið þær, nauðgað þeim eða selt þær. Getur verið að huga þurfi betur að meðferð- armálum fyrir heimilisleysingja og þá ekki síst fyrir heim- ilislausar konur? Manneskja sem hefur verið á götunni í áraraðir þarf enn meiri stuðning en aðrir sjúklingar við að fóta sig í lífinu að nýju. „Ég kunni ekki að fara í banka, ég vissi ekki hvernig átti að stofna reikning eða sækja um vinnu,“ sagði kunningjakona mín sem nú hefur verið edrú í nokkur ár. Hún var töffari á götunni. Í sam- félagi „okkar hinna“ var hún á byrjunarreit. Allar manneskjur eiga skilið að komið sé fram við þær af virð- ingu sama hversu veikar þær eru og líka þótt þær leiti ekki til læknis. Við myndum aldrei fyr- irlíta krabbameinssjúkling sem af einhverjum ástæðum tekur ekki lyfin sem hann ætti að taka eða fer ekki eins oft í gönguferð og hann ætti að gera. Það er engin ástæða til að ótt- ast heimilislaust fólk meira en nokkurt annað fólk. Hvernig væri að taka „áhættuna“ á því að senda veikum meðsystrum okkar og -bræðrum eins og eitt vin- gjarnlegt bros? Þau eru bara hér, líkt og við. „Já, ég er bara hér“ »Róninn er stoltur af því að hafa aldrei notaðfíkniefni og rauðvínsalkinn af að mæta allt- af í vinnuna. halla@mbl.is VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur ÍSLENDINGAR eru gjarnir á að tala niðrandi um ríki þar sem upp kemur spillingarmál og kalla það bananalýðveldi. Lýðveldið Ísland má því hiklaust kalla rollulýðveldi ef skoðuð er sú spilling er á sér stað á mörgum sviðum hér á landi. Stjórnvöld í Rollu- lýðveldinu Íslandi hafa hagað sér eins og keis- arinn í hinni marg- frægu sögu um Nýju föt keisarans. Í áratugi hefur verið barist fyrir því að bæta aðbúnað eldra fólks sem þarf sérstaka umönnun því það er orðið lítt fært til að hugsa um velferð sína sjálft. Stjórnvöld hafa litið á það sem óþarfa hlut og þeim lítt viðkomandi. Önnur mál hafa fengið forgang til að tryggja eigin frægðarljóma stjórn- enda. Þessa neikvæðu framkomu hafa allir stjórnmálaflokkar sýnt. Vegna frægðarljómaglýju í augum ráðamanna þjóðarinnar, sem vilja komast á stall með þjóðhöfðingjum stærstu og voldugustu þjóða jarðkúl- unnar, hafa þeir ausið fjármunum á báða bóga í ímyndaðar keisarakór- ónur handa sjálfum sér en hunsað þarfir þegnanna. Þegar kemur að því að fá fjármagn fyrir gæluverkefni ráðamanna þjóð- arinnar eins og milljarðs króna sendi- ráð í Berlín og annað milljarðs króna sendiráð í Japan auk 600–1000 millj- óna króna kostnaðar fyrir gullsæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er ríkiskassinn botnlaus tunna og aldrei skortur á fjármunum til gæluverk- efna. Slík gæluverkefni eru ótalmörg og eru einskis nýt fyrir íslenskt þjóð- arbú, aðeins útgjöld. Er þar komin samlíkingin með nýju fötum keis- arans. Ráðamenn standa berstrípaðir á eftir en almenningur þarf að borga fyrir leikaraskapinn. Sjómannasamtökin hófu fyrir rúm- um fimmtíu árum að huga að velferð- armálum aldraðra með byggingu vistheimila sem var bylting í velferð- armálum aldraðra á þeim tíma. Ráða- menn þjóðarinnar hafa látið sem allt sé í stakasta lagi hvað varðar málefni aldraðra og ekki talið ástæðu til að eyða peningum í svoleiðis vandræða- mál. Hafa þeir slett smáupphæðum af og til eins og ölmusugjöfum til þurfa- linga og talið það vera nóg því þá skorti peninga í gæluverkefni keis- arasnobbsins. Hafa ölmusugjafirnar átt að þagga niður í þurfalingunum eins og þeir líta á eldri borgara þessa lands. Það er þjóðarskömm sú framkoma sem eldri borgurum hefur verið sýnd með framkomu ráðamanna gagnvart umhyggju og velferð þeirra. Á sama tíma og margra milljarða fjár- austur á sér stað í gælu- verkefni til að koma nafni ráðamanna á spjöld sögunnar er full- orðnum hjónum stíað í sundur, allt að því með valdi, vegna skorts á aðstöðu fyrir þetta fólk. Skortur á húsnæði þar sem hægt er að sinna þörfum þessa fólks sem hefur slitið sér út til að reyna að bæta samfélagið. Einn ráðherra veiktist og þurfti að njóta aðhlynningar á eftirmeðferð- ardeild heilbrigðisþjónustunnar. Þá fyrst kviknaði ljós í hópi ráðamanna sem leiddi til þess að sundlaug var byggð við stofnunina. Ekki hafði fengist fjármagn fyrr en ráðherrann veikist og augu hans opnuðust og hann hóf baráttu fyrir umbótum. Annar ráðherra veiktist og þurfti sjúkrahúsþjónustu. Ekki var um- ræddur ráðherra laus af sjúkrabeði þegar hann hóf hástemmdar yfirlýs- ingar um að þörf væri á að byggja 40 milljarða sjúkrahús. Var strax hafist handa við undirbúning verksins og ráðinn uppgjafapólitíkus í fullt vel launað starf til að hafa eftirlit með framkvæmdum og fékk rúmgott hús- næði ásamt nægu starfsliði. Fyrirhuguð er bygging á tónlistar- og ráðstefnuhöll (ein höllin enn) sem er eitt af gæluverkefnum stórlaxanna og þar skortir heldur ekki fjármuni. Tónlistarhöll skal rísa þótt hún sé að- eins fyrir u.þ.b. 3% af þjóðinni. Kostnaðurinn er áætlaður tugir millj- arða. Ekki virðist vera neinn skortur á fjármagni til þessara framkvæmda. Spyrja má: Hafa engir pólitískir ráðamenn orðið gamlir? Því er til að svara að þeir hafa tryggt sína afkomu með góðum laun- um og betri eftirlaunum svo þeir geta keypt þá þjónustu sem þeir þurfa og eru ekkert upp á aðra komnir eins og þorri þjóðarinnar er, auk þess að hafa forgang að gæðum þjóðfélagsins gegnum pólitísk sambönd, þar með talin umönnun aldraðra. Þessir ráða- menn þjóðarinnar hækkuðu eigin eft- irlaun á svipuðum tíma og þeir sam- þykktu skerðingu á eftirlaunum annarra þegna þjóðfélagsins. Þeir rændu af fjöldanum til að bæta eigin kjör. Sú svívirðilega framkoma ráða- manna þjóðfélagsins gagnvart eldri borgurum er óforsvaranleg. Eldri borgurum sem hafa byggt upp það velferðarþjóðfélag sem Rollu- lýðveldið Ísland gæti verið ef því væri stjórnað með öðru hugarfari en ríkt hefur. Ekki á að líða ráðamönnum lýð- veldisins að stía í sundur eldri hjón- um sem misst hafa starfsþrek. Stía þeim í sundur vegna nirfilsháttar ráðamanna á sama tíma og þeir sóa fjármunum ríkisins í gæluverkefni og samtímis opinbera eiginhags- munagæslu stjórnenda þessa þjóð- félags en sýna vítavert hirðuleysi um velferð eldri borgara. Er hér með skorað á samtök eldri borgar í landinu að láta verða af því að bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum. Verði af framboði á vegum eldri borgara þarf að huga að því að ekki veljist til forystu fyrir samtökin aðilar sem eru á háum eftirlaunum eins og nú eru í forystusveit samtakanna því þeir hugsa um eigin hag númer eitt. Rollulýðveldi – bananalýðveldi Kristján Guðmundsson fjallar um málefni eldri borgara » Verði af framboði ávegum eldri borgara þarf að huga að því að ekki veljist til forystu fyrir samtökin aðilar sem eru á háum eft- irlaunum eins og nú eru í forystusveit samtak- anna ... Kristján Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. NÚ STYTTIST í áramót og fjöldi fólks hlakkar til að njóta flugelda sem prýða munu him- ininn er nýja árið gengur í garð. Það var um áramót 1967–1968 sem Hjálp- arsveit skáta í Reykja- vík seldi borgarbúum flugelda í fyrsta sinn. Þá höfðu félagar sveit- arinnar velt fyrir sér nýrri fjáröflun. Í þá daga, eins og nú, var verið að auka við bún- aðinn svo félagarnir kæmust á sem og fljót- virkastan og örugg- astan hátt á slys- eða leitarstað. Á fyrsta ári flugeldasölunnar var farið rólega af stað og voru flugeldar ein- ungis seldir á einum stað í borginni. Að sjálfsögðu varð Skátabúðin, sem þá var til húsa í bragga er stóð við Snorrabraut, fyrir valinu. Borg- arbúar tóku þessari nýjung vel og hafa alla tíð síðan staðið vel með sinni hjálparsveit. Útsölustöðum á flugeldum hefur fjölgað og öll umsvif aukist. Fólk gerir sér vel grein fyrir því hversu mikilvægur þáttur það er í okkar samfélagi, að hægt sé að kalla út fjölmennan hóp af vel þjálf- uðu fólki sem fer af stað hvenær sól- arhrings sem er og á hvaða degi árs- ins sem er, til aðstoðar samborgurum sínum er þurfa á skilyrðislausri hjálpa að halda vegna erfiðra aðstæðna, hvort sem það er innan borg- armarkanna eða á öræfum Íslands. Stór hópur kvenna og karla er í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og er tilbú- inn að leggja fram af miklum dugnaði og áhuga óteljandi stundir ár hvert, til að þjálfa sig sem best fyrir það óvænta og ókomna. Þegar kallið kemur er það styrkur hópsins að búa yfir góðri og fjöl- breyttri þjálfun til að takast á við erfiðar aðstæður. Sveitin hefur alla tíð lagt mikla áherslu á öryggi og gæði þeirrar vöru sem seld er hverju sinni. Alltaf er verið að bæta við og herða reglugerðir og eftirlit varð- andi umgengni og geymslu á flug- eldum og leggur Hjálparsveitin sig alla fram um að uppfylla þessi skil- yrði. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur um árabil séð um glæsilegar flugeldasýningar, t.d. á Menning- arnótt, og einnig er það fastur liður í aðdraganda áramóta að gefa borg- arbúum smá sýnishorn af því sem koma skal er við fögnum nýju ári og kveðjum það gamla. Hafa borg- arbúar sannarlega kunnað að meta það augnakonfekt sem flýgur upp í himininn á ógnarhraða og lýsir hann upp. Nú í tæplega fjörutíu ár hefur Hjálparsveit skáta í Reykjavík selt flugelda um áramót og enn einu sinni er beðið um stuðning borg- arbúa við þessa helstu fjáröflun sveitarinnar – borgarbúum til heilla. Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík Ólafía Aðalsteinsdóttir fjallar um flugeldasölu og starfsemi Hjálparsveitar skáta »Nú í tæplega fjörutíuár hefur Hjálp- arsveit skáta í Reykja- vík selt flugelda um ára- mót og enn einu sinni er beðið um stuðning borg- arbúa við þessa helstu fjáröflun sveitarinnar – borgarbúum til heilla. Ólafía Aðalsteinsdóttir Höfundur er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.