Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 25 Með frumvarpi til laga umstofnun Bókmennta-sjóðs, sem samþykkthefur verið í ríkis- stjórn, er stigið enn eitt mikilvægt skref í þá átt að styrkja stoðkerfi lista- og menningarlífs í land- inu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Bók- menntasjóður taki við hlutverki Bókmennta- kynningarsjóðs, Menn- ingarsjóðs og Þýðing- arsjóðs. Helsta markmið laganna er að stuðla að frekari grósku í bókmenningu hér á landi og að beina stuðningi ríkisins í ein- faldan, gagnsæjan og skilvirkan farveg, m.a. með því að fækka sjóðum. Með einum sjóði er þess vænst að hægt verði að styðja betur bók- menningu í landinu. Það fé sem til þessa hefur runnið til bókmennta úr mörgum sjóðum verður nú veitt í einn öflugan sjóð, Bókmenntasjóð. Á undanförnum árum hefur margt verið gert til að efla stuðning við listir og listsköpun. Samhliða auknum framlögum hefur verið stefnt að því að gera stuðnings- kerfin skilvirkari og markvissari. Tónlistarsjóður og kvikmyndasamningur Á síðasta ári tók Tónlistarsjóður til starfa en með tilkomu hans var stuðningur við íslenska tónlist auk- inn til muna. Nú fyrir skömmu voru síðan tekin tvö mikilvæg skref til viðbótar til eflingar íslensku tónlist- arlífi. Annars vegar með stofnun út- flutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar og hins vegar með ákvörðun um að lækka virðisaukaskatt af geisladiskum niður í 7%. Með þessu er verið að styrkja ný- sköpun íslenskrar tónlistar en einn- ig styðja við bakið á hinni stórkostlegu útrás íslenskra tón- listarmanna. Í haust var einnig undirritað sam- komulag við kvik- myndagerðarmenn um stuðning við ís- lenska kvikmynda- gerð næstu fjögur ár- in. Með því samkomulagi var jafnframt mótuð stefna um stóraukinn stuðning við fram- leiðslu á íslensku sjónvarpsefni. Sú áhersla end- urspeglast einnig í þeim drögum að þjónustusamningi við Ríkisútvarpið sem nú liggur fyrir. Í þeim samn- ingi er lögð sú kvöð á Ríkisútvarpið að stórauka vægi innlends efnis í dagskrá sinni. RÚV verður m.a. gert skylt að styrkja og efla til muna sjónvarps- þátta-, kvikmynda- og heim- ildamyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleið- endum. Á sama tíma var tekin ákvörðun um að hlutfall endurgreiðslu fram- leiðslukostnaðar sem fellur til hér á landi verður hækkað úr 12% í 14%. Frá því endurgreiðsla fram- leiðslukostnaðar var tekin upp árið 2001 hafa alls um 600 milljónir verið greiddar út til 33 verkefna. Það er ekki síst þessu að þakka að margar alþjóðlegar stórmyndir hafa verið framleiddar hér á landi að hluta. Má þar nefna stórmynd Clints East- woods Flags of our Fathers sem frumsýnd var fyrir jól. Slík fram- leiðsla er ekki einungis mikilvæg tekjulind fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn heldur stuðlar sömu- leiðis að aukinni fag- og verkþekk- ingu innan greinarinnar. Bókmenntir og bókmenntaarfur Nú er röðin komin að bókmennt- unum, sem eru helsti hornsteinn okkar menningararfs og menning- arlífs, og ber að líta á frumvarpið um Bókmenntasjóð í því samhengi. Þegar hafa verið teknar mikilvægar ákvarðanir sem munu styrkja stöðu íslenskunnar og vil ég nefna sam- einingu íslenskustofnana í eina öfl- uga stofnun, Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Í fjárlögum næsta árs kemur einnig fram rík áhersla á eflingu þjóðlegra greina við Háskóla Íslands og er stuðningur við þær aukinn um 40 milljónir króna milli ára. Stofnun Bókmenntasjóðs fellur vel að þessari áherslu á íslenska tungu. Þegar málum hefur verið komið fyrir með þessum hætti er brýnt að huga að frekari eflingu sjóðsins á næstu árum. Markvissari stuðningur við listir og menningu Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Það fé sem til þessahefur runnið til bókmennta úr mörgum sjóðum verður nú veitt í einn öflugan sjóð, Bók- menntasjóð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra. uskort, at- di 36 sinn- ætti en loft ngton nry Kiss- a stjórn- Nixon- aða slök- unum, tórveld- níunda mhald af. ýni fyrir mn- sam- m and- hefði i Evrópu r skipt- heims- En eins og blaðið New York Tim- es rifjaði upp á vefsíðu sinni í gær komst sagnfræðingurinn John Lew- is Gaddis við Yale-háskóla að þeirri niðurstöðu í nýlegri bók, að samn- ingarnir hefðu reynst gildra fyrir Sovétríkin vegna áherslu þeirra á mannréttindi og örvað andstæðinga þeirra til að láta mótstöðu sína í ljós. Íþróttastjarna á yngri árum Ford, sem kallaði sig Jerry Ford, var fæddur í bænum Omaha í Nebraska og bjó um 210 km austur af Los Angeles í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Betty. Hún vann hugi og hjörtu kjósenda þegar hún skýrði frá baráttu sinni við brjósta- krabbamein en hún glímdi síðar við áfengissýki og beitti sér gegn þeim vágesti sem forsetafrú. Ford var þingmaður fyrir Michig- an þar sem hann hafði á yngri árum verið íþróttastjarna áður en hann lauk lagaprófi frá Yale-háskóla. Hann var skírður Leslie Lynch King yngri en tók nafn stjúpföður síns sem var sölumaður hjá máln- ingarfyrirtæki sem barðist í bökk- um eftir kreppuna miklu 1929. Ford leit mjög upp til stjúpföður síns en fyrirleit föður sinn, efna- mann sem honum fannst hafa svikið fjölskylduna. Ford gegndi herskyldu fyrir sjó- herinn í síðari heimsstyrjöldinni, 1939–1945, og þótti flekklaust mannorð hans og sú staðreynd að hann var óumdeildur þingmaður, fremur en afburða stjórnviska og innsæi, eiga stóran þátt í að Nixon skipaði hann varaforseta 1973. Ford þótti þannig heiðarlegur og grandvar maður, eiginleikar sem fá- ir tengdu við Nixon eftir að Water- gatemálið tók að vinda upp á sig. Ronald nokkur Reagan skoraði hann á hólm í forkosningum fyrir útnefningu repúblikana fyrir for- setakosningarnar 1976 en hafði ekki erindi sem erfiði. Ford var valinn frambjóðandi flokksins og valdi með sér Bob Dole sem varaforseta. Tapaði fyrir Jimmy Carter Ford urðu á fræg mismæli í kosn- ingabaráttunni gegn demókrat- anum Jimmy Carter þegar hann í sjónvarpskappræðum sagði Austur- Evrópu ekki undir stjórn Sovétríkj- anna. Hann var frjálslyndur í mörg- um efnum og þótti fæla frá íhalds- sama kjósendur með stuðningi sínum við fóstureyðingar, svo eitt- hvað sé nefnt. Hann var hógvær að eðlisfari og lýsti því eitt sinn yfir að hann væri Ford en ekki Abraham Lincoln, forsetinn sem batt enda á þrælahald og leiddi norðurríkin til sigurs í Þrælastríðinu. Líkt og George W. Bush átti eftir að gera með vel heppnuðum hætti í forsetakosningunum gegn Al Gore árið 2000 kom Carter fram sem maður Suðurríkjanna er bar hags- muni trúaðra kjósenda og þeirra sem töldu sig svikna af valdhöfum fyrir brjósti. Carter varð forseti en evangelistar gerðust honum frá- hverfir og sneru sér að Reagan fjór- um árum síðar. Þótti það kaldhæðni örlaganna að náðun Nixons, manns- ins sem skipaði hann forseta, skyldi hafa kostað hann sigurinn. Sextán árum síðar, árið 1996, var Dole forsetaefni repúblikana en tap- aði fyrir Bill Clinton sem náði end- urkjöri. Sá veitti Ford frelsisorðu forsetaembættisins árið 1999, eina æðstu viðurkenningu landsins. AP inn Ford situr fyrir aftan Nixon forseta í jan- om að hann yrði varaforsetaefni Reagans. að m og æði var 0 at- Ford. g almennt gjald fyrir keilu- og hjartaþræðingu hækk- úr 5.280 í 5.880 kr. Komu- æslustöðvar verða óbreytt. in hafa sum hver ákveðið önnur hafa ýmist ákveðið r höndunum, eða hafa ekki u fjárlaga, og því ekki tekið örðun um hækkanir. Þann- ig er t.d. staðan í Hafnarfirði, þar sem ljóst er að hækka þarf tekjur bæjarins af ýmsum þjónustugjöldum um 30 milljónir á næsta ári, en ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að þeirri hækkun. Sundferðin hækkar um 25% Gjaldskrá fyrir þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar hækkar í mörgum til- vikum um 8,8% nú um áramót. Þannig hækkar t.d. þjónusta frístundaheimila, þjónustugjöld í félags- og þjónustumið- stöðvum aldraðra, og dagvistargjöld hjá leikskólum. Gjaldskrá vegna máltíða í grunnskól- um hækkar einnig um 8,8%, en skólarnir hafa frelsi til að hækka minna ef þeir geta náð hagræðingu á móti. Hækkunin nær einnig til grunnfjárhæðar fjárhagsað- stoðar Reykjavíkurborgar, sem mun hækka um 8,8% frá áramótum. Verðskrá sundlauga í Reykjavík munu einnig hækka um að meðaltali 8,8%, en hækkunin verður breytileg eftir flokkum. Þannig munu stakar ferðir fullorðinna hækka úr 280 kr. í 350 kr., eða um 25%, en stök ferð fyrir börn lækkar úr 120 kr. í 100 kr., eða um 16,6%. Tíu miða kort fyrir fullorðna hækkar um 10%, úr 2.000 kr. í 2.200 kr., en verð á tíu miða kortum barna verður áfram 800 kr. Sorphirðugjald hækkar um 23% Tilkynnt hefur verið að sorphirðu- gjaldið í Reykjavík muni hækka um 22,9%, og mun kostnaður við hverja tunnu fara úr 10.010 kr. í 12.300 kr. Guð- mundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu neyslu og úrgangs á umhverf- issviði Reykjavíkurborgar segir að stefn- an sé sú að sorphirðugjaldið standið í auknum mæli undir kostnaði við sorp- hirðu, í dag standi það einungis undir rúmum helmingi. Stefnan sé að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana, í stað þess að hún sé greidd með útsvari. Út- svar mun þó ekki lækka á móti. Rafmagnsverð til neytenda mun einnig hækka um áramótin. Orkuveita Reykja- víkur ætlar að hækka raforku til almenn- ings um 2,4%, en það hefur verið óbreytt sl. 2 ár. Orkuveitan mun einnig hækka verð á köldu vatni um 12,2%, en hækk- unin er lögbundin og í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu, sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg mun lækka fast- eignaskatt um 10%, en þar sem fast- eignamat íbúðarhúsnæðis mun að jafnaði hækka um 10% á sama tíma koma breyt- ingarnar út á sléttu fyrir borgarbúa. Að mestu óbreytt í Kópavogi Gjaldskráin mun að mestu haldast óbreytt hjá Kópavogsbæ á komandi ári. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á þjónustugjöldum fyrir frístundaheimili, dagvistargjöldum hjá leikskólum eða verði á skólamáltíðum, og útsvar og fast- eignagjöld munu haldast óbreytt. Þó er gert ráð fyrir 7% hækkun á sorphirðu- gjaldi og lóðaleigu hjá bæjarfélaginu frá og með 1. janúar nk. in gefur en hin tekur anir á gjaldskrá á meðan ríkið dregur úr skattbyrði með því að lækka tekjuskatt og auka persónuafslátt Morgunblaðið/Golli ugunum í Reykjavík lækka um tæp 17% um áramótin, en fullorðnir Hækkunin á gjaldskrá sundstaða yfir línuna er um 8,8%. Morgunblaðið/Þorkell Hækkandi sorphirðugjöld Gjöld fyrir sorphirðu munu hækka um tæp 23% í Reykjavík, og verða 12.300 kr. á hverja tunnu. Hækkunin í Kópavogi verður 7%. Í HNOTSKURN » Tekjuskattur mun lækka umeitt prósentustig, í 35,72%, um áramótin. Persónuafsláttur hækk- ar í 32.150 kr. á mánuði. » Gjaldskrá fyrir megnið afþjónustu Reykjavíkurborgar mun á sama tíma hækka um 8,8%. Í Kópavogi helst gjaldskráin óbreytt og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hækkanir í Hafnarfirði. » Einstaka liðir hækka ummeira en 8,8% hjá Reykjavík- urborg. Sorphirðugjald mun hækka um 23%, og verð á köldu vatni um 12,2%. Þá hækkar raf- orkuverð til neytenda um 2,4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.