Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vaxandi SA-átt, 13–20 m/s síðdeg- is, hægara f. norð- an. Rigning, eink- um SA-lands, þurrt framan af degi á N- og A-landi. » 8 Heitast Kaldast 10°C 3°C GUÐLAUGUR Þór Þórð- arson, þingmaður og stjórn- arformaður Orkuveitunnar, hlaut annars stigs brunasár á baki sl. fimmtudag og hef- ur verið á spítala síðan. Hann hlaut brunasárin þeg- ar það kviknaði í skyrtu hans út frá kertaskreyt- ingu. „Það kviknaði í út frá sprittkertum í skyrtunni minni, á bakinu. Ég tók seint eftir því og er ansi brenndur á baki. Ég náði að koma mér út, fara úr skyrtunni og svo undir sturtu. Ágústa, kona mín, keyrði mig síðan á spítala,“ segir Guðlaugur Þór sem hefur orðið að vera í ein- angrun vegna sýkingarhættu. Hann fékk þó að fara heim á aðfangadag og eyða kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar og sagði að það hefði ver- ið afar dýrmæt stund. Ekki er enn ljóst hvort græða þurfi á hann húð en það kemur í ljós næstu daga. Guðlaugur reiknar þó með að geta hafið vinnu á nýjan leik í byrjun janúar. Brenndist illa á baki Guðlaugur Þór Þórðarson Í einangrun á spítala með annars stigs brunasár HLUTABRÉFAVÍSITALA aðallista í Kaup- höll Íslands hefur hækkað um 13% frá síðustu áramótum, eftir nokkrar sveiflur á árinu. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kaup- hallarinnar, stefnir í að veltan í verðbréfavið- skiptum ársins verði 70–80% meiri en á síðasta ári. Séu einstök félög á aðallista skoðuð hafa bréf FL Group hækkað mest frá áramótum, eða um tæp 30%. Bréf Glitnis hafa hækkað um 28,4%, Actavis um 27,4% og Atlantic Petrol- eum um 26,8%. | Viðskipti Hækkun um 13% á árinu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ALMENNINGUR ætti að finna fyr- ir lækkun á skattbyrði ríkisins frá næstu áramótum þegar tekjuskatt- urinn lækkar um eitt prósentustig og persónuafslátturinn hækkar. Á sama tíma hækka hins vegar ýmis þjónustugjöld opinberra aðila og því ekki víst að mikið sitji eftir í vasa neytenda. Fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar, t.d. frístunda- heimili, leikskólar og þjónustumið- stöðvar aldraðra, munu til að mynda hækka verðskrá sína um áramótin, yfirleitt um 8,8%. Þannig hækkar verðskrá sundlauga í Reykjavík að meðaltali um 8,8%. Stakar sundferð- ir fyrir fullorðna munu hækka um 25% en stakar ferðir fyrir börn lækka um 16,6% frá áramótum. Einstaka liðir hækka þó mun meira. Til að mynda munu sorp- hirðugjöld hækka um 22,9%, verð á hverja tunnu fer úr 10.010 kr. í 12.300 kr. Þá mun verð á köldu vatni hækka um 12,2% hjá Orkuveitu Reykjavíkur, auk þess sem raforku- verð mun hækka um 2,4%. Önnur stór sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu hafa ýmist tekið ákvörðun um að hækka ekki eða ekki tekið ákvörðun um hversu mikil hækkun verður. Hækkun í Kópavogi Í Kópavogi verður eina almenna hækkunin 7% hækkun á lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Í Hafnarfirði þarf að ná 30 milljónum króna í auknar tekjur vegna þjónustugjalda, samkvæmt fjárhagsáætlun, en ekki hefur verið ákveðið hvað hækkar og þá hversu mikið.  Önnur höndin | Miðopna Skattur lækkar meðan gjöld hækka um áramót Fjölmörg þjónustugjöld opinberra aðila munu hækka NÓG var að gera í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi í gær er viðskiptavinir mættu með jólabæk- urnar sem þeir vildu skipta. Fleira en bækur fer á skiptimarkaðinn og hvetja Neytendasamtökin fólk að draga það ekki að skila jólagjöfum og fá skipt. Sökum þess hve útsölur hefjist snemma segir Sesselja Árna- dóttir hjá Neytendasamtökunum vissara að huga að skilum og skipt- um sem fyrst. | 6 Morgunblaðið/G. Rúnar Tími bókaskiptanna Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is LJÓST er að umtalsvert magn af bæði svart- og dísilolíu fór í sjóinn við strand flutningaskipsins Wilson Muuga. Dæling á olíu úr skipinu hófst í fyrrinótt og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Þá hafði alls rúmum 60 tonnum af olíu verið dælt úr skip- inu. Um borð í Muuga voru alls 120 tonn af svartolíu og 17 tonn af dísilolíu. Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, segir ljóst að umtalsvert magn af olíu hafi farið í sjóinn þegar skipið tók niðri en ekki sé unnt að gefa upp nákvæma tölu fyrr en dælingu sé alveg lokið. „Það liggur þó fyrir að af þess- um 17 tonnum af dísilolíu sem voru um borð voru að minnsta kosti 14 tonn í botntanki sem er það rifinn að hverfandi líkur eru á að olía sé í honum,“ segir Davíð og bætir við að sú olía hafi lekið út í sjó. Hann segir að botntankar skips- ins hafi rifnað við strandið og þá hafi eitthvað lekið út af olíu. Auk þess hafi streymt úr tönkunum á Þorláksmessu þegar stórstraums- fjara var. Hins vegar sé ekki unnt að segja til um hve mikið hafi lekið út þar sem eitthvað af olíunni hafi farið yfir í lestina vegna ein- streymisloka sem settir voru við tankana, en þegar sjór hækkaði lyftist vökvinn í tönkunum og barst í lestina. Davíð tekur fram að þrátt fyrir lekann sjáist nánast ekkert af olíu á ströndum og veðurhamurinn virðist hafa brotið olíuna niður. Morgunblaðið/ÞÖK Dælt Starfsmenn Olíudreifingar hf. hafa staðið í ströngu við að dæla olíu úr tönkum Wilson Muuga undanfarna daga. Morgunblaðið/ÞÖK Á strandstað Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ræðir við þá Davíð Egilson, t.h., og Gottskálk Frið- geirsson frá Umhverfisstofnun en ráðherrann kynnti sér gang mála á strandstað við Hvalsnes í gær. Tugir tonna af olíu í sjóinn ♦♦♦ VEÐURGUÐIRNIR virðast ætla að vera skot- glöðum Íslendingum hliðhollir að þessu sinni en spáð er ágætisveðri á gamlárskvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verð- ur stillt veður víðast hvar og ætti að vera gott færi til að skjóta á loft flugeldum. Talið er að 5–600 tonn af flugeldum verði flutt inn í ár og er það um þriðjungsaukning frá því í fyrra. Verðkönnun á flugeldum er birt í blaðinu í dag. | 6 og 19 Viðrar vel til „loftárása“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.