Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragna EfemíaGuðmundsdóttir fæddist í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 23. nóv- ember 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks aðfaranótt 15. desember síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Svein- björnsson bóndi, f. 10. apríl 1914, d. 11. október 2004, og Sólborg Hjálmarsdóttir ljósmóðir, f. 9. júní 1905, d. 28. mars 1984. Systkini Rögnu Efemíu eru: Hjálmar Indriði, f. 1937, Rósa Sig- urbjörg, f. 1940, Birna Gunn- hildur, f. 1941, Snorri, f. 1942, og Sveinbjörn Ólafur, f. 1942. Árið 1957 giftist Ragna Pétri Símoni Víglundssyni, f. 28. ágúst 1937. Þau skildu árið 1983. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðmundur Svanberg, f. 24. ágúst 1956, kvæntur Elísabetu Guð- mundsdóttur, f. 21. september 1958, búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru Sólveig Ragna, f. 1982, Gunnhildur Edda, f. 1984, og Guð- mundur Smári, f. 1990. Auk þeirra á Guðmundur Hugrúnu Helgu, f. 1977, með fyrri konu sinni, Mar- gréti Stefánsdóttur, f. 1955. Hug- rún Helga er í sambúð með Ar- inbirni Þórarinssyni, f. 1974, og eiga þau tvö börn, Elmar Atla, f. kölluð Ebba, þurfti snemma að fara að heiman til að vinna fyrir sér. Eftir að Ragna og Pétur kynntust bjuggu þau á Sauð- árkróki en fluttu síðan til Ak- ureyrar þar sem þau bjuggu til ársins 1965. Þá fluttu þau að Sölvanesi, æskuheimili Rögnu, og hófu búskap. Þar bjuggu þau til ársins 1972 er þau fluttu að Lauga- bóli í Steinsstaðabyggð þar sem þau fóru bæði að starfa við Steins- staðaskóla. Árið 1976 fluttu þau að Lækjarbakka 11 á Steins- staðamelnum þar sem þau höfðu reist sér hús. Þau fluttu til Reykja- víkur árið 1982 þar sem Ragna fór að vinna í þvottahúsinu Fönn. Pét- ur og Ragna slitu samvistir árið 1983. Ragna flutti að Klapparstíg 12 í Reykjavík þar sem hún bjó til ársins 1999. Árið 1988 fór Ragna að vinna hjá Hitaveitu Reykjavík- ur á Nesjavöllum og vann þar til 1998 þegar hún varð að hætta vegna veikinda. Ragna flutti á Bergþórugötu 9 og bjó þar í eitt ár eða þar til hún flutti aftur til Skagafjarðar árið 2000. Hún flutti að Hásæti 3a en auðnaðist aðeins að búa þar í nokkra mánuði, vegna veikinda sinna lagðist hún inn á Heilbrigðisstofnun Sauðarkróks árið 2001. Þar átti hún heimili á deild fimm þar til hún lést. Ragna var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum innan lands sem utan. Hún vann í tíu sumur hjá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens sem matráðskona í fjallaferðum og gat notið þess að sameina áhuga- mál og vinnu. Ragna hafði yndi af söng og starfaði með mörgum kór- um þegar hún bjó í Skagafirði. Ragna Efemía verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 2001, og Telmu Mary, f. 2004. 2) Margrét Björg, f. 28. desem- ber 1957, gift Björg- vini Margeiri Guð- mundssyni, f. 12. apríl 1954, búsett á Sauðárkróki. Börn þeirra eru Katrín Eva, f. 1977, hún á tvö börn með fyrr- verandi eiginmanni sínum, Stefáni Jóns- syni, f. 1972, þau eru Kristófer Fannar, f. 1995, og Jónína Mar- grét, f. 2002; Efemía Hrönn, f. 1982, hún er í sambúð með Valdi- mari Matthíassyni, f. 1973; Stef- anía Fanney, f. 1985; og Viktor Sigvaldi, f. 1991. 3) Víglundur Rúnar, f. 3. janúar 1959, kvæntur Hafdísi Eddu Stefánsdóttur, f. 11. desember 1959, búsett í Varma- hlíð. Börn þeirra eru Pétur Fann- berg, f. 1983, í sambúð með Stef- aníu Eyþórsdóttur, f. 1987; og Ellen Ösp, f. 1987. 4) Sólborg Alda, f. 27. janúar 1962, gift Hallgrími Hauki Gunnarssyni, f. 9. sept- ember 1947, búsett í Mosfellsbæ. Dóttir þeirra er Brynhildur, f. 1995. 5) Ragnar Pétur, f. 21. jan- úar 1971, búsettur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi konu hans, Dóru Ingibjargar Valgarðs- dóttur, f. 1972, eru Margrét Petra, f. 1993, Halla Sigríður, f. 1999, og Haukur Steinn, f. 2001. Ragna Efemía, sem var yfirleitt Þú sem gafst mér þetta líf, þú sem hughreystir mig þannig að ég gat betur tekist á við aðsteðjandi vanda, þú sem fræddir og ólst mig upp í kærleika og ást ert nú gengin til náða. Við sem kynntumst þér best erum sennilega öll sammála því hve trúr og tryggur vinur þú varst og hvernig þú tókst á við vandamál og erfiðleika til þess að sigrast á þeim. Þú varst ung ákveðin í því að stofna heimili og eignaðist mig 17 ára gömul. Síðan fylgdu þau Mar- grét og Rúnar með eins árs millibil. Eftir fjögur ár eignaðist þú Sól- borgu og Ragnar Pétur um það leyti þegar við elstu systkinin vor- um að fara að heiman. Dugnaður- inn og baráttan komu þér í gegnum það sem þurfti. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en brosandi og með þinni einstöku gleði tókstu á við verkefnin til þess að ljúka þeim. Gleðistundirnar voru líka nokkuð margar þó svo að veikindi þín kipptu skyndilega undan þér fót- unum í orðsins fyllstu merkingu. Þú ætlaðir þér alltaf að skoða heim- inn eins og þú orðaðir það. Þú varst búin að láta nokkrar af þeim óskum rætast með því að ferðast til fjar- lægra landa þar sem þú dáðist að menningu og fegurð landa og þjóða. Mikla ánægu varst þú búin að fá af óbyggðum Íslands þar á meðal með ferðum með Úlfari Jacobsen þar sem þú vannst í mörg sumur. Þá fannst þér þú ekki komast nær Guði en þegar þú á stilltum sum- arkvöldum labbaðir út í guðsgræna náttúruna með svefnpokann þinn til að sofna á fögrum stað í hinni dásamlegu náttúru Íslands. Fyrir um tíu árum fóru svo veik- indi þín að gera vart við sig. Í bar- áttunni við þau var aðdáunarvert að sjá hvernig þú reyndir að takast á við það að verða heil aftur. En þessi sjúkdómur var ekki eitthvað sem lætur undan dugnaði og þraut- seigju. Bjargið var ókleift. Elsku mamma, þú sem gafst mér þetta líf, ég og fjölskylda mín hugsa í lotningu og þakklæti til þeirra stunda sem þú gafst okkur. Guðmundur og fjölskylda. Nú ertu horfin, héðan kæra hjartans vina, burt mér frá þér ég nú vil, þakkir færa þögul tárin, leika um brá. Lengi götu, ganga máttum grýtt og hörð, var stundum braut en við margar einnig áttum yndisstundir, gegnum þraut. Því ég stilli harm í hljóði, horfi yfir forna slóð, kveð þig nú, með litlu ljóði, ljúfa mamma, kona góð. Fyrir handan, hafið kalda hygg ég, að þú bíðir mín. Minning þín um aldir alda eflaust verður sólin mín. Elsku mamma, einnig viljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt, er hér við skiljum, hjörtun klökkna nú um sinn. Muna blíða, bernsku kæra börnin þín og þakkir nú fyrir ást og allt það kæra okkur, sem að veittir þú. Barnabörnin bljúg nú senda blíða hinstu kveðju þér. Tengdabörn og tryggir vinir til þín allir beinast hér, koma nú, að kistu þinni, krjúpa þar svo undur hljótt. Allir hafa sama sinnis segja þökk – og góða nótt. (Borgfjörð) Rúnar og Hafdís. Lífshlaup móður minnar var eins og lífshlaup margra alþýðukvenna sem fæddust á fyrri hluta síðustu aldar. Hún fæddist í sveit, ólst upp í sveit og eina menntunin sem henni varð auðið var fullnaðarpróf og kvennaskólavist í hálfan vetur. Hún fór snemma að vinna fyrir sér, vann hin ýmsu verkamannastörf alla sína ævi. Hún giftist og eignaðist sitt fyrsta barn sautján ára gömul. Þeg- ar hún var tuttugu og þriggja voru börnin orðin þrjú og eftir það bætt- ust tvö við. Hún hlaut sína menntun í litlum skóla í sveitinni sinni og hafði góða námshæfileika til að bera. Það ber útskriftarskírteinið hennar úr barnaskólanum vott um. Með föður mínum bjó hún í tuttugu og sex ár. Leiðir þeirra skildu og móðir mín fór að kanna hvað væri „hinum megin við Esjuna“. Hana langaði til að afla sér meiri menntunar. Af því varð ekki. Hún lagðist í ferðalög í fríum sínum jafnt innan lands sem utan. Hún sótti heim fjarlæg lönd í Mið-Austurlöndum, Afríku og Suð- ur-Ameríku. Hún elskaði að ferðast á fjöllum. Hún var mikil náttúrukona og á ferðalögum sínum vildi hún helst sofa úti undir berum himni í svefn- pokanum sínum og tala við stjörn- urnar. Hún var svo lánsöm að vera í vinnu hjá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen í fjöldamörg sumur við að elda mat fyrir fjallaferðalanga. Í því starfi naut hún sín virkilega. Þótt hún hefði lítt gaman af því að elda mat gat hún ferðast um öll fjöll og firnindi í krafti vinnu sinn- ar. Móðir mín veiktist fyrir tíu árum af hinum illvíga Parkinsonsjúk- dómi. Hún var með sérstaklega slæmt afbrigði sjúkdómsins. Allur máttur líkamans og öll geta til að tjá sig hvarf smám saman. Andlegu atgervi hélt hún hins vegar óskertu. Undir lokin gat hún vart tjáð sig nema í gegnum sitt blíðlega augnaráð. Húmorinn missti hún aldrei og gat alltaf kreist fram bros þegar brandarar flugu í heimsókn- um. Þrautseigja og dugnaður móð- ur minnar kom berlega í ljós í veik- indum hennar. Hún gafst aldrei upp. Æðruleysið við að takast á við sjúkdóminn var aðdáunarvert. Undanfarin fimm ár dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og naut þar frábærrar umönnunar starfsfólksins á deild fimm. Þar átti hún sitt heimili og þar gátum við heimsótt hana og verið með henni eins og um einkaheimili væri að ræða. Þar naut hún aðhlynningar og umhyggju fram á síðasta dag. Hlýjan frá starfsfólkinu og vist- mönnum var einstök. Það ber allt að þakka. Af öllum öðrum ólöst- uðum hugsaði Margrét systir mín einstaklega vel um móður okkar og verður það seint þakkað. Það var huggun harmi gegn að vita af því að bak við fjöllin fékk móðir mín bestu umhyggju sem völ var á. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson) Hversdagshetjan móðir mín. Hvíl í friði. Sólborg Alda Pétursdóttir. Ragna Efemía Guðmundsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LINDA AXELSDÓTTIR, lést á líknardeild Landakotsspítala laugardaginn 23. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Sigurðardóttir, Magnús Marísson, Svanhildur Sigurðardóttir, Gylfi Guðmundsson, Axel Finnur Sigurðsson, Elínborg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir minn, SKÚLI ÞÓR KJARTANSSON, Víðimel 62, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 18. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrefna Hákonardóttir, Ágúst Þór Skúlason. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KJARTAN STEFÁNSSON KEEN listmálari, Lundi, Skagaströnd, lést föstudaginn 22. desember. Örn Smári Kjartansson, Bjarney Vala Steingrímsdóttir, Árdís Kjartansdóttir, Hjörleifur Jóhannesson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Hlynur Hallsson, Guðlaug Ásta Stefánsdóttir Vazquez og barnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JOHANNE BJÖRGHEIM TORP, lést á dvalarheimilinu Holtsbúð laugardaginn 23. desember. Holger Torp og Elín Lovísa Egilson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, GÍSLI ÁGÚSTSSON frá Brúnastöðum, Dælengi 20, Selfossi, lést laugardaginn 23. desember. Jarðsungið verður frá Selfosskirkju föstudaginn 29. desember kl. 11 f.h. Systkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SÆFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést laugardaginn 23. desember. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Katrín Hermannsdóttir, Jón Magnússon, Sigríður Stefanía Bragadóttir, Emil Vilhjálmsson, Ingólfur Bragason, Arndís Heiða Magnúsdóttir, Axel Bragi Bragason, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Karl Sævar Bragason, Kristín Björg Bragadóttir, Marteinn Sigurðsson, Ásdís Björk Bragadóttir, Einar Axel Schiöth, Rakel Hrönn Bragadóttir, Árni Jón Erlendsson, Sigurður Bragason, Erla Björgvinsdóttir, Magnús Hörður Bragason, Iðunn Bragadóttir, Stefán Bragi Bjarnason, Svanhildur Bragadóttir, Hákon Þröstur Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.