Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig ætli samkomulagið séþessa dagana á milli ráðherra gömlu undirstöðuatvinnuveganna? Einar K. Guðfinnsson eyðilagði með einu pennastriki markaðinn fyrir ís- lenzkar landbúnaðarafurðir í Bandaríkjunum, sem Guðni Ágústs- son var búinn að byggja upp með ærnum tilkostnaði, fyrirhöfn og ferðalögum til Washington. Í gær bætti sjávarútvegsráðherrann um betur í fréttum Ríkisútvarpsins og sagði í raun að landbúnaðarráð- herrann hefði aldrei náð neinum ár- angri í markaðssókninni vestra.     Vandinn viðmarkaðs- setninguna í Bandaríkjunum, til dæmis á land- búnaðarvörum, stafar hins vegar ekki af neikvæð- um áhrifum af hvalveiðum. Vandinn stafar fyrst og fremst af því að ekki eru til staðar fjárhags- legar forsendur til að halda þessum útflutningi áfram. Strax um mitt þetta ár lágu fyrir miklar efasemdir útflytjenda á dilkakjöti, til dæmis, um að þetta gæti haldið áfram,“ sagði Einar K. Guðfinnsson í viðtali við RÚV. Í framhaldinu var haft eft- ir honum að menn ættu að snúa sér að „hinu raunverulega vandamáli,“ sem væri að bændur fengju ekki það verð, sem dygði til að gera Banda- ríkjamarkað að fýsilegum kosti.     Gott og vel, kannski er það rétt hjásjávarútvegsráðherra að út- flutningur á Bandaríkjamarkað muni aldrei bera sig. En hafa ákvarðanir hans hjálpað til í þeim efnum?     Og fyrst Einar K. Guðfinnsson villhorfast í augu við raunveruleg vandamál, ætti hann kannski að horfast í augu við staðreyndirnar varðandi hvalveiðar Íslendinga. Nánast ekkert ríki er hlynnt þeim, lítill sem enginn markaður er fyrir afurðirnar og skaðinn fyrir íslenzkt efnahagslíf er líkast til nú þegar orð- inn meiri en ávinningurinn. Þetta er hið raunverulega vandamál vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. STAKSTEINAR Einar K. Guðfinnsson Raunveruleg vandamál                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. / 0 0 -- 1 +-' +2 2 ' -3 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   3 . / 1 1 5 - - +- +1 ' )*4! 4! 6  6  4! 4! 4! 6  6  ) %  !7 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) ( 2 3 +. 3 +-5 +1 . 2 +- 2 8 4! 4! 7 4!    4! 4! 4! 4! 7 4! 4! 9! : ;                     !  " "  # $%   &  '     #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    ;  -         !!  =. :     ; * <4!   % 7 8      *   = ;       /     -5>-19  >   < )    "    >  < 6       <6    -5>-19    <     < 8  %  ;     % 1 -5  ?; *4  *@    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" .-2 5<1 553 -10 33' 0.. 2-3 (-' -5.0 -13( -'.' -3'/ -/5' ''52 --'. -'5( --1. --5- -1.2 -155 -33- -312 -(1. '51/ '.-5 .<. -</ -<5 -</ -<- 5<2 5<. 5<1 .<3 -<( -<- -<( -<5 5<3 5<'            kr. 18 þúsund fyrir einstaklinga, 4.500 kr. fyrir elli- og örorkulífeyris- þega og kr. 6.000 fyrir öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu. Þegar hámarksgreiðslum er náð á fólk rétt á afsláttarkorti. Hingað til hefur þurft að safna greiðslukvittun- um og framvísa þeim hjá Trygginga- stofnun til að fá afsláttarkortið. Frá áramótum verður sú breyting á að afsláttarkortið verður sent sjálf- TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) mun hefja sjálfvirka útgáfu á afsláttarkortum fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu nú um áramót- in. Nýja kortið er liður í viðleitni Tryggingastofnunar til að auðvelda sjúkratryggðu fólki að nálgast rétt sinn, segir í frétt frá stofnuninni. Árlegar hámarksgreiðslur sem al- menningur þarf að greiða fyrir lækn- is- og heilbrigðisþjónustu á ári eru krafa heim til þeirra sem ná há- marksgreiðslum ef upplýsingar um það eru til hjá Tryggingastofnun. Endurgreiðslur verða lagðar beint inn á bankareikninga einstaklinga. Fá ekki upplýsingar frá sjúkrahúsum og heilsugæslum Tryggingastofnun berast upplýs- ingar frá sjálfstætt starfandi sér- fræðingum, sem eru með samning við Tryggingastofnun, um flestar greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu þeirra. Tryggingastofnun berast hins vegar ekki upplýsingar frá heimilis- og heilsugæslulæknum eða sjúkrahúsum. Þessum gögnum þarf fólk eftir sem áður að safna saman og senda til þjónustumiðstöðvar eða til umboða Tryggingastofnunar til að fá afsláttarkortið, segir í frétt frá stofnuninni. TR gefur út sjálfvirk afsláttarkort Afsláttarkortið sent sjálfkrafa heim til þeirra sem ná hámarksgreiðslum ÓLÍKT flestum öðrum brotum fjölgaði fíkniefnabrotum árið 2005 og hefur þessum brotum þá fjölgað stöðugt frá árinu 2001. Í heild fjölg- aði fíkniefnabrotum um 58% árið 2005 samanborið við meðalfjölda brota síðustu fimm árin þar á und- an. Þetta kemur fram í Afbrotatöl- fræði Ríkislögreglustjóra fyrir síð- asta ár. Brotum vegna vörslu eða neyslu fíkniefna fjölgar einna mest eða um 79% og brotum vegna dreif- ingar eða sölu fíkniefna eða um 43%. Á sama tíma fækkar hins vegar innflutningsbrotum nokkuð eða um 27 %. Á síðasta ári lögðu lögregla og tollgæsla hald á tæplega 21 kíló af hassi, sem er töluvert minna en árið áður og í raun minnsta magn af hassi sem lagt hefur verið hald á síð- astliðin sjö ár. Einnig var minna tekið af amfetamíni en árið á undan eða tæplega níu kíló. Þá voru tekin tæplega fimm kíló af maríjúana sem er mun meira en árið á undan en svipað og árið 2000. Fram kemur að minna var tekið af kókaíni en árið á undan, eða rúm- lega eitt kíló. Athygli vekur að á sama tíma og minna er tekið af hassi er meira tekið af kannabislaufi sem gæti vísað til þess að meira af efni sé framleitt hér á landi. Í fyrra voru 1.396 manns kærðir fyrir fíkniefnabrot, 1.189 karlar og 207 konur og voru karlar því rúm- lega 85% kærðra. Fleiri fíkni- efnabrot VEÐUR FRÉTTIR ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Minn- ingarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Styrkinn hlaut Sigurður Örn Aðalgeirsson, nemandi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, fyrir hæstu meðal- einkunn að loknu öðru námsári. Sigurður Örn er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hlaut nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands árið 2006 ásamt fé- laga sínum Jóni Steinari Garðars- syni fyrir verkefnið Sport Cool og 2. sætið í hugmyndasamkeppni HÍ, Upp úr skúffunum, fyrir sama verk- efni. Sport Cool tæknin er bylting- arkennd aðferð við meðhöndlun íþróttameiðsla sem sameinar þekk- ingu á lífeðlisfræði og eðlisfræði, eðli frumurofs og varmaflutnings. Sig- urður Örn hyggur á framhaldsnám erlendis og hefur hug á að einbeita sér að hönnun sjálfvirkra stýringa, segir í fréttatilkynningu. Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar stúdents var stofnaður af foreldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta verkfræðideild- ar HÍ, á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild HÍ eða til framhaldsnáms í verkfræði við ann- an háskóla, að loknu grunnnámi í verkfræðideild HÍ. Styrkveiting Frá hægri: Ástríður Magnúsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Sigurður Örn Aðalgeirsson, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar. Hlaut styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Morgunblaðið/G. Rúnar Kaffihús Reyklausu kaffihúsin í miðbæ Reykjavíkur laða til sín barnafólk eins og myndin ber glöggt vitni um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.