Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 37
|fimmtudagur|28. 12. 2006| mbl.is staðurstund Gagnrýnandi segir Fána feðra vorra vera fjögurra stjarna mynd sem bjóði upp á nýstár- lega sýn á stríðsátök. » 38 kvikmyndir Árituð Bítlaplata, Meet the Beatles, var keypt af óþekktum kaupanda í fyrradag fyrir litlar 8,3 milljónir króna. » 38 fólk Guðfaðir sálartónlistarinnar, James Brown, er látinn. Arnar Eggert Thoroddsen minnist lið- ins listamanns. » 39 af listum Öðruvísi saga Guðrúnar Helga- dóttur er þriðja bókin í bóka- flokki hennar um Karen Kar- lottu og fjölskyldu hennar. » 43 bókmenntir Gandolfini segist vera orðinn of gamall fyrir líkamsrækt. Hann segist jafnframt vera leiður á hlutverki Tonys Sopranos. » 45 fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Í miðri jólaösinni, hinn 22. desember síðastliðinn, opn- uðu listamennirnir Hekla Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunn- arsdóttir sýninguna Ljósaskipti – Jólasýningu Kling og Bang í Kling og Bang galleríi á Laugavegi 23. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem listamennirnir sýna allir saman. „Þetta var bara hugmynd, að við myndum sýna saman, og sú hug- mynd kom upp einhvern tímann á árinu,“ segir Hekla Dögg. „Allir höfðu verið að sýna hver í sínu lagi og ég sagði svona í gríni að við ætt- um að hafa samsýningu því að það er augljóslega sama hrifningin í gangi þótt hún fari kannski í mismunandi áttir. Svo kom upp að það var hægt að sýna í galleríinu á dimmasta tíma ársins, á vetrarsólstöðum, sem var alveg fullkominn tími vegna þess að við höfum öll unnið mikið með ljós.“ Brýr á milli Hekla Dögg segir að listamenn- irnir hrífist af verkum hver annars þar sem þau tengjast í sameiginlegu sjónrænu tungumáli. „Öll verkin eru unnin af hverjum og einum þótt það hafi ekkert verið ákveðið fyrirfram. Það eru fjögur verk á sýningunni og svo er eitt sem er samvinnuverkefni sem verður lík- lega gjörningur síðar meir,“ segir hún. „Við höfum unnið öll okkar verk sér en það eru brýr yfir í efnisnotkun og kannski eitthvað sjónrænt líka þrátt fyrir að það séu mismunandi útfærslur á hlutunum. En það er ekkert skipulag á þessu fyrirfram. Það vinna allir með sköpunargleðina, þetta er ekkert niðurnjörvað,“ segir Hekla Dögg og ítrekar að engin til- viljun hafi ráðið því að viðkomandi listamenn sýna saman. „Það sést þegar gengið er inn á sýninguna að það er ástæða fyrir því að þessir að- ilar sýna saman því það eru svona ákveðnar brýr á milli,“ segir hún. „Við Ásdís erum til dæmis í sama rými og munurinn á okkur er ekkert endilega í efni eða tilfinningum, held- ur er munurinn sá að mörkin á mín- um verkum eru auðsjáanleg, hvar þau byrja og hvar þau enda, á meðan mörkin eru óljósari hjá henni.“ Sykurepli og glimmer Að sögn Heklu Daggar er um sannkallaða jólasýningu að ræða. „Oft fá sýningar einhvern jóla- stimpil og það á að vera eitthvað nei- kvætt en ég held að það sé enginn í hópnum sem finnst það neitt nei- kvætt, þótt hlutir séu jólalegir,“ seg- ir hún og bætir því við að sýningin hafi vissulega jólalegan blæ. „Já, hún er svolítið jólaleg núna. Það er alveg hægt að tengja hana þangað en svo er alveg hægt að tengja hana eitthvert annað líka. Þarna eru stjörnur og glimmer og svo eru sykurepli í kjallaranum. Svo eru ljós í öllum verkum en það var ekki heldur ákveðið fyrirfram,“ segir Hekla Dögg og bætir því við að sýn- ingin njóti sín best í myrkri. Það er náttúrlega út af ljósunum. Það er þekkt vandamál, en líka svolítill húmor, að það þarf að myrkva alla sali út af myndvörpum og það er oft voðalegt vandamál að myrkva alla glugga og oft dálítið um- deilt líka. En það þarf ekki að myrkva mikið í skammdeginu. Við myrkvuðum ekki gluggana en samt eru þrír varpar í ysta ríminu. Það væri samt gaman að sjá ef sýningin færi að dofna út þegar fer að birta af degi. Þetta er eins og stjörnuhiminninn, maður sér hann bara á næturnar,“ segir Hekla Dögg að lokum. Rökkur „Þetta er eins og stjörnuhimininn, maður sér hann bara á næturnar,“ segir Hekla Dögg um sýninguna. Nýtur sín best í myrkri Samstíga listamenn „Það sést þegar gengið er inn á sýninguna að það er ástæða fyrir því að þessir aðilar eru að sýna saman.“ Ljósaskipti – Jólasýning Kling og Bang stendur til 28. janúar 2007. Enginn aðgangseyrir er að sýning- unni. Kling og Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. „ÞEGAR ég var í Curtis tónlistarskólanum í Fíladelfíu komu þær systur, Miriam og Judith, í skólann þegar ég átti um það bil eitt ár eftir. Fjölskyldan var alltaf svo indæl við mig. Foreldrar þeirra, Ursula og Ketill buðu mér oft í mat og voru alltaf svo sæt við mig. Judith var hjá sama kennara og ég, Jascha Brodsky.“ Þannig upphófust kynni Sigrúnar Eðvaldsdóttur fliðluleikara af Katli Ingólfssyni stærðfræðingi og píanó- leikara og fjölskyldu hans, en þær mæðgur Ursula og dæturnar Judith fiðluleikari og Miriam sellóleikari hafa komið heim og haldið tónleika þótt fjölskyldan hafi búið er- lendis. Judith lék síðast við mikinn fögnuð með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir fáum misserum. En nú er komið að því að Sigrún og Miri- am músíseri saman; þær verða með tónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20, þar sem þær leika verk fyrir fiðlu og selló, eftir Haydn, Jón Nordal, Mozart, Gliére og Martinú. Sigrún kveðst hafa misst af Ingólfsson- fjölskyldunni eftir að hún lauk námi í Curtis. En árið 2000 spilaði Judith með Sinfóníu- hljómsveitinni í Ameríkuferðinni okkar og þá komst sambandið á aftur. „Þá var fjöl- skyldan búin að stofna skóla í Fíladelfíu, Leopold Mozart Academy, og þar kennir Miriam. Í sumar dó móðir Ketils, og Miriam kom með foreldrum sínum hingað. Þá hringdu þau í mig, við hittumst í Kaffi Flóru og það fór svo vel á með okkur aftur. Ursulu og Ketil langaði til þess að Miriam spilaði meira hér heima, og datt í hug hvort við gætum ekki spilað dúótónleika. Ég var sko alveg til í það,“ segir Sigrún og bætir því við að líklega fái Íslendingar að heyra meira af þeim systrum og foreldrum þeirra í framtíð- inni – það sé í það minnsta vilji þeirra. „Við Miriam höfðum aldrei spilað saman áður, en það hefur alltaf farið mjög vel á með okkur. Við skelltum okkur því bara á þetta.“ Sigrún kveðst ekki hafa trúað því að óreyndu hve margt fallegt væri til fyrir fiðlu og selló, – efnisskráin er flott. „Hún er alveg rosalega gáfuð,“ segir Sig- rún, þegar talið berst að Miriam, en eins og systir hennar, Judith, tók hún þátt í tón- listarkeppnum eftir skóla, og gekk afar vel. „Mér finnst hún mikill hugsuður. Hún kenn- ir hljómfræði, tónheyrn og sellóleik við skól- ann þeirra, og ferill hennar er því svolítið öðru vísi en systur hennar. En hún er rosa- lega fínn sellisti.“ „Það er mjög gaman að spila með Sig- rúnu, hún er frábær fiðluleikari,“ segir Miriam, „ég er lánsöm og þakklát fyrir að fá þetta tækifæri til að spila með henni hér heima.“ Einungis þessir einu tónleikar eru ráð- gerðir með leik Sigrúnar og Miriam í bráð. Sigrún og Miriam leika í Selfosskirkju Dúó „Við Miriam höfðum aldrei spilað saman áður, en það hefur alltaf farið mjög vel á með okkur. Við skelltum okkur því bara á þetta.“ Sigrún og Miriam spila í Selfosskirkju í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.