Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 35
FRÉTTIR
Fundir/Mannfagnaðir
Félagar í Félagi
skipstjórnarmanna
Almennur félagsfundur verður í dag, fimmtu-
daginn 28. desember kl. 14.00, á veitingastað-
num Strikinu, Skipagötu 14, Akureyri.
Föstudaginn 29. desember verður fundur í
Reykjavík. Sá fundur verður kl. 14.00 í Háteigi,
sal á 4. hæð Grand Hótels. Félagar fjölmennið
og takið jólaskapið með á fundinn.
Stjórnin.
Félagslíf
Fimmtudagur 28. desember
Samkoman í kvöld fellur niður.
Næsta samkoma verður á
gamlársdag klukkan 16:00.
Samhjálp óskar vinum og
velunnurum, svo og
landsmönnum öllum,
gleðilegra jóla.
www.samhjalp.is
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Raðauglýsingar
Lausn: Við nánari skoðun kemur á
daginn að engu máli skiptir hvorum
megin hryggjar tígulkóngurinn ligg-
ur. Sagnhafi gefur fyrsta spaðann, en
drepur næst á ÁSINN. Tekur síðan
slagina á lauf og hjarta og sendir
vestur inn á spaðagosa. Vestur fær
þrjá slagi á spaðann en neyðist svo til
að spila tígli upp í ÁD eða gefa blind-
um slag á hjartadrottningu.
ÞRIÐJA ÞRAUT
Norður
♠ÁG1072
♥84
♦Á76
♣ÁD10
Vestur Austur
♠98 ♠54
♥KG52 ♥10976
♦K8 ♦10943
♣K8542 ♣976
Suður
♠KD63
♥ÁD3
♦DG52
♣G3
Vestur Norður Austur Suður
1 grand
pass 2 hjörtu* pass 3 spaðar
pass 6 spaðar allir pass
* Tvö hjörtu er yfirfærsla í spaða og
stökk suðurs í þrjá spaða lofar fjórlit.
Útspil: spaðanía.
Greining: Varla verður hægt að
forðast tapslag á tígul, svo laufkóng-
urinn verður alla vega að liggja fyrir
svíningu. Hins vegar má kannski
losna við hjartasvíninguna með því að
fría tígulslag.
Lausn: Eftir aftrompun virðist
rökrétt að spila tígulás og tígli á
drottninguna. Þá fríast tígulslagur
fyrir hjartað í borði ef kóngurinn er í
austur eða ef liturinn brotnar 3-3. En
hér á vestur kóng annan í tígli, svo lit-
urinn nýtist ekki. Vestur kemst skað-
laust út á laufi og sagnhafi verður að
svína í hjartanu. Þessa legu má hins
vegar ráða við með því að svína strax í
laufi og taka þar þrjá slagi. Þannig er
lokað fyrir útgönguleið vesturs og
hann verður að spila hjarta upp í gaff-
alinn eða laufi í tvöfalda eyðu.
FJÓRÐA ÞRAUT
Norður
♠976
♥1042
♦D63
♣Á752
Vestur Austur
♠K ♠D108532
♥8 ♥976
♦ÁG10754 ♦K9
♣K10863 ♣G4
Suður
♠ÁG4
♥ÁKDG53
♦82
♣D9
Á aðfangadag jóla fengu lesendur
sex úrspilsþrautir að glíma við þar
sem aðeins tvær hendur sáust. Nú
verður hulunni svipt af spilum varn-
arinnar og kannað hvernig til hefur
tekist.
FYRSTA ÞRAUT
Norður
♠Á105
♥KG
♦8532
♣G653
Vestur Austur
♠G9873 ♠KD42
♥8 ♥9742
♦D1064 ♦G97
♣Á109 ♣K7
Suður
♠6
♥ÁD10653
♦ÁK
♣D842
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
pass 1 grand pass 2 lauf
pass 2 hjörtu pass 3 hjörtu
pass 4 hjörtu allir pass
Útspil: spaðaþristur.
Greining: Suður á níu toppslagi og
þarf aðeins að fría einn í viðbót á lauf.
Lausn: Það virðist blasa við að af-
trompa vörnina og spila laufi, en í því
felst dulin hætta. Vörnin hamrar á
spaðanum við hvert tækifæri, sem
þýðir að suður verður tromplaus áður
en hann nær að fría laufslag. Vestur
mun þá fá síðustu tvo slagina á laufás
og spaðagosa. Svarið við þessari
styttingshættu er að bíða með tromp-
ið og spila einfaldlega laufinu strax.
Sagnhafi mun þurfa að trompa spaða
tvisvar heima, en þegar vestur kemst
inn á þriðja laufið getur blindur tekið
að sér valdið á spaðanum.
ÖNNUR ÞRAUT
Norður
♠754
♥D87
♦G64
♣7543
Vestur Austur
♠D10962 ♠K8
♥1063 ♥G9542
♦1097 ♦K52
♣96 ♣1082
Suður
♠ÁG3
♥ÁK
♦ÁD83
♣ÁKDG
Vestur Norður Austur Suður
2 lauf
pass 2 tíglar pass 3 grönd
allir pass
Útspil: spaðasexa – kóngur frá austri.
Greining: Við fyrstu nálgun virðist
spilið snúast um að staðsetja tígul-
kónginn. Ef vestur á tígulkóng er
best að drepa strax á spaðaás og spila
tígli að gosanum, en ef tígulkóngur-
inn er í austur verður að dúkka til að
rjúfa sambandið í spaðanum.
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
2 grönd* pass 3 lauf* 3 hjörtu
pass 4 hjörtu allir pass
* Vestur sýnir minnst 5-5 í láglitun-
um og austur velur laufið.
Útspil: Laufþristur (fimmta hæsta)
– lítið úr borði, gosi og drottning.
Greining: Byrjunin er heppileg, en
björninn er síður en svo unninn því
ekki má gefa nema einn slag á spaða.
Í því efni kemur tvennt til greina:
spila austur upp á hjónin og svína
gosanum, eða leggja niður ásinn í von
um stakt mannspil í vestur. En hvort
á að gera?
Lausn: Svarið liggur í sögnum og
útspili vesturs. Byrjun á sögnum.
Austur valdi laufið, svo hann á ekki
þrjá tígla. Vestur er því nær örugg-
lega með sex tígla og þar með aðeins
einn spaða. En er það hundur eða
mannspil? Hugum að útspilinu. Lauf
frá kóngnum er ekki hættulaus byrj-
un og smátt einspil í spaða væri mun
meira freistandi. Sem bendir til að
einspil vesturs sé í stærra lagi, senni-
lega kóngurinn. Að þessu athuguðu
er best að spila þannig: Tromp tekið
þrisvar og endað í borði til að spila
spaða (í þeirri von að austur kljúfi ef
hann á hjónin, þrátt fyrir allt). En
austur lætur smáan spaða og þá er
tekið með ás og kóngurinn felldur.
Loks er farið inn á laufás og spaða
spilað að gosa.
FIMMTA ÞRAUT
Norður
♠K64
♥K632
♦D532
♣ÁG
Vestur Austur
♠105 ♠G9872
♥DG10875 ♥4
♦7 ♦G1084
♣10964 ♣D85
Suður
♠ÁD3
♥Á9
♦ÁK94
♣K732
Vestur Norður Austur Suður
2 grönd
pass 3 lauf* pass 3 tíglar
pass 6 grönd allir pass
Útspil: hjartadrottning. Þú tekur
slaginn heima og svínar laufgosa, en
austur drepur á drottninguna og spil-
ar laufi til baka.
Greining: Þetta er grafalvarlegt
mál, ekki nema 11 slagir þótt reiknað
sé með fjórum á tígul. Eina vinnings-
vonin er þvingun á vestur í hjarta og
laufi.
Lausn: Til að þvingunin gangi upp
verður vestur að eiga minnst fimmlit í
hjarta og fjórlit í laufi. En kannski er
rétt að gera ráð fyrir sexlit í hjarta í
vestur úr því að austur spilaði EKKI
hjarta þegar hann komst inn á lauf-
drottningu. Með því myndi austur
slíta samganginn við blindan og gera
þvingunarvonir sagnhafa að engu. Ef
austur er góður spilari Á HANN
EKKI annað hjarta til.
Segjum það. Næst er þá að kanna
svörtu litina. Heim á spaðaás, lauf-
kóngur tekinn og hjarta hent úr
borði. Svo spaðadrottning. Og alltaf
fylgir vestur, svo ef hann á sex hjörtu
og fjórða laufið er ekki pláss fyrir
meira en einn tígul. Af því verður tíg-
ulíferðin að mótast: Inn á drottn-
inguna og tígli spilað á níuna heima!
(Spaðakóngurinn er innkoma ef aust-
ur klýfur.) Framhaldið er handa-
vinna: sagnhafi tekur á spaðakóng og
alla tíglana og vestur á enga vörn.
SJÖTTA ÞRAUT
Norður
♠Á43
♥K105
♦K1095
♣D87
Vestur Austur
♠G10876 ♠KD95
♥D86 ♥9742
♦72 ♦DG64
♣542 ♣6
Suður
♠2
♥ÁG3
♦Á83
♣ÁKG1093
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull pass 2 lauf
pass 2 grönd pass 6 lauf
pass pass pass
Útspil: spaðagosi.
Greining: Slemman er ljónsterk og
100% í 2-2 legu í trompi: spaðinn er
hreinsaður upp, tromp tekið tvisvar
og tígli spilað á tíuna. Austur væri þá
rækilega endaspilaður. En í 3-1 leg-
unni virðist nauðsynlegt að aftrompa
vörnina fyrst og þá á vörnin útgöngu í
spaða. Sagnhafi á reyndar góða
möguleika á að fría tígulslag eða þá
finna hjartadrottninguna ef í harð-
bakka slær, en eins og legan er gæti
spilið tapast ef sagnhafi giskar illa.
Lausn: Það er óþarfi að treysta á
getspekina, því það er hægt að
byggja upp innkast þrátt fyrir 3-1
tromplegu. Sagnhafi tekur á spaðaás
og trompar spaða hátt. Spilar trompi
á sjöuna og stingur aftur spaða. Spil-
ar svo millitrompi að D8 í borði. Þeg-
ar vestur fylgir, heldur sagnhafi
slagnum heima og spilar tígli á tíuna.
Austur er þá endaspilaður og slemm-
an er örugg nema vestur hafi byrjað
með einspil í tígli. Ef vestur fylgir
ekki lit í síðara trompið yfirtekur
sagnhafi með drottningu og spilar
tígli á áttuna. Og þá er það vestur
sem er endaspilaður.
Svör við jólabridsþrautum
Guðm. P. Arnarson
SJÚKRAHÚSUM á fjórum af þeim
fimm stöðum þar sem Toyota er
með umboð voru færðar gjafir frá
fyrirtækinu fyrir jól og fimmti stað-
urinn er ekki langt undan.
Sjúkrahúsin á Akureyri og Sel-
fossi og Barnaspítali Hringsins
tóku á móti veglegum 42" Pana-
sonic-flatskjá, veggfestingum í boði
Links og 10 konfektkössum frá Nóa
úr höndum umboðsmanna á hverj-
um stað, segir í fréttatilkynningu.
Einnig afhenti umboðsmaður
Toyota á Egilsstöðum sjúkrahúsinu
þar flatskjáinn með öllu tilheyrandi
og legudeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fær sams konar pakka
að gjöf. Umboðsmenn bættu að eig-
in frumkvæði við DVD spilara –
sumir mynddiskum líka.
Á Selfossi og í Reykjavík slóst
söngvarinn Magni í hópinn ásamt
félögum sínum úr Á móti sól og
tóku þeir lagið við góðar undirtekt-
ir viðstaddra. Magni flaug svo aust-
ur á Egilsstaði og var með í för þeg-
ar farið var með pakkann á
sjúkrahúsið þar.
Toyota færir
sjúkrahúsum
gjafir
Nemendur Ráðgjafarskóla Ís-
lands öðlast að loknu náminu og
eftir þriggja ára starf undir hand-
leiðslu rétt til þess að þreyta sér-
stakt próf sem viðurkennt er af
IC&RC og standist þeir það fá þeir
viðurkenningu fagráðsins sem
áfengis- og vímuefnaráðgjafar. Nú
hafa 37 af þeim 82 ráðgjöfum sem
skólinn hefur útskrifað öðlast þessa
viðurkenningu.
82 lokið námi og prófi frá skólanum.
Allir ráðgjafar Krísuvíkur hafa
nú farið í gegnum námið og einnig
allir ráðgjafar á Teigi, í Samhjálp,
Götusmiðjunni og unglingameðferð-
arheimilinu Háholti. Þá hafa sótt
nám við skólann ráðgjafar frá SÁÁ,
starfsmaður Fangelsismála-
stofnunar og starfsmaður Heyrn-
leysingjafélagsins, segir í frétta-
tilkynningu.
RÁÐGJAFARSKÓLI Íslands út-
skrifaði nemendur laugardaginn
16. desember síðastliðinn að lokinni
haustönn 2006. Námsefni skólans
er viðurkennt af alþjóðlegu fagráði
á sviði áfengis- og vímuefnaráð-
gjafar (International Certification
& Reciprocity Consortium –
IC&RC).
Þetta er í fimmta sinn sem skól-
inn útskrifar nemendur og hafa nú
Útskrift Nýútskrifaðir áfengisráðgjafar frá Ráðgjafarskóla Íslands ásamt kennurum að lokinni haustönn.
Nýir ráðgjafar útskrifaðir
HARÐUR árekstur varð þriðjudag-
inn 26. desember klukkan 22.28 á
gatnamótum Kringlumýrarbrautar
og Borgartúns. Þarna rákust á grá
Toyota Yaris fólksbifreið sem ekið
var austur Borgartún og græn Opel
Corsa fólksbifreið sem ekið var
norður Kringlumýrarbraut. Öku-
menn greinir á um stöðu umferð-
arljósanna þegar áreksturinn varð.
Vitni að árekstrinum eru beðin að
hafa samband við lögreglu í síma
444 1130 eða 843 1133.
Vitni vantar
GÓÐGERÐARSÖFNUN á jólagjöf-
um handa börnum á Íslandi stóð yf-
ir á síðustu vikum í Kringlunni og í
ár söfnuðust um 4.000 pakkar. Fjöl-
skylduhjálp Íslands og Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur sáu um að
koma pökkunum til þeirra sem á
aðstoð þurftu að halda fyrir jólin.
Viðskiptavinir Kringlunnar og
landsmenn allir voru hvattir til að
leggja sitt af mörkum í söfnunina.
Undirtektir voru gríðarlega góðar,
segir í fréttatilkynningu.
4.000 jólagjafir
söfnuðust