Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Til eru eldtefjandi efni
sem hægt er að úða
yfir kertaskreytingar.
Aldrei má þó treysta
á að slíkt komi í veg
fyrir bruna.
Munið að
slökkva á
kertunum
i
Mogadishu. AP, AFP. | Hersveitir
bráðabirgðastjórnarinnar í Sómal-
íu og eþíópskir hermenn náðu í
gær á sitt vald mikilvægum bæ í
suðurhluta landsins og settu síðan
stefnuna á Mogadishu, höfuðborg
landsins. Sagt er, að mikið mann-
fall hafi orðið í bardögum þeirra
við íslamista en þeir hafa látið
undan síga á öllum vígstöðvum.
Boðað var til skyndifundar í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna í
fyrrakvöld vegna átakanna í Sóm-
alíu en ekki náðist samstaða um
ályktun, sem fól í sér kröfu um
„tafarlaust vopnahlé og viðræður
milli stríðandi fylkinga“ og einnig,
að allt „erlent herlið skyldi á
brottu frá landinu“. Bandaríkja-
menn og Bretar vildu ekki fallast á
síðari liðinn og sögðu, að fyrst yrði
að koma á vopnahléi og viðræðum.
Herlið íslamska dómstólaráðs-
ins, sem ráðið hefur mestallri
Sómalíu, flúði í gær eftir harða
bardaga frá bænum Jowhar, sem
er 90 km frá Mogadishu. Hafa ísl-
amistar flúið nokkra aðra bæi og
haldið til Mogadishu en búist er
við, að þar muni þeir reyna að
berjast til þrautar.
Þurrkar, flóð og stríðsátök
Ástandið í Sómalíu er hörmu-
legt. Þar hafa þurrkar valdið fólki
miklum búsifjum á síðustu árum
en að undanförnu gífurleg úrkoma
og flóð. Talið er, að þau hafi svipt
um hálfa milljón manna lífsbjörg-
inni. Ekki bæta stríðsátök úr en
vegna þeirra hefur Matvælaaðstoð
Sameinuðu þjóðanna neyðst til að
hætta loftflutningum til landsins
um stundarsakir.
Arababandalagið skoraði í gær á
Eþíópíustjórn að kalla strax heim
herlið sitt frá Sómalíu og Afríku-
sambandið tók undir áskorunina á
fundi fulltrúa hvorra tveggja sam-
takanna í Addis Ababa, höfuðborg
Eþíópíu.
Íslamistar bú-
ast til varnar
í Mogadishu
Stjórnarherinn í Sómalíu og eþíópskir
hermenn stefna til höfuðborgarinnar
!
!
"!#
!
! $
!
%! &
(
!
!
% )
)
Jerúsalem. AFP, AP. | Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, fyrirskip-
aði ísraelska hernum í gær að hefja
aftur árásir gegn palestínskum
vígahópum á Gaza-svæðinu eftir að
tveir ísraelskir unglingar særðust í
eldflaugaárás. Skipunin brýtur í
bága við um mánaðarlangt vopna-
hlé en henni er ætlað að uppræta
hópa sem skjóta Qassam-flaugum á
Ísrael.
Herskáir Palestínumenn í Gaza-
borg brugðust við ákvörðuninni
með því að hóta frekari árásum,
með þeim orðum að ef Ísraelsher
léti ekki af aðgerðum sínum á Vest-
urbakkanum og á Gaza myndu íbú-
ar ísraelsku borganna Sderot og
Ashkelon gjalda dýru verði með
eldflaugaárásum.
Palestínska stjórnin hefur hins
vegar hvatt báða aðila til að virða
vopnahléið, ásamt því sem Mið-
Austurlandakvartettinn svokallaði –
Evrópusambandið, Sameinuðu þjóð-
irnar, Rússar og Bandaríkjamenn –
voru beðnir um að grípa inn í at-
burðarásina áður en „ástandið verð-
ur alvarlegt“.
Á sama tíma lagði Mahmoud
Abbas, forseti Palestínumanna,
áherslu á nauðsyn þess að koma
friðarviðræðum í réttan farveg áður
en Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, kemur í
heimsókn á svæðið í næsta mánuði,
að loknum fundi sínum með Hosni
Mubarak, forseta Egyptalands.
Yfir 60 flaugum skotið á Ísrael
Samkvæmt skilmálum vopnahlés-
ins frá 26. nóvember dró Ísraelsher
lið sitt frá Gaza gegn því, að hætt
yrði að skjóta flaugum á Ísrael. Síð-
an hefur yfir 60 flaugum verið skot-
ið frá Gaza-svæðinu og á aðfaranótt
þriðjudags særðust tveir ísraelskir
unglingar í árás á Sderot.
Olmert fyrirskipar árásir á Gaza
FROSTI afi hefur gert víðreist um
Rússland að undanförnu, komið
við í þorpum, bæjum og borgum
um landið þvert og endilangt en í
gær kom hann til Moskvu. Þar tók
stórmenni á móti honum, meðal
annars borgarstjórinn Júrí Lúzhk-
ov, sem er ystur til hægri á mynd-
inni, en Frosti ætlar að halda þar
upp á áramótin og síðan sjálf jól-
in, sem í austurkirkjunni eru 7.
janúar.
AP
Frosti afi kominn til Moskvu