Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 20
úr bæjarlífinu 20 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hrafnista hélt sína fyrstujólasálmakeppni meðalheimilisfólksins í ár. Leifur Eiríksson bar sigur úr býtum en hann verður 100 ára í sumar. Tilefnið var að í ár var í fyrsta sinn gefið út jólakort Hrafnistu og var jólaerindi Leifs prentað í kortið. Hrafnistukórinn frumflutti svo jólasálminn á kórhátíðinni Syngjandi jól í Hafnarfirði en hann var sunginn við lagið Nóttin er sú ágæt ein: Með helgum degi hækkar sól, hugur fyllist birtu og yl. Gefi okkur Guð sín jól og gleði þá sem best er til. ;; Og öllum veitist huggun í sínu hjarta;; Fögnuð vekja friðarjól og friðarvon, sem allir þrá. Söngur hljómar heims um ból, í höll og koti gleðjast má. ;; Og öllum veitist huggun í sínu hjarta;; VÍSNAHORNIÐ Jólasálmur Leifs pebl@mbl.is Jólin eru rauð í ár, eins og sagt er. En heima hjá mér voru jólin samt hvít, eins og vera ber. Lítill snjóskafl er enn á stéttinni – að vísu mjög lítill, en ákveðið var á heimilinu að það væri nóg til þess að jólin teldust hvít!    Sveindís Benediktsdóttir, eiginkona Lárusar Orra Sigurðssonar, leik- manns og þjálfara knattspyrnuliðs Þórs, hreppti aðalvinninginn í jóla- bingói meistaraflokks skömmu fyrir jól. Óhætt er að segja að vinningurinn hafi verið óvenjulegur; nýfæddur kálfur! Skv. heimildum flytur kálf- urinn ekki heim til Sveindísar og Orra heldur verður vistaður áfram hjá bóndanum sem gaf hann …    Friðrik Valur Karlsson, matreiðslu- meistari á veitingastaðnum Friðriki V, hélt uppteknum hætti ásamt Arn- rúnu konu sinni og börnum og gaf vegfarendum rjúpnasúpu í göngugöt- unni á Akureyri að kvöldi Þorláks- messu. Fólki líkaði uppátækið vel enda súpan góð.    Mikill erill var hjá lögreglunni á Ak- ureyri aðfaranótt miðvikudagsins þar sem margir voru ölvaðir í miðbænum „og ekki jólastemning yfir öllum“, að sögn lögreglunnar.    Fimm ungmenni, sem grunuð voru um innbrot í verslunarhúsnæði og veitingahús á Akureyri um helgina, hafa játað verknaðinn og verið látin laus. Þýfið er fundið og teljast málin upplýst. Sýslumaðurinn á Akureyri fór fram á gæsluvarðhald yfir ung- mennunum en dómari tók sér frest þar til í gær til að fjalla um kröfuna. Sýslumaður féll frá kröfunni eftir að ungmennin játuðu verknaðinn.    Adriënne Heijnen, mannfræðingur við Háskólann í Árósum, fjallar í máli og myndum um grímuhefðir granna okkar í vestri, hvernig Grænlend- ingar nota rímur í daglegu lífi, sögu- lega þróun og þýðingu í samtímanum. Fyrirlesturinn verður í Amts- bókasafninu og hefst kl. 17. Hann er í boði Stofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar, Kalak, vinafélags Græn- lands og Íslands og Amtsbókasafns- ins á Akureyri, með stuðningi danska sendiráðsins á Íslandi.    Félagar í björgunarsveitinni Súlum bjóða í kvöld kl. 20 upp á flugeldasýn- ingu á svæðinu fyrir neðan húsnæði sveitarinnar við Hjalteyrargötu. Þar verður skotið upp völdum flugeldum sem ættu að vekja áhuga fólks. Sveit- in mun svo sjá um glæsilega flug- eldasýningu við áramótabrennuna við Réttarhvamm að vanda. Súlur eru langstærsti seljandi flugelda á Ak- ureyri.    Íþróttaráð Akureyrarbæjar telur áhugavert að skoða í samráði við Sundfélagið Óðin möguleika á að stækka núverandi 25 metra sundlaug Akureyrar og gera að 50 metra yf- irbyggðri keppnislaug. Um málið var fjallað á fundi ráðsins skömmu fyrir jól.    Ásta Birgisdóttir, formaður Sund- félagsins Óðins, hefur gagnrýnt til- lögu að deiliskipulagi sem hefur verið auglýst, þar sem gert er ráð fyrir lík- amsræktarstöð á lóð sundlaug- arinnar. Ásta telur ótímabært að út- hluta líkamsræktarstöðinni hluta lóðarinnar áður en ákvörðun liggi fyr- ir um hvar yfirbyggð keppnislaug verði staðsett, en hún segir slíka laug mjög aðkallandi.    Glæsileg viðbygging heilsurækt- arinnar Átaks verður tekin í notkun í vikunni. Gamla húsnæðið hefur verið endurnýjað og viðbygging, sem er mjög áberandi, er á uppfyllingu aust- an við gamla húsið með útsýni yfir Pollinn. Átak er staðsett við Strand- götu, austan við menningarhúsið sem nú er í byggingu. Haft hefur verið á orði að Átak verði, eftir breytinguna, ein flottasta líkamsræktarstöð lands- ins.    Blústónleikar með Blúskompaníinu, Hrund Ósk og Park Projekt verða í kvöld í Ketilhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 21.    Árlegt áramótauppgjör verður haldin á morgun, föstudag, í Populus tre- mula. Að þessu sinni mun hljómsveit hússins flytja lög eftir Nick Cave og hefur fengið Örnu Valsdóttur til liðs við sig. Tónleikarnir hefjast kl. 22 en húsið verður opnað kl. 21.30. Aðgang- ur er ókeypis að vanda og allir vel- komnir. „Malpokar leyfðir,“ segir í tilkynningu.    Nálægt 75% gesta Amtsbókasafnsins á Akureyri eru konur. Amts- bókavörður segir konur frekar sækja gögn fyrir fjölskylduna alla, þær koma frekar með börnin og e.t.v. vilja karlar frekar kaupa sínar bækur en að leigja þær. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.    Tvær kannanir, báðar í tengslum við fjölskyldu- og jafnréttisstefnu Akur- eyrarbæjar, hafa verið framkvæmdar með stuttu millibili meðal gesta Amtsbókasafnsins og þær sýna að konur eru í miklum meirihluta gesta Amtsbókasafnsins. Fyrri könnunin var gerð á síðasta ári og þær nið- urstöður sýna að konur voru 75% gesta og karlar 25%. Og tölurnar í könnuninni, sem gerð var í sumar, eru svipaðar, 74% gesta safnsins eru konur og 26% karlar. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rjúpnasúpa Friðrik V. og Arnrún kona hans við súpupottinn á Þorláks- messu. Halldór Áskelsson fyrrv. landsliðsmaður í knattspyrnu smakkar. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.