Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 18
KÍMNIGÁFA og létt lund er ekki alltaf af hinu góða. Kanadísk rannsókn bendir til þess að þó að gott skap ýti undir sköpunargáfu geti það þvælst fyrir þegar á ríð- ur að einbeitingin sé í lagi. Vísindamenn hefur lengi grun- að að andleg líðan hafi áhrif á getu okkar en þetta er í fyrsta sinn sem skap fólks er rannsakað með þessum hætti að því er for- skning.no greinir frá. Í rannsókninni var 24 náms- mönnum skipt í þrjá hópa sem undirbjuggu sig með mismunandi hætti. Einn hópurinn hlýddi á sorglega tónlist og fékk þau fyr- irmæli að hugsa um leiðinlega hluti. Annar hópurinn hugsaði um eitthvað skemmtilegt og hlustaði á glaðlega tónlist meðan þriðji hópurinn fékk hlutlausa tónlist og var beðinn um að velta fyrir sér hlutum sem ekki yllu tilfinningasveiflum. Tónlist og hugsanir Á eftir voru stúdentarnir beðn- ir um að leysa tvö verkefni. Það fyrra krafðist hugmyndaflugs því þátttakendurnir voru beðnir um að rifja upp óvenjuleg orð. Seinna verkefnið gekk hins veg- ar út á að einbeita sér að ákveð- inni tegund af upplýsingum og leiða annað hjá sér á meðan. Niðurstöðurnar sýndu að þeim sem sögðust vera í góðu skapi, gekk vel að leysa skapandi verk- efnið en áttu erfitt með að ein- beita sér að hinu verkefninu. Út- koman hjá niðurdregna hópnum var hins vegar þveröfug. Honum gekk vel að einbeita sér en átti erfiðara með að hugsa á skap- andi hátt. Eftir situr spurningin um hvers vegna listamenn telja von- leysi og þunglyndi vera gott veganesti við sköpun stórbrot- inna listaverka. Reuters Kátar Kannski skapandi en líklega ekki sérlega einbeittar. |fimmtudagur|28. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Rjúpusúpa var að venju í boði á göngugötunni á Akureyri að kvöldi Þorláksmessu og féll í góðan jarðveg. »20 bæjarlífið Trufflur þykja sannkallaður herramannsmatur og á Ítalíu er jafnvel haldin hátíð þeim til heiðurs. »21 matur Bandaríska borgin Baltimore hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn þótt auðvelt sé að gleyma sér í búðunum. »22 ferðalög Um leið og ég heyrði hann tala um þetta vissi ég að égætti að vinna eitthvað í þessu. Hann kveikti á ein-hverju í mér,“ segir Unnur Lárusdóttir um upphafsamstarfs hennar og Reynis Katrínarsonar, sem snýst um gyðjur. „Ég fór sko á fyrirlestur hjá honum fyrir þremur árum þar sem hann var að tala um gyðjurnar,“ út- skýrir hún. Í kvöld flytja Unnur og Reynir tónlist sem Unnur samdi við ljóð Reynis um gyðjurnar, en hann hefur stúderað goðafræðina í um tíu ár. Hann áleit að Íslendingar hlytu að eiga fleiri gyðjur en flestir vissu um. „Hann skoðaði Snorra-Eddu og þar fann hann sextán gyðjur,“ segir Unnur. „Þær eru svolítið gleymdar, hefur svolítið verið sópað undir teppið í nútímanum.“ Reynir hófst handa við samningu ljóða um gyðjurnar og þeg- ar hann og Unnur kynntust ákváðu þau að blása til samstarfs sín á milli og Unnur samdi tónverk um hverja gyðju. „Ég nýtti tímann á meðan ég var í tónlistarnámi í Nýja-Mexíkó til að semja tónlistina,“ segir hún. Hún hefur kynnt sér gyðjurnar til að geta sinnt þeim sem best. „Reynir hefur aðeins kennt mér, en maður getur alltaf lært meira. Maður verður aldrei fullnuma í þessu frekar en öðru,“ segir hún létt. Gjörningur og andleg pæling „Í rauninni er þetta nokkurs konar gjörningur,“ segir hún um tónleikana í kvöld. Reynir er menntaður myndlistarmaður og auk þess nuddari og heilari. „Hann hjálpar mér að fram- kvæma tónlistina,“ segir Unnur. „Hljóðfærin eru öll nátt- úruleg, ég nota handtrommur, steina og bein. Reynir magnar upp orkuna og við hugsum þetta svolítið sem heilun, bæði fyrir jörðina og fólkið sem kemur,“ segir Unnur og útskýrir að þau séu með þessu að reyna að bjóða gyðjunum að koma aftur til jarðarinnar. „Þetta er eiginlega svona andleg pæling.“ Unnur notaði gyðjutónverkin sem útskriftarverkefni eftir tónlistarnám í Bandaríkjunum. „Í framhaldi af því var okkur boðið að fara til Glastonbury, þar sem haldin er gyðjuráðstefna á hverju ári, þar kemur saman fólk sem er gyðjutrúar eða hef- ur áhuga á gyðjum.“ Þetta gekk ákaflega vel hjá tvímenning- unum og þeim var boðið að koma aftur að ári. „Við verðum þá með stærra námskeið og tónlist.“ Þá sem koma á þessar ráð- stefnur segir Unnur vera af ýmsum toga. „Það getur verið fólk sem hefur algjörlega helgað sig þessu, er þá heiðið og fórnar til gyðjanna. Þetta eru trúarbrögð þessa fólks.“ Aðspurð segist Unnur ekki geta neitað því að hún trúi á gyðjur. „Þær eru þarna. Þær eru kannski ekki manneskjur upp í skýjunum sem eru að stjórna einhverju. Þetta er bara orka sem er tilbúin að hjálpa okkur mönnunum að lifa betra lífi.“ Tónleikarnir verða haldnir í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld klukkan 20 og aðgangur er ókeypis. Allar gyðjur boðnar velkomnar ÞAU eru vel kunn flestum íslensk- um börnum hollráð norska leik- ritaskáldsins Thorbjörns Egners úr Dýrunum í Hálsaskógi um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Gæludýr Bandaríkjamannsins Greg Pike, sem sjást á myndini hér til hliðar, virðast vera þessu heilræði Egners fyllilega sammála þrátt fyrir að fæstir búist annars við svo góðum vinskap milli hunds og kattar, hvað þá kattar og músa. Myndin af hundinum Booger, kett- inum Kitty og hvítu músunum sem allar bera nafnið Mousie, og tekin í Bisbee í Arizona í Bandaríkjunum virðist þó ekki sýna annað en að þessi dýr geti lifað saman í bæði sátt og samlyndi. Gjörningur Unnur Lárusdóttir verður með tónleika í kvöld í Óðinshúsi á Eyrarbakka ásamt Reyni Katrínarsyni. Morgunblaðið/Ómar Húmor er stundum heftandi Góðir félagar Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.