Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 - 4:45 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 2:30 - 4:45 - 9 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 LEYFÐ BOSS OF IT ALL kl. 8 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ HAGATORGI • SÍMI 530 1919 • WWW.HASKOLABIO.IS / AKUREYRI FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 4 - 8 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10 B.I. 12 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ / KEFLAVÍK FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ERAGON kl. 3 - 5:30 - 8 B.I. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:10 B.I. 12 ára Óskum landsmönnum SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN FÁNI FEÐRANNA ENDURUPPLIFUNIN DENZEL WASHINGTON VAL FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD HINIR FRÁFÖLLNU ÞRJÁR Á TOPPNUM eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eee S.V. MBL. eee V.J.V. TOPP5.IS FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL ir að hafa stundum látið sannfærast og ætlað að fara í megrun eða lita á sér hárið hefur hann alltaf séð í gegnum sölumennskuna og sæst við eigið útlit. Það verð- ur engin undantekning í ár, Víkverji ætlar ekki í neina megrun og held- ur áfram að borða það sem honum sýnist og mikið af því. Tággrönn tískumódel í glans- tímaritum tæla hann ekki frá kræsingunum og endalausar greinar um „rétt“ mataræði fá hann ekki til að breyta út af gömlum vana. Því það besta sem Víkverji fær er kjöt, kökur og konfekt. x x x Eitt dekkið á bíl Víkverja á það tilað verða stundum svolítið loft- laust svo hann þarf að fara á bensín- stöð og pumpa í það. Víkverji undrast hvað það er oft og iðulega léleg lýsing og subbulegt í kringum loftpumpuna á bensín- stöðvum. Þessi olíufélög okra það mikið á landanum að þau ættu að hafa efni á að hafa sæmilega lýsingu og góða loftpumpu á hverri bensín- stöð. Eins og líklega flest-ir Íslendingar hefur Víkverji borðað of mikið seinustu daga. Þrátt fyrir mikil loforð fyrir jól um að borða nú í hófi og fá sér ekki aðra skál af ísnum eða eina smáköku til lét Víkverji freistast og borðaði eins og hann lysti yfir jólahátíðina. Í gær, þegar hið hversdagslega líf tók aftur við, leið Víkverja allt í einu eins og hann væri akfeitur og hefði þyngst um 100 kíló á þremur dögum. En í staðinn fyrir að fara á „bömmer“ yfir þessum ímynduðu aukakílóum ákvað Víkverji bara að vera ánægður með þau, því ekki hefði hann viljað sleppa því að borða allan þennan góða mat yfir jólin. Víkverji hefur líka ákveðið að taka sér ekki tak eftir hátíðirnar og fara að púla á líkamsrækt- arstöðvum innan um aðra í álíka ástandi. Það er alltaf verið að reyna að halda því að fólki að það megi ekk- ert borða um jólin og sem fyrst eftir hátíðina á það að fara í megrun og púla sveitt og óhamingjusamt á loft- lausum líkamsræktarstöðvum. Vík- verji hefur aldrei látið aðra segja sér hvernig hann á að líta út og þrátt fyr-     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Í dag er fimmtudagur 28. desember, 362. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Jólakveðjur RÚV ÉG ER sammála Óla Þór sem skrifar í Velvakanda um jólakveðjur í RÚV. Það var svoleiðis í fyrra að frænka mín var svo veik að hún treysti sér ekki til að skrifa jólakort og sendi hún því öllum ættingjum og vinum jólakveðju í gegnum RÚV. Hún beið og beið og loksins kl. 3 um nóttina kom kveðjan, þeg- ar enginn heyrði hana. Finnst mér að takmarka ætti fjöldann heldur en að hafa þetta langt fram á nótt þegar enginn er að hlusta – eða taka út aðra dagskrárliði. Erla Ingvarsdóttir. Mannorðsþjófnaður Í ELSTA og stærsta glæpagengi þjóðarinnar eru mannorðsþjófar. Þeir þurfa ekki staðreyndir, aðeins fólskulega illkvittni í garð þess sem þeir níða. Hugarfar þeirra dreifir sér á milli manna eins og krabba- mein í líkama manns. Þó að sökinni sé beint að ákveðinni persónu er henni plantað út á alla fjölskylduna og jafnvel ættina, ekki einu sinni börnum hlíft. Við teljum okkur lifa í menntuðu mannréttinda og menningarþjóð- félagi, því ættu menn að telja sögu- sagnir mannorðþjófa þeim til vansa, þar til annað sannaðist í málinu. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, Rvík. Engin fríblöð ÉG ER að hugsa um hvort ég neyðist til að segja upp Morgun- blaðinu en ég hef verið áskrifandi að því alla tíð og les það alltaf allt í gegn. Ég er flutt í minni íbúð og þar er svo lítill póstkassi að það er ekki pláss fyrir þennan blaðabunka, frí- blöð og sérblöð, auglýsingablöð og annan póst. Ég er búin að setja miða frá pósthúsinu þar sem beðið er um engan fjölpóst en það er ekki farið eftir því. 190923-4799. Auglýst eftir Guðmundi Einarssyni ÁSTÆÐAN er sú að annað árið í röð fæ ég sent jólakort sem hann nafni minn Guðmundur Einarsson á að fá, sendendur eru Anna, Bjarni og Inga Dóra. Það er leiðinlegt þegar jólakveðjurnar komast ekki til skila, og þess vegna auglýsi ég eftir ofangreindum aðilum. Kortsins geta þau vitjað hjá mér. Jólakveðja, Guðmundur H. Einarsson, Breiðvangi 5, Hafnarfirði. Hvítur og svartur kisustrákur týndur í 101 ÓLAFUR, 2ja ára hvítur og svart- ur kisustrákur, týndist 22. desem- ber sl. Hann er með svart skott og svarta flekki einnig er hann með svartan koll. Hann á heima á Leifs- götu og er ekki vanur að fara á flakk þar sem hann er mjög heima- kær. Hann er með svarta ól og rautt merkispjald. Ólafur er ekki mikið fyrir það að sækja í okkur mannfólkið og er svolítil manna- fæla. Hans er sárt saknað og vil ég biðja fólk að litast um eftir honum og hafa samband við Pál Einarsson í síma 861 3622 ef það hefur upplýs- ingar um Ólaf. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 70 ára af-mæli. Í dag, 28. desem- ber, er sjötug Kolbrún G. Sig- urðardóttir frá Ísafirði, Aðal- stræti 9, Reykjavík. 50 ára af-mæli. 31. desember nk. verður fimm- tugur Helgi Eggertsson, Kjarri, Ölfusi. Í tilefni þess verð- ur Helgi með heitt á könnunni í hesthúsinu í Kjarri frá kl. 11-14 á gamlársdag. Klæðnaður gesta miðast við aðstæður. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569 1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.