Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 33 maður og ræktaði vel fjölskyldu- böndin við sína nánustu. Kletturinn í lífi hans var mín kæra mágkona, Sig- urhanna, sem bjó honum glæsilegt heimili hvar sem þau völdu sér bú- setu á landinu. Hún stóð við hlið hans í blíðu sem stríðu, ekki bara á landi heldur einnig á sjónum, því um tíma stundaði hún sjóinn með honum á bátum þeirra. Hann var ákaflega stoltur af fjölskyldu sinni, sonum sínum Haraldi og Guðmundi og fjöl- skyldum þeirra. Barnabörnin voru hans gullmolar og koma þau til með að búa alla tíð að þeim dýrmæta tíma sem þau áttu með afa og þá helst Bjarney, sem var mikið samvistum við hann. Hugur minn og minnar fjölskyldu er nú allur hjá ástkærum foreldrum mínum sem sjá eftir elsk- uðum syni, og eins minni kæru mág- konu Sigurhönnu, Haraldi og Guð- mundi og fjölskyldum þeirra. Samúð okkar er hjá ykkur. Far þú í guðs friði, kæri bróðir. Stefán Logi og fjölskylda. Í dag kveðjum við góðan frænda Hermann Björn Haraldsson langt fyrir aldur fram, en svona er lífið víst og okkur bara ætlað að taka því en það gengur erfiðlega. Við getum huggað okkur við allar góðu minningarnar sem að við eigum um ljúfan og skemmtilegan frænda, þær getur enginn tekið frá okkur. Minningar um glaðan, atorkusaman frænda sem þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni, frænda sem sagði skemmtilegar sögur og voru þær yf- irleitt vel kryddaðar, frænda sem var skemmtilegur í tilsvörum og valdi ekki alltaf fallegustu orðin, frænda sem verkaði besta hákarl í heimi, og frænda sem vildi allt fyrir alla gera og stóð við gefin loforð. Hér látum við staðar numið því hann Hemmi hefði ekki viljað neitt vol né væl og kveðjum við hann með þess- um orðum. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Nú er tómlegt í Haganesvíkinni þegar einn af helstu Fljótamönnun- um er fallinn frá. Elsku Hanna, Haraldur, Guð- mundur og fjölskyldur, amma og afi, og stórfjölskyldan öll, megi góður guð styrkja okkur í sorginni. Þínar frænkur Lydía, Aníta og Guðrún og fjölskyldur Þegar vorsólin kemur upp yfir Fljótum í Skagafirði speglast Haga- nesvíkin í sléttum haffletinum eins og áttunda undur veraldar, fyrir formfegurð og mikilfengleik. Í upp- streyminu við Barðið og Móskógar- fjöllin fylgir augað svifi fuglanna út yfir víkina í þessari einstöku nátt- úruperlu Skagafjarðar. Þangað stefna æðarkollur og kríur til að verpa í sameiginlegum löndum. Við Hermann Björn ólumst upp við sjó- inn, í nágrenni hvor við annan, um- vafðir þessari fegurð náttúru og í fjölmennum systkinahóp. Við lékum okkur á skíðum og í fótbolta og gengum í sama skóla. Árin liðu og fullorðinsárin tóku við og leiðir skildi um alllangan tíma. En alltaf vissum við hvor af öðrum. Hermann fór á sjóinn, sem varð hans ævistarf, fyrst með öðrum og síðan með eigin út- gerð frá Haganesvík. Hann var dug- legur að vinna, ósérhlífinn og fylginn sér þegar hann tók ákvarðanir. Hann gerði upp gamla húsið í Vík og þegar við bræðurnir reistum veiði- húsið okkar í Neðra-Haganesi, stein- snar frá Hermanni og Hönnu, rædd- um við um hvað hefði drifið á daga okkar. Sérlega er mér minnisstæð frásögn hans um sjóslysið sem hann lenti í og björgunina ásamt félaga sínum. Vistin í björgunarbátnum reyndist erfið og skall hurð nærri hælum þar sem náttúruöflin höfðu tekið völdin. Kæri vinur. Fljótin verða ekki söm án þín: Syng ég dapur söng í hjarta sólarbjarmi á himni rís. Söngsins gleði í hlýju hjarta hljómar beint frá Paradís. Kæra Hanna og synir, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni. Kári Kort frá Haganesi. Frændi okkar og góður félagi er fallinn frá. Langt fyrir aldur fram. Svo óvænt – þrátt fyrir vitneskju um erfiða glímu sem hann háði. En minningarnar lifa. Öll eigum við okkar sérstöku minningar um Her- mann Björn og myndirnar birtast í huganum, ein af annarri. Myndir úr æsku og myndir úr nútímanum. Við sjáum Hermann Björn fyrir okkur sem stríðinn, stóran frænda heima á Ysta-Mói, sem ungan mann að búa sig á böllin og þegar hann kom með konuna sína hana Hönnu heim að Mói í fyrsta sinn. Við rifjum upp hetjuljómann sem yfir honum var þegar hann, ásamt skipshöfninni allri, bjargaðist úr miklum sjávar- háska, þegar Stígandi frá Ólafsfirði fórst langt úti fyrir Norðurlandi ár- ið 1967. Sjómennskan átti hug hans allan og lengst af stundaði hann sjó- inn frá Akureyri þar sem þau Hanna byggðu sér fallegt heimili. En þótt Hermann Björn og Hanna ættu lengst af heimili á Ak- ureyri, þá átti það við um Hermann Björn eins og svo mörg okkur hin sem dvöldum um lengri eða skemmri tíma á Ysta-Mói, að Fljótin bjuggu sér varanlegan bústað í hjarta hans og þangað leitaði hug- urinn. Hann festi kaup á bænum Vík í Haganesvík, þar sem móðurafi hans og amma bjuggu. Þar byggði hann upp og átti sér draum um end- urreisn Haganesvíkur sem áður fyrr var miðstöð Fljótanna. Þaðan gat hann stundað sjóinn eins og honum sjálfum hentaði og þar gat hann notið þess að vera það nátt- úrubarn sem hann í raun var. Þar var hann heima – kóngur í ríki sínu. Myndirnar af Hermanni Birni úr nútímanum eru einkar ljúfar. Við rifjum upp þegar hann sótti göngu- móðan hópinn inn í Héðinsfjörð á nýja bátnum sínum henni Petru og við sjáum hann fyrir okkur sem stoltan skipstjóra stýra fleyi sínu örugglega til hafnar. Í hugskoti okkar eru ljóslifandi heimsóknir í Haganesvík til að bragða á hákar- linum hans og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Sérstaklega er okk- ur minnisstæð ferð okkar út í Málm- ey í sumar sem leið að vitja minn- inga um fyrstu búskaparár afa okkar og ömmu, Hermanns og El- ínar á Mói. Í ferðinni voru rifjaðar upp sögur. Sögur frá Ysta-Mói og sögur frá þeim tíma er afi og amma bjuggu í Málmey. Sögur af erfiðri lífsbaráttu á fyrri hluta síðustu ald- ar og sögur af barnmörgu en afar gestrisnu og líflegu heimili á Ysta- Mói. Inn í þessar sögur fléttast sög- ur af öðru fólki, ættingjum sem óviðkomandi og jafnvel af huldu- fólki. Allar þessar sögur og minn- ingar tengja okkur ættingjana sterkum böndum, böndum sem okk- ur öllum þykir vænt um og viljum halda sterkum og traustum. Í þess- ari ferð var Hermann Björn hrókur alls fagnaðar og hér sáum við systk- inin og heyrðum, hve annt Her- manni Birni var um ætt sína og upp- runa. Með þessum orðum kveðjum við kæran frænda um leið og við vottum fjölskyldu hans allri okkar dýpstu samúð. Fjölskylda Sæmundar. lega barngóður og hændust börn að honum og það var gott að vera í ná- vist hans. Að upplifa sveitastörf und- ir handleiðslu hans er eitthvað sem við vildum ekki hafa misst af. Hann var góður kennari af gamla skól- anum og náði að tengja okkur bæði sem börn og unglinga við það sem við áttum að gera. Það var alltaf svo mikil ró yfir honum og hann skildi ekki þetta endalausa lífsgæðakapp- hlaup sem fólk var að fara á taugum yfir. Hann var heimakær og sá enga ástæðu að vera þvælast um landið hvað þá að fara til útlanda. Lengsta ferðlagið hans fyrir utan ferðir á spítala var ferð á Siglufjörð til að skoða síldarverksmiðjuna þar. Hann sagði að fólk væri bara að þvælast í tilgangslausar ferðir og ætti frekar að vera heima hjá sér. Hin þriðju kynni hófust svo þegar við systkinin fórum að koma í heim- sókn með börn og maka. Að vísu voru kindurnar og trillan ekki lengur til staðar en börnin urðu strax hrifin af Kalla og hans náttúrulega um- hverfi. Aldrei var rennandi heitt vatn á Barði og þegar maður lítur til baka finnst manni það ekkert skrítið. Um- hverfið í kringum Kalla var of mikið allt annað og afslappað til að maður færi að gera mikið mál úr því að það væri ekki heitt vatn. Kalli fylgdist mjög vel með fréttum og hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líð- andi stundar. Kalli fylgdist mjög vel með fjölskyldunni og fengu margir fréttir frá Kalla um aðra fjölskyldu- meðlimi þar sem hann var í sam- bandi við svo marga. Kalli eignaðist einn son, Hörð Þór, og var alltaf gott samband þar á milli þótt hann hefði ekki alist upp hjá honum. Við systkinin þökkum samfylgdina við Kalla öll þessi ár. Kæri Hörður Þór og fjölskylda, minning um góðan mann lifir í huga okkar. Ingibjörg Maríusdóttir, Guð- mundur St. Maríusson, Guðrún Rós Maríusdóttir. ✝ Sigríður FannýÁsgeirsdóttir fæddist á Höfðahól- um á Skagaströnd 14. febrúar 1914. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 11. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Rafnsdóttir, f. 23. nóvember 1876, d. 22. mars 1932 og Ásgeir Klemensson, f. 15. október 1879, d. 4. október 1938. Þau bjuggu í Höfðahólum á Skagaströnd. Bróð- ir Sigríðar sammæðra er: Árni Sigurðsson, f. 1902, d. 1981. Hann var búsettur í Reykjavík seinustu árin. Albræður Sigríðar eru: Axel bóndi á Höfðahólum og Litla-Felli á Skagaströnd, f. 1906, d. 1965 og Ólafur matsmaður í Kópavogi, f. 1918, d. 1995. Einnig ólst upp í Höfðahólum frænka Guðríðar hús- freyju, Guðríður Ólafsdóttir, f. 1906, d. 1989. Hún var búsett í Reykjavík. Hinn 31. desember 1942 giftist Sigríður Jóhanni Frímanni Péturssyni frá Lækj- arbakka á Skaga- strönd, f. 2. febrúar 1918, d. 13. janúar 1999. Þau byrjuðu sinn búskap í Lundi og árið 1945 fluttu þau á Lækjarbakka og bjuggu þar allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Ása, f. 24. júní 1943, hún á tvo syni og fimm barnabörn; 2) Pétur, f. 6. nóv- ember 1947, kvæntur Guðrúnu Víglundsdóttur, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn; 3) Gissur Rafn, f. 31. október 1948, kvæntur Gyðu Þórðardóttur þau eiga fjög- ur börn og sjö barnabörn; og 4) Gylfi Njáll, f. 4. mars 1953, sam- býliskona Guðrún Ólafsdóttir. Gylfi á þrjá syni og fjögur barna- börn. Útför Sigríðar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Nú er kallið komið, þú varst búin að vera lengi veik. Þú varst okkur góð móðir. Vildir alltaf hafa okkur vel til fara. Þú varst dugleg að sauma á okkur, notaðir allt efni sem þú náðir í. Þegar þú fékkst flík sem hætt var að nota var henni sprett í sundur og það sem snéri inn snéri út í næstu flík. Þú hafðir mjög fallega söngrödd og söngst mikið heima. Þú hafðir afar gaman að leika, ég man hvað mér fannst leiðinlegt þegar þú lékst karla í leikritum. Þér fannst gaman að ferðast og fórum við oft í ferðalög hér á árum áður. Þegar pabbi var við vinnu fjarri heimilinu þurftir þú að vera bæði húsmóðir og húsbóndi og sjá um skepnurnar í samvinnu við Pétur afa. Mikið fannst þér gaman að vinna í garðinum þín- um, hann var mjög fallegur. Þú fékkst viðurkenningu fyrir hann. Ég man að stundum þegar þú varst búin að setja niður blóm sem þú hafðir sáð fyrir kom sunnanrok og allt varð ónýtt. Þá þurfti að skreppa í Skaga- fjörðinn og kaupa nýtt. Og oft var maður hlaupandi um með fötur, potta og ýmislegt til að setja yfir blómin þegar hvasst var. Ég vil þakka starfsfólki sjúkra- deildar Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir frábæra umönnun öll árin. Elsku mamma mín, þakka þér fyr- ir allt, þakka ykkur pabba fyrir hvað þið tókuð vel á móti mér og drengj- unum mínum þegar við fluttum norð- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þín Ása. Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir ✝ Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRANNAR TORFADÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Óskar Ingibersson, Kristín Óskarsdóttir, Mark McGuinness, Karl Óskar Óskarsson, Valborg Bjarnadóttir, Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Ingiber Óskarsson, Natalya Gryshanina, Ásdís María Óskarsdóttir, Þorgrímur St. Árnason, Hafþór Óskarsson, Albert Óskarsson, Ragnheiður G. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURFINNSSON húsasmíðameistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 16. desember, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. des- ember kl. 13.00. Katrín Jóhanna Gísladóttir, Þórunn Ísfeld Þorsteinsdóttir, Guðmundur Rögnvaldsson, Sigurfinnur Þorsteinsson, Sigríður Pétursdóttir, Björk Þorsteinsdóttir, Hilmar Óskarsson, Rúnar B. Þorsteinsson, Halldóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÓLAFSSON, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Fríða Ása Guðmundsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Guðmundur Rafn Bjarnason, Margrét Gunnlaugsdóttir, Ólafur Bjarnason, Golnaz Naimy, Guðrún Erla Bjarnadóttir, Þórarinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR JÓNSSON byggingameistari, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Hulda Þórný Eggertsdóttir, Gréta Berg Ingólfsdóttir, Pétur Jóhann Hjartarson, Eva Þórunn Ingólfsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, Árni Sigurðsson, Eggert Þór Ingólfsson, Júlía Björk Kristjánsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.