Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 23                                    !!" #     "     $       %  &   '         !!!  " #  $   #% &'' !! ((( ley, og hann fylgdist nokkuð undr- andi með okkur íslensku valkyrj- unum raða í okkur af hverjum diskinum á fætur öðrum og einhver hafði á orði að við værum hreint eins og úlfar í afmæli, enda svangar eftir langt ferðalag. Hemsley hætti að borða löngu á undan okkur en hvatti okkur þó óspart til dáða. Ekki tókst þó betur til en svo að við gáf- umst upp þegar tveir réttir voru eft- ir og trúr bandarískri menningu fékk Hemsley afganginn með sér heim í fjórum risastórum pokum (doggy-bag). Í Baltimore er hægt að gera ým- islegt fleira en versla ef áhugi er á annað borð fyrir hendi. Í Inner Har- bor er margt skemmtilegt að finna og má þar nefna National Aquari- um, sem er nokkurs konar sædýra- safn en þó ekki, því þar má líka sjá fugla og alls kyns skriðkvikindi. Höfrungasýningar eru þrisvar á dag og slíka sýningu hafa allir gaman af að sjá, bæði börn og fullorðnir. Rétt við National Aquarium er risastór Barnes & Noble-bókaverslun og notalegt getur verið að hvíla þreytta fætur þar innan um bækurnar með góðan kaffibolla til að gæða sér á, en Starbucks er með kaffisölu í búð- inni. Reyna að missa sig ekki Verslunarþyrstum Íslendingum er vert að benda á verslunarmið- stöðina Arundel Mills. Hún er að- eins fyrir utan borgina en ferðin þangað er vel þess virði og meira en það. Þeir sem ekki eru á bílaleigubíl geta tekið lest frá Baltimore á flug- völlinn og þaðan gengur skutla beint í Arundel Mills. Þar er m.a. að finna Levi’s-verslun þar sem hægt er að gera fáránlega góð kaup og önnur verslun sem benda má á er Bed, bath & beyond og ef fólk er ekki því sterkara á svellinu er auðvelt að missa sig þar og grípa þetta og hitt án þess að leiða endilega hugann að því hvernig hægt er að koma hlut- unum heim. Þegar farið er í Arundel Mills er skynsamlegt að hafa með sér einhvers konar körfu á hjólum, ef bílaleigubíllinn stendur ekki fyrir utan, til að þurfa ekki að bera varn- inginn um langa vegu. Eiginlega veitir ekki af að ætla sér a.m.k. tvo daga til að fara vel í gegnum Arundel Mills-verslunar- miðstöðina. Eitt er víst og það er að áður en lagt er af stað frá klakanum kalda borgar sig að vera búinn að kynna sér hvað er í boði í Baltimore og áætla sér einhvern tíma í fleira en að versla. Trúðu Þú getur gert hvað sem er ef þú trúir á sjálfan þig, eru skilaboð borgarstjóra Baltimore til borgarbúa. Við höfnina Í National Aquarium er margt sem gleður augað, allt frá smáfuglum til höfrunga og hákarla. Ýmsar hagnýtar upplýsingar um Baltimore, m.a. góða leiðsögu- menn, er að finna á www.baltimore.org. Pazo er góður veitingastaður og gaman að líta þar inn og fá sér ljúf- fengan kvöldverð í rómantísku andrúmslofti. 1425 Aliceanna Street Baltimore, Md 21231. Sími 4105347296. www.pazorestaurant.com, info- @pazorestaurant.com THE New York Times hefur valið Albaníu sem hagkvæmasta valkost- inn í ferðalögum. Þetta kemur fram á vef Aftenposten. Ekki alls fyrir löngu hefði verið fullkomlega óraunhæft að mæla með Albaníu sem áfangastað. Síðustu ár hefur það þó gerst að Albanía hefur komist ótrúlega langt í því sem snýr að lýðræði og þróun. Landið er orðið flottur – og ódýr – áfangastaður fyr- ir ferðamenn. Höfuðborgin Tirana er frábær byrjunarreitur, sérstaklega ef litið er til þess að erfitt er að eyða meira en 1.000 krónum á mann á bestu veitingastöðum borgarinnar. Þó er sérstaklega nefndur til sög- unnar suðurhluti landsins sem þykir áhugaverðastur og þar er einnig hægt að spara í stórum stíl. Í hafnarbænum Saranda má t.d. fá tveggja manna herbergi með flottu sjávarútsýni fyrir um það bil 3.000 krónur. Strendurnar við bæinn þykja líka mjög góðar. Aðalaðdráttarafl Suður-Albaníu er Butrint, sem er 2.500 ára gamall bær. Butrint er á heimsminjaskrá UNESCO. Butrint Bær í Suður-Albaníu sem er á heimsminjaská UNESCO. Albanía hagkvæmasti valkosturinn í Evrópu ÞEIR sem hafa álitið að skemmti- siglingar væru bara fyrir eldra og virðulegra fólk þurfa nú að hugsa upp á nýtt. Á vef Aftenposten er sagt frá því að mörg skipafélög stefni markvisst að því að bjóða upp á skemmtisiglingar þar sem sér- staklega er gert ráð fyrir því að börn geti skemmt sér vel. Flestöll stóru skipafélögin sem eru í skemmtisiglingum hafa nú eig- in barnadagskrá, nefna má barna- og unglingaklúbba, barnapössun og reyndar allt sem nöfnum tjáir að nefna. Barnvænt Á sífellt fleiri skemmti- ferðaskipum er nú einnig reynt að höfða til barna. Skemmti- siglingar fyrir börn Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.