Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐ aflamarks í ýsu var hæst í kringum 130 kr./kg á tímabilinu frá nóvember 2001 til ágúst 2002 á sama tíma og gengisvísitala krónunnar var hæst. Verðið lækkaði síðan en hefur verið stöðugt síðastliðin þrjú ár, í kringum 50 kr./kg. Verðþróun hefur verið með svipuðum hætti í krókaaflamarki. Verð ýsuaflamarks hækkaði svo ekki með hækkandi gengisvísitölu krónunnar síðastliðið vor eins og aflamark og krókaaflamark í þorski. Það vekur líka athygli að verð á afla- marki og krókaaflamarki er orðið svipað í ýsunni en áður var talsverð- ur munur á verðinu. Í ufsa var verðið hæst frá síðari hluta 2001 fram á sumarið 2002, náði þá 60 kr./kg, um svipað leyti og gengisvísitala krónunnar var í há- marki. Verðið á ufsa fór síðan lækk- andi samfara lækkandi gengi krón- unnar og hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin misseri. Verðþróunin hefur verið með svip- uðum hætti í krókaaflamarki, en verð krókaaflamarks í ufsa hefur verið um 10 kr./kg undanfarna 14 mánuði. Í steinbít er verðið í aflamarki í hæstu hæðum um þessar mundir. Verðið hefur verið í rúmlega 60 kr./ kg og hefur farið hæst í 75 kr./kg. Þróun verðs krókaaflamarks í stein- bít hefur verið áþekk þróun verðs á aflamarki. Meðfylgjandi mynd sýnir verð- þróun aflamarks og krókaaflamarks í ýsu á tímabilinu 6. júní 2001 – 13. desember 2006. Líkt og með fréttina um verðþróun á aflamarki/króka- aflamarki í þorski frá 14. þessa mán- aðar er miðað við hæstu verð hvern dag í viðskiptum milli óskyldra að- ila. Verð á aflamarki í ýsu verið nokkuð stöðugt                  !             "     UM ÁRAMÓTIN tekur Fiskistofa upp nýtt verklag við veitingu vinnsluleyfa til framleiðslu sjávaraf- urða. Verklag þetta tekur fyrst gildi við veitingu leyfa til landvinnslufyr- irtækja. Tilgangur þessa nýja verk- lags er að tryggja eins og framast er unnt að fiskvinnsla sé ekki hafin fyrr en kröfum er fullnægt. Umsækjendur þurfa nú að skila gögnum um innra eftirlitskerfi sitt til Fiskistofu áður en frekari úttekt fer fram. Fiskistofa mun yfirfara þessi gögn og þegar þau eru fullgerð af hálfu umsækjanda mun úttekt á aðstöðu og búnaði eiga sér stað. Fiskistofa mun þá sannreyna að að- staða og búnaður standist settar kröfur og sé í samræmi við gögn úr innra eftirliti. Jafnframt er gerð sú krafa að ábyrgðarmaður gæðamála hafi staðist hæfnispróf í þekkingu á innra eftirliti. Veiting leyfis verður í áföngum, þannig að fyrst er gefið út bráða- birgðaleyfi til skemmri tíma, minnst til 3 en lengst til 6 mánaða, og að þeim tíma liðnum er staða umsækj- andans metin að nýju. Skilyrði þess að fullgilt ótímabundið vinnsluleyfi verði gefið út er að innra eftirlit um- sækjandans sé virkt, og að þrif, um- gengni og framleiðsluhættir séu í samræmi við kröfur. Þegar endan- legt vinnsluleyfi hefur verið gefið út taka faggiltar skoðunarstofur yfir reglubundið eftirlit með framleið- endum. Í stað þess að umsækjendur skili umsóknum sínum til skoðunarstofu skal nú skila umsóknum til Fiski- stofu sem staðfestir móttöku og sendir upplýsingar um þau gögn sem senda skal með umsókn. Nánari leiðbeiningar um þetta nýja verklag má finna á vef Fiski- stofu, www.fiskistofa.is. Nýtt verklag við veitingu vinnsluleyfa ÚR VERINU HALLI var á vöruskiptum við út- lönd fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs upp á rúma 122 milljarða króna. Fluttar voru út vörur fyrir 213 millj- arða en inn fyrir 335,6 milljarða króna. Eftir sama tíma árið 2005 var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 95 milljarða, eða um 28 milljörðum minni en árið 2006. Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru óhagstæð um 13,5 milljarða króna. Í nóvember 2005 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,2 milljarða króna á föstu gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 19,8 milljarða króna og inn fyrir 33,2 milljarða króna fob. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 var 12,2 milljörðum eða 6,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjáv- arafurðir voru 54,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,8% meira en á sama tíma árið 2005. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum en á móti kom sam- dráttur í útflutningi á frystri rækju. Aukið verðmæti í iðnaði Útfluttar iðnaðarvörur voru 38,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 20,4% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkunar álverðs. Á móti kom samdráttur í út- flutningi á kísiljárni. Einnig varð samdráttur í útflutningi skipa og flugvéla. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 var 40,1 milljarði fob eða 13,6% meira á föstu gengi en árið áður. Rúman helming af þeirri aukningu, eða 21,7 milljarða, má rekja til aukins inn- flutnings á fjárfestingarvöru sem jókst um 32,5%. Innflutningur hrá- og rekstrarvöru jókst um 25,9%, eða um 18,3 milljarða. Verðhækkun á eldsneyti og smurolíu leiddi til 11,2% aukningar, eða um 3,3 milljarða. Inn- flutningur neysluvöru, annarrar en mat- og drykkjarvöru, jókst um 6,7% eða 3,2 milljarða en 4,8% aukning varð í innflutningi á mat- og drykkjarvöru. Aftur á móti dróst innflutningur á flutningatækjum saman um 12,4%, eða um 7,4 millj- arða, einkum vegna minni flugvéla- innflutnings en einnig varð sam- dráttur í innflutningi fólksbíla. Morgunblaðið/Golli Álver Hlutur iðnaðarvöru er um 39% í útflutningi frá Íslandi og mestu munar um hækkandi álverð í auknu útflutningsverðmæti þessa vöruflokks. Vöruskiptahallinn 122 milljarðar króna „ÍSLENSKU viðskiptatöframennirnir hafa ekki fundið upp peningaprentunina en þeir eru nálægt því,“ segir í frétt á viðskiptavef Berlingske Tidende. „Samkvæmt mörgum heimildarmönnum í danska bankakerfinu opnar íslenska viðskiptalíkanið, þar sem menn kaupa og selja fyrirtæki hver af öðrum, áður óþekkta möguleika á að auka eigið fé. Þetta getur til að mynda gerst með þessum hætti: Íslenskt fjárfestingarfélag kaupir fyrirtæki fyrir 400 milljónir [danskra] króna. Ári síður selur það fyrirtækið fyrir 1,5 milljarða [danskra] króna. Kaupandinn greiðir fyrir með eigin hlutabréfum. Kaupandinn eykur sem sé hlutafé um 1,5 milljarða en eykur um leið eigið verðmæti um 1,1 milljarð í formi viðskiptavildar [1,5 milljarðar að frádregnum 400 milljónum]. Bæði kaupandinn og seljandi hafa þannig aukið eigið fé um 1,1 milljarð [danskra] króna,“ segir Berlingske Tidende. Eigið fé FL Group hefur sexfaldast Í greininni er um leið minnt á að aukið eigið fé veiti félögum aðgang að auknu lánsfé en tekur fram að ekki séu allir bankar tilbúnir til þess að veita aukin lán á þessum grundvelli. „Sú aðferð að kaupa og selja hver af öðrum og greiða með eigin bréfum eykur eigið fé íslensku fyrirtækjanna mjög hratt og þetta hefur vakið at- hygli utan Íslands. Þannig hefur eigið fé FL Group meira en sexfaldast frá því á fyrsta ársfjórðungi árið 2005.“ Viðskipti sem auka eigið fé Berlingske Tidende fjallaði um kaup og sölu íslenskra félaga hvers á öðru Morgunblaðið/Ómar það verið enn minna, í sept- ember 2002, eða um 2%. Staðan er þannig að það er alltaf eitt- hvert fólk at- vinnulaust tímabundið, til dæmis vegna flutn- inga, mennt- unar eða vegna vista- skipta. Atvinnuleysi verður því aldr- ei fyllilega útrýmt, en staðan nú er metin svo að á vinnumarkaðnum séu til störf fyrir allar vinnufærar hend- ur. ATVINNUÁSTAND í Færeyjum er nú með bezta móti. Í nóvembermán- uði síðastliðnum var atvinnuleysi hjá konum minna en nokkru sinni áður. Í þessum mánuði voru atvinnu- leysisdagar hjá konum 338, sem svarar til 2,7% vinnufærra kvenna. Þetta er minnsta atvinnuleysi síðan farið var að skrá það. Næstminnst hefur atvinnuleysið orðið 342 dagar, í september 2002, sem svaraði til 3,1% prósents af vinnufærum konum. Atvinnuleysi verður aldrei fyllilega útrýmt Samtals voru atvinnuleysisdagar karla og kvenna í nóvember 585, eða um 2,1% af vinnufæru fólki. Þetta er það minnsta í fjögur ár, en þó hefur #  !    $   $         #%  & '(&   ')  %  &     & '     Minnsta atvinnuleysi kvenna í Færeyjum LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn samein- uðust um áramótin undir heitinu Stafir lífeyrissjóður. Aldurstengd réttindi sjóðfélaganna aukast um 5,7 milljarða króna við sameininguna, eða um 16–20%. Stafir verða einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50 þúsund sjóðfélaga. Iðgjalda- tekjur Stafa verða um þrír milljarðar króna árið 2007 og eignir sjóðsins nema um 73 milljörðum króna. Stafir eru með aðsetur að Stórhöfða 31 í Reykjavík. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ólafur Sigurðsson, frá- farandi framkvæmdastjóri Lífiðnar. Átta manna bráðabirgðastjórn Stafa var kjörin fyrr á árinu. Lífeyrissjóðir falla í Stafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.