Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 22
Morgunblaðið/Sverrir
Á fullu í ræktinni Magnús Már segir mjög jákvætt að hafa líkamsræktar-
aðstöðu á vinnustaðnum og nýtir hana óspart til að hreyfa sig í hádeginu.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
É
g breytti um lífsstíl fyr-
ir þremur og hálfu
ári,“ segir Magnús
Már Adólfsson, sem
tók sig til á þeim tíma
og umbylti lífi sínu til að ná tökum á
líkamsþyngdinni. „Ég var orðinn
alltof þungur og vinur minn kynnti
mig fyrir Herbalife-vörunum og með
þeim uppskar ég árangur. Sá árang-
ur gaf mér trú og traust á því að
þarna væri eitthvað sem gæti hjálp-
að mér að ná þeim árangri sem ég er
búinn að leita að lengi, þ.e. að breyta
um lífsstíl,“ segir Magnús og bætir
við að hann hafi þó ekki fundið fyrir
neinum líkamlegum einkennum
vegna ofþyngdar. Í dag segir hann
að sér líði svo miklu betur en áður en
hann hófst handa við umbreyt-
inguna.
„Það varð miklu auðveldara að
takast á við hluti sem mér hafði
gengið illa með áður; ég fór ósjálf-
rátt að hugsa um allt annað sem ég
setti ofan í mig, fór að sneiða hjá
sætindum, gosdrykkjum og feitum
sósum,“ segir hann. „Ég fór að
hreyfa mig aftur, eitthvað sem ég
hafði ekki gert í mörg, mörg ár,“
segir Magnús en þá var hann búinn
að létta sig um sextán kíló. „Þá voru
liðnir kannski tíu–tólf mánuðir frá
því að ég byrjaði á þessu. Málið er að
þegar maður er svona rosalega
þungur hefur þyngdin áhrif á sjálfs-
traust og allt slíkt og það tekur tíma
að vinna þetta til baka.“
Hann segist jafnframt hafa haft
góðan stuðning og aðhald og það
segir hann mjög mikilvægt. „Við
lendum öll í hindrunum, alveg sama
hver það er. Maður á sína slæmu
daga, jafnvel enn þá, það eru sveiflur
í þessu eins og öllu öðru sem maður
tekur sér fyrir hendur í lífinu,“ segir
Magnús.
Hjólar, syndir og fer í ræktina
Hann hefur ekki enn látið staðar
numið og segist ætíð setja sér ný
markmið. „Ég hef ekki ennþá náð
þeirri þyngd sem ég vil vera í og
þetta er enn dagleg barátta. Ég
hreyfi mig mjög mikið og hef reynt
að stilla því þannig upp að hreyfing
sé hluti af daglegu lífi, ég hjóla t.d. í
vinnuna þegar færi gefst. Þar sem
ég bý á Álftanesi eru það tveir tímar
á dag sem ég hreyfi mig með því,“
segir Magnús og að hann syndi
gjarnan á morgnana, fer þá klukkan
sex. Hann fer í ræktina í hádeginu í
líkamsræktarsal vinnustaðarins, en
hann vinnur hjá Samskipum, og seg-
ir mjög jákvætt að hafa þessa að-
stöðu fyrir hendi í vinnunni.
Hann fór hægt af stað í að hreyfa
sig og las sér til um réttu leiðirnar á
netinu og nefnir líka að bókin Lík-
ami fyrir lífið hafi hjálpað sér mjög
mikið.
„Ég mæli þó með því að ef fólk er
ekki fullkomlega hraust leiti það sér
aðstoðar við að komast af stað. Það
er líka ekkert sem kemur í staðinn
fyrir þann stuðning sem fólk fær t.d.
hjá einkaþjálfara og það hentar
mörgum betur,“ segir hann.
Gríðarleg áhrif á sjálfstraustið
Magnús hefur lést um 29 kíló á
þessum þremur og hálfa ári. Nýjasta
markmið hans er að vera búinn að
ná af sér því sem eftir er fyrir næstu
verslunarmannahelgi.
„Ég hef sett mér stór markmið
fyrir þá helgi því þá ætla ég að fara
til London og taka þátt í þríþraut
þar ásamt félögum mínum í heilsu-
klúbbi sem ég er í. Ég er byrjaður að
æfa fyrir hana og þetta er ein af
þeim leiðum sem ég þarf að fara til
að hafa áfram gaman af þessu,“ seg-
ir Magnús, sem notar enn Herbalife
og mun gera það um ókomna tíð.
Hann klykkir út með að regin-
munur sé á því hvernig fólk lítur á
sjálft sig eftir að hafa lést um tutt-
ugu til þrjátíu kíló. „Þetta hefur
gríðarleg áhrif á sjálfstraustið.
Fyrst er að nefna að maður lítur bet-
ur út og svo nær maður árangri sem
maður hafði ekki trú á að maður
mundi ná. Þetta er eins og að vinna í
kappleik. Maður uppsker nákvæm-
lega eins og maður sáir og það er
engin betri tilfinning til en vera
svona sjálfs sín herra og vita að mað-
ur stjórnar sjálfur sínu eigin lífi.“
Eins og að vinna í kappleik
Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós
að það að sinna húsverkum get-
ur jafnvel dregið úr hættu á
brjóstakrabbameini. » 23
heilsa
Ítalskir „pílagrímar“ heimsóttu
nema í MK en ferðin var liður í
Kómeníusarverkefni um fornar
pílagrímaleiðir. » 24
menntun
Björn Jónsson var fjórtán ára
þegar hann hleypti heimdrag-
anum og hefur síðan keppt með
unglingaliði Heerenveen. » 23
tómstundir
Fimm ára þrotlaus rannsókntaugalíffræðingsins Edw-ard Kravitz á flugum, hefur
leitt í ljós að genin hafi ef til vill
eitthvað með það að gera hvers
vegna stelpur slást eins og stelpur
en strákar eins og strákar. Á vef-
miðli Guardian segir frá því hvern-
ig maður þessi hefur uppgötvað
mjög ólíkt atferli flugna í slags-
málum, eftir því hvort þær eru
karlkyns eða kvenkyns. Kvenflug-
urnar sletta sér fram þegar barist
er um eitthvað, þær hrinda og troð-
ast á meðan karlflugurnar rísa upp
á afturlappirnar og stökkva hver á
aðra. Hver kannast ekki við þessar
ólíku bardagaaðferðir kynjanna hjá
öðrum en flugum? Enda eru rann-
sóknirnar gerðar í þeim tilgangi að
komast að því hvað er á bak við alla
þá árásarhneigð sem við sjáum í
mannlegu samfélagi. Fyrrnefndur
taugalíffræðingur prófaði að taka
ákveðið gen úr karlflugu, það gen
sem stjórnar tilhugalífinu, og setti
það í kvenflugur. Og viti menn, þær
fóru að slást með sömu aðferðum
og strákarnir, risu upp á afturlapp-
irnar og köstuðu sér á andstæðing-
inn. Karlflugurnar sem genin voru
tekin úr, fóru aftur á móti að slást
eins og stelpur, ýttu og hrintu.
„Við vonumst til að rannsókn
þessi komi okkur áleiðis í því að
finna út hvaða gen hafa áhrif á
hegðun okkar. Við höldum að gen
sem virka á svipaðan hátt og þau
sem eru í flugunum, sé að finna í
öðrum flóknari lífverum. Þannig
getum við komist áleiðis í því að
vita hvar við eigum að leita.“
Hvers vegna slást stelpur
og strákar á ólíkan hátt?
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hreiðar Karlsson yrkir vegnahlerunarmála Jóns Baldvins
Hannibalssonar:
Mæðast í einsemd má hann,
mótlæti það ég skil.
Enginn hlustaði á hann,
eins og hann langaði til.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-
strönd yrkir um pólitík:
Í stjórnmálum stunda menn fléttur
og stíla inn á húmor og glettur.
Þeir vefinn sinn spinna
og vilja hann kynna
en vita ekki hvort hann er réttur!
Og hann bætir við:
Stelpa ein frá Stokkseyri
stefnu náði að glata.
Rekin fannst á flokkseyri
fyrrum hægri krata.
Í sjónvarpsfréttum sagði af bú-
fróðum manni fyrir vestan, sem
taldi að koma mætti í veg fyrir
skógarbruna með því að beita geit-
um á landið. Davíð Hjálmar Har-
aldsson yrkir:
Speking fyrir vestan veit.
Vill sá okkur kenna
að úti þar sem íslensk geit
át í friði, meig og skeit,
aldrei muni okkar skógur brenna.
pebl@mbl.is
Hlerun
og pólitík
VÍSNAHORN
daglegtlíf
ÞESSI bangsi er engin smásmíði,
átta metra hár risi sem tileink-
aður er sögunni um ferðir Gúlív-
ers. Þeir sem leggja leið sína til
Seoul í Kóreu á næstunni geta
skoðað vininn betur. Bangsinn er
einn af þúsund á sýningunni
Bangsi og félagar sem er stærsta
bangsasýning sem haldin hefur
verið fram til þessa.
Henni lýkur 21. febrúar næst-
komandi.
Reuters
Bangsasýning
|þriðjudagur|2. 1. 2007| mbl.is