Morgunblaðið - 02.01.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 29
! "#$ %&&'( (( )))$ * $+,
-.+ (/%0' ! + % '
1 % '
Barnsmeðlag hækkar um 6%
frá og með 1. janúar 2007
Samkvæmt reglugerð um hækkun bóta
almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar
frá 14. desember 2006.
Meðlag með 1 barni er nú kr. 17.249,-
en verður kr. 18.284,-
Eingreiðsla
fasteignagjalda
Þeir greiðendur fasteignagjalda í Reykjavík á
árinu 2007 sem óska eftir eingreiðslu fast-
eignagjalda á árinu eru vinsamlegast beðnir að
tilkynna það til Fjármálasviðs Reykjavíkurborgar
í síma 411 3636 fyrir föstudaginn 12. janúar.
Einnig má tilkynna þetta með tölvupósti á
netfangið fasteignagjold@reykjavik.is .
Þeir greiðendur sem þegar eru í eingreiðslu
þurfa ekki að tilkynna um framhald á því
sérstaklega.
Fjármálasvið Reykjavíkurborgar
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Magi og melting
Acidophilus
FRÁ
www.nowfoods.com
NNFA QUALITY
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Ritað var: Oft hefur slegist í brýnu.
RÉTT VÆRI: Oft hefur slegið í brýnu.
Gætum tungunnar
VIÐ LESTUR gamalla aldar-
farslýsinga kemur í ljós ýmislegt at-
hyglisvert varðandi uppboðshald
eftir strand og skipsskaða í af-
skekktum sveitum á Íslandi. Það
tíðkaðist að menn bundust sam-
tökum um að bjóða ekki á móti hver
öðrum, heldur lögðu í
púkk, og aðeins einn
maður fór fyrir hópn-
um og bauð í farminn.
Fékkst hann því sleg-
inn fyrir afar lágt
verð, og skiptu þeir
menn í byggðarlaginu
sem átt höfðu fjár-
muni til þess að leggja
í púkkið, ofsagróð-
anum á milli sín.
Þannig hefur frá
ómunatíð verið hægt
að græða afar mikla
peninga á fákeppni á
Íslandi.
Þegar einokuninni
var aflétt hér tóku
dönsku selstöðu-
kaupmennirnir við.
Þeir voru með dýra
vöru, því var það ís-
lenskum almenningi
til mikilla hagsbóta
þegar danskir lausa-
kaupmenn tóku að
sigla hingað. Hins
vegar tókst selstöðu-
kaupmönnum með að-
stoð konungs að
bægja lausa-
kaupmönnunum burt.
Þótti áum okkar þá
hart að sitja uppi með
svo fá kaupmenn að
velja milli. Í dag er ís-
lenska krónan svo
sveiflóttur og ótrygg-
ur gjaldmiðill að það
er ekki einn einasti
erlendur banki með
almennt útibú á Ís-
landi. Enda eru ís-
lensk húsnæðislán margfalt dýrari
hér en í nágrannalöndum okkar.
Bankar í eigu Íslendinga í Noregi
taka 4,12% vexti fyrir íbúðalán, en
13–15,45% hér á Íslandi. Virðast því
íbúðalán í fljótu bragði vera u.þ.b.
þrefalt til fjórfalt dýrari á Íslandi
en í Noregi. En mismunurinn er
meiri því taka þarf inn vaxtavexti.
Formúlan um hvað lán kosta sem
kennd er í öllum grunnskólum
landsins er þannig: (lánsfjár-
upphæð+vextir)lánstími. Ef einnar
milljónar króna íbúðarlán er tekið
til 40 ára, og ekkert greitt af því
fyrr en í lok lánstímabilsins að það
er greitt upp að fullu, þá þarf að
greiða; (1,000,000 x 1,14)40 = 189
milljónir á Íslandi, en (1,000,000 x
1,0412)40 = 5,18 milljónir í Noregi.
Munurinn er nær fertugtugfaldur.
Nú er hins vegar yfirleitt byrjað að
borga íbúðarlánin niður strax frá
fyrsta degi þannig að reikniform-
úlan er flóknari og þarf því að fara
inn á reiknivélar bankanna á netinu.
Reiknivélarnar sýna að ef tekið er
10 milljóna króna íbúðarlán til 40
ára á 4,95% vöxtum og 7% í verð-
bótaþætti, þá þarf að borga íslenska
bankanum 114 milljónir tilbaka, auk
höfuðstólsins. Ef lánið væri tekið á
norskum kjörum þá þyrfti að borga
tæplega 10 milljónir. Munurinn er
því ekki fertugfaldur heldur í raun
aðeins tólffaldur. Hvað skyldu ein-
okunarkaupmennirnir hafa selt sína
vöru mörgum sinnum dýrar á Ís-
landi en í Danmörku? Getur verið
að það sé frjáls samkeppni um
íbúðalán á Íslandi? Getur verslun á
Íslandi verið frjáls nema að okkur
sé gert kleift að versla við útlend-
inga?
Þó að einokuninni hafi verið aflétt
1787, þá var það ekki fyrr en 1854
að Jón Sigurðson fékk því til leiðar
komið að aðrar þjóðir en Danir
fengju að versla á Íslandi. Það var
aldrei hugsun Jóns að Ísland ætti
að einangra sig verslunarlega séð.
Því hefur íslenska krónan unnið
gegn umbótum hans
frá 1854. Ef t.d. Danir
væru enn með banka
hér á landi myndi hóf-
lega skuldsettur íslend-
ingur borga uþb. 100.
þús. kr. minna í vexti á
mánuði, sem er gíf-
urlega stór hluti ráð-
stöfunartekna hans. En
vegna óstöðugleika
krónunnar er varla
þorandi fyrir almenn-
ing að taka erlend
íbúðarhúsnæðislán, þó
svo að þau séu miklu
ódýrari og óverð-
tryggð. Ástandið á Ís-
landi í dag er orðið
áþekkt því sem var
þegar Árni Magnússon
var sendur hingað af
Dönum þegar þeim of-
bauð meðferð íslenskra
embættis- og eigna-
manna á löndum sín-
um. Í dag er aftur
hægt að ganga í fót-
spor Jóns Hreggviðs-
sonar og virða fyrir sér
skrauthallir í Kóngsins
Kaupinhöfn keyptar
fyrir fé haft af íslensk-
um almúga.
Laust fyrir aldamót-
in fór að verða of-
framboð á fjármagni í
heiminum, og auðvelt
að fá stór lán frá Asíu á
innan við 1% vöxtum.
Frá 1993 til 2003 féllu
vextir á íbúðalánum í
Noregi úr 12% niður
undir 3%. Bankar voru
einkavæddir á Íslandi á þessu tíma-
bili, en vextirnir hér féllu aðeins um
brot af því sem gerðist í Noregi.
Hefur munur á vöxtum hérlendis
miðað við vexti erlendis minnkað
síðan bankar voru einkavæddir á Ís-
landi? Hefur frjáls samkeppni ekki
skilað okkur neinu? Eða er sam-
keppnin ekki frjáls? Sjálfstæð-
isflokkurinn sem barðist fyrir
frjálsri samkeppni virðist hafa fært
okkur fákeppni. Hann má gæta sín
að lenda ekki í sömu stöðu og
kommúnistar sem börðust fyrir
jafnræði sem umhverfðist í einræði,
og kaupfélagsmenn sem boðuðu
samvinnuhugsjónir en varð það á að
kæfa alla samkeppni í strjálbýlinu.
Nú hefur lunginn af draumsýnum
Jóns forseta ræst. Íslendingar eiga
margar akademískar hagfræði- og
viðskiptadeildir svo og marga seðla-
bankastjóra. Það skýtur því skökku
við að ekki er búið að reikna út hvað
það kostar meðalheimili á Íslandi að
hafa íslenska krónu, né heldur að
rannsaka hvort einkavæðing bank-
anna hafi lækkað vexti umfram það
sem gerðist í nágrannalöndum okk-
ar fyrir tilstuðlan lækkandi vaxta í
heiminum. Þessar upplýsingar
þurfa að liggja fyrir ef stjórn-
málamenn og almenningur eiga að
geta tekið skynsamlegar ákvarð-
anir, og til þess að vita hvort þær
leiðir sem valdar hafa verið á liðn-
um árum hafi leitt til velfarnaðar.
Hvað kostar að
vera Íslendingur?
Andrés Magnússon fjallar um
frjálsa samkeppni og gerir
samanburð á húsnæðislánum
í Noregi og á Íslandi
Andrés Magnússon
» ... ekki er bú-ið að reikna
út hvað það
kostar með-
alheimili á Ís-
landi að hafa ís-
lenska krónu, né
heldur að rann-
saka hvort
einkavæðing
bankanna hafi
lækkað vexti
umfram það
sem gerðist í ná-
grannalöndum
okkar fyrir til-
stuðlan lækk-
andi vaxta í
heiminum.
Höfundur er læknir og greiðir af hús-
næðislánum í Noregi og á Íslandi.
STOLT er merkilegt fyrirbrigði.
Það getur t.d. verið alls ótengt því
hvort tilefni þess sé eitthvað sem
einhver getur verið hreykinn af.
Þeir eru til dæmis margir sem eru
stoltir af því að þeir vinni mikið.
Það er rétt að Íslendingar vinni
mikið og auðvelt að nálgast tölur
um það. Á Hagstofunni má finna
eftirfarandi upplýs-
ingar: „Vinnuvika op-
inberra starfsmanna á
Íslandi er að meðaltali
47,2 stundir á viku og
er sú lengsta meðal
opinberra starfsmanna
í löndum Evrópu.
Næstir eru Bretar
sem vinna 41,7 stund á
viku en vikulegar
vinnustundir í 12 lönd-
um Evrópusambands-
ins eru 38,3. Opinberir
starfsmenn á Íslandi
vinna því rúmum degi
lengur í viku hverri en félagar
þeirra í Evrópusambandinu“.
(Heimasíða Hagstofunnar, 18. októ-
ber 2006)). Miðað við svarta vinnu
Íslendinga má ætla að í raun vinni
Íslendingar almennt mun meira en
þetta.
Menn skyldu ætla að öll þessi
vinna skilaði sér í góðri fjárhags-
stöðu heimilanna, en svo er ekki.
Við upphaf árs 2006 voru heild-
arskuldir heimilanna við lánakerfið
meira en 1000 milljarðar króna; 140
milljörðum meira en ári fyrr [http://
mbl.is/mm/frettir/
frett.html?nid=1181227]. Um 70%
af þessum skuldum eru vegna
íbúðalána, en stór hluti eru hrein
neyslulán. Ótrúlegt er ef einhver er
í rauninni stoltur fyrir hönd sam-
félagsins að svo sé statt fyrir laun-
þegum landsins.
Höfum nokkur atriði í huga:
Verðmæti er aukið með því að
eigna einhverjum virðisauka af
launavinnu. Í þeim samfélögum
sem skapa meira en það sem þarf
til nauðsynlegrar neyslu verður til
félagslegur virðisauki, þ.e. fólk
skapar meira en það sem það þarf
til að halda sér á lífi og eignast af-
kvæmi. Í auðvaldshagkerfi eignar
ákveðinn hópur eignafólks sér virð-
isaukann með því að gera vinnu-
daginn lengri en nauðsynlegan
vinnutíma. Þessi auka vinna er not-
uð af þeim til að skapa arð sem
þeir geta notað á hvaða hátt sem
þeir vilja.
Öðru gegnir um launþega. Pen-
ingar neyða þá, sem eiga þá ekki,
til að selja sjálfa sig með líkama og
sál – að selja vinnugetu sína. Til að
halda uppi neyslunni neyðast Ís-
lendingar til að vinna óhemju mik-
ið. Slæm áhrif langs vinnutíma
koma fram í samfélaginu öllu og
endurspeglast í minni frítíma með
fjölskyldu, lakari framleiðni og
minni tíma til náms.
Í rannsókn sem birtist í 4. tbl.
Læknablaðsins 2005 kom fram að:
„Íslendingar vinna 48,5 vinnustund-
ir á viku, en flestar Evrópuþjóðir
vinna um 42 klukku-
stundir... Ennfremur
er neysla þunglynd-
islyfja um 40 DDD/
dag, sem er tvöfalt
meira en á hinum
Norðurlöndunum...
Hvort tveggja er vís-
bending um streitu-
álag í samfélaginu...
um 35% Íslendinga
uppfylla skilmerki um
SEM [Starfræn ein-
kenni í meltingarvegi
(functional bowel dis-
orders)]...“ (Lækna-
blaðið 2005; 91: 329-333.). Íslend-
ingar eru að missa heilsuna,
andlega sem líkamlega, sökum of
mikillar vinnu.
Á sama tíma og flestir Íslend-
ingar vinna sig í gröfina og safna
skuldum safna auðmenn arði og
það ekki litlum. Samtök banka og
verðbréfafyrirtækja (SBV) sendu
frá sér skýrslu fyrir árið 2005.
Þetta eru „hagsmunasamtök fyr-
irtækja á fjármálamarkaði... mál-
svari
aðildarfyrirtækja í hagsmuna-
málum þeirra... stuðla að sam-
keppnishæfum starfsskilyrðum ís-
lenskra fjármálafyrirtækja“ o.s.frv.
Í skýrslunni kemur fram að hagn-
aður fjármálafyrirtækja hafi verið
meiri en nokkurntíma fyrr árið
2004. (Úr ársskýrslu SBV 2005;
http://www.sbv.is/files/Arsskyrs-
laSBV2004.pdf) Í ársskýrslu SA
fyrir 2005 kemur fram að hag-
vöxtur hafi numið 25,3% 2002 til
2005, eða 20% á mann. Landsfram-
leiðsla óx um 5,5% á mann; fyr-
irtækin hafa stækkað og þeim
fækkað (samþjöppun valds og fjár-
magns). Stærri fyrirtæki á Íslandi
mokgræða sem aldrei fyrr
(Úr ársskýrslu SA. http://
www.sa.is/files/
Á sama tíma og Íslendingar falla
í skuldasúpu og vinna baki brotnu
stórhækka hagnaðartölur fyr-
irtækja. Gæti verið að tengsl séu
þarna á milli? Varla þarf að svara
slíkri spurningu. Féð sem það fær
ekki í formi launa, virðisaukinn, fer
til fyrirtækjanna. Þótt „útrás“ skili
einhverju, breytir það því ekki og
þá er hvort eð er aðeins verið að
útvíkka arðránið til annarra ríkja.
Fólk notar svo umráðafé sitt til að
kaupa vörur frá þeim. Íslendingar
virðast vera auðsveip vinnudýr.
Sjálfsábyrgð einstaklinga er auðvit-
að atriði sem þarf að skoða. Fólk er
augljóslega í of mikilli neyslu. En
fyrirbæri eins og SA og SBV berj-
ast til að halda þessu eins og það
er: Auka neyslu; fjölga vinnustund-
um, stuðla að „samkeppnishæfum
starfsskilyrðum“, hagnaður über al-
les.
Þeir sem eru stoltir af því hversu
mikið þeir vinna ættu að hugsa
málið uppá nýtt. Erum við stolt af
því að láta spila með okkur?
Lífið er ekki langt og vilji laun-
þegar eyða því öllu í að vinna og
safna skuldum eru þeir að kasta því
burt. Í ríki sem hefur þá framleiðni
sem Ísland hefur á meðalvinnuvika
ekki að vera 48 klukkutímar.
Ímyndum okkur ef vinnuvikan væri
20 tímar. Hvað myndum við gera
við allan þennan tíma, allt þetta líf?
Hversu lengi eigum við að borga
arð eignafólks með lífi okkar? Okk-
ar er valið.
Hin ofkeyrða þjóð
Jón Karl Stefánsson fjallar um
lífsstíl og vinnuálag » Lífið er ekki langt ogvilji launþegar eyða
því öllu í að vinna og
safna skuldum eru þeir
að kasta því burt.
Jón Karl Stefánsson
Höfundur er sjálfstæður
atvinnurekandi.