Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Símar 533 4200
og 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum
atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Staðgreiðsla í boði.
ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST!
Pallar – tæbó – dans
–stöðvahringir og
margt fleira skemmtilegt!
8 vikna námskeið
fyrir stelpur 13-15 ára
Máni kennir fjölbreytta og skemmtilega tíma
þar sem aðal markmiðið er að hreyfa sig og
hafa gaman af því.
Vertu með og láttu skrá þig strax í dag
í síma 414 4000 eða með tölvupósti
afgreidsla@hreyfing.is.
Nánari upplýsingar um námskeiðið er einnig
að finna á www.hreyfing.is
STOTT PILATES
Stott Pilates kerfið þjálfar flata og sterka kviðvöðva.
Jafnvægi á milli styrk- og teygjuæfinga framkallar langa,
granna vöðva og auðveldar hreyfingar.
Stöðug áhersla á öndun bætir súrefnisflæði í blóði, bætir
blóðflæði til heilans sem eykur einbeitingu og vellíðan.
8 vikna námskeið hefst 8. janúar
Byrjenda- og framhaldshópar
Hefst 8. janúar
UNDANFARIÐ hefur verið rætt
um fátækt í þjóðfélaginu. Forsvars-
menn launþegasamtaka hafa talað
fyrir því að jafna hana með því að
halda við hátekjusköttum. Það er
rétt að staldra við þau orð, setja
þau í samhengi við fá-
tæktina á Íslandi og
aðgerðir þessara sömu
samtaka. Fátæktin á
Íslandi er bundin við
nokkra hópa sem
standa félagslega og
fjárhagslega illa, á
hvorum tveggja víg-
stöðvum í neðstu lög-
um samfélagsins.
Einn af þessum illa
stöddu hópum eru ör-
yrkjar. Margir þeirra
hafa unnið sér inn líf-
eyrisréttindi og hafa á
þessu ári fengið skilaboð frá stjórn-
um lífeyrissjóðanna um að greiðslur
til þeirra úr sjóðunum verði skertar.
Þetta er vegna þess að sjóðirnir eru
aðeins skyldir til að rétta hlut skjól-
stæðinga sinna þannig að þeir séu
jafnsettir í launum og þegar þeir
urðu öryrkjar. Þessi laun eru fram-
reiknuð með launavísitölu. Það er
að sjálfsögðu ekki hlutverk sjóð-
anna að moka meira fé í skjólstæð-
inga sína en þeir fengju, ef þeir
væru enn að vinna fyrir sömu laun-
um.
Vandinn sem öryrkjarnir eiga við
er að réttindin eru
reiknuð út frá launum
síðustu áranna sem
þeir unnu. Líklega hef-
ur verið ætlunin að það
væru hæstu launin
sem fólk vann sér inn á
starfsævinni. Síðustu
vinnuár öryrkja eru
þvert á móti afar
launalág ár, ár sem ör-
yrkinn er oftast að
stríða við sjúkdóm eða
afleiðingar slyss, berj-
ast við að halda heilsu
og vera fullgildur þátt-
takandi á vinnumarkaði. Þegar ör-
orkumat fylgir í kjölfarið er það viss
léttir fyrir marga, að fá staðfestingu
á ástandi sem hefur farið hríðversn-
andi árin á undan. Það er þó varla
neinn hátíðardagur.
Skjólstæðingarnir sem núna fá
þessi skilaboð eru þess vegna oft að
fá þessar greiðslur lækkaðar, þó
þeir séu með heildartekjur í kring-
um 100.000 krónur á mánuði. Þar
sem þeir hafa yfirleitt fá önnur úr-
ræði er þeim haldið kirfilega fyrir
neðan fátæktarmörk. Það gildir
hvort sem miðað er við afstæða skil-
greiningu, eins og helming af mið-
gildi launa, eða algilda skilgreiningu
á framfærslukostnaði. Lífeyrissjóðir
hafa fullan rétt til að svipta öryrkja
greiðslum á þessu stigi. Það er rétt
að þessar ákvarðanir stjórna lífeyr-
issjóðanna séu öllum ljósar. Afstaða
launþegasamtakanna, sem eiga full-
trúa í stjórnum sjóðanna, gagnvart
félögum sínum rímar illa í huga
fólks við hlutverk þeirra. Þegar
svona er komið kunna margir að
spyrja hvert hald sé í launþega-
samtökum sem koma þannig fram
gagnvart þeim félögum sínum sem
fara halloka í lífinu, og hvert sé gildi
þess að taka þátt í þannig hreyf-
ingu. Styrkur launþegasamtaka er
fyrst og fremst styrkur í tvennu til-
liti. Annars vegar er samstöð-
ustyrkurinn sem einn gildir þegar
Fátæktin og forysta
launþegasamtaka
Sveinn Ólafsson fjallar
um málefni öryrkja
» Vandinn sem ör-yrkjarnir eiga við er
að réttindin eru reiknuð
út frá launum síðustu
áranna sem þeir unnu.
Sveinn Ólafsson
Á HVERJUM degi birtast auglýs-
ingar í sjónvarpi, blöðum og útvarpi.
Fjölmiðlar og auglýsingar þar helst-
ar geta haft mikil áhrif á skoðanir og
viðmið fólks. Með tækniframförum
og breyttu samfélagi mætti halda að
birtingarmynd karla og kvenna í fjöl-
miðlum hefði breyst umtalsvert frá
því að auglýsingar litu fyrst dagsins
ljós. Nýlegar rannsóknir sýna þó
fram á að hlutverk kynjanna í auglýs-
ingum eru afar stöðluð og hafa í raun
lítið breyst á síðustu 25 árum.
Á dögunum hafa birst auglýsingar
frá undirfataframleiðanda sem vekja
upp ýmsar spurningar. Í auglýsing-
unum er verið að auglýsa karlmanns-
undirföt. Ein af auglýsingunum sýnir
ljóshærða konu sem situr í svörtum
leðursófa íklædd hvítri karlmanns-
skyrtu og hvítum karlmanns-
nærbuxum. Skyrtan er óhneppt og
hylur einungis geirvörtur brjósta
hennar. Hárgreiðsla konunnar er
frekar karlleg eða sleikt aftur fyrir
eyru og tekið í tagl. Hún situr með
fæturna vel í sundur og heldur á
bjórdós í annarri hendi og fjarstýr-
ingu í hinni. Hún ber silfurlitað karl-
mannsúr á öðrum úlnlið. Svipur kon-
unnar er ögrandi og munúðarfullur,
hún horfir beint í myndavélina. Efst
á myndinni er texti sem segir: Karlar
vilja ekki horfa á hálfbera karla.
Þrátt fyrir það að aðalpersóna
auglýsingarinnar sé kona er hún sett
í mjög staðlað hlutverk karlmanns.
Hér er dregin upp mynd af bjórþam-
bandi karlmanni sem er valdhafi yfir
fjarstýringunni. Í sömu auglýsinga-
herferð eru margar útgáfur af aug-
lýsingum þar sem konur eru settar í
kyngervi karla og látnar leika mjög
einhæfa og staðlaða mynd af karl-
mönnum. Vilja karlmenn virkilega að
slíkar staðalmyndir séu dregnar
fram í fjölmiðlum?
Ákveðin mótsögn kemur fyrir í
auglýsingunni. Þrátt fyrir karl-
mannsgervið er konan látin nýta sér
nekt og kynþokka til að laða að at-
hygli áhorfenda sem eru karlmenn.
Konan klæðist karlmannsfötum og
sýnir hegðun sem talist getur karl-
læg. Bert hold konunnar og gleið
stelling hennar eru tilvísun í kynlíf
auk þess sem textinn vísar til þess að
körlum þyki skemmtilegra að horfa á
berar konur heldur en bera karl-
menn. Í beinu framhaldi getur maður
spurt sig að því hver boðskapur aug-
lýsingarinnar sé og hvað hafi orðið
um gildi vörunnar þegar skilaboðin
eru vísun í kynlíf og nekt. Markhópur
vörunnar eru karlmenn. Þarf virki-
lega að setja konu í karlmannsnærföt
til að auglýsingin höfði til karl-
manna? Hver yrðu viðbrögðin ef
hlutverkunum væri snúið við og karl-
maður settur í kvenmannsundirföt?
Konur í auglýsingum eru ekkert
Kona til sölu?
Eva Harðardóttir, Guðrún Haf-
steinsdóttir og Marta Goðadótt-
ir fjalla um auglýsingar
Eva Harðardóttir Guðrún Hafsteinsdóttir Marta Goðadóttir
ÁGÆT grein dr. Björns Sig-
urbjörnssonar í Morgunblaðinu,
föstudaginn 15. desember, sem
hann nefndi „Hvalveiðar til
verndar gróðurlendum?“ minnti
mig á hversu markaðs-
setning á lambakjöti í
Bandaríkjunum hefur
verið á miklum villi-
götum. Búið er að eyða
tugum milljóna króna í
markaðssetninguna á
undanförnum 10–15
árum og telja þeir,
sem að verkefninu
standa, að nú sé já-
kvæður árangur af
starfinu í sjónmáli.
Gott og vel. En þá
kemur að því að anna
eftirspurninni, nokkuð
sem ég held að þeir sem að markaðs-
setningunni standa hafi alls ekki
hugsað út í.
Menn eru sammála um að íslenskt
lambakjöt sé mýkra undir tönn og
bragðmeira og betra en annað
lambakjöt og á þessum forsendum
ásamt hreinni náttúru
Íslands er markaðs-
setningin byggð. En
hvað býr að baki þess-
um miklu gæðum?
Fyrst og fremst sú
staðreynd að íslenska
lambið lifir mestan sinn
aldur á villtum fjalla-
gróðri og þarf á mikilli
hreyfingu að halda til
að anna fóðurþörfinni.
Kjötið verður til-
tölulega fitulítið og
bragðmikið og líkist að
mörgu leyti villibráð. Framleiðsla
þessa gæðakjöts er þess vegna háð
afkastagetu hálendisins, sem því
miður hefur verið á niðurleið m.a.
vegna ofbeitar. Ef auka þyrfti fram-
leiðsluna vegna aukinnar eft-
irspurnar í Bandaríkjunum þyrfti að
færa beitina á ræktað eða hálf-
ræktað land og árangurinn yrði feitt
og bragðlítið lambakjöt, sem sagt
allt önnur vara en verið er að mark-
aðssetja nú.
Öðru máli gegnir með markaðs-
setningu á mjólkurvörum, sem sam-
kvæmt fréttum hefur skilað nokkr-
um árangri í Bandaríkjunum. Hér
skiptir hráefnið ekki máli heldur
framleiðsla einstæðra vörutegunda.
Þar væri hægt að svara eftirspurn-
inni með auknum heimahögum, inn-
flutningi á mjólkurdufti til fram-
leiðslunnar og/eða með útrás
íslenskra afurðastöðva til Bandaríkj-
anna.
Útflutningur lamba-
kjöts og hálendið
Jón Reynir Magnússon
fjallar um útflutning
á íslenskum afurðum
Jón Reynir Magnússon
» ... íslenska lambið lifirmestan sinn aldur á
villtum fjallagróðri og
þarf á mikilli hreyfingu
að halda til að anna
fóðurþörfinni.
Höfundur er verkfræðingur.