Morgunblaðið - 02.01.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 33
MÉR hafa borist þau hræðilegu
tíðindi að yfirvofandi sé lokun
Tónlistarþróun-
armiðstöðvarinnar við
Hólmaslóð úti á
Granda.
Ástæða lokunar-
innar er að fjár-
magnið sem fer í að
reka miðstöðina verð-
ur senn á þrotum, eða
í janúar næstkom-
andi. Afgjöld af sjálfu
húsnæðinu eru 14
milljónir á ári, og þá
á eftir að telja með
önnur útgjöld. Inn-
koma hússins er aftur
á móti um 12 milljónir
á ári, sem er aðeins
rétt tæplega helm-
ingur af útgjöldum.
Þetta eru hræðileg-
ar fréttir, þar sem
Tónlistarþróun-
armiðstöðin (eða
TÞM, eins og sagt er
í daglegu tali) starf-
rækir æfingahúsnæði
fyrir um 50 hljóm-
sveitir, sem gerir um
300 manns. Um 700
félagsmenn eru nú í
félagi tónlistarþróun-
armiðstöðvarinnar, og með reglu-
legu tónleikahaldi, leiksýningum
og fleiru er fólksstreymi til húss-
ins 3.000 manns á mánuði eða um
36.000 manns á ári.
TÞM er eins og ég sagði fyrr við
Hólmaslóð 2 úti á Granda í
Reykjavík. Þeir sem eru kunnugir
svæðinu vita að á svæðinu eru ein-
göngu starfrækt fyrirtæki og
truflunin er þar af leiðandi í lág-
marki, hvað varðar íbúa. Aldrei
hefur verið kvartað undan háva-
ðatruflunum sem sýnir hversu vel
þetta húsnæði er til þess fallið að
hýsa hljómsveitaraðstöðu.
Þetta er eina stóra húsnæðið
með góða æfingaaðstöðu fyrir ung-
ar og upprennandi hljómsveitir,
það er einn af fáum æfingastöðum
sem leyfir alla aldurshópa, og það
er þar að auki eina
húsnæðið sem getur
stært sig af því að
vera eina aðstaðan
með gott hljóðkerfi
sem leyfir fólki á öll-
um aldri að sækja
tónleika.
Krakkar undir 18
ára verða oft útundan
þegar um tónleika
með íslenskum hljóm-
sveitum er að ræða,
þar sem þeir eru oftar
en ekki haldnir á bör-
um eða skemmtistöð-
um, sem verða að tak-
marka aðgangsaldur
við 18 eða 20 ár,
vegna áfengissölu.
Sem 15 ára unglingur
veit ég vel um hvað ég
er að tala, hvernig er
að komast ekki á tón-
leika sökum aldurs-
takmarks og þar fram
eftir götunum.
TÞM kemur hins-
vegar til móts við
krakka sem hafa
áhuga á íslensku tón-
listarlífi, en hafa um
leið ekki aldur til að sækja tón-
leika á börum og skemmtistöðum,
með því að banna öll vímuefni í og
í kringum húsnæðið og að leyfa
öllum aldurshópum að sækja tón-
leika þar. Miðstöðin hefur líka
þann góða kost að geta hýst svo
margar hljómsveitir, en um þrjár
hljómsveitir eru saman í hverju
herbergi, sem þekkjast í daglegu
tali sem „rými“. Með þessu móti
geta ólíkar hljómsveitir hist, hlust-
að hverjar á aðra og gefið álit og
ráð á tónlistinni sem spiluð er. Það
gefur auga leið að með þessu móti
þroskast hljómsveitir mun meira
en ef þær væru einar í bílskúr ein-
hvers staðar.
Að gefnu tilefni verður að minn-
ast á Danny Pollock, fram-
kvæmdastjóra TÞM, ásamt öllum
þeim sem hafa á einn eða annan
hátt gert TÞM að því sem það er í
dag, en þessir aðilar eiga mikið lof
skilið fyrir störf sín varðandi mið-
stöðina.
Stórir styrkir renna frá borginni
í ýmiss konar tómstundastörf, svo
sem íþróttir. Það er gott og bless-
að, og styður við upprennandi
íþróttafólk, svo eitthvað sé nefnt.
Hví ekki að styðja við upprenn-
andi tónlistarfólk?
Ótrúlega margir sem hafa hasl-
að sér völl í íslensku (og jafnvel
erlendu) tónlistarsenunni hafa
starfað í TÞM, svo sem Stuðmenn,
Mínus og Nylon.
Ég spyr sjálfa mig að því hvað
mun gerast ef TÞM verður lokað,
því það er auðséð að eitthvað mun
gerast. Svo dæmi séu tekin munu
50 hljómsveitir missa æfinga-
húsnæði sitt, og munu koma til
með að þurfa að kúldrast inni í bíl-
skúrum hér og þar í borginni,
möguleiki á að halda tónleika í við-
urkenndu húsnæði sem bannar
vímugjafa verður ekki fyrir hendi,
og stór partur af tónlistarlífi
Reykjavíkur mun leggjast af.
Ég enda þetta á að segja fyrir
hönd okkar allra sem sækjum
TÞM að staðaldri að þetta er ekki
bara hús. Þetta er athvarf okkar
frá daglegu amstri, þar sem við
hittumst og hlýðum á góða tónlist
og spjöllum við fólk með sömu
áhugamál.
Vegna þessa skora ég á, fyrir
hönd allra sem telja sig tilheyra
TÞM á einhvern hátt, borgaryf-
irvöld að styrkja okkur með það
sem við þurfum.
Björgum TÞM
Sveindís Þórhallsdóttir fjallar
um starfsemi Tónlistarþróun-
armiðstöðvarinnar
» Þetta er at-hvarf okkar
frá daglegu
amstri þar sem
við hittumst og
hlýðum á góða
tónlist og
spjöllum við
fólk með sömu
áhugamál.
Sveindís Þórhallsdóttir
Höfundur er nemandi í grunnskóla
í Reykjanesbæ, og áhugamaður um
íslenskt tónlistarlíf.
„WHAT is the name again of
your fellowman who is buying all
England?“ Spurning gamla manns-
ins,sem við Ermasundsfararnir
tókum tal af í nágrenni Dover,
hljómar ennþá eins og
vitrun. Svarið lét ekki
á sér standa: Jón Ás-
geir. Þeir eru fleiri
snillingarnir sem láta
að sér kveða í útrás
viðskiptanna erlendis.
Annar Íslendingur,
Björgólfur Thor, skip-
ar nú sæti á meðal
ríkustu manna heims
og er rétt að byrja
ferilinn. Nokkrir ís-
lenskir listamenn eru
orðnir heimsfrægir og
það er mikill upp-
gangur í menningar-
og viðskiptalífinu. Að
minnsta kosti á ytra
borði. Enn vofir djöfl-
astemningin í Smára-
lindinni – nema þegar
listamenn gera þar
allt vitlaust – og upp í
Kárahnjúkum, eins og
mislukkaðar tíma-
skekkjur. Menningin
sést aðeins í glæsileik-
anum, stórkostleik-
anum. Annars í ljót-
leikanum. Sem er enn
í tísku hér á landi.
Sem betur fer eru
verk Ólafs Elíassonar
falleg, annars hryndi
heimurinn. H.H. af-
hjúpar fáfræði landans um náttúru
sína og Ómar R. hefur lífróður til
að bjarga fjársjóði Íslands ásamt
þeim sem enn þora. Allt það fjár-
magn sem streymdi frá útlöndum
með kraftmiklum og örlátum ein-
staklingum hefur nánast bylt við-
skiptaumhverfi landans, með að-
stoð stjórnmálamanna sem kunnu á
klukkur. Þeir hinir sömu gleymdu
hins vegar alveg að skipta um raf-
hlöður í þær síðari þegar ljóst var
að tímar höfðu breyst og Rússar
og Kanar fyrir löngu orðnir vinir.
Uppi stendur, eða eftir situr, (allt
eftir því hvernig á það er litið),
þjóðfélag sem hefur burði til að
verða ríkasta þjóð í heimi úti í
heimi, en er að klúðra tækifærinu
með því að eyðileggja eigin fjársjóð
sem allt ríkidæmið byggist end-
anlega á ef fjárfestingarnar eiga að
skila raunverulegum arði – þó ekki
væri nema heima fyrir. Stjórn-
málamenn verða nú að vera frakkir
og tilbúnir til að taka áhættuna
með snillingunum, sem sýna
dirfsku og þor til að byggja upp
raunverulegan auð, hvort heldur
með friðaðri fuglaskoðun úti á
landi, ellegar í heimsborgum er-
lendis með snjöllum fjárfestingum.
Íslenskir stjórnmálamenn þurfa
að hugsa dæmið upp á nýtt.
Vinstri grænir ættu að eyða einum
degi með Björgólfs-
feðgum, Samfylking-
armenn ættu að verja
viku sinni úti á landi
ásamt Ómari Ragn-
ars, Vinstri grænum,
Steingrími Her-
mannssyni, Jóni Ás-
geiri og Jóni Balda,
fyrir framan kvik-
myndatjald fortíðar
þegar Ingibjörg S. sat
sem borgarstjóri og
hún og Össur héldu
sig enn við prinsipin.
Framsókn ætti að
sækja helgarnámskeið
hjá Kristni Gunn-
arssyni og sömuleiðis
annað námskeið –
helst vetrarlangt – hjá
öllum ungu framsókn-
armönnunum sem
vilja róttækar breyt-
ingar í flokknum.
Sjálfstæðismenn
mættu gjarna halda á
ráðstefnu Al Gores og
Ólafs Ragnars Gríms-
sonar í New York og
horfa á kvikmyndina:
„Inconveniant Truth“.
Að ári liðnu gætu allir
flokkarnir sett saman
þing og rætt málin sín
á milli fyrir kosn-
ingar. Ef menn stæðu þá enn upp
ringlaðri en áður gætu þeir horft
upp úr kaotískum hugsanagangi
sínum með því að ganga í þver-
pólitískan flokk Ómars Ragn-
arssonar með það eitt að mark-
miði: Að skapa betra þjóðfélag þar
sem allir hefðu tækifæri til að
verða ríkir, bæði á sál og líkama.
Þannig gætu vitrir menn allt í einu
orðið sammála um að skapa í land-
inu paradís á vettvangi ferðamála,
menningar- og menntamála, um-
hverfismála og fjármála og lagður
grunnur að sjálfbærum og nátt-
úruvænum búskap og ýmsar ný-
stárlegar hugmyndir fram-
kvæmdar sem löðuðu erlenda
ferðamenn og náttúruvæna við-
skiptajöfra að í stórum stíl. Til-
raunir yrðu gerðar í auknum mæli
með nýja og endurunna orku og ís-
lenskir hugvitsmenn og listamenn
styrktir og launaðir fyrir sköpun
sína eins og hverja aðra vinnu.
Heilbrigðiskerfið yrði endurhannað
með sterkari og árangursríkari
fyrirbyggjandi aðgerðum en höfðu
nokkurn tíma þekkst. Landið allt
yrði og meira og minna friðað með
þaulhugsaðri stefnu í ferða- og um-
hverfismálum.
Hreint og friðelskandi land væri
ósnortin ímynd Íslands – ekki bara
út á við heldur lifandi ímynd í
hjarta fólksins sem landið byggir.
Á meðan hin fornu heimsveldi á
borð við England, Frakkland og
Bandaríkin sligast undan aukinni
spennu heima fyrir og í nýlendum
sínum eykst hróður nútímalegra
og friðelskandi víkinga frá eyjunni
í norðri. Gæti hugsast að Íslandi
hafi verið ætlað frá upphafi hið
ábyrgðarmikla hlutverk að snúa
veraldarsögunni á hvolf og verða
ríkasta og gæfumesta heimsveldið
í mannkynssögunni? Eða mun fara
fyrir okkur eins og öllum hinum
heimsveldunum: að bíða þess – eða
jafnvel leitast eftir því – að verða
nauðgað af erlendum tækifær-
issinnum, sem gera í raun ekki
annað en að uppfylla hin karmísku
lögmál frá tíð miskunnarlausra for-
vera okkar.
Heimsveldið
Ísland
Benedikt S. Lafleur fjallar um
þjóðmál og hlutverk Íslands í
samfélagi þjóðanna
» Gæti hugsastað Íslandi
hafi verið ætlað
frá upphafi hið
ábyrgðarmikla
hlutverk að
snúa verald-
arsögunni á
hvolf og verða
ríkasta og gæfu-
mesta heims-
veldið í mann-
kynssögunni?
Benedikt S. Lafleur
Höfundur er listamaður og
sjósundkappi.
BÆNIN er ekki eins og einhver
sjálfsali sem maður stingur peningi
í eða góðum verkum
og ætlast svo til að
maður geti fengið eitt-
hvað í staðinn eftir
pöntun. Bænin er
nefnilega ekki tæki
fyrir þá sem telja sig
eiga eitthvað inni hjá
Guði, eða telja sig vera
í aðstöðu til að geta
gert kröfur til hans
eftir að hafa að eigin
áliti unnið sér eitthvað
inn hjá honum og telja
sig því geta samið um
eitthvað við hann eða
pantað einhvern hégóma af honum.
Það að biðja í Jesú nafni er ekki
að viðhafa orðagjálfur og það er
ekki að klína nafni hans aftan við
innkaupalista, sem hugsaður er upp
í nútíð út frá þröngsýnum þörfum.
Bæn í Jesú nafni er að biðja um
vilja Guðs, hið góða, fagra og full-
komna. Og hann vill veita okkur
það allt í stóru og smáu, í gleði og í
sorg.
Hugur Guðs, kærleikur, friður og
náð er meiri, dýpri og stórkostlegri
en hugarafl okkar nær að skynja og
meðtaka. Hann sér lengra, dýpra
og hærra en okkar augu. Og hugs-
un hans er ofar okkar hugsun.
Samt skilur hann okkur svo vel.
Betur en nokkur annar. Því hann
gerðist maður og hefur reynt allt
það versta sem mannlegri þrauta-
göngu og þjáningu mannsævinnar
getur fylgt. Felum okkur því honum
á vald og treystum miskunn hans.
Bæn í Jesú nafni er ekki spurn-
ing um orðalag, heldur hjartalag.
Hún er lífsstíll. Spurning um hug-
arfarsbreytingu.
Hvernig virkar
bænin?
Það er þó vissulega
ekki þannig að ég viti
nákvæmlega hvað
bænin er eða hvernig
hún virkar eða að ég
geti lýst því sem gerist
þegar ég bið.
En hitt veit ég fyrir
víst, af því að ég hef
upplifað það sjálfur, að
í vanmætti mínum
finnst mér gott að
hvíla í bæninni og
njóta þeirrar yfirvegunar og æðru-
leysis sem henni fylgir. Og meðtaka
af hjarta friðinn og lausnina sem
hún veitir. Jafnt í gleði sem sorg.
Hvort sem dagarnir eru bjartir eða
dimmir.
Fáránlegt áhættuatriði?
Í mínum huga er bænin það besta
og dýrmætasta sem ég get haldið
mér í í þessum heimi. Hún er það
besta sem í brjósti mínu bærist og
mun háleitari en sú hugsun sem í
höfði mínu hrærist.
Það er svo gott að mega bara
andvarpa í Jesú nafni og finna frið-
inn hans setjast að í sálinni. Með
bæninni mýkist hjartað og sjón-
arhornið verður í senn bæði skýr-
ara og mildara.
Með bæninni tekur kærleikurinn
mig ljúflega að aga og beina mér á
þær brautir sem færastar eru
hverju sinni og heillavænlegast og
best er að fara þegar til lengri tíma
er litið.
Það er gott að mega fela sig höf-
undi og fullkomnara lífsins, treysta
miskunn hans, hvíla í hans náð í erli
daganna og meðtaka friðinn sem
því fylgir. Í trausti þess að hann
muni vel fyrir sjá.
En því fylgir sannarlega áhætta.
Áhætta, sem ég hef hingað til ekki
séð eftir að hafa tekið.
Miklu meira en sjálfsali
eða innkaupalisti
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar um bænina » Bæn í Jesú nafni erað biðja um vilja
Guðs, hið góða, fagra
og fullkomna.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og
framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.
eru enn máttlausari. Lausatök í
efnahagsmálum og taumlausar
vaxtahækkanir undirstrika þá
staðreynd að krónan dugar ekki
lengur sem verkfæri í alþjóðlegu
fjármálaumhverfi samtímans. Það
eru smærri fyrirtækin og heimilin
í landinu sem borga kostnaðinn af
krónunni; vaxtamunur á milli Ís-
lands og þeirra landa sem við ber-
um okkur saman við er núna um
9,75%. Það þýðir að gróflega
reiknað þarf hver meðalfjölskylda
að greiða á milli 1–1,6 milljón
meira í vexti á ári en hún þyrfti að
gera miðað við almenn vaxtakjör í
löndunum í kringum okkur.
Íslensk stjórnvöld eiga því án
tafar að hefja aðlögun að Maast-
richt-reglunum um hámark skulda
hins opinbera, lágt vaxtastig og
stöðugt gengi. Þá getum við sótt
um aðild að Evrópusambandinu
með það í huga að taka upp evru
strax og þar með tryggja sam-
bærileg vaxtakjör fyrir almenning
hér á landi eins og í helstu við-
skiptalöndum okkar.
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700