Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 35
Í SEINNI heimsstyrjöldinni eða
hinni miklu helför eins og hún var
kölluð er talið að yfir 6,5 milljónir
manna, konur og börn hafi verið
drepnar, og á meðan því stóð leit
heimurinn undan og virtist enginn
vita neitt fyrr en undir lokin.
Bandaríkjamenn ráðast inn í
Írak til að handsama Saddam
Hussein á þeim forsendum að
heiminum stafi ógn af honum
vegna kjarnorkuvopna sem hann
átti að hafa undir höndum. Sem
síðar reyndist ekki rétt. Tugþús-
undir láta lífið og er jafnvel talað
um yfir hundrað þúsund, enginn
virðist vita réttan fjölda látinna.
Það er eitthvað kaldhæðnislegt við
það að þjóð sem á kjarnorkuvopn
skuli ráðast á aðra þjóð á sömu
forsendum. Bandaríkjamenn virð-
ast telja sig alheimsvald í heim-
inum í dag. En allavega, þetta
stríð virðist hafa verið látið við-
gangast með stuðningi annarra
þjóða, meðal annars okkar Íslend-
inga. Í Darfúr-héraði eða Súdan er
búið að drepa hundruð þúsunda og
er enn verið að, auk þess að yfir 2
milljónir manna eru á flótta þar.
Heimurinn virðist ekki heldur
bregðast við þar. Það virðist sem
ríkisstjórnir vilji frekar fara í stríð
en að bjarga mannslífum frá
fjöldamorðum.
Íslendingar taka upp hvalveiðar
í atvinnuskyni og leyfa veiðar á
nokkrum hvölum. Áður en einhver
snýr sér við rísa 25 þjóðir upp úr
myrkrinu og mótmæla hvaladráp-
um?
Hvað er að heiminum í dag og í
gær? Þarna eru þjóðir sem eiga,
hafa átt og eru að vinna með
kjarnorkuvopn. Þarna eru þjóðir
sem stutt hafa stríð og tekið þátt í
stríðum sem enginn virðist skilja
upp né niður í. Fjöldamorð eru
framin fyrir framan nefið á okkur
og enginn grípur inn í. Það dugar
ekki að senda friðargæsluliða til
Súdan. Það stoppar ekki drápin,
því miður. Ég skil ekki af hverju
t.d. Bandaríkjamenn taka sig ekki
saman í andlitinu og hjálpa þessu
fólki í Súdan. Svo virðist sem þeir
vilji frekar halda tilgangslausu
stríði sínu áfram í Írak þar sem
allt er í óreiðu. Auðvitað átti að
taka Saddam Hussein úr umferð
fyrir syndir sínar og fjöldamorð,
en að drepa tugi þúsunda borgara
í leiðinni finnst mér ekki réttlæt-
anlegt. Ímyndið ykkur bara að
þetta myndi ske á Íslandi. Ímyndið
ykkur ef hann Hr. Ólafur okkar
væri harðstjóri og það væru
spurningar á lofti um hvort hann
ætti kjarnorkuvopn. Allt í einu
ráðast Bandaríkjamenn á Ísland
og
1/3 þjóðarinnar er myrtur. Við
verðum nefnilega að setja okkur
aðeins í spor þessa fólk til að skilja
þeirra martröð. Ég vil taka fram
að stríð gegn hryðjuverkamönnum
er ekki í Írak, það stríð er í Afgan-
istan. En nú þegar Bandaríkja-
menn eru í Írak flykkjast hryðju-
verkahópar til Íraks til að berjast.
Það er hræðilegt að hugsa til allra
þeirra saklausu karla, kvenna og
barna sem látið hafa lífið í Írak.
Sjónvarpið gefur okkur einhverja
mynd af aðstæðum þar en ekki al-
veg rétta né fulla.
Það er sorglegt að þegar hval-
veiðibátur fer úr höfn í Reykjavík
þá loks rísi 25 þjóðir upp úr
myrkrinu og segja STOPP. Það er
sorglegt að það þurfi að skjóta
hval til að ríkistjórnir standi upp
sameinaðar og hrópi STOPP.
GÍSLI HVANNDAL
JAKOBSSON,
Ægisgötu 10 625.
Ólafsfirði.
Fjöldamorð
og hvaladráp
Frá Gísla Hvanndal Jakobssyni:
EKKI er annað að sjá en blóma-
tímar séu framundan í tímaritaút-
gáfu hér á landi. Íslendingar
munu á næstu mánuðum hafa að-
gang að meira úrvali íslenskra
tímarita en nokkru sinni áður.
Þá vaknar spurningin um hvort
þörf sé á upplagseftirliti. Að mínu
mati vantar virkt upplagseftirlit
hér á landi svo að auglýsendur
viti með vissu í hversu mörgum
eintökum tímarit er prentað. Það
segir jú til um hvað auglýsendur
fá fyrir sinn snúð. Ekki er hægt
að horfa blint í Gallup-tölurnar
sem eru að vísu eini mælikvarðinn
á dreifingu sem auglýsendur hafa
í dag. Á tímaritamarkaðnum hefur
ríkt dauðaþögn um hversu stórt
upplag hvers tímarits er og aug-
lýsendur fengið misvísandi svör
um raunverulegt upplag tímarit-
anna. En það er ekki nógu gott
þar sem auglýsendur þurfa að
horfa í þessar tölur til þess að
meta þá dreifingu sem auglýs-
ingin fær.
Hvað er þá til ráða? Hvað er
hægt að gera til að tryggja að
auglýsendur fái réttar upplýs-
ingar um stærð þess upplags sem
tímarit er prentað í? Það eru
nokkrar lausnir í þeim málum.
Neytendasamtökin gætu tekið að
sér þetta eftirlit þar sem við erum
jú öll neytendur og þess vegna
kemur þetta okkur við. Capacent
gæti tekið þetta hlutverk að sér
þar sem þeir eru þegar að vinna
alls konar rannsóknir á tímarita-
markaðnum og gæti þetta verið
góð stoð til samanburðar á síma-
og svarbókarannsóknum þeirra.
Einnig gæti ríkisvaldið tekið
þetta að sér því það hlýtur að
vera hagur fyrir skattayfirvöld
að vita hversu mörg tímarit eru
seld. Þó er það lakasti kosturinn
að ríkið fari að skipta sér af
frjálsum markaði. Sjálfsagt eru
margir aðrir aðilar sem gætu
tekið þetta verkefni að sér.
Framkvæmdin er að sjálfu sér
ekki flókin. Hægt væri að gera
prentsmiðjurnar ábyrgar fyrir
því að senda þessar upplýsingar
til eftirlitsaðila til opinberrar
birtingar.
Þeir sem standa að tímarita-
útgáfu eiga ekki að skammast
sín fyrir það upplag sem tímarit-
in þeirra eru prentuð í og alls
ekki veita auglýsendum misvís-
andi upplýsingar um dreifingu.
Auglýsendurnir eru und-
irstaða tímaritamarkaðsins og
verða þeir að hafa réttar upplýs-
ingar í höndunum til þess að
geta tekið þá mikilvægu ákvörð-
un um hvar eigi að kaupa aug-
lýsingu. En skynsemin segir
mönnum að velja þann miðil sem
kemur fyrir augu flestra. Það
skilar árangri.
STEFÁN ÖRN ÞÓRISSON,
í stjórn Útgáfufélagsins
Ásberg ehf.
Er þörf á upplags-
eftirliti á Íslandi?
Frá Stefáni Erni Þórissyni:
Til lítils er að ljóða
um lög og stjórnarbót,
ef frelsisþráin finnst ei
í fólksins hjartarót...
Og hvað er menning manna
ef menntun vantar snót...
Var sungið hástöfum í húsakynn-
um Kvennaskólans á Blönduósi allt
fram yfir miðja síðustu öld,og leng-
ur heima í eldhúsum allmargra
bæja í sveitum þessa lands.
Þær voru nefnilega fjölmargar,
ungu stúlkurnar sem komu til
náms á Kvennaskólanum urðu
augnayndi ungu mannanna í hér-
aðinu og síðan lífsförunautar í far-
sælu hjónabandi langa ævi til
mannbætandi uppeldisáhrifa á end-
urnýjun kynslóðanna. Kvennaskól-
inn var stolt héraðsins og prýði
Blönduóss sem á þeim árum var
fámennt þorp byggt upp í kring
um verslun og þjónustu við blóm-
leg landbúnaðarhéruð nágrenn-
isins.
En á seinni hluta aldarinnar
breyttist þjóðfélagsgerðin ört úr
þessu rótgróna bændaþjóðfélagi í
fyrirvaralítinn sogkraft myndunar
óskipulegs borgríkis við Faxaflóa.
Án þess að á undan færi vitræn yf-
irvegun með framsýni á sambúð
við landið, samnýtingu mannauðs,
menningarverðmæta og þekkingar
margra alda reynslu við fjölbreytt
störf sjálfsþurftarbúskapar í marg-
þættu samfélagi, á þessu stórkost-
lega meistaraverki sköpunarinnar
sem eyjan okkar Ísland er.
„En nú er hún Snorrabúð stekk-
ur...“ Kvennaskólahúsið á Blöndu-
ósi hrörnar frá ári til árs og þar er
ekkert líf innan veggja.- Tex-
stílsetrið sem stofnað var, ráðinn
til starfsmaður og ætluð aðstaða í
húsinu hefur að sögn misst þann
starfskraft aftur til síns heima og
málið er í bið. Þetta er sorgleg
staðreynd ef rétt er því við þessa
gjörð til upphafs að lífi og starfi í
húsinu fögnuðu allir velunnarar
endurreisnar þessarar merku og
sögufrægu stofnunar sem Kvenna-
skólinn var og er í lífi þjóðar,
kvenfrelsis og jafnréttis.
Því á þeim árum fyrri alda sem
hann var stofnaður og reistur, var
menntun ekki ætluð konum.
Það er því ekki út í hött að ætla,
að nú í dag þegar þróunin hefur
sett konu í stól menntamálaráð-
herra að hún í ljósi sögunnar sýni
þakklætisvott stjórnvalda í því að
gera Kvennaskólann á Blönduósi
aftur að lifandi menningarsetri í
samvinnu og samráði við heima-
menn í héraði. Sem eiga í raun og
veru ekki nema 25% af eignarhlut í
þessari umgjörð sem húsið er, en
allt undir því komið til gagns og
sóma fyrir staðinn að þarna takist
vel til með endurreisn og hlutverk.
Ríkið á nefnilega 75% hlut í
þessu húsi. Þó stjórnvöld þar hafi
falið gleymskunni ábyrgðina sem
sjá má á ræfilslegum útgangi við-
halds og ígangsflíka niðursetnings-
ins við langvarandi sultarkjör.
– En gamla Kvennaskólafjósið
við hliðina á höfuðbólinu þarna á
árbakkanum, fékk fyrir tilverknað
kvenfélaga og kvenna í héraðinu,
nýtt hlutverk til geymslu á sýn-
ishornum af handverksgersemum
genginna kynslóða. Með nýrri og
vel gerðri viðbyggingu hefur Heim-
ilisiðnaðarsafnið síðan fengið um-
gjörð við hæfi og viðurkenningu
sem eitt með merkustu söfnum
landsins. Má þar með sanni sjá
hverju mikill vilji og góður ásetn-
ingur fær áorkað þó af litlum ver-
aldlegum auði sé að taka í upphafi.
Nú finnst mörgum einsýnt að
okkar ríka samfélag hljóti að finna
til nokkurs metnaðar, í ljósi sög-
unnar og með framtíðarsýn að
þarna beri menn gæfu til að
byggja upp hlið við hlið menning-
arsetur með lifandi rekstri.
Með samvinnu við Heimilisiðn-
aðarsafnið í næsta húsi má hugsa
sér marga opna möguleika og með
hliðsjón af vaxandi áhuga og vel-
gengi þess að gera söguna sýnilega
og lifandi í máli og myndum, mætti
ætla að þetta hús gæti þjónað
margra hagsmunum auk þess sem
söguskoðun og rannsóknir verða
vaxandi áhugamál.
Breytt þjóðfélagsgerð kallar
einnig hátt eftir nýjum leiðum til
að búa vel menntuðu ungu fólki
landsbyggðarinnar kjör og störf
við hæfi þar sem það vill gjarnan
búa áfram og taka þátt í framþró-
un að gefandi mannlífi blómlegra
byggða.
Það er því einróma áskorun allra
hollvina Kvennaskólans á Blöndu-
ósi, að stjórnvöld hristi af sér slen-
ið, taki málið fyrir nú strax á
haustdögum þegar þing kemur
saman og framkvæmi það sem
gera þarf til þess að uppbyggingu
verði flýtt svo sem verða má. Verk-
ið er mjög aðkallandi því með
hverju ári verða endurbætur meiri
og dýrari.
GUÐRÍÐUR B.
HELGADÓTTIR,
gamall nemandi
og hollvinur skólans.
Kvennaskólinn
á Blönduósi fyrr og nú
Frá Guðríði B. Helgadóttur:
MEÐFYLGJANDI mynd er af því
sem kallast má daglegt brauð á
þjóðvegi nr. 1. En hvar? Ja, von
er að spurt sé þegar þeir sem eiga
að vita eitthvað um málið virðast
ekki vilja vita af þessu horni
hringvegar landsins. Þetta er
grjóthrun í Þvottárskriðum og er
einkennandi fyrir Hvalnes- og
Þvottárskriður því að þar er um
að ræða mjög alvarlegt ekki bara
samgöngumál heldur öryggismál á
þjóðvegi allra landsmanna nr. 1.
Í umræðu um bættar sam-
göngur, styttingu á milli lands-
hluta og komandi kosningar virð-
ast fá atkvæði á suðausturhluta
landsins verða til þess að ekki er
minnst á það einu orði að hægt sé
að koma mjög hættulegum vega-
kafla í göng. Á þessum hluta er
Hvalnes með miklum sviptivindum
og Hvaldalur sem sendir vind-
strengi sem fletta bundnu slitlagi
af öllum veginum á kafla. Þetta
myndi líka stytta hringveginn um
kannski dýrmæta 14 km með
Lónsheiðargöngum.
Mér finnst algert sinnuleysi
hvað varðar umræðu um þennan
vegarkafla vera til algerar
skammar í ljósi þess að þarna þarf
að fara um 50 km leið bíll með
tönn flesta daga ársins til að halda
veginum færum og stundum þarf
að fara nokkrar ferðir á sólahring.
Þarna hrynur grjót í flestum veðr-
um og skemmdir hafa orðið um-
talsverðar bæði á vegavinnutækj-
um og almenningsfarartækjum.
Rúður brotna úr, bílar beyglast og
rispast og hjólbarðar eyðileggjast
á hvössu grjótinu. Rétt ár er síðan
úr veginum runnu hundruð eða
þúsundir rúmmetra af efni svo að
stórt skarð varð eftir. Enginn veit
hver verður þar á ferð næst þegar
það gerist svo að ekki sé minnst á
að einn steinn á stærð við fótbolta
í gegnum rúðu eða niður í gegnum
topp er banasprengja.
Það eina sem heyrst hefur er að
það eigi að sóa peningum í að
færa þessa skotskífu sem vegurinn
er til í hlíðinni sem er engin lausn
til framtíðar.
Ég kalla á umfjöllun um þennan
vegkafla og skora á samgöngu-
ráðherra að minnast á þetta mál í
áætlunum sínum og fræða lands-
menn um að hringvegurinn nái
hringinn.
Fleira mætti nefna á þessari
leið norður til Egilsstaða eins og
til dæmis nauðsynlega vegagerð í
Hamarsfirði og svo auðvitað
mestu samgöngubót sem til er á
hringveginum. Hér er átt við 60
km styttingu hans um Öxi og að
koma veginum um Skriðdal úr
hestakerrustaðli yfir í veg sem
samræmist kröfum sem gerðar
voru til vega á seinni hluta síðustu
aldar, svona rétt aðeins af því að
þetta er andlit okkar í vegamálum
fyrir erlenda ferðamenn sem
streyma með Norrænu til landsins
og fara auðvitað suður í nýja þjóð-
garðinn.
Með von um umfjöllun.
GARÐAR HÉÐINSSON,
Hrísbraut 11, Höfn, Hornafirði.
Grjóthrun á Suðurlandsvegi
Frá Garðari Héðinssyni:
Sunnudagsmorgunn, áður en vegagerðin hreinsar veginn.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is