Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 37

Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 37 MINNINGAR ✝ Kristjana Ragn-heiður Ágústs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. des- ember 1920. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hinn 23. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ágúst Jósepsson, vélstjóri frá Lamb- astöðum á Seltjarn- arnesi, f. 10. ágúst, 1888, d. 1. sept- ember 1967, og Herborg Anna Guðmundsdóttir frá Borgarfirði eystra, f. 7. októ- ber 1896, d. 10. október 1979, gift Sveini Sveinssyni frá Viðfirði. Þau bjuggu lengst í Neskaupstað. Systkini Kristjönu sammæðra eru Sveinn Sverrir Sveinsson, f. 1924, d. 2004, Arthúr Sveinsson, f. 1926, Kristín Inga Benediktsdóttir, f. 1927, Guðbjörg Sveinsdóttir Mer- cede, f. 1928, d. 2000, Guðmundur Björn Sveinsson, f. 1930, Már Sveinsson, f. 1933, María Sveins- dóttir, f. 1935, d. 1935, og Sveina María Sveinsdóttir, f. 1938. Systir Kristjönu samfeðra er Ásta, f. 1911, d. 1976. Fjögurra vikna gömul var Kristjana send með strandferðaskipi frá Reykjavík til Borgarfjarðar eystra, í fóstur hjá móðurforeldrum sínum, Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1867, d. 1937, og Guðmundi Björnssyni, f. 1865, d. 1962, bónda á Bakka og síðar í Bakkagerði. Þau fluttu til Reykja- víkur þegar hún var sjö ára göm- ul þar sem Kristjana lauk gagn- fræðaprófi frá Ingimarsskólanum. Fyrri maður Kristjönu var Ingvar V. Brynjólfsson, f. 1918, d. 2000, síðast búsettur í Hafn- Kristjana ýmsa tilfallandi vinnu í Reykjavík. Sumarið 1949 tók hún á leigu hótelið á Arngerðareyri þar sem hún rak gisti- og veit- ingasölu næstu fjögur sumur í samvinnu við Guðbrand Jörunds- son sérleyfishafa. Kristjana tók að sér veitingarekstur á Hótel Sól- vangi í Búðardal sumarið 1954 þar sem hún átti heima til ársins 2002. Kristjana var ráðskona í vinnuflokki Vegagerðar ríkisins sumurin 1956 til 1972, lengst af í afleysingum en í fullu starfi síð- ustu árin. Hún sá um uppbygg- ingu og rak söluskála Olís og Shell í Búðardal árin 1972 til 1986. Næstu árin vann hún ýmis tilfallandi störf í Búðardal. Kristjana tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og var sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu. Hún var formaður UMF Ólafs Pá 1956 til 1966, og í bygg- inganefnd Dalabúðar 1961 til 1966. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Þorgerðar Egils- dóttur 1960, sat fundi Sambands breiðfirskra kvenna frá 1961 og var formaður um árabil, var í or- lofsnefnd húsmæðra og formaður sóknarnefndar Hjarðarholtssafn- aðar, þar sem hún sá um upp- byggingu prestbústaðar í Búð- ardal. Kristjana var í skólaráði Húsmæðraskólans á Staðarfelli 1965 til 1976 og í nefnd sem ann- aðist eignavörslu skólans. Hún var í stjórn Sjálfstæðiskvenn- afélags Dalasýslu 1961 til 1990 og formaður um árabil, var í stjórn Landsambands Sjálfstæðiskvenna og sat landsfundi Sjálfstæð- isflokksins um fjörutíu ára skeið. Þá var hún fréttaritari Morg- unblaðsins í þrjátíu ár frá 1967. Síðustu fjögur árin átti Krist- jana heima á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund, þar sem hún undi hag sínum vel. Útför Kristjönu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. arfirði. Þau skildu. Kristjana giftist 26. febrúar 1956 Magnúsi Skóg Rögn- valdssyni, vegaverk- stjóra í Búðardal, f. 2. júní 1908, d. 9. september 1972. Fósturdóttir Krist- jönu er Ólöf Guð- björg Guðmunds- dóttir, f. 15. október 1939, gift Sigurði Söebech, f. 26. ágúst 1936, d. 22. júní 1981. Dætur þeirra eru Emelía Guðbjörg, Kristjana Ragnheiður, Sigurbjörg, Karolína Fabína, Sigríður og Þórarinna. Systurdóttir Kristjönu, Guðrún Kerbú Mercede, f. 1946, ólst upp hjá henni til sjö ára aldurs. Kjör- dóttir Kristjönu og Magnúsar er Elísabet Alvilda Magnúsdóttir bankastarfsmaður, f. 3. júní 1956, hún var gift Gretti Berki Guð- mundssyni. Börn þeirra eru Magnús Þór, f. 24. janúar 1973, d. 31. janúar 1979, og Íris Hrund, f. 22. júní 1978, sonur hennar er Magnús Þór Guðmundsson, f. 15. nóvember 2000. Sigurjóna Valdi- marsdóttir, f. 1949, ólst að veru- leg leyti upp hjá Kristjönu og Magnúsi frá sjö ára aldri. Hún er gift Kristjóni Sigurðssyni. Börn þeirra eru Sigríður Kristín, Magnús Skóg, Ragnheiður Salóme og Valdimar. Þórir Jónsson, f. 1961, ólst upp hjá Kristjönu frá sjö ára aldri. Hann er kvæntur Maríu Líndal Jóhannsdóttur. Börn þeirra eru Dalrós, Agnes og Birg- itta. Enn fremur var hjá henni fjöldi barna í lengri og skemmri tíma. Frá fjórtán ára aldri vann Í dag kveðjum við elskulega vin- konu og fóstru eiginmanns míns Þóris Jónssonar, Kristjönu Ragn- heiði Ágústsdóttur, sem lést á Þor- láksmessukvöld. Það var sumarið 1991 þegar Þór- ir bauð mér í ferðalag um Snæfells- nesið sem ég hitti Kristjönu fyrst. Það var ákveðið að koma við í Búð- ardal og heilsa upp á konurnar sem hann hafði svo oft talað um, en ég aldrei hitt, það voru þær Kristjana og Elísabet dóttir hennar, hálfsyst- ir Þóris. Þegar Þórir var 6 ára gamall missti hann móður sína, Þorgerði Guðjónsdóttur, góða vinkonu Krist- jönu sem hafði unnið hjá þeim hjón- um við matseld á árum áður. Þegar Þórir var 9 ára tók Kristjana hann í fóstur til 16 ára aldurs og reyndist hún honum sem móðir. Þegar í hlaðið á Miðbrautinni var komið stóð í dyragættinni hlýleg og elskuleg kona með opinn faðminn og tók á móti okkur og fyrir aftan hana stóð Beta. Þessi minning hverfur seint úr mínum huga. Ekki hvarflaði að mér þá að kynni okkar ættu eftir að verða svo góð sem raun bar vitni því fljótlega eftir þessa heimsókn fórum við Þór- ir að búa saman, trúlofuðum okkur og eignuðumst dóttur okkar, Dal- rós. Ég gleymi ekki fyrstu pásk- unum okkar með þeim mæðgum í Búðardal. Þar var allt til alls, búið að útvega barnarúm og kerru og allt tilbúið þegar við komum til þeirra. Allt gert svo að okkur liði sem best enda fannst okkur alltaf jafngott að koma í Búðardalinn. Þar fékk Dalrós sitt fyrsta páskaegg frá „ömmu“ Kristjönu og geymir hún málsháttinn sinn vel: „Sá einn veit sem reynir“. Beta frænka fór með Dalrós um alla sveit í heimsóknir og að kíkja í hesthúsin á hestana henn- ar Írisar, dóttur Betu. Fyrir svona litla stelpu var þetta toppurinn og enn er þessi tími ferskur í hennar minningu. Eftir að Agnes og Birgitta fædd- ust var lítið mál fyrir þær mæðgur að taka á móti 5 manna fjölskyldu inn á heimili Kristjönu. Alltaf var nóg pláss, búið að búa um alla og meira að segja barnarúm fyrir tví- burana. Margar eru minningarnar úr Búðardalnum. Beta að huga að garðinum á Miðbrautinni, ýmist að planta blómum eða trjám eða að færa þau til, stundum fórum við út fyrir garðinn með tré. Við fórum með rifsberjarunna yfir í lautina á móti og voru þeir orðnir stórir og fínir síðast þegar við vorum þarna. Eitt sinn tókum við okkur til og klipptum öll trén í garðinum alveg niður og þótti mörgum við djörf en þau uxu fljótt aftur og urðu fallegri fyrir vikið. Eins þegar Beta og Þór- ir máluðu húsþakið við ógleyman- legar aðstæður, ég var svo loft- hrædd og þóttist vera að passa börnin fyrir neðan en alltaf passaði Kristjana upp á að við fengjum nóg að borða, blessunin. Þetta er nú að- eins lítið brot af minningunum úr Dölunum. Eftir að Kristjana flutti á Grund var hún svo dugleg að vinna handa- vinnu, hún sýndi mér púðana sem hún saumaði út, kisurnar sem hún prjónaði og gaf hún Þóri fallegt veggteppi sem hún hafði „smirnað“ handa honum í 40 ára afmælisgjöf. Kristjana mín, þessi ár sem ég hef þekkt þig hafa verið fljót að líða og hefði ég gjarnan viljað kynnast þér miklu fyrr. En þessi tími hefur verið mér mjög lærdómsríkur og sýndir þú mér hve auðvelt er að láta sér þykja vænt um aðra. Þú hafðir svo mikið að gefa öðrum sem ekki voru eins lánsamir í lífinu. Þú hugsaðir alltaf svo vel um Þóri sem verður þér ævinlega þakklátur fyr- ir. Þú hefur alltaf reynst okkur fjöl- skyldunni mjög vel. Ég vil þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú hefur gert fyrir okkar fjölskyldu. Beta og Íris, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og sendum við fjöl- skyldan ykkur innilegar samúðar- kveðjur. María Líndal Jóhannsdóttir. Við þökkum allar góðu stundirn- ar sem við fengum að eiga saman. Þú kvaddir okkur alltaf í símanum með þessum orðum, Guð geymi þig. Sendum við þér þau núna þúsund- falt til baka. Við vitum að þú færð nú að hitta Magnús bróður minn, og Magnús afa minn. Þú varst svo stór hluti af mínum uppvaxtarárum amma mín, við brölluðum svo margt tvær saman heima í Búðardal. Ég er svo stolt af því að eiga þessa ömmu. Það er sárt að kveðja en að lokum vil ég þakka þér fyrir allt. Við munum aldrei gleyma þér, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Íris og Magnús Þór. Vinkona mín og samferðakona, Kristjana R. Ágústsdóttir, hefur yf- irgefið þessa jarðvist, er komin handan tíma og rúms, afklæddist jarðarfötum sínum, sveif móti birtu og yl, laus og frjáls. Við þessi umskipti er mér þakk- læti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa átt svo lengi samfylgd með Sjönu vinkonu minni, bæði í gleði og sorg. Tvær konur í Búðardal á bjartri sumarnótt eða í skammdeg- ismyrkri, við leik og störf, og það sem þeim fór í milli verður einka- mál þeirra. Gáskinn og gleðin voru aldrei langt undan þegar Kristjana var annars vegar – þannig var hún bara. Persónuleiki hennar bar með sér reisn og tignarblæ, sem ekki fór fram hjá neinum. Hún var skemmtilega ákveðin og fylgin sér ef hún ætlaði sér eitthvað og lét sig flest varða sem til betri vegar mátti búa að í samfélagi hennar. Þannig var hennar stóra hjarta, hún var mikil örlagadís í lífi mínu og ann- arra. Ég þakka sérstaklega allar heim- sóknir hennar og Magnúsar til for- eldra minna að Kvennabrekku, þær voru systkinum mínum og mér óborganlegar, gerðu okkur kleift að stinga af til leiks. Ég þakka fyrir hönd móður minnar og systkina þann stóra þátt sem hún var í lífi okkar allra. Við sem erum áfram í jarðlífinu, tökumst óhrædd á við það sem að steðjar, verum glaðbeitt og ákveð- in, stöndum saman, það er styrkur að því. Vilborg Eggertsdóttir. Skörungur, stórhuga valkyrja, velgjörðarkona. Þessi orð koma upp í hugann þegar við kveðjum Krist- jönu í Búðardal en ekki síst var hún vinur okkar. Það er erfitt að finna eitt heiti á þessa stórbrotnu konu. Ljúfar endurminningar mínar, allt frá barnæsku, tengjast henni. Vegavinna í hjólaskúrunum í berja- bláum hlíðum Dalanna, ótal heim- sóknir í Búðardal til Sjönu og Magnúsar, þar sem „nammidraum- ar“ mínir urðu að veruleika, þegar við Beta máttum velja okkur sæl- gæti í sjoppunni þeirra Magnúsar og Sjönu. Í minningunni er Búð- ardalur virkilegur „nammidalur“. Þegar ég hugsa til baka, þá sé ég að gestrisni Kristjönu og Magnúsar voru engin takmörk sett. Aldrei vissi ég hversu margir voru gest- komendur á heimili þeirra þegar ég dvaldi hjá þeim í Búðardal eða hversu margir voru heimilisfastir. Það voru bara allir velkomnir. Mér finnst eins og ég hafi á þessum tíma alltaf verið í laxaveislu í eldhúsinu hjá þeim, þegar einn var búinn að borða þá kom næsti í sætið, alltaf nóg til. Og svo líður tíminn, Krist- jana kemur með Gullfossi til Ed- inborgar og hvað annað dettur henni í hug en að fylla matarkistur okkar Ella af alls kyns kræsingum og kruðeríi. Og enn líður tíminn og við Elli erum komin með fjölskyldu. Elli ferðast um allt landið vegna vinnu sinnar og hvergi betri við- urgjörning og atlæti að fá en hjá Kristjönu í Búðardal. Þar standa alltaf allar dyr opnar. Við njótum enn og aftur gestrisni hennar ár eftir ár þegar við litla fjölskyldan með strákana okkar fáum afnot af sælureit hennar í Miðskógum, í landi Kvennabrekku. Nú hefur hún kvatt, þessi Dala- höfðingi okkar, öðlingur sem vildi allt fyrir okkur gera. Því gleymum við aldrei og þökkum henni af al- hug. Við vottum Betu og fjölskyldu samúð okkar. Ásta, Erlendur og fjölskylda. Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÚLÍANA GUÐMUNDSDÓTTIR ASPELUND, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stigahlíð 16, Reykjavík, lést að kvöldi þriðjudagsins 26. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00. Axel Aspelund, Linda L. Deam, Edda Aspelund, Þorsteinn Sörlason, Sigrún Aspelund, Hrafnkell Helgason, Erna Aspelund, Elín Aspelund, Þorkell Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni laugardagsins 23. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ásgeir J. Guðmundsson, Sigmundur Ásgeirsson, Kristín Ottesen, Guðmundur Ásgeirsson, Helga Ólafsdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Gíslason, Ásgeir J. Ásgeirsson, Berglind Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, systir, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, HILDUR ÞORBJARNARDÓTTIR frá Geitaskarði, lést að morgni aðfangadags á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Agnar Tryggvason, Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Anna Agnarsdóttir, Björn Agnarsson, Sigríður Agnarsdóttir, Páll Tómasson, Tryggvi Agnarsson Guðrún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.