Morgunblaðið - 02.01.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 02.01.2007, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna S. Ingólfs-dóttir fæddist á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði, 16. sept- ember 1917 og ólst upp á heimili for- eldra sinna á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Eyj- ólfsson, f. 8.10. 1877, d. 4.9. 1938, og Elín Salína Sigfús- dóttir, f. 10.11. 1889, d. 26.7. 1934. Anna var elst í tíu systkina hópi. Hin eru: Örn Ingólfsson, f. 1.2. 1919; Guðrún Ingólfsdóttir, f. 15.6. 1920; Úlfur Ingólfsson, f. 24.2. 1922; Sigurbjörg Ingólfs- dóttir, f. 7.10. 1923, d. 23.2. 1925; Ingvi Ingólfsson, f. 11.11. 1924; Aðalbjörg S. Ingólfsdóttir, f. 11.11. 1924; Sesselja Ingólfsdóttir, f. 21.12. 1925; Salvör Stefanía Ing- ólfsdóttir, f. 17.9. 1927; og Arnþór Ingólfsson, f. 15.2. 1933. Þau Úlf- ur, Aðalbjörg, Sess- elja og Arnþór eru eftirlifandi af systk- inunum. Hinn 14. október 1950 giftist Anna eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hjörleifi Guðnasyni afgreiðslumanni í Reykjavík, f. 31.8. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét, f. 22.12. 1950, gift Ei- ríki Ólafssyni. 2) El- ín, f. 4.1. 1952, gift Sumarliða Að- alsteinssyni. 3) Guðni, f. 17.5. 1953, sambýliskona Sigríður Mar- grét Vigfúsdóttir. 4) Ingólfur, f. 13.3. 1958, kvæntur Steinunni Jónsdóttur. Barnabörn Önnu og Hjörleifs eru tíu og fimm barna- barnabörn. Auk húsmóðurstarfa vann Anna allan sinn starfsferil sem sauma- kona á Akureyri og í Reykjavík. Útför Önnu var gerð frá Digra- neskirkju hinn 4. júlí, í kyrrþey að ósk hennar. Anna Sigríður Ingólfsdóttir, mág- kona mín, er látin. Fregnin um and- lát hennar kom ekki á óvart, enda hafði hún átt við langvarandi veik- indi að stríða. Anna var Austfirðingur að ætt, fædd og uppalin austur á Vopnafirði, í þeirri fögru sveit, sem hún unni svo mjög og leitaði hugurinn oft í „aust- urátt“. Eftir lát föður síns árið 1938 fluttist Anna ásamt níu systkinum sínum til vina og vandamanna. Fljót- lega fluttist Anna svo til Akureyrar og vann þar á saumastofu, en einnig var hún um tíma í kaupavinnu á Möðruvöllum í Eyjafirði. Árið 1947, þá þrítug að aldri, fluttist hún svo til Reykjavíkur og fór að vinna hjá fyr- irtækinu „Andrés Andrésson“ við saumaskap, en á þeim tíma var það fyrirtæki í fararbroddi í framleiðslu tilbúins fatnaðar. Anna vann alla sína tíð við saumaskap enda afbragðs saumakona og var hún ætíð eftirsótt- ur starfskraftur á því sviði. Hún var sívinnandi og vann oft mikla auka- vinnu við saumaskap heima hjá sér. Anna var heilsteypt kona og lét skoðanir sínar óspart í ljós og fylgdi þeim eftir, oft af festu og ákveðni. Hún unni heimahögum sínum og taldi Vopnafjörðinn fegurstan sveita. Þangað leitaði hugurinn oft og hún heimsótti oft æskuslóðir sínar. Hún leitaðist við að treysta fjölskyldu- böndin sem mest og stóð fyrir ætt- armótum austur á Vopnafirði. Minn- isstæð eru einnig fjölskylduboðin í Álfheimunum á jóladag. Þau Anna og Hjörleifur bjuggu lengst af í Álfheimum 56, en þegar börnin voru farin að heiman og hún fór að eiga erfitt með að ganga alla stigana upp á 4. hæð fluttu þau Anna og Hjörleifur í Gullsmárann í Kópa- vogi þar sem þau festu sér fallega íbúð á 12. hæð með stórkostlegu út- sýni yfir Kópavoginn. Þar undu þau hag sínum vel. Því miður tók heilsunni fljótlega að hraka eftir að þau fluttu í Gull- smárann og Anna þurfti oft að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum og hvíld- arheimilum. Hjörleifur var Önnu ætíð mikil stoð þessi síðustu ár og sá að mestu um heimilið. Á hverjum sunnudegi var „opið hús“ í Gullsmár- anum og boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma. Þar gat maður gengið að því vísu að hitta fjölskylduna alla samankomna. Þessi kaffiboð voru mjög í anda Önnu og ég þykist vita að Hjörleifur haldi þessum sið áfram. Ég kveð góða og heilsteypta konu og votta Hjörleifi og fjölskyldunni allri samúð okkar hjóna. Daníel Guðnason. Anna S. Ingólfsdóttir Á stystum degi, þann 21. desember s.l., kvaddi Hrönn Torfadóttir þennan heim eftir erfiðan kafla síðasta spölinn. Þar með er gengin ein af þeim manneskjum sem markað hafa spor í samtíð sína og þau djúp. Síðustu 50 árin hafa verið mikil breytingaár í sögu Kefla- víkur – hvar sem á er litið – í raun hefur þar orðið bylting á öllum svið- um mannlífs. Samfélagið hefur breyst úr smáu þorpi í stóran bæ Hrönn Torfadóttir ✝ Hrönn Torfa-dóttir fæddist í Hafnarfirði 12. des- ember 1929. Hún lést 21. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 29. desem- ber. þar sem atvinnuhætt- ir, menning og lífsgildi hafa tekið stakka- skiptum. Þegar fjallað er um sögu þessa tímabils er nöfnum karla gjarna haldið á lofti sem hinna miklu brautryðjenda. Skal sannarlega ekki lítið úr verkum þeirra gert en hlutur kvenna í mótun samfélagsins hefur ekki verið síðri. Og þar má segja að Hrönn hafa verið fremst meðal jafningja. Í raun má telja hana ofurkonu. Börn hennar og Óskars urðu sjö talsins. Mætti segja að ærinn starfi og rúmlega það væri sjómannskonu að ala önn fyrir slíkum barnaskara. Fórst Hrönn það einstaklega vel úr hendi, enda leit hún ávallt á fjölskylduna sem auðlind sína. Ekki reyndist hún síðri sem amma þegar barnabörn fóru að koma í heiminn – ofan á allt annað munaði Hrönn ekki um að skutla göllum af heilu íþróttaliði í þvott eða gefa á garðann. Mætti ætla að nú væri nóg komið af störf- um fyrir eina manneskju. En Hrönn Torfadóttir lét sér þessi miklu störf ekki nægja. Hún gerðist útgerðar- stjóri í fyrirtæki þeirra hjóna og þegar vantaði bílstjóra á vörubílinn skellti mín sér í meiraprófið. Skal því engan furða að Hrönn teljist til ofurkvenna en öllu þessu til viðbótar lét hún vel til sín taka í félagsmál- um. Framsóknarflokkurinn naut sannarlega góðs af óbilandi kröftum Hrannar Torfadóttur. Samfélags- mál skiptu hana líka miklu. Ótrúlegu æviverki mikillar konu er lokið. Hún er gengin til nýrra verka og lætur örugglega vel til sín taka. Um leið og ég votta Óskari og fjölskyldu þeirra allri dýpstu hlut- tekningu vil ég fyrir hönd Fram- sóknarflokksins þakka Hrönn Torfadóttur samstarfið. Blessuð sé minning hennar. Hjálmar Árnason. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Útför PÁLMA ERLENDAR VILHELMSSONAR, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. janúar kl. 15.00. Lárus Þór Pálmason, Dana Jóhannsdóttir, Ásdís Vilhelmsdóttir, Baldur Vilhelmsson, Ólafía Salvarsdóttir, Leifur Vilhelmsson, Sæunn Eiríksdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, lést að morgni aðfangadags. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.00. Auður Hjaltadóttir, Skúli Hjaltason, Dagbjört Hjaltadóttir, Berglind Kristjánsdóttir, Trausti Kristjánsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, NÍNA G. HJALTADÓTTIR, Neðstutröð 6, Kópavogi, er látin. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hjalti E. Hafsteinsson, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason, Pálmi G. Hjaltason. ✝ Okkar ástkæri, INDRIÐI GUÐMUNDSSON klæðskeri, lést laugardaginn 30. desember sl. Bryndís Marteinsdóttir, Íris Indriðadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Per Olsen, Sigurður Guðmundsson, Sigríður Sverrisdóttir, Freygerður Guðmundsdóttir Vífill Sigurðsson, Sif Guðmundsdóttir, Steen Norberg Larsen, Guðný Nanna Guðmundsdóttir, Haraldur G. Magnússon, Dagmar Róbertsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir og amma, SIGRÚN J. JÓHANNSDÓTTIR, Mávahlíð 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 29. desember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 15:00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karítas, sími 551 5606 milli kl. 9 og 10. Sigurður J. Stefánsson, Jóhann Kristján Kristjánsson, Anna B. Gunnarsdóttir, Ingólfur Davíð Sigurðsson, Rósa Árnadóttir, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEINDÓR ÁRNASON, Bárustíg 6, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 29. desember. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugardaginn 6. janúar kl. 11.00. Bára Magnúsdóttir, Magnús Steindórsson, Bergey Edda Eiríksdóttir, Stefán Þór Steindórsson, Þórhildur Rafns Jónsdóttir, og barnabörn. ✝ Móðir okkar, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hjöllum í Skötufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 29. desember. Kristján Jónsson, Björn Indriðason, Einar Bragi Indriðason, Aðalheiður Björk Indriðadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.