Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 41

Morgunblaðið - 02.01.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 41 menning Útsalan hefst í dag v/Laugalæk • sími 553 3755 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS græn tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Christopher Warren-Green Einsöngvari ::: Þóra Einarsdóttir MIÐVIKUDAGINN 3. JANÚAR KL. 19.30 LAUS SÆTI Vínartónlist eftir Johann Strauss yngri, Johann Strauss eldri, Carl Millöcker og Richard Heuberger Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru í huga margra jafn ómissandi hluti af því að fagna nýju ári og flugeldar og brennur. Líklega verður uppselt á Vínartónleika venju samkvæmt og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma á www.sinfonia.is tónleikar utan raða í háskólabíói FIMMTUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 LAUS SÆTI FÖSTUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 6. JANÚAR KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Vínartónleikar Sjónvarpskon-an Oprah Winfrey er að undirbúa sig und- ir að opna 40 milljóna dollara skóla sem hún lét byggja í Suður- Afríku. Þetta er leið- togaskóli fyrir stúlkur í bænum Henly-on-Klips. Opnunin verður í þessari fyrstu viku ársins og auk Winfrey er sagt að stórstjörnurnar John Travolta, Stevie Wonder, Nel- son Mandela og Angelina Jolie mæti á staðinn. Winfrey, sem valdi sjálf þær 152 tólf og þrettán ára stelpur sem fá skólavist (af meira en 3500 sem sóttu um), segir að námsmenn eigi rétt á að hafa fallegt í kringum sig því feg- urð veiti innblástur, en skólahúsið sem Winfrey lét byggja þykir mjög glæsilegt. Hún sjálf valdi skólabún- ingana sem stúlkurnar munu klæð- ast. Hún prófaði einnig rúmin til að vera viss um að þau væru þægileg og lét bygga sérstaklega stóra fata- skápa. Skólinn inniheldur einnig jógasal, snyrtistofu og inni- og úti- leikhús. „Ég vil að þetta verði þeim heið- ursstaður vegna þess að við þessar stúlkur hefur aldrei verið komið fram af góðmennsku. Þeim hefur aldrei verið sagt hversu fallegar þær eru,“ sagði Winfrey. Gagnrýnis- raddir hafa heyrst sem segja að Winfrey ætti frekar að beina sjónum sínum að uppbyggingu menntunar í Bandaríkjunum. Hún lætur þær raddir sem vind um eyru þjóta og segir að hún hafi verið hrærð af löngun barna í Suður-Afríku til að læra og viljað hjálpa þeim til þess. Winfrey, sem var fimm ár að skapa leiðtogaskólann, segir að börn í Bandaríkjunum séu svo vanþakklát og vilji bara veraldlega hluti á með- an börnin í Suður-Afríku sækist ekki eftir peningum eða leikföngum held- ur skólabúningum svo þau geti farið í skóla.    Fólk folk@mbl.is NÝR jóladiskur er kominn út þar sem Katla Björk Rannversdóttir sópransöngkona syngur við undir- leik Pavel Manasek á orgel og píanó. Bæði hafa komið víða við á tónlistar- sviðinu, Katla Björk hefur sung- ið með kórum og sem einsöngvari á tónleikum og við kirkjulegar at- hafnir og Pavel Manasek hefur starfað sem undirleikari, stjórnandi og kórstjóri við góðan orðstír auk þess að koma fram sem einleikari á fjölda tónleika. Saman mynda þau góða heild á geisladisknum og ná fram útkomu sem stendur fyllilega undir sér hvað spilamennsku, söng, samspil og stemningu snertir. Efnisvalið er nokkuð fjölbreytt, kunnugleg lög eins og „Jólafriður“ eftir Mendelson við texta Ingólfs Jónssonar og „Ave Maria“ eftir Schubert í bland við önnur ekki eins kunnugleg eins og „Vertu, guð faðir, faðir minn“ eftir Jón Leifs við texta Hallgríms Péturssonar og „Pie Jesu“ eftir Andrew Lloyd Webber, sem er sérlega fallegt lag þar sem Katla Björk nýtur fulltingis Dómkórsins í mjög vel heppnuðum samsöng. Allir textar á Jólafriði eru trúar- legs eðlis en Katla Björk nær að skila lögunum frá sér af sannfæringu í ljúfri tilbeiðslu sem skapar hátíð- legan blæ og gerir geisladiskinn vel til þess fallinn að hafa á fóninum um hátíðarnar. Katla Björk hefur bjarta rödd og hljómfagra og vel má merkja hve hún nýtur þess að syngja, sem er einn helsti kostur disksins. Í sumum lögum mætti hún þó gæta betur að framburði, sem á til týnast í áhersl- unni á annars mjög góða raddbeit- ingu. Sigurður Rúnar Jónsson stendur vel að verki við upptökurnar, sem hljóma vel. Hljómblöndunin ein- kennist af jafnvægi, þannig að allt fær að njóta sín, kórsöngur, með- leikur og einsöngur, án þess að eitt skyggi á annað. Í heildina er Jólafriður ágætur diskur, bjartur og hátíðlegur og hið besta framtak. Þar sem um ansi auð- ugan garð er að gresja á þessum vettvangi verður þó að koma í ljós hvort hann festi sig í sessi sem sígild jólaplata. En hver veit? Hátíðleiki og sönggleði TÓNLIST Geisladiskur Katla Björk Rannversdóttir, sópran, syngur íslensk og erlend jólalög. Pavel Manasek leikur á orgel og píanó. Bak- raddir syngja félagar úr Dómkórnum. Upptökur fóru fram í Fella- og Hólakirkju, 28. október, 4. og 5. nóvember 2005 og í Digraneskirkju 1. apríl 2006. Hljóðritun: Stúdíó Stemma. Upptökustjórn: Sigurður Rúnar Jónsson. Katla Björk Rannvers- dóttir gefur út Jólafriður – Katla Björk Rannversdóttir og Pavel Manasek Ólöf Helga Einarsdóttir SúpermódeliðNiki Taylor hefur nú gifst NASCAR-öku- manninum Bur- ney Lamar eftir fjögurra mánaða trúlofun. Umkringd um sextíu gestum gengu Taylor og Lamar upp að alt- arinu milli jóla og nýárs á Grande Colonia-hótelinu í La Jolla í Kali- forníu. Brúðurin var klædd Vera Wang-kjól ásamt eldri systur sinni, Joelle Bolline, sem var brúðarmey, og frænka Taylor var blómastúlka. Í staðinn fyrir brúðargjafir báðu Lamar og Taylor brúðkaupsgesti að gefa peningana heldur til Victory Junction Gang Camp, sem eru búðir fyrir mjög veik börn í Norður- Karólínu. Taylor, sem er 31 árs , sagði í við- tali í júlí að hún vildi finna rétta manninn en hún væri ekki að flýta sér. Fyrir á Taylor ellefu ára tvíbura, Jake og Hunter Martinez, en hún var gift fótboltamanninum Matt Mart- inez í þrjú ár. Þau skildu árið 1996. LAUGARDALSHÖLL fylltist af glöðu fólki á laugar- dagskvöldið þegar Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur héldu sína aðra tónleika þar. Sálin og Gospel leiddu fyrst saman hesta sína þann 15. september 2006 og var gefinn út geisla- og dvd diskur með þeim tónleikum. Í tilefni af því var ákveðið að halda aðra tónleika rétt fyrir áramót og var gerður góður rómur að þeim að sögn viðstaddra. Morgunblaðið/Golli Fólk Anna Rós Jensdóttir og Einar Viðarsson. Gaman Hjördís Guðmundsdóttir og Ómar Karl Jóhannesson. Sálin og Gospel slógu í gegn aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.