Morgunblaðið - 05.01.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Loftvarnaræfing í kvöld.
Minnum á loftvarnarbyrgið
í kjallara okkar í Lands-
bankahúsinu Austurstræti.
VIRKJUM KRAFT
K V E N N A
8:00 Morgunverður og skráning
8:30 Setning Jón Sigurðsson,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
8:45 Leiðtoginn Svafa Grönfeldt,
nýr rektor HR
9:05 Konur sem Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri
stjórnendur fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf.
– umræður Hafdís Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Lauga Spa
Hrönn Greipsdóttir,
hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu
Steinunn Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri Glitnis í London
9:50 Kaffi
10:20 Skyldur og ábyrgð Lilja Dóra Halldórsdóttir,
stjórnarmanna í hlutafélögum lögfræðingur, MBA, aðjúnkt við viðskiptadeild HR
10:40 Konur og stjórnarseta Hildur Petersen,
stjórnarformaður SPRON og ÁTVR
10:50 Val í stjórnir Benedikt Jóhannesson,
– umræður framkvæmdastjóri Heims hf.
Jafet S. Ólafsson,
stjórnarmaður VBS fjárfestingabanka hf.
Þorkell Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR
11:35 Samantekt námsstefnustjóra
Námsstefnustjóri er Þóranna Jónsdóttir
framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor.
Þátttökugjald kr. 2.500 með morgunverði og kaffi.
Skráning á vef Samtaka atvinnulífsins – www.sa.is
Fimmtudaginn 11. janúar 2007 kl. 8:00-12:00
Námsstefna á Hótel Nordica um konur og stjórnun fyrirtækja
�
��
�
��
�
��
��
�
��
�
�
� ��
�
�
�
�
�
%
+,
! - ! .! +, /. 0
-/ 1
!"
#
$ ## %
"&
' #
() # * +, -
. /+' #
& -' #, -
0
0 "
1 2$3 4"54'
6
! "
# )7
" +
8 - (-+
8 -
9:
5
;0<$
=>
=>+++ 3 %3
? %3
$ "% &'
14 * +13 -
()*+
($ -
( 35
,
(- 2
3#
- +
='3@#- +A
. 1
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
?3# @#B
=(C
+ "5%-
3#
2
2
2
2
2
1@3
3# 3
9 - D
1E
F
F
"=1)
G<
F
F
HH
;0<1 ##
F
F
;0<.
%
9##
F
F
8H)< GIJ
F
F
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
STÆRSTI banki heims, Citygroup
mælir með kaupum á bréfum Kaup-
þings banka í nýju verðmati sínu en
þetta er í fyrsta sinn sem Citygroup
birtir greiningu á íslenskum banka.
Sérfræðingar Citygroup telja virði
Kaupþings banka vera á bilinu eitt
þúsund til 1.036 krónur á hlut, allt
eftir því hvað matsaðferðum sé beitt
en gengi bréfa Kaupþings var 841
króna á hlut (2. janúar) þegar matið
var gert eða um fimmtungi lægra.
Skörp hækkun
Gengi bréfa Kaupþings banka
hækkaði skarpt í Kauphöll Íslands
eftir að verðmat Citygroup birtist
eða um meira en 3% og svipað gilti
raunar einnig um gengi bréfa
Landsbankans. Greiningardeild
Glitnis taldi hækkun á gengi bréfa
Landsbankans vera vísbendingu um
að fjárfestar teldu líkur á að erlend-
ir greinendur væru jákvæðari í garð
íslensku bankanna en menn höfðu
áður talið.
Að mati sérfræðinga Citygroup
eru bréf Kaupþings banka um 15–
20% ódýrari en bréf í flestum
öðrum norrænum bönkum þegar
miðað sé við væntan hagnað þessa
árs og ársins 2008. Þá séu vaxt-
arhorfur hjá Kaupþingi banka mun
meiri, frumkvöðlaandi einkenni
stjórnendurna sem einnig eigi um-
talsverðan hlut í bankanum og
hlutabréfaáhætta Kaupþings banka
sé nú að verða vel þekkt stærð.
Citygroup dregur ekki dul á að
meiri áhætta felist í því að fjárfesta
í Kaupþingi banka en mörgum öðr-
um norrænum bönkum, m.a. vegna
sess hve háður hann sé lánamörk-
uðum um fjármögnun og eins því
hversu þungt gengishagnaður hafi
vegið í afkomunni og eins hafi
sveiflur einkennt gengi bréfa bank-
ans.
Í niðurstöðum sérfræðinga City-
group er bent á að starfsemi og
tekjumyndun Kaupþings banka sé
orðin mjög dreifð samfara miklum
vexti á liðnum árum, einkum í
Skandinavíu, Bretlandi og Lúxem-
borg og reiknað sé með að tekjur af
erlendri starfsemi verði um 70% af
heildartekjum á þessu ári.
Citygroup mælir með
kaupum í Kaupþingi
Í HNOTSKURN
» Greining Citygroup áKaupþingi banka er afar
ýtarleg og telur skýrsla City-
group 72 blaðsíður.
» Fastlega má gera ráð fyr-ir að mat Citygroup á
Kaupþingi banka muni auka
áhuga erlendra fjárfesta á
hlutabréfum bankans.
» Von er á fleiri skýrslumfrá stórum erlendum fjár-
málafyrirtækjum á næstu vik-
um og mánuðum um Kaupþing
banka, meðal annars frá
Morgan Stanley.
BAUGUR hefur endurskipulagt og
endurfjármagnað bresku skart-
gripakeðjuna Goldsmiths, að því er
segir í frétt á fréttaveitu Telegraph.
Baugur keypti Goldsmiths árið 2004
fyrir 110 milljónir punda, jafngildi 15
milljarða króna, en í fréttinni segir
að Baugur hafi auk þess sett 28 millj-
ónir punda í rekstur keðjunnar eða
sem svarar 3,8 milljörðum króna. Þá
hafi 34 milljóna punda láni verið
breytt í forgangshlutabréf.
Haft er eftir framkvæmdastjóra
Goldsmiths, Jurek Piasecki, í frétt
Telegraph að jólasalan hafi gengið
mjög vel á síðasta ári. Tap hefur hins
vegar verið á rekstri Goldsmiths en
smásala í skartgripum hefur átt erf-
itt uppdráttar undanfarið, m.a.
vegna hækkandi verðs á gulli og
minnkandi eftirspurnar.
Baugur
endurfjár-
magnar
Goldsmiths
HALLI á vöruskiptum á síðasta ári
nam um 134 milljörðum króna og hef-
ur hallinn aldrei verið meiri eða um
12% af vergri landsframleiðslu. Árið
2005 var halli á vöruskiptum 94,5
milljarðar króna sem þýðir að aukn-
ingin milli ára er um 13%, leiðrétt fyr-
ir gengisáhrifum. Árið 2004 nam hall-
inn hins vegar 33,9 milljörðum króna.
9 milljarða halli í desember
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar var útflutningur í des-
ember 19 milljarðar en innflutningur
28 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður var
því óhagstæður um 9 milljarða sam-
anborið við 13,5 milljarða í nóvember
sl.. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyr-
ir desember árið 2005 var vöruskipta-
jöfnuður óhagstæður um 9,4 milljarða
króna.
Methalli á vöruskiptum á síðasta ári