Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
þriðjudagur 20. 2. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
„Guð, ef þetta er rétti tíminn – þá set ég þetta pútt ofaní“ >> 2
HANNES ÓSTÖÐVANDI
HANNES JÓN JÓNSSON ÁTTI ENN EINN STÓRLEIKINN
MEÐ ELVERUM Í NORSKU ÚRVALSDEILDINNI » 2
Á STÓRU myndinni sést
Brynjar Björn Gunnarsson
skora jöfnunarmark Reading
gegn Manchester United í
bikarviðureign á Old Traf-
ford á laugardaginn með
skalla, 1:1. Þá má sjá hann
fagna markinu á myndinni
hér fyrir ofan, er knötturinn
er í netinu. Á myndinni til
hliðar fagnar Ívar Ingimars-
son og félagar Brynjari Birni.
Liðin þurfa að leika á ný í
Reading og sigurvegarinn úr
þeirri viðureign mætir Middl-
esbrough eða WBA í 8-liða úr-
slitum á útivelli.
Frá því Rússinn Roman Abramovich
keypti Chelsea fyrir fjórum árum þá
hefur hann tapað um 500 milljónum
punda á félaginu, eða sem nemur um
65 milljörðum króna. Á síðasta starfs-
ári var minnsta tapið á rekstri
Chelsea síðan Abramovich settist við
stjórnvölinn.
„Á síðasta ári voru teknar nokkrar
sársaukafullar en nauðsynlegar
ákvarðanir til þess að skera niður
kostnað. Reikningarnir sem nú hafa
verið lagðir fram sýna að þær aðgerð-
ir hafa skilað árangri og ég tel að við
eigum eftir að sjá enn betri árangur á
því starfsári sem nú stendur yfir,“
segir Kenyon sem bendir á að nýr
samningur Chelsea við sportvöru-
framleiðandann Adidas færi félaginu
auknar tekjur miðað við fyrri samn-
ing við annan íþróttavöruframleið-
anda. Þá sé nýlegur samningur við
raftækjafyrirtækið Samsung til mik-
illa bóta frá fyrri samningi félagsins
um auglýsingar á keppnisbúningnum.
Þá hefur Chelsea sótt inn á bún-
ingamarkaðinn í Bandaríkjunum og
Asíu. Þaðan vænta menn töluverðra
tekna á næstu árum.
Chelsea hefur einnig dregið úr
kaupum á leikmönnum og stóðst al-
veg þá freistingu að kaupa leikmann í
janúar sl. þegar leikmannamarkaður-
inn var opinn.
Tíu milljarða tap
hjá Chelsea
ENSKA knattspyrnufélagið Chelsea tilkynnti í gær að það hafi verið rekið
með 80,2 milljóna punda tapi, jafnvirði rúmlega 10,4 milljarða króna, á síð-
asta starfsári, frá 1. júlí 2005 til 30. júní á síðasta ári. Þetta er 60 milljónum
punda lægra tap en árið á undan. „Þessar tölur sýna að við erum á réttri
leið í rekstrinum,“ sagði Peter Kenyon, forstjóri Chelsea-samsteypunnar,
sem lét þess jafnframt getið að kostnaður hafi verið lækkaður um 42,9%
hjá félaginu á milli starfsára, þar af lækkaði launakostnaður um tvo af
hundraði. Stefnt er að því að rekstur Chelsea verði kominn í jafnvægi leik-
tíðina 2009 til 2010.
AP
Mark
Brynjar fékk/B2
Bikardráttur/B2
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 228
Staksteinar 51 Umræðan 28/32
Veður 51 Bréf 32
Alþingi 10 Minningar 33/37
Úr verinu 14 Brids 39
Viðskipti 15 Skák 340
Erlent 16/17 Menning 41
Menning 18 Leikhús 42
Akureyri 19 Myndasögur 44
Suðurnes 19 Bíó 46/49
Austurland 20 Staður og stund 46
Landið 20 Víkverji 48
Daglegt líf 21/25 Velvakandi 48
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Fuglastofnum stafar ekki bráð
hætta af olíumengun sem vart hefur
orðið í fiðri fugla á Suðurnesjum, að
mati Umhverfisstofnunar. For-
stöðumaður Náttúrustofu Reykja-
ness segir alltaf alvarlegt þegar
fuglar lendi í olíu en tekur undir það
að afleiðingarnar séu ekki alvar-
legar. » Forsíða
Lækningaforstjóri Landspítala –
háskólasjúkrahúss, Jóhannes M.
Gunnarsson, segir að verulegt óhag-
ræði hljótist af því að hafa sjúkra-
skrár á sjúkrahúsinu í tvenns konar
formi, það er rafrænu og papp-
írsformi. Þess vegna sé mjög brýnt
að ljúka við að innleiða rafræna kerf-
ið. » Forsíða
Skipulagsráð Reykjavíkur sam-
þykkti í sumar sem leið að heimila
flutning á húsinu á Laugavegi 74 en
það er hluti af friðaðri götumynd
sem samanstendur af þremur hús-
um frá árinu 1902. Þórður Magn-
ússon, stjórnarmaður í Torfu-
samtökunum, segir ákvörðun
skipulagsráðsins stórfurðulega og
klárt brot á reglum. » 13
Um 60 tré voru fjarlægð úr Heið-
mörk í tengslum við lagningu
Klæðningar hf. á vatnsleiðslu á
svæðinu, að sögn Kristins Wium
Tómassonar, fulltrúa Kópavogs-
bæjar. Um helmingur trjánna var
urðaður á Kjóavöllum í Kópavogsbæ
og um 30 trjám var komið fyrir á af-
girtu svæði í Hafnarfirði. » 14
Erlent
Condoleezza Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, ræddi í
gær við leiðtoga Ísraela og Palest-
ínumanna en fundinum lauk án
nokkurs sjáanlegs árangurs. Sam-
komulag náðist þó um að boða til
annars slíks fundar. » 16
Tillögur um að sameina bisk-
upakirkjuna og rómversk-kaþólsku
kirkjuna undir forystu páfa verða
birtar síðar á árinu, að sögn breska
dagblaðsins The Times í gær. Blaðið
segir að atkvæðamiklir biskupar í
báðum kirkjudeildunum hafi sam-
þykkt tillögurnar. » 17
Tveir menn eru grunaðir um að
hafa framið hryðjuverk í farþegalest
á leiðinni frá Indlandi til Pakistans í
fyrrakvöld. Að minnsta kosti 67
manns biðu bana. » 16
ORKUVEITA Reykjavíkur (OR)
mun þróa jarðhitasvæði til raforku-
framleiðslu í Djíbútí í Afríku, sam-
kvæmt samningi við ríkisstjórn
landsins. Þá handsöluðu Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, og Ali Ismail Yabeh,
borgarstjóri Djíbútís, höfuðborgar
landsins, samkomulag um samstarf
borganna.
Samningurinn milli OR og ríkis-
stjórnar Djíbútís var undirritaður í
gær við athöfn í höfuðstöðvum Orku-
veitunnar, í tengslum við heimsókn
forseta Afríkuríkisins, Ismail Omar
Guelleh, til Íslands. Var þetta fyrsti
viðkomustaðurinn í heimsókn forset-
ans og voru hann og Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, viðstaddir
athöfnina. Samninginn undirrituðu
Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnar-
formaður OR, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri og Mahmoud
Ali Youssouf, utanríkisráðherra Djí-
bútís.
Einkaréttur til rannsókna
Samningurinn felur í sér einkarétt
OR til rannsókna á jarðhita á tiltekn-
um landsvæðum í eitt ár en gert er
ráð fyrir að Orkuveitunni verði veitt-
ur nýtingarréttur verði niðurstöður
rannsókna jákvæðar. Fram kom að
markmið samningsins er að nýta
reynslu og þekkingu Orkuveitu
Reykjavíkur til að virkja jarðhita í
Djíbútí til raforkuframleiðslu en nú
byggir landið 85% orkunotkunar
sinnar á innfluttu jarðefnaeldsneyti.
Á kynningu fyrir undirritunina
kom fram hjá borgarstjóra að hann
hefur mikinn áhuga á því að Reykja-
víkurborg og fyrirtæki hennar miðli
af reynslu sinni og þekkingu í sam-
starfi við erlendar borgir, ekki síst í
þeim ríkjum heimsins þar sem þörfin
er brýnust. Slíkt sé liður í þeirri sam-
félagslegu ábyrgð sem vestrænar
borgir þurfi að axla.
Forseti Djíbútís ræddi við forseta
Íslands í gærkvöldi og gestirnir sátu
kvöldverðarboð hans.
Rannsaka jarðhita í Djíbútí
Orkuveita Reykjavíkur þróar jarð-
hitasvæði til raforkuframleiðslu
Morgunblaðið/G. Rúnar
Samstarf um rannsóknir Guðlaugur Þór Þórðarson, Mahmoud Ali Yo-
ussouf og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson undirrituðu samninga að viðstöddum
forsetum landanna, Ismail Omar Guelleh og Ólafi Ragnari Grímssyni.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÍSLENSKIR og norskir embættis-
menn áttu í gær öðru sinni fund um
samstarf þjóðanna í öryggismálum
o.fl. í Ósló. Fjallað var áfram um
mögulegar leiðir til að auka þetta
samstarf og var ákveðið að hefja
vinnu við nánari útfærslu þess.
„Við erum samstíga og aðilar eru
sammála um að þeir geti unnið sam-
an og vilji vinna saman,“ sagði Grét-
ar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
í utanríkisráðuneytinu, eftir fundinn
með norsku embættismönnunum
síðdegis í gær.
Að sögn hans snúast viðræðurnar
að töluverðu leyti um skilgreiningar
á atriðum sem varða núverandi sam-
starf og að finna því ákveðinn farveg.
Þau varði m.a. heræfingar, miðlun
upplýsinga, samstarf við Landhelg-
isgæslu, þyrlukaup, samvinnu á vett-
vangi NATO og samvinnu og upplýs-
ingagjöf í Mannvirkjasjóði NATO,
en eins og fram hefur komið eru Ís-
lendingar að fá aðild sjóðnum.
„Á öllum þessum sviðum eru menn
sammála um að við séum að fara í
rétta átt,“ segir Grétar Már.
Nota tæknina í stað formlegra
fundarhalda á næstunni
Að sögn hans ætla fulltrúar þjóð-
anna að nota tæknina við áframhald
málsins í stað formlegra funda fram í
apríl og í framhaldi af því verði svo
metið hvort þörf sé fyrir sérstök
fundarhöld.
Spurður hvort sú stund sé að
renna upp að þjóðirnar geti sest nið-
ur og undirritað samkomulag segir
Grétar Már að svo sé ekki en menn
séu mjög samstíga og ákveðið vinnu-
ferli sé framundan hjá báðum aðil-
um.
Það sé ekkert eitt mál sem standi
út af eða ágreiningur sé um. „Þetta
var mjög þægilegur fundur og menn
líta hlutina sömu augum.“
Árangursríkur fundur um
samstarf í öryggismálum
Í HNOTSKURN
»Fundurinn með norskuembættismönnunum í gær
var annar í röðinni frá því
formlegar viðræður hófust
milli þjóðanna um varnar- og
öryggismál.
»Fyrstu viðræðufundirnirmeð Norðmönnum og Dön-
um um þessi mál voru haldnir
18. og 19. desember sl.
» Íslendingar ræddu einnigvið fulltrúa breskra stjórn-
valda um öryggis- og varn-
armál 16. janúar.
REYKJAVÍKURBORG hefur tekið í notkun vefspjall á
heimasíðu sinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri opnaði kerfið í gær með því að afgreiða erindi
frá borgarbúa með aðstoð Lindu Berry í Símaveri
borgarinnar. Vefspjallið er opið öllum þeim sem hafa
netaðgang. Nóg er að ýta á hnapp á heimasíðu Reykja-
víkurborgar, reykjavik.is, og gefa upp nafn og netfang
til þess að komast í beint samband við þjónustufulltrúa
Símavers. Þannig er meðal annars hægt að afla upplýs-
inga um þjónustu borgarinnar og viðveru starfsmanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgin tekur í notkun vefspjall
MIKIL veikindi hafa víða sett mark
sitt á starf grunnskólanna að und-
anförnu. Þannig má nefna að í gær
voru nær 40% eða 19 af um 50 starfs-
mönnum Borgaskóla í Grafarvogi í
Reykjavík frá vinnu vegna veikinda.
Og af um 360 nemendum skólans
voru um 90 fjarverandi í gær vegna
veikinda.
Árdís Ívarsdóttir, skólastjóri
Borgaskóla, sem sjálf var veik heima
í gær, segir það gefa auga leið að
skólastarfið sé hálflamað þegar
svona standi á, í verstu tilvikum
vanti kannski helming nemenda í
bekk.
Hún segist hafa heyrt og vita til
þess að ástandið sé svipað víða ann-
ars staðar í skólunum.
„Ég er sjálf eiginlega farin að
stökkva á mig vígðu vatni því það vill
svo til að við erum að fara með kenn-
ara og starfsfólk skólans í námsferð
til Danmerkur á miðvikudagsmorg-
un,“ segir Árdís.
Skólastarf
hálflamað