Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is Aðferðir lögreglu við öflun gagna íBaugsmálinu voru harðlega gagn-rýndar af ákærða Tryggva Jóns-syni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, við skýrslutöku í héraðsdómi Reykja- víkur í gærdag og sagði hann ljóst að ákæru- valdið hefði ekki sinnt um að afla jafnt gagna sem leiddu til sýknu og sektar. Á öðrum degi skýrslutöku yfir Tryggva var sviðið Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, sem spurði Tryggva út í ákæruliði 10–15 og 17 frá klukkan níu um morgun til fjögur síð- degis. Honum tókst þó ekki að ljúka lið fimm- tán og mun hefja þinghald á spurningum vegna hans í dag, og er gert ráð fyrir að skýrslutöku yfir Tryggva verði lokið fyrir há- degi á morgun. Sigurður Tómas hóf að spyrja út í ákærulið tíu, þar sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs, er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot vegna Baugs.net ehf. og að hafa sent rangar tilkynningar til Verðbréfaþings, með það að leiðarljósi að fegra afkomu Baugs. Spurningar saksóknara voru almenns eðlis framan af og sneru að stofnun Baugs.net sem Tryggvi tók þátt í á fyrri hluta ársins 2000. Spurður um tilgang fyrirtækisins sagði Tryggvi Baug lengi hafa verið að skoða net- viðskipti og hvernig hægt væri að selja vörur og þjónustu um Netið. Því varð úr að stofna Baug.net. Tryggvi sagði það kunna að vera að hann og Jón Ásgeir hefðu setið í stjórn fé- lagsins í upphafi en síðar hefði Jón Scheving Thorsteinsson tekið við stjórnartaumunum og yrði hann því að svara nánar fyrir fyrirtækið. Saksóknari spurði næst út í sölu hlutafjár Baugs í Baugi.net til Fjárfars fyrir fimmtíu milljónir króna í júní árið 2000. Tryggvi bar annaðhvort við minnisleysi eða vísaði spurn- ingum til Jóns Schevings. Þegar Sigurður Tómas tók svo til við að spyrja út í bakfærslu vegna viðskiptanna, og bað Tryggva að skýra fyrir sér skjöl vegna hennar, mótmælti Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, og sagði það liggja fyrir að skjólstæðingur sinn væri vitni – ekki sérfræðivitni og hefði ekki látið í ljós neina sérfræðiþekkingu á efninu. Arngrímur Ísberg gaf lítið fyrir athugasemdir verjand- ans og þótti spurningarnar eðlilegar í ljósi stöðu ákærða á umræddum tíma. Sigurður lét það þó eiga sig að biðja um frekari skýringar, enda gekk erfiðlega að fá þær, og sneri sér fljótlega að næsta ákærulið. Aðeins misskilningur hjá fjármálastjóra Í ákærulið ellefu er Tryggvi ákærður ásamt Jóni Ásgeiri fyrir meiri háttar bók- haldsbrot með því að hafa látið rangfæra bók- hald Baugs og búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila í apríl 2000. Er þar átt við færslu í bókhaldi Baugs með þeirri skýringu að um sé að ræða tekjur vegna ábyrgðar á hlutabréfum í UVS (Urður, Verðandi, Skuld). Tryggvi neitaði sök og sagði að fjárhæðin í færslunni hefði átt rétt á sér, þó skýringin hefði ekki verið rétt, og bar við að eitthvað hefði misfarist í samskiptum sínum við Lindu Jóhannsdóttur, þáverandi fjármálastjóra Baugs. Krafinn um skýringar af Arngrími Ísberg dómsformanni svaraði Tryggvi því til að á þessum tíma hefði Baugur verið mikið á er- lendum vettvangi og því hefðu ferðalög hjá yfirstjórninni verið tíð. Hefði þá oft verið hratt farið yfir sögu þegar heim var komið og hugsanlega hefði það orðið til að misskilning- urinn skapaðist. Bókfæra átti verðbætur og Tryggvi uppgötvaði ekki mistökin fyrr en síð- ar. Tryggvi spurði þá hvort ekki mætti finna í gögnunum skýringu á færslunni, senda frá Baugi, og las saksóknari hana upp. Verjandi Tryggva, sem hefur þótt afskaplega rólegur á meðan skýrslutöku stendur, vakti þá athygli dómsformanns á að saksóknari væri búinn að halda frá gagni sem geymir skýringar á færslunni. Þrátt fyrir það hefði hann þráspurt skjólstæðing sinn út í sama efni og reynt að villa um fyrir honum. Sagði Jakob ekki vana- legt að sjá slíka yfirheyrsluaðferð í dómsal og minnti hún hann á yfirheyrslu lögreglu – það væri vissulega varasamt. Sigurður Tómas skýrði þá út að hann væri að fara yfir skjölin í tímaröð til að sýna fram á hvernig skýringar hefðu breyst og að loka- skýring kæmi fram fyrir dómi. Benti Jakob þá á að skýringar Tryggva hefðu alltaf verið þær sömu, hvort sem var fyrir lögreglu eða dómi, auk þess sem sama skýring hefði borist frá Baugi. Dómsformaður brást þannig við að það væri gamalt efni og nýtt, að spyrja ætti út í ákæruna og ákæruefnið. Sérstakt hugtak hjá okkur Tryggvi neitaði sök í tólfta ákærulið líkt og vænta mátti en þar er ákæruefnið, eins og raunar í öllum liðum gærdagsins, meint bók- haldsbrot. Jón Ásgeir er einnig ákærður og er þeim gefið að sök að hafa fært til eignar á viðskiptamannareikning Kaupþings, í bók- haldi Baugs, og til tekna hjá Baugi rúmar þrettán milljónir króna með tilhæfulausri færslu. Tryggvi hafnaði því að færslan væri til- hæfulaus, sagði hana réttmæta og eiga rétt á sér. Um væri að ræða endurgreiðslu á þókn- un frá Kaupþingi til Baugs vegna sölu á hlutabréfum í Baugi. Saksóknari spurði þá hvort fleiri hefðu haft vitneskju um þessa kröfu en þeir Jón Ásgeir og sagði Tryggvi þá hafa haft sérstakt hugtak yfir kröfuna, köll- uðu hana „köttinn“ vegna þess að þeir vildu fá „kött“ þar sem þeir seldu hlutabréfin – ekki Kaupþing. „Ef þú spyrð einhvern úr starfsliði Baugs um köttinn þá ættu þeir að vita um hvað verið er að ræða,“ sagði Tryggvi og bætti við að samningur hefði verið milli Baugs og Kaupþings vegna þessa og að áður hefði Íslandsbanki greitt fyrir sambærilega sölu hlutabréfa með því að gefa eftir af þókn- un, sem lýsti sér í að Baugur greiddi bank- anum lægri þóknun. Sigurður Tómas tók fram að engin gögn hefðu fundist framburði Tryggva til stuðn- ings. Spurði hann þá saksóknara hversu vel leitað hefði verið að þeim gögnum, auk þess að gagnrýna harðlega aðferðir lögreglunnar og vinnubrögðin í heild. Kaupréttarliðurinn svokallaði, eða ákæru- liður sautján, var tekinn fyrir næstur. Í þeim lið eru Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að láta líta svo út, að Baugur hafi selt hlutafé í félaginu til Kaupþings í Lúxemborg en hald- ið yfirráðum yfir fénu. Tryggvi skýrði svo frá að þegar Baugur var stofnaður hefði verið gert samkomulag við æðstu menn um valrétt á hlutabréfum, og það hefði ávallt legið fyrir. Sigurður Tómas spurði mikið út í hvers vegna endurskoðendur og aðrir hefðu ekki haft vitneskju um þessi ákvæði og sagði Tryggvi að ef þeir hefðu beðið um upplýs- ingar þá hefðu þær verið á reiðum höndum, alveg ljóst hefði verið að þessir samningar lágu fyrir. Skipti ekki máli hvaða leið var farin Fjórtándi ákæruliður varðar hlutabréfa- kaup í breska smásölufyrirtækinu Arcadia fyrir 332 milljónir króna í lok desember 2000 og er því haldið fram í ákæru að sala hluta- bréfanna hafi ekki átt sér stað, og hafi salan verið til þess að fegra afkomu Baugs í árs- reikningi. Bréfin enduðu síðar sem stofnfram- lag í A-Holding. Tryggvi skýrði út, m.a. með því að teikna upp einföld bókfærsludæmi fyrir dóminn, að það hefði ekki skipt máli fyrir ársreikninginn hvaða leið var farin – niðurstaðan hefði alltaf verið sú sama á ársreikningnum. Sigurður Tómas bar þá undir ákærða mikið af gögnum, tölvubréfum og samningum en Tryggvi mundi eftir þeim fæstum. Að lokum var farið yfir það sem Jón Ásgeir kallaði í síðustu viku „frægasta reikning Ís- landssögunnar“ en ákæruefni fimmtánda liðar ákærunnar er reikningur frá Jóni Gerald, í nafni Nordica, til Baugs upp á 62 milljónir króna. Tryggvi sagðist hafa kallað eftir reikn- ingnum en hann væri vegna samnings sem gerður var á milli Jóns Ásgeirs og Jóns Ger- alds. Samningurinn, að sögn Tryggva, sneri að því að ef Aðföng pöntuðu vörur frá Nor- dica og gámurinn var ekki fullur, myndi Jón Gerald fylla gáminn til að ná lægsta flutnings- verði. Þá væri verið að ræða vörur eins og klósettpappír eða kattasand, hvað sem hefði getað komið Baugi vel. Tryggvi sagðist þó ekki hafa séð um samningsgerð sem hefði al- farið verið í höndum Jóns Ásgeirs, og engan hefði hann séð samninginn en vissi að hann hefði verið til margra ára. Tryggvi neitaði einnig að hann eða Jón Ásgeir hefðu komið að gerð texta reikningsins. „Kölluðum þetta köttinn“ Í HNOTSKURN Dagur 6 »Sigurður Tómas Magnússon var ímiklum ham í gær og komst yfir sex ákæruliði og byrjaði á þeim sjöunda. »Árangurinn má þó jafnvel frekarrekja til svara Tryggva Jónssonar sem flest voru í styttri kantinum og oft bar hann við minnisleysi, til að mynda við allflestum skjölum sem borin voru undir hann. »Tryggvi neitaði sök í þeim liðumsem hann var ákærður fyrir og bar við að eðlilegar skýringar væri að finna ellegar mistök annarra. »Þá gagnrýndi hann vinnubrögð lög-reglu sem hann sagði ekki hafa unn- ið nægilega vel í að finna til gögn sem sönnuðu jafnt sakleysi sem sekt, það væri greinilegt á gögnum málsins. »Tryggvi fékk leyfi til að teikna T-reikninga fyrir dómara máli sínu til stuðnings við litla hrifningu saksóknara, sem fremur hefði viljað nýta tímann til að komast lengra áfram með spurningar sínar. Öruggir Jakob R. Möller hrl. og skjólstæðingur hans Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, voru snöggir til svara í héraðsdómi. Morgunblaðið/G.Rúnar Við sviðið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, átti gólfið einn í gær og spurði Tryggva Jónsson spjörunum úr fram eftir degi. GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði við þinghaldið í gær að skjólstæðingur sinn væri reiðubúinn að millilenda hér á landi næstkomandi fimmtudag ef hægt væri að tryggja að skýrslutaka yfir honum myndi ekki taka lengri tíma en eina og hálfa klukkustund. Eftir stuttar viðræður í dómssal sættust málsaðilar á það fyrirkomulag og mun Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari, fá að halda skýrslutöku af hon- um áfram kl. 13.30 á fimmtudag. Morg- unninn verður hins vegar nýttur í skýrslutöku af Jóni Gerald, í þeim ákæru- lið þar sem hann er ákærður. Jón Ásgeir, sem verður á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna, mun lenda í hádeginu og stefnir á að halda af stað á ný síðdegis. Gestur benti jafnframt á að annars væri næst von á skjólstæðingi hans til landsins 3. mars nk. Skýrslutöku mun þó ekki ljúka því enn verður eftir að yfirheyra Jón Ásgeir sem vitni í ákærulið 19 þar sem Tryggvi Jónsson er einn ákærður. Jón Ásgeir mæt- ir á fimmtudag Minnisleysi og meint bókhaldsbrot voru einkennandi fyrir skýrslutöku á sjötta degi Baugsmálsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.