Morgunblaðið - 20.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi
hækkaði um 0,6% í gær í 7.351 stig
en verslað var með hlutabréfa fyrir
tæpa 6,8 milljarða króna. Gengi
bréfa Össurar hækkaði umtalsvert í
gær eða um 4,3% og gengi bréfa
Glitnis um 3%. Mest lækkun varð á
gengi bréfa Teymis og bréfa Ice-
landic Group eða um 1,4%.
Krónan hélt áfram að styrkjast eða
um 0,7%. Evran kostar nú 87,2 krón-
ur, dalurinn 66,3 og pundið 129,25
krónur.
Gengi bréfa Össurar
hækkar um 4,3%
● MP Fjárfesting-
arbanki hf. verður að-
ili að OMX-kauphöll-
inni í Stokkhólmi frá
og með morgundeg-
inum. Stefnt er að
auknum umsvifum
bankans á erlendum
verðbréfamörkuðum.
Í tilkynningu bankans segir að
með aðild að OMX-kauphöllinni í
Stokkhólmi opnist viðskiptavinum
bankans nýjar dyr að áhugaverðum
tækifærum. MP Fjárfestingarbanki
er fyrir aðili að OMX-kauphöllunum í
Reykjavík, Tallin, Riga og Vilníus.
Þessi áfangi er fyrsta skrefið á þeirri
leið bankans að öðlast aðild að öll-
um kauphöllum Norðurlandanna.
MP verður aðili að
OMX í Stokkhólmi
● TILKYNNT hefur verið um framboð
til stjórnar FL Group, en aðalfundur
félagsins fer fram nk. fimmtudag.
Þær breytingar verða að Kristinn
Björnsson gengur úr stjórn og Magn-
ús Kristinsson sem varamaður. Í
stað þeirra koma Jón Kristjánsson
sem aðalmaður og Þórður Bogason
sem varamaður. Aðrir í framboði eru
Skarphéðinn Berg Steinarsson, nú
stjórnarformaður, Þorsteinn M. Jóns-
son, varaformaður stjórnar, Magnús
Ármann, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Paul Davidson og Smári S. Sigurðs-
son. Peter Mollerup er áfram í kjöri
sem varamaður í stjórn FL Group.
Kristinn og Magnús út
úr stjórn FL Group
● Á MORGUN kemur í ljós hvort
Seðlabanki Japans muni hækka
stýrivexti eða halda þeim óbreyttum
en þeir eru nú 0,25%. Ódýrt lánsfé
þar er m.a. einn af drifkröftunum á
bak við svokölluð vaxtamun-
arviðskipti eins og útgáfu jöklabréfa.
Til samanburðar má nefna að stýri-
vextir í Englandi eru 5,25%, 3,5% í
Evrulöndum og 14,25% á Íslandi.
Í Vegvísi Landsbankans kemur
fram að 26 af þeim 49 sérfræð-
ingum sem Bloomberg-fréttastofan
hafði samband við spá því að vextir
verði óbreyttir. Jeremy Stretch, sér-
fræðingur í gjaldeyrismálum hjá
Rabobank Group, telur líklegt að
Seðlabanki Japans stefni að því að
ná stýrivöxtum upp í 1% fyrir árslok.
Stýrivaxtaákvörðun
í Japan á morgun
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir var
rekið með 11,4 milljarða króna hagn-
aði í fyrra á móti tveggja milljarða
króna hagnaði árið 2005.
Rétt er að taka fram að tekjur og
eignir félagsins jukust mikið í fyrra,
fyrst og fremst vegna kaupa á
danska fasteignafélaginu Atlas Ej-
endomme. Heildareignir fasteigna-
félagsins Stoða fóru úr 72,5 millj-
örðum í lok árs 2005 í 156,6 milljarða
nú um áramótin.
Meginskýring á stórauknum
hagnaði Stoða liggur í svokallaðri
matsbreytingu fasteigna (þ.e. upp-
færsla á verðmæti) og söluhagnaði
en til samans skiluðu þessir liðir
Stoðum 16,7 milljörðum á móti 1,3
milljörðum árið 2005.
Rekstrartekjur námu 6,2 millj-
örðum á móti 3,5 milljörðum árið
2005. Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði og matsbreytingar á eign-
um nam 4,3 milljörðum á móti 2,1
milljarði árið 2005 og handbært fé
frá rekstri nam 2,1 milljarði á móti
1,5 milljarði árið áður.
Nettó fjármagnsgjöld Stoða juk-
ust verulega og fóru úr 1,58 milljarði
2005 í 7,15 milljarða í fyrra.
Heildareignir Stoða námu í árslok
156,6 milljörðum króna á og eigið fé
félagsins var 22,7 milljarðar og eig-
infjárhlutfall var 14,5%.
Stoðir með 11,4
milljarða í hagnað
Morgunblaðið/Ómar
Uppkaup í Danmörku Með kaupum Stoða á fasteignafélaginu Atlas Ejen-
domme áramótin 2005-2006 stækkaði fasteignasafnið svo um munaði.
Mörg mál hjá Kauphöllinni
en færri send áfram til FME
KAUPHÖLL Íslands áminnti einn útgefenda
verðbréfa opinberlega á síðasta ári (tvo árið 2005)
og beitti hann févíti fyrir brot á reglum. Þrír út-
gefendur voru áminntir óopinberlega fyrir brot á
reglum eða jafnmargir og á árinu 2005.
Þá gerði Kauphöllin athugasemdir við útgef-
endur í 42 tilvikum í fyrra á móti 23 tilvikum árið
2005 vegna atriða sem betur hefði mátt standa að
en með athugasemdunum „leiðbeinir Kauphöllin
útgefendum um efni reglnanna og framkvæmd
þeirra“ að því er fram kemur í yfirliti eftirlitsmála
frá Kauphöll Íslands en það tekur til mála sem
varða túlkun ákvæða um upplýsingagjöf útgef-
enda verðbréfa.
Birtust fyrst annars staðar
Tekið er fram í yfirlitinu frá Kauphöllinni að
flestar athugasemdirnar voru vegna þess að til-
kynningar frá útgefendum birtust fyrst annars
staðar en þær birtust í fréttakerfi Kauphallarinn-
ar. Eitt mál var framsent til Fjármálaeftirlitsins
(FME) vegna upplýsinga í lýsingu.
Kauphöllin gerði í 66 tilvikum (30 árið 2005) at-
hugasemdir við útgefendur verðbréfa vegna til-
kynninga um innherjaviðskipti og í átta tilvikum
(fimm árið 2005) voru mál send til Fjármálaeft-
irlitsins þar sem flöggunartilkynningar bárust
ekki frá einstaklingum.
Níu mál send til FME
Fjöldi mála kom til skoðunar að því er varðaði
eftirlit með viðskiptum í viðskiptakerfi Kauphall-
arinnar en „þau varða flest ákvæði laga og eru
send Fjármálaeftirlitinu til frekari meðferðar ef
grunur um lagabrot vaknar“. Níu mál af þeim toga
voru send Fjármálaeftirlitinu (11 árið 2005) og
vörðuðu þau flest grun um innherjasvik eða mark-
aðsmisnotkun.
un, Skýrr, EJS og Eskil, og er Kög-
un nú hluti af samstæðu Teymis,
sem skráð er í kauphöll. Tekjur
Kögunar árið 2005 námu 3,6 millj-
örðum króna og jukust um 99%
milli ára.
Á síðasta ári og það sem af er
þessu ári hafa þær breytingar orðið
helstar að Verk- og kerfisfræðistof-
an og Kögurnes hafa sameinast
Kögun, Skýrr og Teymi samein-
uðust á síðasta ári, EJS færðist úr
því að vera dótturfélag Skýrr yfir í
dótturfélag Kögunar og Eskill
færðist úr því að vera dótturfélag
EJS yfir í að vera dótturfélag Kög-
unar.
KÖGUN tapaði 983 milljónum
króna eftir skatta á síðasta ári,
samanborið við 645 milljóna króna
hagnað árið áður. Þar af er tap af
aflagðri starfsemi 944 milljónir
króna en rekstur síðasta árs ein-
kenndist af miklum breytingum í
kjölfar kaupa Dagsbrúnar á meiri-
hluta í félaginu á fyrri hluta ársins
2006 og afskráningu úr kauphöll.
Þau félög sem falla undir aflagða
starfsemi eru HugurAx, Land-
steinar Strendur hf., Opin kerfi
Group Holding, Hands ASA í Nor-
egi og SCS Inc. í Bandaríkjunum.
Kögunarsamstæðan í dag sam-
anstendur af fjórum félögum; Kög-
Stór sveifla hjá Kögun
!
"#$
%&&'
)* + %
7'
+9 %:7'
+
9 7'
+
" 9; %
;,&
+ % %:7'
< $%:7'
&6%:7'
" - " 7'
='0 : 8
)
"*
1 :! "- " 7'
6 "*- " )
"*7'
5
7'
5% 9& 7 %"7'
( #< &'-'7'
>7'
,&*
-. %
0? 7'
&
%:7'
@9
"* %:=%
* "7'
@9
"* 9%:7'
A7 7'
5B+<
C D 7'
CD " $ "7'
E ""
$ "7'
/ &!
(
8
(
"*'
) % %"-0 =< "* 7'
= : "7'
1 !+
+
+
+
+
+!
!+
+
!!+
+
!+!
+
+!
+
+
+
+
+
!!+
+
=
* #
:
* "
C
-%
%* F
1 :(
'
'
''
'
''
'' ''
'
' '
'' '' ''
'' ''
'
' ' ''
'
'
'
'
#
#
' #
#
'' ' #
#
' #
#
#
#
#
#
#
#
#
E : 4"
+C='G+ 7"
&$
*
:
#
#
#
#
#
#
#
(
'
* H
(I; )
)
+
,+
J
J
&C(0
K+B
)
)
,+
,+
J
J
L+L 5B( %7'
)
)
,+
,+
J
J
5B17$"
)
,+
,+
J
J
@L0B K%MN%"
)!
)
,+
+
J
J
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Útflutningsráð stendur fyrir námskeiði um mikilvægi góðs
undirbúnings og eftirfylgni við sýningar þar sem þátt-
takendum gefst einnig gott tækifæri til þess að læra af
reynslu annarra.
Leiðbeinandi er Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis
almannatengsla ehf.
Gestafyrirlesarar eru:
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins hf.
Stella Björg Kristinsdóttir, sýningarstjóri Marel hf.
Svanur Þorvaldsson, forstöðumaður markaðssviðs Betware hf.
Þátttökugjald er 4100 kr. Áhugasamir eru hvattir til að skrá þátt-
töku sem allra fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti á
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar um námskeiðið veita Hermann Ottósson,
forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín
Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is.
Sýningar:
Undirbúningur
og eftirfylgni
P
IP
A
R
S
ÍA
7
03
10
Þriðjudaginn 27. febrúar 2007,
kl. 08.15-12.00 á Hótel Nordica