Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nýju Delí. AFP. | Indverska lögreglan
hefur nú í varðhaldi mann grun-
aðan um aðild að sprengjuárás á
farþegalest sem var á leiðinni frá
Indlandi til Pakistans í fyrrakvöld
með þeim afleiðingum að 67 biðu
bana. Lögreglan leitar jafnframt
félaga mannsins eftir að sjón-
arvottar lýstu tveimur grun-
samlegum mönnum í farþegarými
lestarinnar sem var um 100 km
norður af Nýju-Delí þegar spreng-
ingin varð. Um 750 farþegar voru
um borð í lestinni.
Enginn hefur lýst ódæðinu á
hendur sér en talið er að því sé ætl-
að að spilla friðarviðræðum Ind-
verja og Pakistana.
„Slík samviskulaus hryðjuverk
munu aðeins styrkja frekar þann
ásetning okkar að ná fram því sam-
eiginlega markmiði að koma á friði
á milli ríkjanna,“ var haft eftir Per-
vez Musharraf, forseta Pakistans.
Deginum fyrir leiðtogafund
Tímasetningin rennir stoðum
undir þann grun að árásinni hafi
verið ætlað að kynda undir spennu
á milli Indverja og Pakistana, enda
gerð daginn áður en utanrík-
isráðherra Pakistans átti að funda
með leiðtogum í Nýju-Delí.
Leiðtogar beggja ríkjanna hafa
lofað að hafa uppi á árásarmönn-
unum en í frétt sjónvarpsstöðv-
arinnar New Delhi Television kom
fram að árásin kynni að tengjast
sprengjuárásunum í Mumbai í júlí
sl. þegar 185 manns týndu lífi.
AP
Ólga Fylgjendur íslamsks stjórnmálaflokks í Pakistan kenna stjórninni í
Indlandi um árásina. Á Indlandi beinist grunur að íslömskum samtökum.
Tveir grunaðir um árás á lest
TVEIR þriðju kjósenda í Bandaríkj-
unum, eða um 66%, telja að Banda-
ríkjamenn séu tilbúnir að kjósa
konu í embætti forseta landsins,
samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í gær.
Könnunin bendir einnig til þess
að Hillary Clinton, sem sækist eftir
því að verða forsetaefni demókrata,
sé með svipað fylgi og tveir sig-
urstranglegustu frambjóðendurnir
í forkosningum repúblikana, John
McCain og Rudolph Giuliani.
Siena-rannsóknarstofnunin ann-
aðist könnunina fyrir dagblöð í
eigu útgáfufyrirtækisins Hearst
5.–9. þessa mánaðar.
Samkvæmt könnuninni telja
flestir kjósendanna að kona myndi
ráða betur við ýmis innanríkismál,
svo sem heilbrigðis-, mennta-, fé-
lags- og orkumál og viðbrögð við
náttúruhamförum. Flestir kjósend-
anna telja hins vegar karlmann bet-
ur til þess fallinn að gegna því hlut-
verki forsetans að vera æðsti
yfirmaður hersins.
Reuters
Næsti forseti? Hillary Clinton á
fundi í Suður-Karólínu gær.
Til í að kjósa
kvenforseta
FORSÆTISRÁÐHERRAR Póllands og Tékklands gáfu
til kynna í gær að þeir væru tilbúnir að verða við beiðni
Bandaríkjamanna um að heimila þeim að koma fyrir tíu
gagnflaugum í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi til að
verjast hugsanlegum eldflaugaárásum.
Rússneski hershöfðinginn Níkolaj Solovtsov, sem
stjórnar eldflaugaherafla Rússa, varaði við því að þátt-
taka Póllands og Tékklands í eldflaugavörnum Banda-
ríkjanna gæti orðið til þess að Rússar beindu eldflaugum
sínum að löndunum tveimur. Hann sagði að eld-
flaugavarnirnar gætu raskað hernaðarjafnvæginu í
þessum heimshluta og því kynnu Rússar að beina flaugum sínum að stöðv-
um Bandaríkjanna í Póllandi og Tékklandi.
Áður hafði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, varað við því í ræðu í
Þýskalandi að eldflaugavarnirnar gætu orðið til þess að nýtt „kalt stríð“
blossaði upp.
Eldflaugum beint að Póllandi?
Níkolaj Solovtsov
BRESKA lögreglan handtók í gær
mann á þrítugsaldri í Cambridge í
tengslum við rannsókn á bréf-
sprengjuárásum. Átta manns særð-
ust í árásunum á þremur vikum.
Grunaður um árásir
ÆÐSTI embættismaður almanna-
varna í Mósambík sagði í gær að
landið gæti aðeins notað eina þyrlu
til að koma hjálpargögnum til þús-
unda manna sem hafa flúið heim-
kynni sín vegna mikilla flóða. Hann
varaði við því að margir flótta-
mannanna gætu dáið fengju þeir
ekki aðstoð.
Aðeins ein þyrla
AÐ minnsta kosti 40 létu lífið og
tugir særðust, þeirra á meðal mörg
börn, í sprengjuárásum víða í Írak í
gær. Uppreisnarmönnum úr röðum
súnníta var kennt um árásirnar.
Tugir féllu í Írak
Sært barn á sjúkrahúsi í Bagdad í gær.
ÍRANAR gætu hafið fjöldafram-
leiðslu á auðguðu úrani innan hálfs
árs, en þeir gætu enn verið 10 ár
frá því að búa yfir þeirri tækni sem
þarf til þess að búa til kjarnorku-
sprengju. Þetta sagði Mohamad El-
Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunarinnar (IAEA), í
viðtali við dagblaðið Financial Tim-
es í gær.
Þurfa tíu ár
FÍLL ræðst á litla rútu eftir að hafa
tryllst á árlegu fílapólómóti í bæn-
um Galle á Srí Lanka. Fíllinn nefn-
ist Abey, er átján ára gamall og
fjögurra tonna þungur. Hann kast-
aði knapanum af sér í æðiskastinu
og eyðilagði bíla áður en þátttak-
endum í pólómótinu tókst að yf-
irbuga hann.
Reuters
Trylltur fíll réðst á blikkbeljur
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, átti í gær og um helgina sinn fyrsta sameig-
inlega fund með leiðtogum Ísraela og Palestínumanna
en honum lauk án nokkurs sjáanlegs árangurs. Sam-
komulag náðist þó um að boða til annars slíks fundar.
Á fréttamannafundi að viðræðunum loknum sagði
Rice, að menn hefðu skipst á skoðunum og síðan sam-
þykkt að koma aftur til fundar. Hvorki Mahmoud Ab-
bas, forseti Palestínu, né Ehud Olmert, forsætisráð-
herra Ísraels, voru á blaðamannafundinum með Rice,
sem sleit honum eftir að hafa lesið yfirlýsinguna og
svaraði ekki spurningum blaðamanna.
Ekki var búist við miklum árangri af fundinum og
ekki síst vegna þess, að Ísraelar og Bandaríkjamenn
hafa ákveðið að sætta sig ekki við væntanlega þjóð-
stjórn í Palestínu, samstarf Fatah-hreyfingar Abbas
og Hamas-hreyfingarinnar. Segja þeir, að til að öðlast
viðurkenningu verði þjóðstjórnin að uppfylla þrjú skil-
yrði, sem eru þau að viðurkenna Ísraelsríki, standa við
gerða samninga og hafna ofbeldi en hingað til hafi hún
og er þá átt við Hamas aðeins lofað að virða þá samn-
inga, sem gerðir hafa verið.
Byggt verði á Vegvísinum
Þrátt fyrir þetta sagði Rice á sunnudag, að Banda-
ríkjastjórn myndi bíða nokkuð með endanlegan dóm
yfir þjóðstjórninni væntanlegu en bætti við, að ætti
palestínskt ríki að líta dagsins ljós, yrði í því að fara
eftir Vegvísinum svokallaða eða tillögum kvartettsins,
Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins og
Sameinuðu þjóðanna. Í þeim er kveðið á um, að skil-
yrðin fyrrnefndu verði að uppfylla.
Í viðræðum sínum við Condoleezzu Rice sagði Ab-
bas, forseti Palestínu, að samstjórn hreyfinganna,
Fatah og Hamas, væri lífsnauðsynleg Palestínumönn-
um og eina leiðin til að koma í veg fyrir enn alvarlegri
átök þeirra í millum. Sagði hann, að þótt Hamas hefði
það enn á sinni stefnuskrá að afmá Ísraelsríki, þá
myndi stjórnarsamstarfið hjálpa til við að milda af-
stöðu hreyfingarinnar og gera hana raunsærri.
Ehud ófær um nokkra samninga
Ehud Olmert, sem ætlaði að ræða viðræðurnar á
fundi í flokki sínum, Kadima, í gær segist ekki munu
eiga neitt samstarf við stjórn, sem Hamas-hreyfingin
eigi aðild að, og var raunar ekki við öðru búist þar sem
pólitísk staða Olmerts er svo veik, að hann getur ekki
leyft sér neina eftirgjöf. Eftir klúðrið í Líbanon á síð-
asta ári og mörg spillingarmál innan stjórnar hans
nýtur hann ekki stuðnings nema innan við 20% kjós-
enda.
Moussa Abu Marzouk, útlægur næstráðandi Ha-
mas-hreyfingarinnar, sem býr nú í Sýrlandi, skoraði í
gær á alþjóðasamfélagið að bregðast vel við hinni
væntanlegu þjóðstjórn í Palestínu. Sagði hann, að
Bandaríkjastjórn ætti nú að láta skynsemina ráða í
stað að vera aðeins taglhnýtingur Ísraela.
Árangurslaus Mið-
Austurlandafundur
AP
Tvö á tali Vel fór á með þeim Mahmoud Abbas og
Condoleezzu Rice en það breytti litlu um niðurstöðuna.
Bandaríkjamenn og Ísraelar
á móti stjórnaraðild Hamas
HÁTT heimsmarkaðsverð á olíu hef-
ur gert Rússum kleift að greiða nið-
ur erlendar skuldir mun hraðar en
ráð var fyrir gert og á margan hátt
aukið vægi þeirra á alþjóðavettvangi
á ný. Liam Fox, talsmaður breska
Íhaldsflokksins í varnarmálum, er á
meðal þeirra sem hafa nokkrar
áhyggjur af þessari þróun en hann
varar nú við því að Rússar séu að
vígbúast með hröðum hætti, á sama
tíma og Bretar undirbúa samdrátt í
útgjöldum til varnarmála.
Að hans sögn áætlar stjórn Vla-
dímírs Pútíns forseta að verja sem
svarar um 117 milljörðum króna á
mánuði næstu níu árin til að endur-
nýja vopnabúr landsins.
Þetta kemur fram í frétt blaðsins
The Daily Telegraph um málið en
þar segir að 1.400 skriðdrekar og
1.000 herflugvélar og þyrlur séu á
meðal þess stjórnin hafi pantað.
Segir Fox hækkun á olíuverði um
sem nemur Bandaríkjadal, eða 66,56
krónum, á tunnuna jafngilda 67
milljarða auknum gróða Rússa.
Rússar vígbúast á ný