Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
„MÖRG upp-
færslan á Pétri
Gaut hefur fallið
flöt á því að hlíta
strangri og upp-
skrúfaðri frásögn
Ibsens, en loksins
hefur hófstilltri til-
raun Íslendinga,
sem koma nú til
London, lánast
það.“
Svo segir í upphafi viðtals bresku
blaðakonunnar Lucy Powell í Time
Online, við Baltasar Kormák, og til-
efnið er sýningar íslenskra lista-
manna Þjóðleikhússins á leikriti Ib-
sens í Barbican-listamiðstöðinni 28.
febrúar–10. mars.
Útgangspunktur blaðakonunnar
er, eins og yfirskriftin gefur til kynna,
þeir erfiðleikar sem leikstjóri glímir
við í uppsetningu verksins og rifjar
upp að síðast þegar verkið var sett
upp í London, fyrir sjö árum, hafi
gagnrýnandi nokkur sagt að hann
hefði helst óskað sér að sýningin hefði
gufað upp á staðnum, svo slæm hafi
hún verið. Hún nefnir einnig upp-
færslu Roberts Wilsons í New York í
fyrra sem hætt var við eftir fimm sýn-
ingar sakir þess hve slæm hún þótti.
„Auðvitað er þetta ögrun,“ svarar
Baltasar Kormákur blaðakonunni,
sem greinir frá því að uppfærsla hans
í Þjóðleikhúsinu hafi strax slegið í
gegn og uppselt hafi verið tíu mánuði
fram í tímann.
Þar sem textinn fær að skína
Baltasar rifjar upp er hann lék
sjálfur í uppfærslu Þjóðleikhússins á
Pétri Gaut. „Það var ekki góð sýning,
allt of þung og með þyngslalegri leik-
mynd. En ég sá að það var eitthvað í
verkinu sem gæti snert fólk mjög
djúpt, og líka húmor. Ég spurði sjálf-
an mig að því hvers vegna verkið
hefði ekki verið sett upp í lítilli um-
gjörð, þar sem textinn hefði fengið að
skína. Textinn gerir það eins og
kampavín. Það er næstum eins og
rapp. Þetta kemur ekki alltaf nógu
skýrt fram í enskum þýðingum verks-
ins,“ segir Baltasar Kormákur. Lucy
Powell kveðst ekki hafa verið sér
meðvitandi um það, en spyr Baltasar
hvernig hann hafi komist frá tækni-
legum erfiðleikum innbyggðum í
verkið sjálft, eins og því hvað það
spannar langan tíma og persónur
þurfa að eldast, og að komast af með
níu leikara í verki sem í raun kalli á 75
hlutverk.
„Þetta er allt í textanum,“ segir
Baltasar, „sérstaklega í fjórða þætti –
er vefur verksins fer að gliðna. Frá
þeirri stundu fellur allt að einu og
Pétur er lykillinn að lausninni. Ef við
misskiljum hann hrynur allt. Ef þú
fyrirlítur hann svíkur hann á móti, en
hvað sem öllu líður geturðu ekki ann-
að en orðið ástfangin af honum, og
það er nákvæmlega það sem þarf að
komast til skila á sviðinu.“
Er allt í
textanum
Times fjallar
um Pétur Gaut
Baltasar
Kormákur
ÁHUGAMENN um kvik-
myndir ættu að taka kvöldið
frá. Klukkan 18 í Háskólabíói
mun Goethe-Institute standa
fyrir sérstakri sýningu á Ilm-
inum, í samstarfi við Sambíóin.
Eftir myndina mun Björn Æg-
ir Norðfjörð, aðjunkt og um-
sjónarmaður í kvikmyndafræð-
um við Háskóla Íslands, svo
leiða umræður.
Í Bæjarbíói stendur Kvik-
myndasafn Íslands svo fyrir sýningu mynd-
arinnar Passage to India eftir David Lean. Sú
sýning hefst klukkan 20.
Báðar eru myndirnar gerðar eftir skáldsögum.
Kvikmyndir
Ilmurinn og
Ferðin til Indlands
Úr Ilminum.
INGVELDUR Ýr Jónsdóttir
messósópran, sem um þessar
mundir syngur skeggjuðu
konuna kostulegu, Tyrkja-
böbu, í Rake’s Progress í Óp-
erunni, syngur á hádegistón-
leikum þar kl. 12.15 í dag, en
meðleikari hennar á píanó er
Kurt Kopecki hljómsveit-
arstjóri. Þau ætla að flytja
aríur og sönglög sem eiga það
sameiginlegt að höfundar þeirra voru búsettir í
Ameríku á þeim tíma sem þau voru samin. Á
efnisskránni eru óperuaríur, söngleikjalög og
djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weil,
Menotti og fleiri.
Tónleikar
Amerísk andagift
á hádegistónleikum
Ingveldur Ýr
SKÁLDASPÍRAN heldur
fyrsta Skáldaspírukvöldið á
þessu ári kl. 20 í kvöld, í nýju
húsnæði; bókaverslun Pennans
– Eymundssonar í Austur-
stræti, á efstu hæð, hjá kaffi-
húsinu nýja. Það er Einar Már
Guðmundsson sem hefur 78.
Skáldaspírukvöldið og vígir
þar með hið nýja skálda-
spírurými, með lestri úr nýj-
ustu bók sinni, ljóðabókinni Ég stytti mér leið
framhjá dauðanum.
Hægt er að njóta veitinga úr kaffihúsinu á með-
an á ljóðalestri stendur. Aðgangur er ókeypis.
Skipuleggjandi kvöldsins er Benedikt S. Lafleur.
Ljóðakvöld
Skáldaspírur flytja
og hefja spíruárið
Einar Már
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÍSLENSKA fyrirtækið Caoz vinn-
ur nú að tölvuteiknimynd í fullri
lengd um þrumuguðinn Þór, en um
er að ræða ævintýramynd með
gamansömu ívafi. Friðrik Erlings-
son skrifaði
handrit mynd-
arinnar með hlið-
sjón af Snorra-
Eddu, en gert er
ráð fyrir að
frumsýna hana
árið 2010. „Við
erum að fara í
sagnaarfinn í
þessari frábæru
sögu sem Snorri
skráði. Þar er ævintýraheimur sem
er engu líkur, og hefur verið áhrifa-
valdur fyrir menn eins og Tolkien
þegar hann skrifaði Hringadrótt-
inssögu,“ segir Hilmar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Caoz. Myndin
heitir einfaldlega Thor, en undirtit-
illinn er The Edda Chronicles. „Við
vinnum þetta allt á ensku, enda er-
um við í miklu erlendu samstarfi.
Við komum hins vegar til með að
vera með íslenska útgáfu af mynd-
inni líka,“ segir Hilmar, en myndin
verður 90 mínútna löng og fer í al-
menna dreifingu í kvikmyndahús
hér heima og erlendis.
Sjö ára verkefni
Caoz hefur áður framleitt teikni-
myndirnar Litla lirfan ljóta og
Anna og skapsveiflurnar. Að-
spurður segir Hilmar svipaða tækni
liggja að baki nýju myndinni.
„Þetta er bara sama tækni og til
dæmis Dreamworks er að vinna
með í Shrek-myndunum,“ segir
hann, og bætir því við að umrædd
tækni sé sífellt að verða fullkomn-
ari. „Það er stöðug þróun sem á sér
stað, en hún leysir samt ekki af
hólmi þá miklu mannlegu vinnu
sem liggur að baki. Þetta er heil-
mikið mál því framleiðslan sjálf
tekur á bilinu tvö til tvö og hálft ár
en það er sjö ára verkefni að koma
þessu á koppinn,“ segir Hilmar, en
hugmyndin að myndinni kviknaði
árið 2003 og vinna hófst síðan árið
2005.
„Þetta er rétt að byrja en við er-
um samt komin heillangt. Ég get
nefnt sem dæmi að venjuleg Pixar-
mynd er sjö til átta ár í vinnslu.
Við erum að vinna þetta á svip-
uðum hraða,“ segir Hilmar, en Pix-
ar hefur framleitt teiknimyndir á
borð við Toy Story, Finding Nemo
og The Incredibles.
Hilmar segir miklu meira mál að
gera svona mynd heldur en hefð-
bundna leikna kvikmynd, og auk
þess mun dýrara. Hann segir að
áður en langt um líður muni um
120 manns vinna við gerð mynd-
arinnar, þar á meðal einhverjir út-
lendingar, en teiknarar séu þó
flestir íslenskir.
Eins og áður segir er stefnt að
dreifingu á myndinni erlendis, en
Hilmar segir mikinn markað fyrir
myndir af þessu tagi á erlendri
grundu. „Þetta er risamarkaður því
þegar þessar tölvuteiknuðu myndir
gerast bestar eru þær mest sóttu
myndirnar í kvikmyndahúsum úti
um allan heim,“ segir hann, en sem
dæmi má nefna að Shrek 2 er í
þriðja sæti yfir mest sóttu myndir í
bandarískum kvikmyndahúsum frá
upphafi. „Peningalega er því eftir
miklu að slægjast en það kostar
líka mikið að gera svona mynd,“
segir Hilmar, sem er bjartsýnn á
gott gengi. „Það er mikill áhugi
fyrir þessu því sögurnar okkar eru
aldeilis frábærar, þetta er æv-
intýraheimur sem er gott að vinna
út í teiknimyndir. Það er í rauninni
eina leiðin til að myndgera hann og
eins og við höfum sagt þá er loks-
ins komin tækni til að myndgera
hann á þann hátt sem hann á skil-
ið.“
Á réttri leið
Caoz var stofnað árið 2001 og
eru starfsmenn fyrirtækisins nú
tíu. Auk Thors er fyrirtækið að
vinna að sjónvarpsþáttum byggðum
á Önnu úr Önnu og skapsveifl-
unum, en þættirnir nefnast Anna
Young. Hilmar segir stefnt að því
að koma þáttunum á markað árið
2009.
Fyrirtækið hefur fengið styrki úr
Kvikmyndasjóði en Hilmar segir
það annars rekið með eigin fram-
lögum, sem og fjárfesta. „Mark-
miðið er að auka framleiðsluna svo
þetta verði reglulegri tekjur. Eins
og fyrirtækið hefur þróast síðustu
ár held ég að við séum á réttri
leið.“
Þrumuguð í fullri lengd
Gamansöm íslensk tölvuteiknimynd um Þór þrumuguð frumsýnd árið 2010
Morgunblaðið/Ásdís
Þolinmæði „Ég get nefnt sem dæmi að venjuleg Pixar-mynd er sjö til átta
ár í vinnslu. Við erum að vinna þetta á svipuðum hraða,“ segir Hilmar.
Í HNOTSKURN
» Thor er spennandi og æv-intýraleg gamanmynd í fullri
lengd.
» Um sjö ár tekur að komamyndinni á koppinn og um
120 manns munu vinna að henni.
» Sjá má brot úr Thor áwww.caoz.is.
Hilmar Sigurðsson
www.caoz.is
Flóki Guðmundsson
floki@mbl.is
SENA ehf. mun á næstu vikum taka
við rekstri kvikmyndasýninga í Há-
skólabíói. Hefur samningur til
næstu fimm ára verið undirritaður
af fulltrúum Senu og Háskólabíós
um reksturinn en hann hefur á und-
anförnum fimm árum verið í hönd-
um Sambíóanna.
Í kjölfar þess að Sena tekur rekst-
urinn yfir verður ráðist í umtals-
verðar breytingar á austurhluta Há-
skólabíós. Anddyrið þeim megin
mun fá nýja ásýnd, útlit salanna
endurbætt og sæti endurnýjuð – allt
í samráði við arkitekt hússins
Tækjakostur mun þó að mestu leyti
verða sá sami enda í ágætu ástandi,
að sögn Stefáns Ólafssonar, stjórn-
arformanns Háskólabíós.
Spurður um endurbætur á öðrum
hlutum hússins bendir Stefán á að
nýlega hafi aðalanddyrið gengið í
gegnum miklar breytingar en ekki
verði ráðist í neinar endurbætur á
stóra salnum að svo stöddu. Slíkar
framkvæmdir bíði þess að tónlistar-
húsið verði fullbyggt og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands flytji starfsemi
sína þangað.
Ekki er að búast við neinum stór-
kostlegum viðsnúningi í sýning-
arstefnu hússins, að mati Stefáns
sem telur að sýningar verði með
svipuðum hætti og verið hefur hjá
Sambíóunum. Spurður hvort Há-
skólabíó setji einhverjar listrænar
kröfur varðandi þær sýningar sem
boðið verður upp á kveður Stefán
svo ekki vera. Það hafi hins vegar
komið til tals að auka menning-
artengdar kvikmyndasýningar, þ. á
m. fyrir háskólasamfélagið.
„Það er í sjálfu sér erfitt að setja
rekstraraðilum stíf mörk varðandi
slíkt. En það eru ákveðnar hug-
myndir sem verið er að reifa í því
sambandi,“ upplýsir hann en telur
ótímabært að ræða þær opinberlega
að svo stöddu.
Sena, sem er hluti af 365, á og rek-
ur nú þegar þrjú kvikmyndahús:
Regnbogann, Smárabíó og Borg-
arbíó á Akureyri.
Sena sýnir í endur-
bættu Háskólabíói
Morgunblaðið/Golli
Háskólabíó Sena mun brátt fara með rekstur kvikmyndasýninga í húsinu.
Með vorinu verður ráðist í endurbætur á austurhluta byggingarinnar.