Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 27 UMRÆÐA fjölmiðla und- anfarið m.a. um Breiðavík og Byrgið hefur gef- ið okkur tilefni til að fjalla svolítið um barnavernd á Íslandi frá sjón- arhóli fé- lagsráðgjafa. Spurning er hvort slík umfjöllun er eins „fjölmiðla- væn“ og það sem fyrir hefur legið og almenningur horfir til með vandlætingu. Dæg- urumræðan og hneykslun á vanmætti yfirvalda má ekki verða til þess að gera opinbera þjónustu of tortryggilega eða koma í veg fyrir að börn, sem þurfa á aðstoð að halda í dag, fái ekki notið hennar vegna hræðslu við barnaverndaryf- irvöld. Barnauppeldisins heilaga skylda Flest bendir til þess að á hverjum tíma hafi verið til fólk, sem hefur borið hag barna fyrir brjósti og samfélagið reynt með einverjum hætti að grípa inn í og koma börnum til aðstoðar. Í nýlegri bók Hildar Biering „Barnauppeldisins heilaga skylda“ sem fjallar um barna- vernd á fyrrihluta 19. aldar er að finna ýmsar upplýsingar sem styðja þá hugmynd að meðal ráðamanna þjóðarinnar hafi lengi ríkt sú skoðun að vernda þurfi börn gegn illri meðferð. Menn hafa hins vegar ekki alltaf verið á einu máli um hvað skuli teljast til illrar meðferðar á börnum og hvert tímabil sög- unnar á sínar kenningar um það. Menn gátu fordæmt það sem þeir töldu vera illa meðferð á börnum, gerður var grein- armunur á hirtingum í uppeldis- legum tilgangi og miskunn- arlausum barsmíðum. Í niðurstöðukafla bókarinnar kemst Hildur að eftirfarandi niðurstöðu: „Dómsmálin sýna að mönnum bauð við grimmd og harðneskju gagnvart börnum en þá eins og nú nægði það ekki til þess að bjarga öllum börnum frá vanrækslu og kynferðislegu- og líkamlegu ofbeldi“ (bls. 86). Löggjöf og tíðarandi Mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar réttindi barna síð- ustu áratugi. Fyrstu lög um barnavernd voru sett 1932 á Ís- landi (lög nr. 43/1932) en fyrir þann tíma voru ákvæði er vörð- uðu hagsmuni barna í öðrum lögum. Má þar nefna fátækra- lög (lög nr. 43/1927) og lög um hegningu barna og unglinga (lög nr. 39/1907). Bara heitin á þessum lögum segir sitt um tíð- arandann. Seint á 19. öld og fram á þá 20. var refsilöggjöf í landinu uppfull af því hvernig refsa bæri börnum. En upp úr aldamótum 1900 hófst löggjaf- arstarf í þágu barna á Íslandi. Örar breytingar á þjóðfélags- háttum urðu til þess að árið 1947 voru samþykkt lög um vernd barna og ungmenna (lög nr. 29/1947) og þau síðan end- urbætt árið 1966 (lög nr. 53/ 1966). Í þeim síðarnefndu var lögð sérstök áhersla á að rétt- aröryggi og vönduð máls- meðferð væri höfð að leiðarljósi. Þessi lög voru síðan endur- skoðuð enn á ný árið 1987. Á svipuðum tíma, eða árið 1989, varð Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna að veruleika og má segja að ný lög um vernd barna og ungmenna á Íslandi árið 1992 ( lög nr.58/1992), hafi dreg- ið nokkurn dám af honum. Með þeim lögum var lögð áhersla á að auka réttarvernd barnanna sjálfra. Endurbætur á þeim nokkru síðar fólu í sér viðbætur, sem m.a. gerðu ráð fyrir stofn- un Barnaverndarstofu. Sú stofnun hefur með höndum mik- ilvæg eftirlits- og leiðbeining- arhlutverk í barnavernd á Ís- landi. Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 2002 (lög nr. 80/ 2002). Í þeim er í fyrsta skipti tekið fram að barn sem náð hef- ur 15 ára aldri sé aðili barna- verndarmálsins. Þá kemur enn fremur fram að jafnan skuli skipa barni talsmann áður en gripið er til ráðstafana í máli þess, en þá er tekið mið af aldri og þroska. Þótt það hafi verið umdeilt að 15 ára barn hafi með þessum hætti öðlast aðild að máli sínu, færir það vissulega barninu bæði lagalegan og sið- ferðislegan rétt og tryggir að sjónarmið þess séu höfð til hlið- sjónar og komi fram þegar tek- in skal ákvörðun um meðferð- arúrræði sem varða hagsmuni þess. Þess má einnig geta að í sama lýðræðisanda er sú vinnu- regla viðhöfð hjá Barnavernd Reykjavíkur að tala ávallt við hvert einasta barn sem nýtur þar þjónustu. Fjölmiðar og barnavernd Samfélag okkar tekur sífelld- um og örum breytingum. Fjöl- miðlar spegla tíðarandann og taka á málefnum. Gagnrýna og benda á, sem er af hinu góða. Með umfjöllun sinni bera fjöl- miðlar ábyrgð og hafa áhrif á farveg umræðunnar og það samfélagsumhverfi sem við hrærumst, í. Því þarf að gera ríkar kröfur til þeirra um að fjalla um málefni af víðsýni og þekkingu þannig að heildarsýn fáist. Umræðan um Breiðavík- urheimilið hefur að mörgu leyti verið af hinu góða, vakið spurn- ingar og opnað gáttir sem áður hafa verið lokaðar. Umræðan þarf líka að miðla þekkingu, dýpka skilning og vekja spurn- ingar sem varða daginn í dag. Hvað með málefni barna sem eru undir í samfélaginu núna? Er verið að gera betur nú en áð- ur og hvernig þá? Getum við lit- ið til baka eftir 40 ár með stolti? Fjölmiðlar eiga að vera til- búnir að ræða barnavernd í víð- um skilningi og auka skilning al- mennings á þeim verkefnum sem við blasa hvað varðar barnavernd. Barnavernd- arumræða í fjölmiðlum hefur víðast haft tilhneigingu til að vera æsifréttamennska. Það kemur gleggst fram þegar at- hygli er beint að einstökum mál- um þar sem einstaklingar sem eiga um sárt að binda eru fengnir til að stíga fram og gera mál sín upp í fjölmiðlum. Sam- félagsleg samstaða hef- ur myndast gegn slíku og vísbendingar eru um að margt sé að breytast í þessum efnum. Á Íslandi hafa fjölmiðlar gert átak og fjallað um og kynnt alvarleika misnotkunar á börnum með ýmsum hætti og einkar vel- heppnaður greinaflokk- ur í Morgunblaðinu síð- ast liðið haust um uppeldisaðstæður barna er dæmi um vandaða blaða- mennsku. Því á ekki að vera óraunhæft að vænta þess að fjölmiðlar takist á við að fjalla um vanrækslu, líkamlegt og til- finningalegt ofbeldi á börnum með svipuðum hætti og vekja til menn til umhugsunar. Fjöl- miðlar eru öflugt tæki sem get- ur vakið sofandi samfélag til vit- undar. Málið er einnig hápólitískt og snýst um viðhorf og peninga. Líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt ofbeldi á börn- um viðgengst í dag. Vanræksla barna er of víðtæk í samfélagi okkar og hverskonar áhættu- hegðun unglinga er staðreynd. Hægt er að taka sem dæmi að árið 2006 bárust til Barnavernd- ar Reykjavíkur tilkynningar um misfellur í aðbúnaði um 1.600 barna. Tölur benda til þess að vanræksla barna fari vaxandi ekki síst vegna aukinnar neyslu foreldra á fíkniefnum. Þá má geta þess að árið 2006 bárust 22 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur vegna þungaðra kvenna, en barnaverndarlög kveða nú á um, að ef grunur leikur á að lífi og heilsu ófædds barns sé stefnt í hættu vegna lífernis verðandi móður skuli barnavernd bregðast við. Til þess að vinna sem best að þess- um málaflokki öllum þarf auð- vitað að hlú vel að og sýna skiln- ing á þeim verðmætum sem þarna eru á ferðinni. Enn- fremur þarf að efla samfélags- legan skilning á því að við eru öll samábyrg. Tilkynningaskyldan Umræðan um aðbúnað og of- beldi í Breiðavík er ekki ný af nálinni, það vissu yfirvöld og þeir sem störfuðu á sviðinu fyrir áratugum síðan. Málið hefur meira að segja verið reifað í bókum eftir fórnarlömbin sjálf. En nú eru fjölmiðlar tilbúnir að taka málið upp, góðu heilli. En núna, á líðandi stund, þarf hver og einn að hugsa til skyldu sinn- ar í þessum efnum. Börnin verða sjálfstæðir þegnar þegar þau eru 18 ára og þar til börn verða sjálfráða eru það for- eldrar sem bera meginábyrgð á þeim, en líka skóla-, heilbrigðis- og félagskerfið sem á að veita þeim umhugsun og þjónustu eftir efnum og aðstæðum hvers barns. Ef ljóst er að aðbúnaði barns er áfátt að einhverju leyti ber bæði opinberum stofnunum og almenningi að tilkynna um slíkt til barnaverndaryfirvalda sem hafa ekki aðeins hlutverki að gegna þegar allt um þrýtur heldur eiga að aðstoða áður en í óefni er komið og sömuleiðis beita sér fyrir aðgerðum til for- varna. Það varðar við lög að láta slíkt hjá líða. Lítið barn á að geta treyst því að það eigi sér einhvern málsvara. Stundum þarf kjark til að líta ekki undan. Og þrátt fyrir allt má umræðan um mistök fyrir 40 árum ekki verða til að einstaklingar í dag þori ekki að þiggja aðstoð vegna ótta við barnaverndaryfirvöld. Barnavernd, tíðarandi og samfélagsábyrgð Eftir Guðrúnu Marinósdóttur og Halldóru Gunnarsdóttur » Fjölmiðlar eigaað vera tilbúnir að ræða barnavernd í víðum skilningi og auka skilning al- mennings á þeim verkefnum sem við blasa hvað varðar barnavernd. Halldóra Gunnarsdóttir Höfundar eru félagsráðgjafar og starfa hjá Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur. Guðrún Marinósdóttir að viðhalda eðli- rslun. Hins vegar kilvægi þess að annanir og verð- aldrei gert annað a vísbendingu um ðlilega mikil í einni ra. Fjölmargar ð baki eins og þær rið. Allt of algengt á síðasta tengi- slunina. Kannski tíðarviðhorfi til á einokunartím- ænmeti nnast umræðu m álagningu á 2002 og tengdist i og var græn ví sambandi. ið 2002 að verða um lækkun og m á grænmeti og erðum til inn- mleiðenda í bein- pi raddir um að i skila sér til neyt- myndu nota tæki- á sama verði og uninum í eigin ár gengu ekki eftir m í meðfylgjandi ð á þróun vísitölu agi á mat- og glöggt í ljós að kkaði töluvert ár- grænmeti voru ísitala neyslu- verðs hækkaði um næstum 4% á tíma- bilinu frá janúar 2002 til janúar 2004, þá lækkaði vísitala mat- og drykkjar- vöru um 4,4% á sama tímabili. Ætla má að tollalækkun á grænmeti hafi valdið þessari lækkun matarverðs. Þessa nið- urstöðu má einnig finna í skýrslu Hag- stofustjóra sem var formaður mat- vælanefndar sem birt var síðasta sumar. Þar segir að áhrif niðurfell- ingar á tollum á grænmeti hafi leitt til lækkunar á ávöxtum og í kjölfarið hafi neysla grænmetis aukist. Þetta dæmi ætti að gefa vísbendingu um að allar líkur eru á að þær aðgerðir sem rík- isstjórnin hefur boðað til lækkunar á matarverði muni skila sér til neytenda en lendi ekki í vasa kaupmanna. Líkt ástand og við upptöku evru Sú mikla hreyfing sem stjórnvöld reyna nú að virkja til verðeftirlits minnir um margt á þá tíma er evra var tekin upp sem gjaldmiðill í 13 Evr- ópuríkjum árið 2002. Í undirbúnings- ferlinu fór á kreik sá orðrómur að verslunin myndi nota tækifærið og hækka álagningu á vörum sínum í trausti þess að almenningur skynjaði ekki verðhækkanir þegar tekin yrði upp ný mynteining. Verðsamanburður var efldur og miklar vangaveltur urðu í framhaldinu um verðlagsmál. Ýmsir samverkandi þættir gerðu það að verkum að verð á matvælum fór lækk- andi, þó það hafi ekki eingöngu verið vegna upptöku evrunnar. Verðsam- anburður varð auðveldari vegna sam- eiginlegrar gengisskráningar á öllu evrusvæðinu. Hins vegar þótti t.d. Finnum ósanngjarnt að bera saman evruverð á tilteknum matvælum í Grikklandi og í Finnlandi, þar sem allur tilkostnaður var mun lægri í Grikklandi. Innkoma ofur-lágvöruverslana Framlegð íslenskra mat- vöruverslana hefur verið lág und- anfarin ár og samkvæmt rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2004 er álagning íslenskra dag- vöruverslana álíka mikil eða heldur lægri en í Bretlandi. Þetta er mik- ilvægt að hafa í huga því fáar at- vinnugreinar eru í jafn mikilli al- þjóðlegri samkeppni og smásöluverslun. Enginn vafi er á því að svokallaðar ofur-lágvöruverslanir á borð við Lidl og Aldi sem hafa ver- ið að hasla sér völl á hinum Norð- urlöndunum fylgjast vel með því sem gerist hér á landi og verða fljót- ar að koma sér fyrir hér á mark- aðnum ef þær sjá sér hag í því. Að því er fram kom hjá Thomasi Svaton, framkvæmdastjóra Sam- taka sænskra dagvöruverslana, á nýlegum fundi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – væri líklegt að þessar ofur-lágvöruverslanir myndu hasla sér völl hér á landi ef dregið yrði úr gjaldtöku og vernd- artollum sem ríkjandi eru hér á landi. Því er spurning hvort gera má ráð fyrir komu þessara verslana hingað til lands eftir 1. mars næst- komandi? Ef það verður má gera ráð fyrir að verðkannanir á matvælum taki nýjan kipp og verði vinsælli en nokkru sinni fyrr. ir á matvælum Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar. brot þessi varða mun þyngri refsingu en nú er, eða fangelsi frá einu ári og allt að 16 árum í stað fangelsis allt að sex árum. Þá er lagt til að lögfest verði ákvæði um nokkur atriði sem verka skuli til þyngingar við ákvörðun refsingar fyrir nauðgun. Eitt þeirra er ungur aldur þolenda. Í öðru lagi er lagt til að lög- fest verði almennt ákvæði um refsiábyrgð vegna kynferð- islegrar áreitni. Í þriðja lagi að refsing fyrir samræði og önnur kynferð- ismök við barn yngra en 14 ára verði þyngd og verði refsimörk- in hin sömu og fyrir nauðgun, þ.e. fangelsi frá einu ári og allt að 16 árum. Með því er lögð áhersla á hve alvarleg þessi brot eru þegar þau beinast gegn börnum og tel ég þá nauðgun og kynmök við börn yngri en 14 ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðg- unar einnar áður. Í fjórða lagi að lögfest verði ákvæði um heimild til refsi- lækkunar eða refsibrottfalls ef sá sem gerist sekur um sam- ræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en 14 ára er sjálfur á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Í fimmta lagi að upphaf fyrn- ingarfrests kynferðisbrota mið- ist við 18 ára aldur brotaþola en ekki 14 ára eins og nú er. Ref- sihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verði hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrn- ast á lengri tíma en samkvæmt núgildandi lögum. Í sjötta lagi að ákvæði 1. mgr. 206. gr. um refsingu fyrir að stunda vændi sér til fram- færslu falli niður. Þess í stað verði lögfest ákvæði um refsi- næmi þess að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í opinberum aug- lýsingum.“ Algeng brot og skaðleg Kynferðisbrotakafla hegn- ingarlaganna var síðast breytt árið 1992. Í greinargerð með því frumvarpi sem nú liggur fyrir þingi segir m.a. að á þeim tíma sem liðinn sé hafi vitn- eskja um kynferðisbrot, ein- kenni þeirra og afleiðingar auk- ist gífurlega. „Öll umræða í þjóðfélaginu um brotin er orðin mun opinskárri og engum blandast lengur hugur um hve algeng þau eru og skaðleg, bæði fyrir þann sem fyrir þeim verður og samfélagið í heild. Þótt dómum fyrir sumar teg- undir kynferðisbrota hafi fjölg- að er ljóst að fjöldi brota kemur aldrei fram í dagsljósið og þótt þau geri það eru sakfelling- ardómar hlutfallslega fáir. Þó núgildandi ákvæði hegning- arlaga um kynferðisbrot séu ekki gömul hefur á und- anförnum árum komið fram vaxandi gagnrýni á sum þeirra. Þau þykja ekki veita þolendum brotanna næga réttarvernd, auk þess sem sumir telja að hugsanlega leynist þar enn gömul og úrelt viðhorf í afstöðu til kvenna. Sú skilgreining á hugtakinu „nauðgun“ sem byggt er á í lögunum er ekki í samræmi við hugmyndir fólks almennt um hvað í slíku broti felst. Þá þykja refsiákvarðanir dómstóla fyrir brotin vera of vægar, ekki síst þegar börn eru þolendur brotanna.“ r verði þyngdar rsv@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar um 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.