Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 39
Atvinnuauglýsingar
Blaðbera
vantar í
Hveragerði
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Verkalýðsfélagið Hlíf
Félagsfundur
Fundur verður haldinn miðvikudaginn
21. febrúar 2007 kl. 20.00 í Skútunni,
Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Dagskrá:
1. Kjaramál.
Stefán Ólafsson prófessor flytur erindi
um skatta og lífskjör.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar!
Stjórn Vlf. Hlífar.
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Tillaga að breytingu
á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins
2001-2024
Nýr byggðareitur austan Grafarholts, við
Reynis-vatnsás, á byggðasvæði nr. 13.
Breytt afmörkun Græna trefilsins.
Borgarráð Reykjavíkur auglýsir, skv. 2. mgr. 14. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.,
tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborg-
arsvæðisins 2001-2024. Tillagan gerir ráð fyrir
um nýjum byggðareit austan Grafarholts (10 ha)
og lítilsháttar tilfærslu á Græna treflinum. Borgar-
yfirvöld Reykjavíkur bæta það tjón sem einstakir
aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.
Tillagan hefur verið send sveitstjórnum á höfuð-
borgarsvæðinu til kynningar. Tillagan verður send
Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfis-
ráðherra um lokaafgreiðslu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna
geta snúið sér til skrifstofu skipulags- og bygg-
ingarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3.
Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar
Reykjavík 20. febrúar 2007
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Ýmislegt
Opinber þöggun, hve lengi?
Eftir áratuga stífa þöggun á nú að rannsaka
rekstur drengjaheimilis í Breiðuvík. En hvað
um nýrri mál? Svo sem birgð opinberra eftir-
litsaðila í Árna- og Sverrismálum, í máli Byrgis-
ins, Bolludagsmáli, leynd um Búnaðarbanka-
söluna, og um raforkuverð og jarðlög Kára-
hnjúkavirkjunar. Sagan um viðaukann við
Varnarsamninginn frá 1951 og þöggun hans í
Utanríkismálanefnd 2004, sem SJS, nefndar-
maður, upplýsti um í Sjónvarpi RUV 21.01.07,
húkir hálfsögð. Þagnir segja stundum mikið og
lesa má í margt annað. Upplýsingaslys gerast
og svo gæti langlund brostið.
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Félagslíf
EDDA 6007022019 III FJÖLNIR 6007022019 I
Kjörfundur Stm.
I.O.O.F. Ob.1,Petrus 1872208
Fl.
I.O.O.F. Rb.41562208-81/2 *
HLÍN 6007022019 IV/V
Atvinnuauglýsingar
augl@mbl.is
Norðmenn sigruðu í sveitakeppni
Bridshátíðar sem lauk á Hótel Loft-
leiðum sl. sunnudagskvöld. Sveitin
hlaut 189 stig, fimm stigum meira en
blönduð sveit þriggja Svía og Dana
sem voru helztu keppinautarnir auk
sveitar Eyktar sem vantaði 6 stig í
efsta sætið.
Í sigurliðinu eru tveir landsliðs-
menn til margra ára en þeir eru Tor
Helness og Erik Sælensminde en
með þeim spiluðu Rune Hauge og
Jan Petter Svendsen.
Sigursveitin tapaði fyrsta leik sín-
um í mótinu 11:19 en þaðan í frá lá
leiðin aðeins upp og meðalárangur-
inn varð tæp 19 stig í leik.
Lokastaða efstu sveita:
Rune Hauge 189
Sveit Griffin 184
Sveit Eyktar 183
Young Guns II 179
Quantum 177
Sölufél. garðyrkjumanna 175
Sveit Simons Gills 172
Athygli vakti árangur Svía í fyrri
hluta mótsins en þá unnu þeir alla
sína leiki og leiddu mótið. Allt gekk
svo á afturfótunum hjá þeim í seinni
hlutanum og enduðu þeir í 12. sæti.
Tvímenningurinn
Í tvímenningskeppninni sigruðu
Norðmennirnir Erik Sælensminde
og Jan Petter Svendsen með nokkr-
um yfirburðum. Reyndar var það svo
að útlendingarnir höfðu raðað sér í
efstu sætin fyrir síðustu umferðina
en okkar menn áttu góðan loka-
sprett. Þar fóru fremstir í flokki
Guðmundur Páll Arnarson og Ás-
mundur Pálsson sem náðu öðru sæt-
inu í mótinu. Ásmundur er reyndar
engum líkur en hann nálgast nú átt-
rætt.
Lokastaða efstu para:
Jan Svendsen – Erik Sælensminde 57,60%
Ásmundur Pálss. – Guðm. P. Arnarson 56,68
Andrew McIntosh – Graham Orsmond 56,55
Bjarni Einarss. – Sigurbjörn Haraldss. 56,47
George Mittelman – Arno Hobart 55,71
P.G. Eliasson – P.O. Sundelin 55,36
Ómar Olgeirsson – Kristján Blöndal 55,26
Ase Langeland – Geir Brekka 55,13
.
Alls tóku 134 pör þátt í tvímenn-
ingnum. Keppendur komu víða að og
hefir þátttakendafjöldinn aldrei ver-
ið svo fjölskrúðugur eða frá a.m.k.
ellefu þjóðlöndum.
Pakistaninn Zia Mahmood komst
ekki á verðlaunapall að þessu sinni
en hann átti síðasta orðið eins og svo
oft áður þá er hann hefir komið.
Hann þakkaði fyrir spilamennsk-
una og hrósaði Íslendingum í hástert
fyrir gestrisni og skipulag mótsins.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Sigurglaðir Norðmenn sigruðu af öryggi í sveitakeppninni á Bridshátíð sem fram fór um helgina F.v.: Jan Petter
Svendsen, Erik Sælensminde, Rune Hauge og Tor Helness.
Norðmenn sigursælir á Bridshátíð
BRIDS
Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Sigursælir Guðmundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson náðu bestum
árangri íslensku paranna í tvímenningnum á Bridshátíð.