Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMSTARF Norðurlanda á
skáksviðinu hefur verið við lýði um
langt skeið og fyrir um 30 árum hóf-
ust Norðurlandamót í skólaskák.
Segja má að Norðurlandamótin í
skólaskák skiptist í tvenn, annars
vegar eru haldnar margvíslegar
sveitakeppnir og hinsvegar er haldin
einstaklingskeppni þar sem keppt er
í fimm aldursflokkum, frá 10 ára og
yngri til 17–20 ára. Um síðustu helgi
fór einstaklingskeppnin 2007 fram í
skákhöllinni í Faxafeni 12. Tveir
keppendur voru í hverjum aldurs-
flokki frá Norðurlandaþjóðunum
sex, Danmörku, Finnlandi, Færeyj-
um, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tólf
keppendur voru því í hverjum flokki
og tefldar voru sex umferðir.
Fyrir mótið voru af íslensku kepp-
endunum mestar vonir bundnar við
að Dagur Arngrímsson og Guð-
mundur Kjartansson í A-flokki og
Hjörvar Steinn Grétarsson í C-flokki
myndu ná góðum árangri. Þessir
þrír hafa samanlagt unnið nokkra
Norðurlandameistaratitla og svo fór
að sá yngsti þeirra, Hjörvar Steinn,
gerði sér lítið fyrir og bætti þriðja
meistaratitli sínum í safnið. Eins og
Dagur í A-flokki vann Hjörvar
fyrstu tveir skákir sínar og gerði svo
tvö jafntefli í röð. Á lokadeginum
steig Hjörvar hinsvegar engin feil-
spor, lagði báða andstæðinga sína að
velli og vann titilinn á stigum. Dagur
endaði hinsvegar keppni með 4½
vinning af 6 mögulegum og hreppti
silfrið á stigum en færeyski alþjóð-
legi meistarinn Helgi Dam Ziska
fékk jafnmarga vinninga og Dagur
en þurfti að gera sér þriðja sætið að
góðu.
Sverrir Þorgeirsson í B-flokki stóð
sig með mikilli prýði en hann fékk 4
vinninga og lenti í fjórða sæti á stig-
um en aðrir íslenskir keppendur
voru ekki nálægt því að næla sér í
verðlaun á mótinu. Árangur íslensku
keppendanna varð annars þessi:
A-flokkur (17–20 ára):
2. Dagur Arngrímsson (2.317) 4½ v.
4. Guðmundur Kjartansson (2.297) 3 v.
B-flokkur (15–16 ára):
4. Sverrir Þorgeirsson (2.008) 4 v.
11. Vilhjálmur Pálmason (1.912) 1½ v.
C-flokkur (13–14 ára):
1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.167) 5 v.
9. Patrekur Maron Magnússon (1.730) 2 v.
D-flokkur (11–12 ára):
7. Dagur Andri Friðgeirsson (1.785) 3 v.
10. Nökkvi Sverrisson (1.625) 2 v.
E-flokkur (10 ára og yngri):
6. Friðrik Þjálfi Stefánsson (1.430) 3 v.
12. Kristófer Gautason (1.220) 1 v.
Svíarnir Victor Nihander (2.309),
Simon Rosenberg (2.083) og Martin
Östlund (1.555) urðu Norðurlanda-
meistarar í A-, B- og E-flokkum en
Daninn Mads Anderson (2.006) varð
meistari í D-flokki. Sænsku kepp-
endurnir fengu langflesta vinninga
samanlagt en á eftir þeim komu
norsku og dönsku keppendurnir. Ár-
angur einstakra þjóða varð annars
þessi:
1. Svíþjóð 38 v. af 72 mögulegum. 2. Noregur
34½ v. 3. Danmörk 30½ v. 4. Ísland 29 v. 5.
Finnland 29 v. 6. Færeyjar 19 v.
Helgi Ólafsson, stórmeistari og
skólastjóri Skákskóla Íslands, var
þjálfari og liðsstjóri íslensku kepp-
endanna en mótshaldið var á vegum
Skáksambands Íslands. Á heimasíðu
mótshaldaranna er hægt að finna
frekari upplýsingar um mótið en
hægt er að nálgast vefslóð hennar á
skákfréttavefnum, www.skak.is.
Drama í Linares/Morelia-
ofurmótinu
Átta manna Linares/Morelia-ofur-
mótið er nýhafið og fer fyrri hlutinn
fram í borginni Morelia í Mexíkó.
Azerski ofurstórmeistarinn Teimour
Radjabov (2.729) og einn sigurveg-
ara á Corus-ofurmótinu í Wijk aan
Zee 2007, átti að vera á meðal kepp-
enda en hann dró sig í hlé fyrir mótið
þar sem brotist var inn á hótelher-
bergi hans og tekin þaðan margvís-
leg verðmæti, m.a. tölvubúnaður
hans. Að mati Radjabov áttu móts-
haldarar með tilteknum hætti sök á
að auka líkurnar á að þetta gerðist
og var hann sérstaklega óánægður
með að þeir hefðu lítið sem ekkert
viljað aðstoða sig í kjölfar atviksins.
Þetta brotthvarf Azerans sterka
þýddi að mótshaldið var komið í eilít-
ið uppnám en sem betur fer var snill-
ingurinn Vassily Ivansjúk frá Úkra-
ínu staddur á svæðinu og féllst hann
á að hlaupa í skarðið fyrir Radjabov.
Í fyrstu umferð gerði norska
undrabarnið Magnus Carlsen sér lít-
ið fyrir og skellti rússneska ofurst-
órmeistaranum Alexander Moroze-
vich og í annarri umferð sýndi
Ivansjúk klærnar gegn fyrrverandi
heimsmeistaranum Veselin Topalov
en Búlgarinn lék af sér manni í síð-
asta leik sínum fyrir fyrstu tíma-
mörkin. Fyrir utan þessar tveir
skákir lauk öðrum viðureignum í
fyrstu tveim umferðunum með jafn-
tefli og að þeim loknum er staða
mótsins þessi:
1.–2. Vassily Ivansjúk (2.750) og Magnus
Carlsen (2.690) 1½ v.
3.–6. Levon Aronjan (2.744), Peter Svidler
(2.728), Peter Leko (2.749) og Viswanathan
Anand (2.779) 1 v.
7.–8. Veselin Topalov (2.783) og Alexander
Morozevich (2.741) ½ v.
Hjörvar Norðurlandameistari
SKÁK
Skáksamband Íslands
NORÐURLANDAMÓT Í SKÓLASKÁK
16.–18. febrúar 2007
Morgunblaðið/Ásdís
Norðurlandameistarinn Hjörvar
Steinn Grétarsson.
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
NÝLEGA afhentu Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur
fasteignasali, og Hafdís Rafnsdóttir sölufulltrúi
Krabbameinsfélaginu á annað hundrað þúsund
króna framlag til baráttunnar gegn brjósta-
krabbameini. Um var að ræða hluta af söluþóknun
októbermánaðar 2006.
Ásdís og Hafdís vildu með þessu móti vekja at-
hygli á mikilvægi þess að allar konur færu reglu-
lega í brjóstamyndatöku hjá Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins og einnig vildu þær leggja sitt af
mörkum til að styðja forvarnastarf félagsins. Þetta
er í fyrsta sinn sem Ásdís og Hafdís leggja þessu
málefni lið en þær stefna að því að endurtaka þetta
að ári.
Í frétt frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að
félagið meti þennan stuðning mikils.
Stuðningur Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins,
og Hafdís Rafnsdóttir sölufulltrúi. Stefnt er að því að endurtaka framlagið að ári.
Styðja baráttu gegn krabbameini
SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands efnir til
fræðslufundar í Norræna húsinu í
kvöld, þriðjudaginn 20. febrúar, kl.
20. Fyrirlestra halda Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur og fugla-
fræðingarnir Óli K. Nielsen og Ævar
Petersen. Guðlaugur Þór Þórðarson
alþingismaður fjallar um breytt við-
horf stjórnmálamanna til umhverf-
ismála. Ráðstefnustjóri er dr. Arnór
Þórir Sigfússon.
„Útivistarfólk hefur tekið eftir að
nokkur breyting hefur orðið á ís-
lenskri náttúru. Margir vilja rekja
þessar breytingar til hlýnunar veð-
urfars. Greinilegt er að stofnar
villtra dýra haga sér öðruvísi en þeir
hafa venju til. Nokkrum tegundum
sjófugla hefur fækkað hér við land,
hreindýrum hefur fjölgað all-
verulega og gæsir dvelja hér mun
lengur en áður. Þá hefur ref fjölg-
að,“ segir í frétt frá Skotveiðifélagi
Íslands.
Ræða breyt-
ingar á veðri
og í náttúrunni
AÐALFUNDUR Félags ungra
framsóknarmanna í Skagafirði var
haldinn á sunnudag. Tvær álykt-
anir voru samþykktar og telur
fundurinn að Framsóknarflokk-
urinn eigi ekki að fara í rík-
isstjórn með Sjálfstæðisflokknum
að afloknum alþingiskosningum í
vor.
„Það væri ekki pólitískt rétt að
fara fjórða kjörtímabilið í röð með
Sjálfstæðisflokknum í stjórn. En
að liðnum 12 árum hlýtur Fram-
sóknarflokkurinn að endurmeta
markmiðin með stjórnarsamstarfi.
Þrátt fyrir allan þann árangur
sem náðst hefur steðja vandamál
að íslensku samfélagi. Stærstu
verkefni næstu ára eru í velferð-
armálum og teljum við að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi ekki þann
áhuga sem þarf til að takast á við
þau verkefni,“ segir í ályktun
fundarins.
Aðalfundurinn tók ekki afstöðu
til hugmyndar um veg um hálendi
Íslands, en ítrekar að fyrst eigi að
koma öllum Íslendingum í vega-
samband. Aðalfundurinn hafnaði
aftur á móti þeim hugmyndum að
einstaklingar, fyrirtæki eða fé-
lagasamtök eigi vegi landsins.
Axel Kárason var endurkjörinn
sem formaður félagsins.
Framsókn
endurmeti
stjórnarsam-
starfið
HARRIET Mayor
Fulbright heldur
opinn fyrirlestur
í boði Háskóla Ís-
lands í Hátíð-
arsal aðalbygg-
ingar í dag,
þriðjudaginn 20.
febrúar, klukkan
16:00.
Harriet M. Ful-
bright er hér á landi í boði banda-
ríska sendiráðsins í tilefni af 50 ára
afmæli Fulbright-stofnunarinnar á
þessu ári. Að erindi loknu verður
boðið upp á hressingu.
50 ára afmæli
Fulbright-
stofnunar
Harriet Mayor
HAFIN er kosning um hvort
stækka eigi álver Alcan í Straums-
vík en sjálfur kjördagurinn verður
31. mars n.k. Samfylkingarfólk í
Hafnarfirði heldur opinn fund um
þessa spurningu nk. miðvikudag,
21. febrúar í Bæjarbíói að Strand-
götu 6 í Hafnarfirði og hefst fund-
urinn kl. 20.
Frummælendur eru Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrv. ráðherra og
sendiherra, Tryggvi Harðarson,
fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði,
og Þórunn Sveinbjarnardóttir al-
þingiskona.
Jón Baldvin hefur að undanförnu
tekið þátt í umhverfisumræðunni
sem einn af talsmönnum Varmárs-
amtakanna í Mosfellsbæ. Þórunn
hefur látið sig umhverfismálin
miklu skipta sem þingmaður Sam-
fylkingarinnar og Tryggvi, sem
innfæddur Hafnfirðingur, hefur al-
ist þar upp sem nágranni álversins
frá því það var byggt. Minna má og
á að formaður Samfylkingarinnar
hefur lýst yfir andstöðu sinni við
stækkun álversins í Straumsvík,
segir í frétt frá fundarboðendum.
Þótt fundurinn í Bæjarbíói sé á
vegum Samfylkingarfólks í Hafn-
arfirði, er hann öllum áhugamönn-
um opinn.
Álversfundur
í Hafnarfirði
ÓMAR Ragnarsson, fréttamaður og
áhugamaður um umhverfisvernd,
heldur erindi á fræðslukvöldi Arc-
tic Trucks um gildi landsvæðisins í
og við Brennisteinsfjöll á Reykja-
nesskaga. Erindi Ómars fer fram
nk. fimmtudagskvöld í húsakynn-
um Arctic Trucks við Klettháls 3 í
Reykjavík og stendur frá kl. 20 til
22.
Í erindi sínu leiðir Ómar að því
líkur að Brennisteinsfjöll komi til
greina sem eldfjallaþjóðgarður.
Skráning fer fram á heimasíðu Arc-
tic Trucks, www.jeppar.is.
Ómar um eld-
fjallaþjóðgarð
BÓKASAFN Kópavogs stendur fyr-
ir erindaröð um furður fimmtudag-
ana 22. febrúar til 29. mars 2007.
Næstkomandi fimmtudag talar
Magnús Skarphéðinsson um fljúg-
andi furðuhluti og geimverur.
Hann sýnir myndir og vídeómyndir
sem náðst hafa víða um jörð.
„Margir muna eftir erindum um
trúarbrögð frá í fyrra sem mæltust
vel fyrir. Með yfirskrift þessarar
erindaraðar er átt við ýmis dul-
arfull fyrirbæri sem ekki hefur tek-
ist að finna neina tæknilega skýr-
ingu á. Sumir trúa á tilvist þeirra,
aðrir ekki eins og gengur. En þó að
ekki séu allir á sama máli er fróð-
legt að vita um hvað málið snýst,“
segir í fréttatilkynningu.
Erindin byrja kl. 17.15 á til-
greindum dögum. Þau eru um 30
mín. löng en síðan er hægt að
spyrja flytjandann og ræða málin.
Aðgangur er ókeypis.
Furður í Bóka-
safni Kópavogs
MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ í minn-
ingu Margrétar Björgólfsdóttur
verða haldin í Heilsuhúsinu að Lág-
múla síðar í þessum mánuði.
„Margrét var frumkvöðull í mat-
reiðslu og framleiðslu grænmet-
isfæðis og rak meðal annars veit-
ingastaðinn Mensa á 9. áratugnum.
Margrét stofnaði fyrirtækið Morg-
ungull sem framleiddi heilnæmt
morgunkorn á morgunverðarborð
landsmanna. Hún hafði mikinn
áhuga á bættu mannlífi og neytti
eingöngu grænmetisfæðis frá unga
aldri,“ segir í fréttatilkynningu.
Á námskeiðinu verða kenndar
aðferðir við að elda ljúffenga og
holla grænmetisrétti á einfaldan
hátt. Fjallað verður um lífræna
ræktun, næringarefni og tengsl
matar og tilfinninga.
Innfalið í námskeiðinu er matur,
mappa með uppskriftum og upplýs-
ingum um samsetningu næring-
arefna og lífræna ræktun, ásamt
óvæntum glaðningi í lokin.
Næstu námskeið verða haldin
miðvikudaginn 21. febrúar frá kl.
19–22:30 og sunnudaginn 25. febr-
úar frá kl. 11–15.
Námskeið um
hollt mataræði
og betri lífsstíl