Morgunblaðið - 20.02.2007, Qupperneq 41
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
I
lmurinn, kvikmynd byggð á
samnefndri sögu Patrick
Süskind, er sýnd nú um
stundir í kvikmyndasölum
borgarinnar. Í henni fylgj-
umst við með því hvernig hinn of-
urþefnæmi Jean-Baptiste Grenouille
leitar eftir lífsfyllingu, en það gerir
hann með því að myrða ungar jóm-
frúr og einangra svo úr þeim ilminn.
Til að fullkomna verkið þarf hann þó
að ná hinni undirfögru Lauru Richis,
sem er leikin af hinni kornungu Rac-
hel Hurd-Wood. Blaðamaður átti
samtal við Hurd-Wood á Ritz hót-
elinu í Berlín, þar sem myndin var
frumsýnd síðasta haust.
Manneskja
Maður gerði sér ekki almennilega
grein fyrir ungum aldri Hurd-Wood
fyrr en hún labbaði inn í viðtals-
herbergið. Hún var þá nýorðin sex-
tán ára en það sést ekki jafn glöggt í
myndinni. Hér sat fyrir framan
mann eins mikill unglingur og verða
vill. Furðulegra var þó er ég rakst á
kærastann hennar úti á gangi.
Kumpánlegur náungi og einkar við-
kunnanlegur, á svipuðum aldri og
kærastan. Hann var íklæddur Iron
Maiden bol (með „Number of the
Beast“ ímyndinni), en það munaði
minnstu að ég færi í nákvæmlega
eins bol þá um morguninn. Ég hrós-
aði klæðinu og það leiddi okkur út í
korters langar samræður um Iron
Maiden og nýjustu plötu þeirra. Aðr-
ir blaðamenn gáfu okkur óræð bros
þegar þeir gengu fram hjá okkur,
niðursokkna í Maiden samanburð-
arfræði.
En önnur mær krafðist nú athygli.
Hurd-Wood var nú kastað í gryfju
tíu misgáfaðra blaðamanna, og mað-
ur fann hálfpartinn til með henni. Al-
veg eins og jómfrúin sem hún leikur
í Ilminum, var greinilegt að hún er
enn óspjölluð hvað þennan harða
bransa varðar, og maður fann að hún
lagði sig virkilega fram við að svara
öllum spurningum eins vel og henni
var unnt. Hún talaði hratt og virtist
taugaóstyrk, en var fyrst og fremst
vinaleg.
Hurd-Wood kom fyrst fyrir sjónir
kvikmyndaáhugamanna í Pétri Pan
(2003) og fór þá með hlutverk
Wendy Darling. Þá fór hún með
hlutverk í An American Haunting
(2005) en Ilmurinn er stærsta verk-
efnið sem hún hefur tekið þátt í
hingað til.
„Eitt af því sem ég var að „fíla“ í
sambandi við þessa mynd er að hún
er ekki á þessum MTV hraða sem er
svo algengur,“ segir Hurd-Wood í
upphafi. „Hún er hægstreym, það er
ekki allt á fullu allan tímann.“
Það er stórleikarinn Alan Rick-
man sem leikur föður Lauru í mynd-
inni og Hurd-Wood er spurð hvernig
það hafi verið að leika á móti honum.
Hún ber honum vel söguna og segir
hann hafa verið einkar ljúfan og lið-
legan, hann hafi ekki verið einn af
þessum egó-miðuðu leikurum og hafi
verið umhugað um senurnar í heild
sinni, fremur en hvernig hann sjálf-
ur kæmi út. Hún segir og að leik-
stjórinn, Tom Tykwer, hafi nestað
hana vel, og hann hafi hjálpað sér
mikið við að komast í hlutverkið.
„Hann lagði áherslu á að ég
gleymdi því ekki, að þó ég væri að
leika stelpu frá 18. öld, þá hefðu
mannlegar tilfinningar ekki breyst
svo mikið og ég yrði að hugsa um
hlutverkið út frá sjálfri mér sem
manneskju, frekar en að vera að
setja mig inn í einhverja rullu.“
Léttleiki
Aðspurð um hvort að það hafi
þyrmt yfir hana að vera að taka þátt
í svona dýru verkefni (Ilmurinn er
dýrasta kvikmynd sem framleidd
hefur verið í Þýskalandi) segir hún
að allir hafi verið einkar jákvæðir á
tökustað.
„Það lögðu allir mjög hart að sér
verð ég að segja. Og það andrúms-
loft var smitandi. Um leið var létt-
leiki í gangi, við gleymdum ekki að
grína með þetta allt saman reglu-
lega. Það var kannski pressa á
manni, en maður hafði bara ekki
tíma til að vera spá mikið í því. All-
tént einbeitti ég mér bara að því að
koma mínum hluta almennilega frá
mér. Ef ég hefði verið að spá eitt-
hvað í heildina hefði ég líklega farið
yfir um. Þannig að sá höfuðverkur
var eftirlátinn Tom (hlær).“
Leikkonan unga viðurkennir að
hún viti ekki mikið um innviði þess
bransa sem hún er nýbyrjuð að oln-
boga sig um í. Hún reyni bara að
skila góðu dagsverki, og svo sé hún
farin heim til sín.
„Allt þetta fár í kringum leikara
og slíkt er auðvitað tómt grín,“ segir
hún og hækkar róminn. „Fáránlegt.
Allir þurfa að vita allt um alla og svo
heyrir maður af skepnulegri fram-
komu fagfólks við hvort annað ...
þetta er stórskrítið.“
Hurd-Wood var að byrja mennta-
skólanám þegar viðtalið fór fram og
hún segist niðri á jörðinni hvað frek-
ari feril í kvikmyndaleik varðar.
„Ég vil ekki hafa öll eggin í sömu
körfu. Ég elska það að leika en um
leið hef ég mikinn áhuga á að vinna
með fötluðu fólki þannig að það á
hreinlega eftir að koma í ljós hvað
gerist í framtíðinni. Þetta er allt op-
ið.“
Íðilfögur ... og ósnortin
Rachel Hurd-
Wood fer með eitt
aðalhlutverkið í
Ilminum
Ilmandi Hinn óhugnanlegi Jean-Baptiste Grenouille þarfnast ilms hinnar undirfögru Lauru Richis (Rachel Hurd-Wood) til að fullkomna skuggaleg áform sín.
Ung Leikstjórinn Tom Tykwer leggur hinni ungu Hurd-Wood línurnar á tökustað Ilmsins.
|þriðjudagur|20. 2. 2007| mbl.is
staðurstund
Eiríki Haukssyni hefur verið
boðið að koma áfram fram í
þætti þar sem norrænir spek-
ingar ræða Evróvisjón. » 43
sjónvarp
Kate Moss og Pete Doherty
komu saman fram á NME-
tónlistarhátíðinni sem fram fór
á sunnudagskvöldið. » 48
fólk
Þorgeir Tryggvason skemmti
sér vel á afmælissýningu
Ladda. Hann segir grínistann
vera þjóðargersemi. » 43
af listum
Kvikmyndin Hugleiðingar um
hneyksli fær þrjár stjörnur af
fimm mögulegum hjá gagnrýn-
anda. » 45
kvikmyndir
Halldór Gylfason reyndi við
Drangeyjarsund þegar leikhóp-
urinn í söngleiknum Gretti fór á
Grettisslóðir. » 49
fólk