Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 43
menning
HÚSEIGN Í ÞINGHOLTUNUM
EÐA NÁGRENNI MIÐBORGARINNAR ÓSKAST
Traustur kaupandi óskar eftir 200-400 fm húseign
á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
lögg. fasteignasali.
Þórhallur Sigurðsson, Laddi,heldur upp á sextugsafmælisitt á viðeigandi hátt í Borg-
arleikhúsinu um þessar mundir;
með yfirlitssýningu frá sínum ein-
staka grínferli.
Laddi er auðvitað þjóðargersemi
og stemningin var þannig á frum-
sýningunni á Laddi 6-tugur. Þangað
voru gestir komnir til að hylla hann
og samfagna honum. Það að hann
næði að kitla hláturtaugarnar einu
sinni enn var nánast eins og auka-
geta. Svona sýning er nánast óhjá-
kvæmilega byggð upp af eldra efni
(þó undirritaður hafi reyndar ekki
nægilega yfirsýn yfir smáatriði í
ferli Ladda til að fullyrða um það),
og grín er yfirleitt ekki ýkja fjöl-
nota. En auðvitað var líka hlegið, og
það nánast uppstyttulaust. Enda er
maðurinn meistari.
Fyrst og fremst er hann auðvitaðmeistari persónusköpunar
enda voru þau öll mætt, Elsa Lund,
Marteinn Mosdal, Hallgrímur orm-
ur, Denni, Þórður húsvörður, Stef-
án á Útistöðum, Saxi læknir, séra
Svavar og meistarastykkið Eiríkur
Fjalar. Það er umhugsunarefni að
Laddi virðist ekki eiga sér neinn
augljósan arftaka í þessu formi, þó
grínframleiðsla standi í sjaldgæfum
blóma nú um stundir. Sigurður Sig-
urjónsson er svo til eini maðurinn
sem hefur viðlíka tök á persónu-
smíðinni. Vonandi hverfur þessi list
samt ekki alveg úr flórunni þegar
þeir tveir draga sig í hlé. Þetta er
nefnilega mikil og skemmtileg
kúnst og gefur þegar best lætur
ýkta og eftirminnilega mynd af per-
sónueinkennum sem allir kannast
við, ef ekki hjá sjálfum sér þá
örugglega í samferðamönnum sín-
um.
Það sést best í síðari hluta dag-skrárinnar þegar Laddi birtist
loksins „sem hann sjálfur“, með
hefðbundið en vel útfært uppistand.
Þá gerist það í tvígang að hann
bregður sér í annað hlutverk fyrir
framan áhorfendur og sú umbreyt-
ing er mögnuð. Ég get svarið það að
hann bætti á sig tíu kílóum af vöðva-
massa á fimm sekúndum sléttum,
við það að taka á sig mynd Bubba
Morthens.
Samverkamenn hans í sýningunni
skila sínu líka vel. Steinn Ármann er
verulega flinkur „straight man“,
gaman er að sjá Halla aftur og
tveggja manna sena með Ladda og
Eggerti Þorleifssyni er eins og
nærri má geta ekkert slor.
Þetta er sem sagt ansi hreintskemmtilegt. Og fyrir utan það
hvað Laddi er frábær þá vakti kab-
arettformið spurninguna: hvers
vegna er ekki meira af svona sýn-
ingum? Laustengdum og einföldum
með stuttum leikatriðum, tónlist og
öðru gríni? Mætti meira að segja
gjarnan innihalda ádeilubrodda.
Þetta er vitaskuld mun handhægara
og sveigjanlegra form til að taka á
samtímanum en þungskreiðar leik-
sýningar sem taka óratíma í vinnslu
og leikrit í hefðbundnum stíl sem
lítill vegur er að breyta til að bregð-
ast við viðburðum. Ég sá því miður
ekki „Best í heimi“ en af lýsingum
að dæma var það sýning af skyldum
toga og vel heppnuð sem slík. En
það ætti að vera regla fremur en
undantekning að kabarett sé á fjöl-
unum í borginni.
Auglýsi hér með eftir því að ein-
hverjir framtakssamir leikhúsfröm-
uðir kalli saman svona hóp og við
fáum sprellfjörugan kabarett um
ástandið í þjóðarsálinni á vordög-
um. Þangað til er um að gera að
heimsækja Borgarleikhúsið og sam-
fagna Ladda 6-tugum.
Takk fyrir mig.
Einn voða ástsæll
AF LISTUM
Þorgeir Tryggvason
»Ég get svarið það aðhann bætti á sig tíu
kílóum af vöðvamassa á
fimm sekúndum slétt-
um, við það að taka á sig
mynd Bubba Morthens.
Virtur Laddi tekur við sérstökum heiðursverðlaunum er afhent voru hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM
95,7. Eins og kemur fram í pistlinum er Laddi einstakur grínleikari og engan augljósan arftaka að finna.
toggi@hvitahusid.is
Í SKEMMTILEGU skjáverki
Eyglóar Harðardóttur á sýningunni
„Leiðsla“ í Listasafni ASÍ sést hvar
roskin kona og ungur drengur, stödd
í almenningsgarði á suðlægum slóð-
um, kenna hvort öðru að stíga dans í
góða veðrinu. Úr hátölurum berst
lágvært hljóð sem minnir á hlátra-
sköll. Saman – undir handleiðslu
hvors annars – finna þau rytmann og
er stuttu myndskeiði, þar sem parið
sést leika badminton, skotið inn eins
og til að undirstrika leikinn í sam-
skiptum þeirra. Verkið miðlar brota-
kenndri frásögn úr hversdagslífinu
en þar lýkur jafnframt öllum aug-
ljósum skírskotunum í veruleikann á
sýningu Eyglóar og við tekur óviss-
an. Listamaðurinn býður upp í dans
og merkingarspuna þar sem sýning-
argesturinn verður að virkja ímynd-
unarafl sitt og skynræna álykt-
unarhæfni til að vinna úr því sem
fyrir augu og eyru ber – og hverfa
jafnframt inn á við líkt og í leiðslu.
Sýningin í heild einkennist af rofi
rökrænnar tjáningar og skynjunar
líkt og sést í skjáverkinu þar sem
stutt myndskeið eru jafnóðum fleyg-
uð af öðrum eins og verið sé að byrja
upp á nýtt í sífellu, ef til vill í sam-
ræmi við reynslu listamannsins sem
lætur hugann reika í sumarhitanum:
leikur parsins vekur athygli en hug-
urinn hvarflar um stund annað eða
augun að öðrum stað og beinast svo
aftur að parinu o.s.frv. Verkið lýsir
þannig ekki síst huglægu ástandi
listamannsins.
Auk tveggja skjáverka sýnir
Eygló málverk á pappír, teikningar
og þrívíð verk. Síðasttöldu verkin
liggja ýmist á gólfi safnsins eða eru
fest beint á veggina eins og í miðju
vinnuferli og vitnar það um að sköp-
unarferlinu sé ólokið – í raun byrjar
það upp á nýtt með hverjum sýning-
argesti. Vinnubrögðin eru til-
raunakennd og í þeim birtist áhersla
á hið ósjálfráða (eitt verkanna er að
sögn unnið undir dáleiðslu) og hið
tilviljunarkennda, en af þeim sökum
kunna verkin að virðast viðvanings-
leg. Hér er hins vegar um vísvitað
vinnulag að ræða og verkin eru að
þessu leyti hugmyndafræðilega „út-
hugsuð“ (þótt það kunni að virðast í
mótsögn við hina ósjálfráðu sköpun),
þau eru unnin af næmi og í þeim
birtist fínlegt flæði.
Framsetningin í þessum inn-
hverfu verkum er naum en dálítið
flókin og því fremur óaðgengileg.
Geómetrísk formin í mörgum verk-
anna minna á grunnteikningar húsa
og þá helst völundarhúsa sem undir-
strikar stöðu hins „týnda“ sýning-
argests. Síendurtekið fótatak þess
sem gengur um í óræðu, bleiku neð-
anjarðarrými í skjáverki á efri hæð-
inni, endurómar ferð aðkomumanns-
ins sem leitast við að fóta sig í rými
sýningarinnar en einnig listamanns-
ins sem fetar sig leiðslukennt í heimi
skynvídda.
Sýningin fjallar um skynviðbrögð
okkar – „meðfædd“ eða lærð kyn-
slóð fram af kynslóð. Eitt verkanna í
Gryfjunni (á neðri hæð safnsins)
sýnir til dæmis hvar listamaðurinn
hefur byrjað að teikna lauslega og
eftir (skyn)minni það sem líkist út-
línum bygginga sem kallast á við
klipptar og óreglulegar útlínur
pappírsarkarinnar. Hringformið er
endurtekið á myndfletinum sem og
málað blátt form. Ósjálfráð viðbrögð
eru að ímynda sér hið þekkjanlega:
sól, haf og hús sem ber við himin.
Annars staðar er geómetrísk skissa
af niðurhólfuðu rými skorin ofan í
mynd sem sýnir hár á líkama. Hér er
vísað til þess hvernig líkaminn nem-
ur skynreynslu eftir ákveðnum boð-
leiðum, flokkar hana og varðveitir í
minnishólfum heilans.
Í íslömskum trúarbrögðum segir
eitthvað á þá leið að ekkert sé full-
komið nema Allah og á einblöðungi
kemur fram að Eygló vann verkin
m.a. undir áhrifum frá íslamskri list
þar sem hið óhlutbundna er í fyr-
irrúmi. Verkin hennar eru sum hver
á mörkum hins óhlutbundna auk
þess sem þau eru efnislega eins og
tillögur að verkum – andstætt hug-
myndinni um hið „fullgerða“ verk. Í
þeim eru jafnframt fólgin drög að
merkingarsambandi sem byggir
fyrst og fremst á völundarhúsi skyn-
hrifanna.
Drög að merkingarsambandi
Morgunblaðið/Júlíus
ASÍ Auk tveggja skjáverka eru málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk.
MYNDLIST
Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur
og Gryfja
Til 25. febrúar 2007
Opið þri. til su. kl. 13–17. Aðgangur
ókeypis.
Leiðsla – Eygló Harðardóttir
Anna Jóa
SÆNSKA sjónvarpið vill fá Eirík
Hauksson áfram í pallborðsumræð-
urnar í hinum vinsæla þætti Inför
E.S.C. „Við viljum endilega fá hann
með, það gefur þættinum bara aukið
gildi að hafa einn þátttakanda með
sem er jafnframt keppandi. Þetta er
bara leikur og engar strangar reglur
í gildi,“ sagði Meta Bergqvist, fram-
leiðandi þáttanna, í samtali við
Fréttavef Morgunblaðsins í gær.
Bergqvist sagði að það væri undir
RÚV komið hver tæki þátt í Inför
Eurovision Song Contest (sem
myndi útleggjast sem Undanfari
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva) fyrir Íslands hönd og hjá
RÚV fengust þau svör að Eiríkur
Hauksson yrði að öllum líkindum
okkar fulltrúi í þáttunum. Eiríkur
sjálfur sagðist vera á báðum áttum.
„Það verður fundur um þetta í RÚV
innan tíðar og þá verður tekin
ákvörðun í málinu,“ sagði Eiríkur
Hauksson. Hann sagðist vera svolít-
ið hræddur við að geta ekki beitt sér
fyllilega í þáttunum þar sem hann
væri að dæma fólk sem hann færi
síðan að keppa við í Helsinki. „Það
sem er gaman við þessa þætti fyrir
mig er að geta verið með glens og
grín og kannski gefið svolítinn skít í
einhverja og hyllt aðra,“ sagði Eirík-
ur. „Það verður svo hjákátlegt ef ég
gef einhverju lagi núll stig sem fer
áfram en ég sjálfur ekki.“
Eiríkur Hauks
á báðum áttum
Eiríkur Hauksson