Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 16

Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 16
daglegtlíf Snigillinn Skúli kom til Íslands sem ólöglegur innflytjandi en lifir nú góðu lífi hjá Sigríði Dag- bjartsdóttur. » 19 gæludýr Allir vilja börnunum sínum það besta og reglubundin sparnaður nýtist afkvæmunum vel í fram- tíðinni. » 18 fjármál Þjóðerni er ekki það fyrstasem börn spyrja um, þauþurfa stundum ekki annaðtungumál en leikinn til þess að skilja hvert annað – og leika sér saman. Það var svo augljóst í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á laug- ardaginn sl. á heimsdegi barna, sem nú var haldinn í þriðja sinn á Vetr- arhátíð. Þar fengu börn og unglingar einstakt tækifæri til þess að komast í kynni við menningu frá öllum heims- álfum. „Við erum að læra að skrifa á arab- ísku,“ sagði Egill, 9 ára, sem var þar ásamt yngri systkinum sínum Ragn- heiði, 6 ára, og Vilmundi, 5 ára. „Hún er allt öðruvísi en íslenska skriftin, bæði stafirnir og svo er hún skrifuð aftur á bak, frá hægri til vinstri. Jú, þetta er svolítið eins og dulmál,“ held- ur elsti bróðirinn áfram en segir að- spurður að hann telji ekki að þau systkinin geti notað það sem dulmál heima fyrir þar sem foreldrarnir hafi verið viðstaddir kennsluna. – En er ekki erfitt að læra að skrifa á arabísku? „Það er auðveldara en að læra ís- lenskar rúnir. Þær eru svo margar sem eru sami stafurinn,“ segir Egill sem ásamt systur sinni gengur í Aust- urbæjarskóla og segir að rúnirnar hafi hann lært í samfélagsfræði. Ragnheiður segist líka læra smávegis í ensku í skólanum en þess má geta að í Austurbæjarskóla stunda nemendur af 30 mismunandi þjóðernum nám. Fjölbreyttir dansar og framandi hljóðfæri Í Gerðubergi hristu krakkarnir sig líka í hipphopp dansi, sem upprunn- inn er í götumenningu stórborga Bandaríkjanna, skóku sig í afródansi eða liðu um í suðrænum salsa eða ind- verskum mjúkum Bollywood-dansstíl með látbragði. Þær Sigurbjörg Ríkarðsdóttir, 10 ára, Hrefna Finnsdóttir, 11 ára, og Erna Vilhjálmsdóttir, 8 ára, dönsuðu af sannri gleði í glæsilegum bún- ingum. Þeim fannst líka gaman að svona margir krakkar frá ólíkum heimshornum skyldu koma saman. – Þekkið þið krakka frá mörgum löndum? „Já, svolítið. Í skólanum okkar er ein stelpa frá Póllandi og önnur frá Chile,“ segja þær Sigurbjörg og Hrefna sem eru í Ölduselsskóla í Reykjavík. Þær þekkja líka eina frá Albaníu. „Það eru líka fleiri krakkar frá öðrum löndum í mínum skóla en sumir eru í nýbúadeild,“ segir Erna sem gengur í Hjallaskóla í Kópavogi. Þær eru sammála um að það sé gott að hjálpa þeim sérstaklega til þess að læra íslensku og líka svo að þeim líði vel í skólanum. Skotturnar Yousra Abukoush og Isobel Eldey Didriksen, 4 ára, lögðu mikla áherslu á að þær væru kisa og fiðrildi. „Við vorum að dansa,“ sögðu þær brosandi en voru ekki alveg viss- ar hvað dansinn hét en fannst hann skemmtilegur. Danskennarinn Veska Jónsdóttir upplýsti að þetta væru hringdansar frá Balkanskag- anum. „Danshefðin þar er mjög litrík og taktur tónlistarinnar fjölbreyttur og seiðandi.“ Í hljóðfærasmiðjum í Gerðubergi á heimsdeginum voru líka búin til ólík- legustu hljóðfæri eins og didgeridoo, ástralskar pípur sem frumbyggjar Ástralíu spila á, maracas sem eru hristur, auk þess sem trumbur voru slegnar að afrískum hætti. Leikur, dans og söngur. Allt eru þetta tungumál sem eru börnum heimsins töm, hvort sem rætur þeirra liggja upprunalega í norðri eða suðri, vestri eða austri. Börn eru því dálítið heimsvön í samskiptum. Morgunblaðið/Ómar Litríkar Sigurbjörg, Hrefna og Erna (fremst á mynd) voru í hópi meyja sem sýndi fallegan dans frá Tælandi. Fjölmenntuð Systikinin Egill, Ragnheiður og Vilmundur náðu fljótt góðum tökum á arabískri skrift. Vinkonur Ísobel og Yousra voru sallafínar á heimsdeginum. Heimsvön börn í sam- skiptum Heimsdagur barna á Vetrarhátíð |mánudagur|26. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.