Morgunblaðið - 26.02.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 25
✝ Þorsteinn Þor-valdsson fædd-
ist í Hrísey 29. ágúst
1927. Hann andaðist
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þorvaldur Baldvins-
son skipstjóri, f. 24.
ágúst 1895, d. 25.
ágúst 1965, og Sig-
fúsína Jónína Guðný
Sigfúsdóttir hús-
freyja, f. 20. júní
1899, d. 7. nóv-
ember 1990. Systir Þorsteins er
Margrét, f. 1. október 1922.
Hinn 7. júní 1952 kvæntist Þor-
steinn Margréti Ágústu Þorvalds-
dóttur, f. 14. apríl 1929. Foreldrar
hennar voru Þorvaldur Óskar
Jónsson járnsmíðameistari, f. 10.
september 1892, d. 25. apríl 1970,
og Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir
húsfrú, f. 15. ágúst 1895, d. 13.
Börn þeirra eru Hulda Margrét, í
sambúð með Hafsteini Eiðssyni,
dóttir þeirra er Guðrún Hera;
Nína og Þorsteinn.
Þorsteinn lauk loftskeytanámi
og síðar meistaraprófi í útvarps-
virkjun. Hann starfaði við út-
varpsvirkjun um tíma en stofnaði
síðan ásamt félaga sínum Rad-
íostofu Vilbergs og Þorsteins sem
rekin var á Laugaveginum um 30
ára skeið. Um miðjan níunda ára-
tuginn lét hann gamlan draum
rætast, keypti sér trillu og stund-
aði frá því útgerð um 10 ára skeið
bæði frá Grímsey og Reykjavík.
Þorsteinn var náttúruunnandi
og ferðaðist mikið um landið.
Hann stundaði alla tíð íþróttir og
var keppnismaður á skíðum og í
fimleikaflokki Ármanns um árabil.
Hann starfaði æ síðan að fram-
gangi skíðaíþróttarinnar, bæði
sem stjórnarmaður skíðadeildar
Ármanns og Skíðasambands Ís-
lands. Hann var félagi í Akoges og
var í stjórn þess um tíma.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
desember 1993.
Synir Þorsteins og
Margrétar eru: 1)
Þorvaldur Kári Þor-
steinsson, f. 5. nóv-
ember 1951, kona
hans er Guðrún Þór-
ey Þórðardóttir, f.
28. júlí 1952. Dætur
þeirra eru Svanhild-
ur, gift Þór Tryggva-
syni; og Margrét
Ágústa, gift Georg
Garðarssyni, dóttir
þeirra er Íris Að-
alheiður. 2) Kristinn
Helgi Þorsteinsson, f. 10. júní
1956, kona hans er Auður Jóns-
dóttir, f. 20. febrúar 1958. Dóttir
þeirra er Lilja. Kristinn á synina
Nóa og Ívar með fyrri eiginkonu
sinni, Rósu Þórarinsdóttur. Sonur
Auðar, Jón Thor, ólst upp hjá
þeim. 3) Óli Þorsteinsson, f. 1. maí
1959, kona hans er Guðrún Jó-
hannesdóttir, f. 31. ágúst 1961.
Elsku Steini. Nú þegar komið er
að kveðjustund og hugurinn reikar
til baka og minningarnar af sam-
skiptum okkar í gegnum tíðina rifj-
ast upp fyrir mér, þá veitist mér erf-
itt að koma öllu því á blað sem mig
langar til að segja um mannkosti
þína. Það er mikill sjónarsviptir að
manni eins og þér sem varst alltaf
hress og kátur, enda óvenju vin-
margur maður.
Þegar ég kynntist ykkur Möggu
var mér fljótlega ljóst að betri
tengdaforeldra er ekki hægt að óska
sér. Þið tókuð okkur Jóni Thor opn-
um örmum þegar við kynntumst
Kristni syni ykkar.
Ég kynntist þá fjölskyldu sem gaf
mér nýja sýn á náttúruna og um-
hverfið, enda hafið þið í fjölskyldunni
ótrúlega náin og sterk tengsl við
náttúruna.
Þú varst íþróttamaður, náttúru-
barn og útivistarmaður af guðs náð.
Ég hef oft hugsað um þann gríðar-
lega lífskraft sem í þér bjó. Skíða-
mennska, ferðir um óbyggðir lands-
ins, fjallgöngur, lunda- og laxveiðar,
handfæraveiðar á trillunni þinni og
eyjalífið á vorin við eggjatínslu svo
fátt eitt sé nefnt. Það var unun að
fylgjast með þér og hlusta á þig segja
sögur og alltaf var stutt í glettnina
hjá þér. En þú varst ekki einn á ferð
því ég hef aldrei hitt jafn samrýnd
hjón og ykkur Möggu.
Ég brosti oft inni í mér þegar
Kristinn hringdi í þig og spurði hvort
þú værir ekki til í að fara með honum
á veiðar því það leið ekki langur tími
þar til þú stóðst við dyrnar tilbúinn
með pokann þinn.
Börnin okkar eru lánsöm að hafa
átt afa eins og þig. Þær hafa verið
ófáar ferðirnar í sælureitinn ykkar,
sumarbústaðinn á Þingvöllum, þar
sem krakkarnir fengu sannarlega að
njóta sín. Þar var allt svo spennandi
og þeim ógleymanlegt, þau eiga
margar verðmætar minningar um
þig, um bátsferðir og fiskveiðar, að
grilla murtu og hjálpa afa við að laga
bústaðinn. Þú gafst þeim mikið með
nærveru þinni og þau kunnu svo vel
að meta húmor þinn og lífsgleði. Og
svo var líka alltaf stutt í stríðnina.
Þín verður sárt saknað af okkur
öllum. Hafðu hjartans þökk fyrir allt
og guð blessi minningu þína, elsku
Steini.
Þín tengdadóttir,
Auður.
Elsku hjartans afi minn. Núna
ertu búinn að yfirgefa okkur öll og í
sjálfselsku minni vonast ég alltaf til
þess að þú birtist bara fyrir framan
mig, en ég veit að þér líður miklu bet-
ur uppi hjá Guði. Núna er svo sárt að
hugsa til allra minninganna sem við
eigum saman en með tímanum munu
þær verða ánægjulegri og það eru
einmitt þær sem halda þér enn á lífi
fyrir mér. Þau eru ófá skiptin sem ég
fór með ykkur ömmu upp í sumarbú-
stað og á leiðinni eftir vegi 36 var ég
látin þylja upp hin og þessi örnefni.
Þú kenndir mér svo ótalmargt sem
ég get nýtt mér í dag og ég man alltaf
eftir setningunni „allabaddarí fransí,
koppur undir rúm til að pissa í“. Hún
fær mig enn í dag til þess að brosa,
enda sagðirðu við mig að eftir að ég
lærði þessa setningu myndi ég læra
frönsku og það gerði ég. Ég hafði líka
unun af því að fara með þér að veiða,
sitjandi við bakkann eða í litla bátn-
um þínum sem þú kenndir mér að
róa. Einu sinni fyrir jólin sagðirðu
mér að þú ætlaðir að gefa mér hest
en ég vildi ekki trúa þér sökum þess
hve stríðinn þú varst. Þegar ég opn-
aði svo jólagjöfina fylgdi með lítill
rugguhestur og ég var þér svo reið
fyrir það að hafa sagt mér hvað þú
ætlaðir að gefa mér. Ég setti því
handa þér lítinn rugguhest í kistuna
svo þú getir riðið inn til himnaríkis
með sóma og svo mun ég fylgja þér
eftir á Berta mínum þegar minn tími
kemur. Sjáumst í himnaríki elsku afi
minn, þín
Lilja.
Í dag kveðjum við mikinn sóma-
mann, Þorstein Þorvaldsson. Steini,
eins og við kölluðum hann alltaf, er í
okkar huga sá maður sem var ímynd
heilsteypts og einstaklega góðs
manns. Steini var útvarpsvirki eins
og pabbi heitinn og þeir voru ekki
bara samstarfsfélagar til margra ára
heldur bestu vinir. Búðin, Vilberg &
Þorsteinn, á horni Laugavegar og
Barónsstígs, var vel þekkt, ekki
minnst fyrir Hitachi-litasjónvörpin.
Við sjáum fyrir okkur afgreiðslu-
borðið með tugi mismunandi
grammófónsnála og litlar skúffur
fullar af tenglum og klóm. Þarna
lærði maður að stilla sjónvörp sem
kemur sér vel í dag á tæknivæddri
öld. Þeir félagar stunduðu líka ýmsar
tómstundir sama eins og badminton
og brids sem var spilað í hverjum
mánuði. Það voru heilagar stundir
þegar bridsborðið var spennt út og
ég var strákpjakkur að kíkja í gegn-
um skráargatið til að fylgjast með.
Steini var Siglfirðingur og þar af
leiðandi góður skíðamaður. Hann var
virkur í skíðadeild Ármanns og þær
voru ófáar skíðaferðirnar upp í Jós-
efsdal sem var ævintýraheimur
þeirra sem elskuðu útivist og fjöllin.
Ég man vel eftir því að það voru
þung skref fyrir Steina þegar hann
þurfti að fá gervilið í mjaðmirnar og
skíðin voru lögð á hilluna. Bestu
minningarnar eru hinsvegar frá Álft-
árbakka við laxveiðar á bökkum Álft-
ár á Mýrum. Það var nú bara rétt
fyrir síðustu jól að við systkinin vor-
um samankomin með fjölskyldum
okkar að skoða gamlar slides-mynd-
ir. Þar voru myndir af Steina og
Möggu, mömmu heitinni og pabba
heitnum brosandi með ansi marga
grálúsuga og væna laxa á pallinum.
Þarna voru líka myndir frá Münc-
hen, Hamborg og London af þeim
saman, glæsilegum, rétt rúmlega
þrítugum.
Þegar ég hugsa um Steina
streyma fram góðar minningar og
hlýja enda hefur hann alltaf verið
góð fyrirmynd í mínum huga. Það
var því mikið óréttlæti þegar Steini
fékk heilablóðfall fyrir nokkrum ár-
um sem skerti getu hans mikið.
Elsku Magga og fjölskylda, hugur
okkar er með ykkur. Minningin um
góðan mann lifir.
Sigurjón Vilbergsson,
Málfríður, Anna, Sigrún
og Ásrún Vilbergsdætur.
Kveðja frá ferðafélögum í RÁF
Það er alltaf sárt þegar góður fé-
lagi fellur frá.
Þorsteinn var einn af okkur í þess-
um félagsskap, sem við nefnum RÁF
(Rafeindavirkjar á ferð) og hefur það
eitt á stefnuskrá að fara eina ferð á
hausti hverju, í byrjun október, inn á
hálendi Íslands og gista þar eina nótt
í fjallakofa.
Hann fór ótal ferðir með okkur, en
fyrsta ferð þessa hóps var 1963 og
gekk Þorsteinn fljótlega til liðs við
hópinn og fór með í flestar ferðir, eða
þar til hann varð að hætta vegna
sjúkleika.
Eitt eigum við öll sameiginlegt,
það er að kveðja þetta jarðneska líf.
Það er komið að Þorsteini Þorvalds-
syni, en hann er sá fjórði sem kveður
úr okkar ferðahópi og fer í lengri ferð
en vanalega. Í fjallaferðum, stundum
í vályndum veðrum, er óhjákvæmi-
legt að menn kynnist vel. Það var
einstaklega gott að ferðast með
Steina, alltaf sama ljúfmennskan, en
samt ákveðinn og stóð á sínu ef svo
bar undir. Hann var úrræðagóður og
þekkti landið vel, hann var einnig
farsæll í starfi en Steini rak um langt
árabil ásamt félaga sínum viðtækja-
verslunina Þorsteinn og Vilberg,
lengst af á horni Barónsstígs og
Laugavegar. Meðan Vilberg var á lífi
var yfirleitt rætt um þá sem eina
heild, þ.e. Villi og Steini. Það var
sama hvort var í ferðum eða í starfi,
það var heiðarleiki sem einkenndi öll
störf Steina, þar var handtakið meira
virði en nútíma undirskrift. Í mið-
bæjarferðum var oft komið við í
verslun þeirra félaga, bæði til við-
skipta eða bara kaffisopa, og var allt-
af sama ljúfmennska og hressilegt
viðmót hjá þeim félögum.
Í einni ferðinni hjá okkur brennd-
ist Steini illa er hann fékk heitt vatn
yfir sig, hann lét sig ekki muna um að
sitja í jökulkaldri á upp að hálsi í
langan tíma og kláraði ferðina með
okkur án þess að kvarta. Í október
2003 var farin 40 ára afmælisferð um
Mið-Suðurland með gistingu á
Höfðabrekku, var það síðasta ferðin
sem Steini kom með okkur, en hann
var orðinn veikur fyrir næstu ferð.
Við höfum og munum alla tíð sakna
þessa góða félaga okkar og sendum
eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þorsteins Þor-
valdssonar.
RÁF-félagar.
Kær félagi og samferðamaður í
tæp 60 ár hefur kvatt þessa jarðvist
eftir erfiða sjúkrahúsvist sl. 3 ár.
Fundum okkar bar fyrst saman í
Jósepsdal árið 1949 þegar Steini kom
til liðs við skíða- og fimleikadeild Ár-
manns. Aðfluttur frá Siglufirði, full-
mótaður íþróttamaður og þroskaður
til félagsstarfa, varð fljótt vinmargur
í Jósepsdal.
Í Jósepsdal kynntist Steini eftirlif-
andi eiginkonu sinni Margréti, það
varð hans stærsta hamingja enda
voru þau hjón sérstaklega samstiga í
lífinu, svo eftir var tekið.
Árið 1950 byggðum við 6 félagar
fjallaskála í hlíðum Bláfjalla sem
nefndur var Himnaríki þar sem skál-
inn var hæsti fjallaskáli í byggð –
reyndi mikið á styrkleika okkar fé-
laga að bera allt efni upp brattar hlíð-
ar Jósepsdals og inn í Bláfjallahlíðar.
Við félagarnir höfum ávallt haldið
hópinn ásamt eiginkonum okkar.
Að félagsmálum skíðadeildar Ár-
manns starfaði Steini til margra ára,
einnig í Skíðasambandi Íslands.
Okkar persónulegu samskipti voru
mjög náin; í ferðalögum, við laxveið-
ar og mörgum ferðum erlendis sem
ég þakka fyrir nú.
Einnig vorum við félagar í A.K.Ó-
.G.E.S. þar sem hann var virtur og
vinmargur. Síðustu 8 árin höfum við
búið í sama fjölbýlishúsi við Lækj-
arsmára í Kópavogi.
Steini var farsæll í sínu starfi sem
útvarpsvirki og kaupmaður, virkur
félagi í félagi útvarpsvirkja og kaup-
mannasamtökum Íslands (félagi
Raftækjasala) ásamt sameiganda
sínum og vini Vilbergi Sigurjónssyni
sem látinn er fyrir nokkrum árum.
Að endingu vil ég þakka vini mín-
um Steina og Margréti fyrir órjúf-
anlega vináttu og ógleymanlegar
samverustundir í gegnum árafjölda.
Við Rebekka sendum Margréti
(Möggu okkar), sonum og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Sigurður R. Guðjónsson
Með sorg og söknuði kveðjum við
systkinin frænda okkar Þorstein
Þorvaldsson. Steini var móðurbróð-
ur okkar og voru þau systkinin afar
náin alla tíð. Steini frændi og Magga
kona hans bjuggu lengst af í mikilli
nálægð við okkur. Fyrst í húsi for-
eldra okkar og síðar í næstu götu,
þar sem afi okkar og amma bjuggu
einnig. Synir þeirra hjóna eru á sama
aldri og við systkinin og vorum við
samrýndur hópur, ein stór fjölskylda
í bestu merkingu þess orðs. Einnig
áttu fjölskyldur okkar sumarbústaði
hlið við hlið á Þingvöllum, þar sem
dvalið var löngum á sumrin.
Það sem einkum einkenndi Steina
frænda var glaðværð, glettni, já-
kvæðni, hjálpsemi og mikil orka.
Hann átti einstaklega gott með öll
samskipti, hvort sem var við unga
eða aldna. Það var alltaf gaman að
vera nálægt honum, hann gerði lífið
skemmtilegra með ævintýralegum
uppátækjum. Hann og Magga áttu
sér mörg áhugamál og nutum við
systkinin oft góðs af því. Þannig
minnumst við nú skíðaferða, ferða í
eggjatínslu, veiðiferða, siglinga á
bátnum hans og ýmissa ferða um
landið í jeppanum þeirra. Hann hafði
einstaklega gaman af að glettast við
smáfólkið í kringum sig, bæði okkur
og síðar börnin okkar. Hann lumaði á
ýmsum brögðum sem litla fólkið
skildi ekki hvernig væru möguleg. Í
huganum varð hann að hálfgerðum
galdramanni, sem var bæði skemmti-
legur og góður og börnin sóttu í.
Steini og Magga voru sérlega sam-
rýmd hjón og höfðingjar heim að
sækja og hefur heimili þeirra alltaf
staðið okkur systkinunum og fjöl-
skyldum okkar opið.
Steini hafði mikið þrek og dugnað
til að sinna sínum áhugamálum þar
til hann veiktist fyrir rúmum 3 árum.
Erfitt hefur verið fyrir þennan
atorkumann að missa skyndilega
fyrri getu en með Möggu, strákana
sína og fjölskyldur þeirra sér við hlið
tókst hann með æðruleysi á við þá
raun. Heimsóknir til hans héldu
áfram að hafa á sér góðan og glettinn
blæ. Á þessari kveðjustund viljum
við systkinin og móðir okkar þakka
sérstaklega fyrir alla þá elskusemi
sem Steini og Magga sýndu okkur
fjölskyldunni í veikindum föður okk-
ar, það mun aldrei gleymast. Við
vottum Möggu, Þorvaldi, Kristni,
Óla og fjölskyldum þeirra samúð
okkar og um leið þökkum við allar
góðu og mannbætandi minningarnar
sem við eigum um Steina frænda.
Minning hans mun lifa.
Systrabörn og fjölskyldur.
Þorsteinn Þorvaldsson
Jónas Grétar Sig-
urðsson, múrarameist-
ari á Akureyri, hefur
kvatt þessa jarðvist.
Farinn og laus við ill-
vígan sjúkdóm, sem
þjakaði hann síðustu ár. Okkur langar
til þess að minnast hans með nokkr-
um orðum. Meðan Jónas hafði þrek til
að stunda vinnu var hann mjög eft-
irsóttur sökum þess hve hann var
vandvirkur og smekkvís hvort sem
það var við múrverk, flísalagnir eða
eitthvað annað, sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Hann var listfengur svo af
bar, músíkalskur og hafði líka gaman
af því að syngja sjálfur. Aldrei hittum
við Jónas öðru vísi en jákvæðan og
hressan í skapi. Hann hafði ljúfa lund
✝ Jónas GrétarSigurðsson
múrarameistari
fæddist 9. október
1936. Hann lést 24.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akureyr-
arkirkju 2. febrúar.
og aldrei talaði hann illa
um nokkurn mann.
Hann var dálítið stríð-
inn, mikill húmoristi og
fékk oft frábærar hug-
myndir, eins og eitt sinn
er hann var að steypa
plötu í nýbyggingu, þá
voru menn þar að vinna
með honum, sem brugðu
sér frá, en þegar þeir
komu aftur var enginn
Jónas þar, aðeins stíg-
vélin hans stóðu í steyp-
unni! Þessu höfðu marg-
ir gaman af. Við viljum
þakka allar liðnar stundir og áralanga
vináttu, sem aldrei bar skugga á.
Dætrunum hans sjö vottum við okkar
innilegustu samúð. Að lokum þessi
kveðjuorð til þín, kæri Jónas:
Sólglit á silfurfleyi
sál þinni fylgja megi.
Gakktu svo Guðs á vegi,
góðvinur yndislegi.
(S.S.L.)
Svanhildur S. Leósdóttir (Rósa),
Kristján H. Þórðarson.
Jónas Grétar
Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar