Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 1
FETAÐ Í FÓTSPOR
FORELDRARNIR LÖGFRÆÐINGAR OG ALLIR
FJÓRIR SYNIRNIR Á SÖMU LEIÐ >> 28
MORRICONE TÓK
HRÆRÐUR VIÐ ÓSKAR
LOKSINS
MENNING >> 53
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Samtök sprota-
fyrirtækja
Samtök íslenskra
líftæknifyrirtækja
Samtök upplýsinga-
tæknifyrirtækja
Ráðstefna föstudaginn 9. mars:
Upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is
Samskipti fjárfesta
og frumkvöðla
Framtíðin er í okkar höndum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞAÐ verður að teljast afar ólíklegt að
þeir sem búa við skert lífsgæði eða bíða
heilsutjón vegna svifryksmengunar eigi
þess kost að draga einhvern til ábyrgðar
eða krefjast bóta vegna skaðseminnar.
Þetta er mat lögfræðinga sem rætt var við.
Í Morgunblaðinu í gær greindi Gylfi Bald-
ursson heyrnarfræðingur frá áhrifum svif-
ryksmengunar á líðan sína en Gylfi hefur
lifað við skerta lungnastarfsemi. Gylfi velti
upp spurningum um það hvort fólk ætti ein-
hvern lagalegan rétt til að eitthvað væri
gert í þessum málum.
„Það er mjög hæpið,“ segir Viðar Már
Matthíasson prófessor við lagadeild Há-
skóla Íslands, spurður hvort skaðabóta-
ábyrgð gæti myndast gagnvart einstakling-
um, sem verða fyrir heilsutjóni vegna
svifryks. Þetta álitaefni snerist um almenn-
ar ráðstafanir stjórnvalda, þ.e. borgarinnar
í þessu tilviki. „Til þess að um skaðabóta-
skyldu geti yfirleitt verið að ræða þarf að
sýna fram á að tjónið hafi orðið vegna gá-
leysis eða ásetnings,“ segir hann. Í viðtali
við Morgunblaðið fyrir skömmu var Þór-
arinn Gíslason, yfirlæknir og prófessor,
spurður hversu margir einstaklingar sem
þjást af öndunarfærasjúkdómum yrðu fyrir
óþægindum vegna mengunar frá bílaum-
ferð og kom fram að óhætt væri að fullyrða,
í ljósi fjölda lungnateppu- og astmasjúk-
linga, að um hundruð manna gæti verið að
ræða.
Verður að hafa sýnt af sér sök
Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður
tekur í sama streng og Viðar Már og telur
býsna langsótt að skaðabótaábyrgð geti
myndast vegna svifryksins. „Meginfor-
senda allrar skaðabótaábyrgðar er sú, að
sá, sem talinn er bótaskyldur verði að hafa
sýnt af sér sök með einhverjum hætti. Ég
veit ekki almennilega að hverjum ætti að
beina slíkri [kröfu] eða hver hefur orðið sek-
ur um sök í því tilliti,“ segir Ragnar. Ekki
eru þekkt dæmi um að einstaklingar hafi
sett fram kröfur um skaðabætur af hálfu
borgarinnar vegna svifryks, skv. upplýsing-
um sem fengust hjá Ellý K. Guðmundsdótt-
ur, sviðsstýru umhverfissviðs. Ellý bendir á
að borgin standi þessa dagana að úðun
magnesíumklóríðs á helstu umferðargötur
og íbúarnir séu stöðugt hvattir til að hætta
að nota nagladekk. „Við þurfum að fá borg-
arana til að vinna með okkur,“ segir hún.
Skylt að
bæta tjón
af svifryki?
Sýna þyrfti fram á
gáleysi eða ásetning
Viðar Már
Matthíasson
Ellý Katrín
Viðarsdóttir
Ragnar H.
Hall
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NETFÍKN er sífellt að verða algengara vanda-
mál í nútímasamfélaginu og greinist hún meðal
allra aldurshópa af báðum kynjum, þó að flestir
séu 30 ára og yngri. Tölur benda til þess að 12,5%
þeirra sem nota Netið eigi á hættu að ánetjast.
Að mati Eyjólfs Arnar Jónssonar, sálfræðings,
er nauðsynlegt að bjóða upp á meðferðarúrræði í
formi afvötnunarstöðva fyrir netfíkla til þess að
bregðast við vandanum í tíma. Auk þess leggur
hann áherslu á að kenna þurfi börnum frá unga
aldri og unglingum eðlilegar umgengnisreglur í
sambandi við Netið.
Aðspurður segir Eyjólfur að þótt karlkyns
netfíklar noti Netið fyrst og fremst til þess að
skoða klám og ofbeldisefni, þá gleymi konur sér
yfir spjallvefjum og síðum á borð við Barnaland-
ið. Segir hann ástandið jafnvel geta orðið svo
slæmt að þær séu svo uppteknar af börnum ann-
arra á Netinu, að þær gleymi að sækja eigin börn
á leikskóla. Bendir hann á að Netið veiti fólki
þannig útrás fyrir tilfinningar sem það myndi
annars fá í raunverulegum samskiptum við ann-
að fólk. Segir hann dæmi um, að netfíkn hafi leitt
til hjónaskilnaða. Að sögn Eyjólfs sér hann sífellt
fleiri dæmi netfíknar hjá fullorðnu fólki og segist
tengja það við hlutverkatölvuleiki í beinni á Net-
inu.
Snýst um áhrif á daglegt líf
Spurður hvar mörk eðlilegrar netnotkunar
séu segir Eyjólfur erlenda staðla miða við 38 klst.
netnotkun á viku hverri í frítíma fólks. Sjálfur
segist hann ekki kjósa að miða við klukkustunda-
fjölda, því áhrif netfíknar geti komið fram við
mun minni notkun. „Í raun snýst þetta um það
hvort netnotkunin er farin að trufla daglegt líf
einstaklingsins og hvort viðkomandi hefur misst
stjórn á notkun sinni.“
Skilja vegna netfíknar
Netfíknin sífellt alvarlegra vandamál Mörg dæmi um að fullorðið fólk
ánetjist Sálfræðingur segir þörf á meðferðarúrræði á borð við afvötnun
Í HNOTSKURN
»Gera má ráð fyrir að 12,5% netnot-enda geti greinst með netfíkn.
»Samkvæmt erlendum stöðlum telsteinstaklingur eiga við netfíkn að
stríða eyði hann meira en 38 klst. á viku
utan frítíma í netnotkun.
LÆKKUN virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum gekk í
meginatriðum vel fyrir sig í gær, að mati Jóhannesar Gunnarssonar,
formanns Neytendasamtakanna, þótt komið hafi upp hnökrar og
mál sem skoðuð verði betur, t.a.m. hvað varðar sölu á tilbúnum mat.
Jóhannes segist sannfærður um að virðisaukaskattslækkunin skili
sér og vísar í þeim efnum til þess að neytendur og talsmenn þeirra
séu á varðbergi og fylgist náið með því að hún nái fram að ganga.
„Ég held að með samstilltu átaki skili þetta sér á réttan stað, þ.e.a.s.
til neytenda.“ Henný Hinz, verkefnisstjóri verðlags- og neytenda-
mála hjá ASÍ, telur of snemmt að segja til um það hvernig gengið
hafi, þar sem svo skammt sé um liðið. Mikill hasar hafi verið í versl-
unum og dagurinn farið í að breyta verði og laga kassakerfi og slíkt.
„Ég held að við metum það ekki eftir daginn í dag [gær] hvort lækk-
unin hefur skilað sér eða ekki. Við þurfum að gefa því svolítið lengri
tíma. Fyrstu góðu vísbendingarnar sem við fáum verða væntanlega
þegar Hagstofan kemur með vísitölu eftir viku.“ | 4
Morgunblaðið/Kristinn
Neytendur eru
á varðbergi