Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EIN stærsta túlípanasýning hér-
lendis verður haldin í Blómavali um
helgina. Garðyrkjubændur og nem-
endur Garðyrkjuskólans standa að
sýningunni ásamt Blómavali og
mun Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra opna hana formlega
kl. 17 í dag. Til sýnis verða hátt í
hundrað gerðir túlípana.
Morgunblaðið/Jim Smart
Túlipanar eru vinsælir á páskunum.
Túlípanasýning
VALGERÐUR
Sverrisdóttir ut-
anríkisráðherra
opnaði í gær far-
andsýningu um
arfleifð Vil-
hjálms Stef-
ánssonar heim-
skautafara á
Norðurbryggju í
Kaupmannahöfn.
Sýningin ber
heitið „Heimskautslöndin unaðs-
legu“.
Vefgáttin verður einn helsti vef-
vettvangur alþjóðaheimskautaárs-
ins sem hófst gær. Á norðurslóða-
gáttinni verða beinar vefsendingar
frá fjölmörgum opnunaratburðum
heimskautaársins víðsvegar um
heim.
Unaður heim-
skautslanda
Vilhjálmur
Stefánsson
RÁÐSTEFNA um friðun Skerja-
fjarðar verður haldin í dag klukkan
13–17 í Íþróttamiðstöð Álftaness.
Dagskráin hefst með ávarpi forseta
Íslands og umhverfisráðherra.
Ýmsir aðilar sem hafa sérfræði-
þekkingu á málinu flytja erindi.
Meðal efnis er fuglalíf á svæðinu,
vákort af Skerjafirði, fráveitumál,
útivist á sjó og landi, umfjöllun um
náttúru- og menningarmiðstöð á
Álftanesi og framtíðarsýn þeirra
sex sveitarfélaga sem eiga land að
Skerjafirði. Að lokum verða um-
ræður og fyrirspurnir.
Verndun
Skerjafjarðar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞESSIR samningar marka tíma-
mót á sviði rafrænna samskipta í
heilbrigðiskerfinu sem leiða munu til
aukinnar hagkvæmni og aukins ör-
yggis fyrir notendur heilbrigð-
isþjónustunnar,“ sagði Siv Friðleifs-
dóttir, heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, sem undirritaði í gær
ásamt Haraldi Briem sóttvarna-
lækni og Garðari Má Birgissyni,
framkvæmdastjóra TM Software
Healthcare, samning um annars
vegar bólusetningaskrá sótt-
varnalæknis og hins vegar Þjón-
ustugátt heilbrigðisupplýsinga sem
nefnist Hekla.
„Ég held að hér sé verið að stíga
miklu stærra skref en nokkur gerir
sér grein fyrir. Þetta er sennilega
stærsta framfaraskref í rafrænni
upplýsingatækni sem nokkurn tím-
ann hefur verið tekið,“ segir Garðar.
Bætt þjónusta við sjúklinga
Fram kom í máli Sivjar að þjón-
ustugáttin Hekla er almenn sam-
skiptaleið fyrir heilsufarsupplýs-
ingar og verður í byrjun notuð til
samskipta með upplýsingar um
bólusetningar og lyfseðla. Að sögn
Garðars verður í framhaldinu hægt
að nýta gáttina sem samskiptakerfi
milli heilbrigðisstofnana og senda
hvers konar gögn á milli, t.d. lækna-
bréf, rannsóknarbeiðnir og rann-
sóknarsvör, svo dæmi séu nefnd. Að-
spurður tók hann fram að fyllsta
öryggis yrði gætt í meðhöndlun upp-
lýsinga og að aðeins yrði um sam-
skiptaleið að ræða, ekki upplýsinga-
banka.
Að sögn Sivjar er stefnt að því að
um helmingur allra lyfseðlasendinga
verði orðinn rafrænn í lok þessa árs,
en heildarfjöldi lyfseðla á ári er í
kringum 1,9 milljónir. Bendir hún á
að með rafrænum sendingum aukist
öryggið í meðhöndlun lyfseðla til
muna, auk þess sem fölsun lyfseðla
verður nær ómöguleg. Segir Siv
þjónustuna við sjúklinga munu
aukast. Þannig fái sjúklingar ekki
lyfseðlana afhenta heldur verði þeir
sendir í lyfseðlagátt, sem þýðir að
hægt er að sækja lyfin í hvaða apó-
tek sem er. Eftir sem áður sé þó
hægt að óska eftir því að lyfseðill
verði sendur í tiltekið apótek og þá
bíða lyfin tilbúin til afgreiðslu þegar
sjúklingur mætir. Fjölnota lyfseðlar
geymast í gáttinni og eru tilbúnir til
næstu afgreiðslu á réttum tíma.
Í máli Haralds kom fram að bólu-
setningaskráin væri gríðarlega mik-
ilvæg fyrir stjórnvöld til að fylgjast
með og skipuleggja sóttvarnir í land-
inu. „Það skiptir miklu máli að hafa
upplýsingar um hverjir eru bólusett-
ir og hve margir ef við eigum að geta
bægt frá farsóttum á borð við misl-
inga og rauða hunda. Það skiptir líka
miklu máli fyrir þá sem bólusetja að
þeir hafi greiðan aðgang að upplýs-
ingum um hvaða bólusetningar
menn hafa fengið áður,“ sagði Har-
aldur og tók fram að stefnt væri að
því að þessar upplýsingar yrðu að-
gengilegar almenningi, þannig að
hægt yrði að fletta upp bólusetn-
ingum einstaklings í einstökum
heilsugæslustöðvum.
Stærsta skref í rafrænni
upplýsingatækni stigið
Bólusetningaskrá veitir tækifæri til að fylgjast með og skipuleggja sóttvarnir í landinu
Morgunblaðið/G.Rúnar
Samningar handsalaðir Haraldur Briem, Siv Friðleifsdóttir og Garðar Már Birgisson undirrituðu í gær samning
um þjónustugátt heilbrigðisupplýsinga sem nefnist Hekla og bólusetningaskrá sóttvarnalæknis.
Í HNOTSKURN
» Stefnt er að því að helm-ingur allra lyfseðla verði
sendur með rafrænum hætti í lok
ársins 2007.
»Heildarfjöldi lyfseðla er ár-lega um 1,9 milljónir.
»Með rafrænum sendingum ertalið að öryggi í meðhöndlun
lyfseðla aukist. Minni hætta er á
mistúlkun og fölsun verður einn-
ig nánast ómöguleg.
»Þjónustugáttin mun í fram-tíðinni einnig nýtast til að
senda á milli læknabréf, rann-
sóknarbeiðnir og -svör.
ÚRSLIT ráðast
á Íslandsmóti
skákfélaga núna
um helgina en
rúmlega 400
skákáhugamenn
verða á mótinu
á öllum aldri og
frá öllum lands-
hornum. Keppt
er í fjórum
deildum og er
elsti keppandinn 85 ára en sá
yngsti 7 ára.
Sterkustu stórmeistarar lands-
ins sem og erlendir ofurstór-
meistarar leiða saman hesta sína í
1. deild þar sem barist er um Ís-
landsmeistaratitilinn. Fyrri hluti
mótsins var haldinn í október. Ís-
landsmót skákfélaga er stærsta
og fjölmennasta skákhátíð ársins
og allir áhorfendur eru velkomnir
á skákstað. Seinni hluti mótsins
verður settur í Rimaskóla, Graf-
arvogi, í kvöld klukkan 20. Sent
er beint út frá efstu borðum á
Netinu á www.skaksamband.com
og nýjustu fréttir af mótinu koma
jafnóðum á www.skak.is.
Á hvítum reit-
um og svörtum
Tinna Kristín
Finnbogadóttir
ÝMSAR nýjungar koma til fram-
kvæmda við skattframtalsgerð á
þessu ári og fara m.a. öll rafræn
framtalsskil framvegis í gegnum nýj-
an vef, www.skattur.is. Hann er ætl-
aður fyrir almenning til að eiga sam-
skipti við sinn skattstjóra, fylla
rafrænt út eyðublöð, fletta upp í leið-
beiningum og skila skattframtölum.
Fjármálaráðherra opnaði nýju vef-
síðuna í gær en jafnframt kynnti
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri nýmæli vegna framtalsgerðar
en síðasti skiladagur skattframtals er
21. mars að þessu sinni.
Skúli Eggert segir að með nýja
vefnum verði aðgengi almennings til
að telja fram rafrænt auðveldara þar
sem umhverfi þess vefjar er mun af-
markaðra. „Auðvelt er að finna inn-
skráningarreit, auðvelt að sækja um
frest, afla vottorða og annars.
www.rsk.is er í eðli sínu mikill vefur
og frekar flókinn þar sem á honum
má finnast nánast allt um skattamál.
Venjulegur framteljandi sem þarf að
skila skattframtali einu sinni á ári
hefur ekki þörf fyrir jafnflókið um-
hverfi,“ segir hann.
Launafjárhæðir til áritunar
hafa aukist um 130 milljarða
Skúli Eggert telur einnig mark-
vert að gagnaskil til áritunar á fram-
töl hafa aukist meira frá árinu 2006 til
2007 en dæmi eru um. „Launamiðum
hefur fjölgað um 25.000 á milli ára og
launafjárhæðir um meira en 130
milljarða. Önnur gagnaskil á rafrænt
form hafa einnig aukist verulega,
meðal annars upplýsingar um hluta-
fjáreign, þó að talsverður hluti eigi
við um fyrirtæki. Aukin tækni og
meiri skilningur á rafrænum skilum
hefur gert þetta að verkum,“ segir
hann.
Um 10–20% þeirra upplýsinga sem
nota þarf við framtalsgerð koma úr
bönkum. Skv. upplýsingum ríkis-
skattstjóra hafa þessar upplýsingar
ekki fengist frá bönkunum til áritun-
ar beint á framtöl. Skattayfirvöld,
bankar og sparisjóðir séu hins vegar
sammála um mikilvægi þess að auð-
velda fólki að telja þessar upplýsing-
ar fram. Í fyrra bauð Glitnir, í sam-
vinnu við skattayfirvöld, fyrstur
banka upp á flutning gagna af skatta-
yfirliti viðskiptavinar í vefbanka yfir
á þjónustusíðu hans hjá skattyfir-
völdum. Þaðan gat viðskiptavinur
síðan fært upplýsingarnar með ein-
földum hætti inn á framtalið og þar
með sparað innslátt og minnkað villu-
hættu. Nú stefni í að allir bankar og
sparisjóðir bjóði upp á þessa þjón-
ustu við framtal 2007. Spurður nánar
um þetta segir Skúli Eggert að nú sé
reiknað með að almenningur geti raf-
rænt flutt upplýsingar um innstæður
sínar rafrænt inn á skattframtöl hjá
öllum viðskiptabönkunum.
„Í fyrra var aðeins einn banki kom-
inn inn (Glitnir) en nú er reiknað með
að á næstu dögum komi einnig aðrir
viðskiptabankar. Þetta mun hafa í för
með sér að stór hópur gjaldenda mun
flytja gögnin sjálfur til áritunar á
framtöl næstu ára. Þannig mun skap-
ast grundvöllur fyrir því að fyrirfram
framtal verði útbúið fyrir allstóran
hóp gjaldenda, sennilega innan
þriggja ára. Hér á landi hafa skatt-
yfirvöld ekki lagaheimild til að krefja
bankastofnanir um allar upplýsingar,
þess vegna er sú leið farin að fá upp-
lýsingarnar í samstarfi við banka og
gjaldendur almennt. Þarna er þó
mikið land enn óunnið,“ segir hann.
Eitt af helstu nýmælum í framtals-
gerðinni að þessu sinni er nýtt fylgi-
skjal sem er til að auðvelda fólki að
halda utan um hlutabréfaeign og
hlutabréfaviðskipti. Framtalseyðu-
blöð þessa árs verða einungis send
þeim sem töldu fram á pappír í fyrra
og á það nú einungis við um 10%
framteljenda. Í ár munu því um
24.000 manns sem töldu fram á papp-
ír í fyrra fá framtalið og leiðbeiningar
send heim. Þeir sem sakna þess að fá
ekki framtalið sent heim geta pantað
það á vefnum eða í þjónustusíma
skattyfirvalda.
Almenningi gert sífellt auðveldara
að telja fram rafrænt til skatts
Nýjung Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnar nýja vefinn,
www.skattur.is. Við hlið hans er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Á næstunni mun vefurinn m.a. verða notaður til að sækja um skattkort með
rafrænum hætti og fyrir ýmsa aðra þjónustu.
Í HNOTSKURN
»Framtalseyðublöð verða nú send til þeirra sem töldu fram á papp-ír í fyrra, alls 24.000 manns Allt annað er rafrænt.
»Verulega hefur verið dregið úr prentun leiðbeininga og verða núprentuð 33.000 eintök í stað 115.000 árið 2005.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti