Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
MINNI munur er á áfengisneyslu
karla og kvenna í norrænu lönd-
unum en í öðrum löndum Evrópu,
samkvæmt niðurstöðum nýlegrar
rannsóknar sem gerð var til þess
að auka skilning á því, hvernig kyn
og menning hafa áhrif á áfeng-
isneyslu og misnotkun. Hildigunn-
ur Ólafsdóttir afbrotafræðingur
segir að niðurstöðurnar sýni jafn-
framt að minni munur sé á lotu-
drykkju karla og kvenna á Íslandi
í samanburði við önnur lönd og
neyslumynstrið í Evrópu verði æ
líkara þegar áfengi sé annars stað-
ar.
Í gær greindi Hildigunnur
Ólafsdóttir frá niðurstöðum rann-
sóknarinnar í erindi á vegum
Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn var í Odda og
nefndist „Kynjabilið sem hverfur
ekki – um kynferði, menningu og
áfengisneyslu“.
Kynbundinn munur
Hildigunnur segir að rannsóknin
staðfesti það sem fyrri rannsóknir
hafi sýnt, þ.e. að það sé munur á
áfengisneyslu karla og kvenna.
Karlar séu oftar áfengisneytendur,
þeir drekki meira og tíðni lotu-
drykkju sé meiri hjá þeim. Konur
drekki á bilinu 12 til 33% af öllu
áfengi sem sé drukkið í þessum
löndum eða um 25% að meðaltali
en karlar um 75%.
Í könnuninni var líka skoðuð
hefðbundin skipting Evrópu í vín-
lönd, bjórlönd og lönd sterkja
drykkja. Hildigunnur segir að sú
skipting sé byggð á áfengisneyslu
karla í löndunum og beri að hafa
það í huga þegar fjallað sé um
neyslumynstrið í þessum löndum.
Hún segir að rannsóknin sýni að
minnsti munur sé á kynjunum
varðandi víndrykkju. Lítill munur
sé á kynjunum þegar um vín-
drykkju sé að ræða nema í vín-
yrkjulöndunum eins og Sviss og
Frakklandi þar sem karlarnir
skeri sig úr. Þar séu þeir vanir
máltíðadrykkju. Hins vegar séu
bjór og sterkir drykkir ennþá
karladrykkir. „Það er líka meiri
kynjamunur á milli landanna í
eldri aldurshópunum,“ segir Hildi-
gunnur. Úr þessu megi lesa að
hugsanlega sé um kynslóðamun að
ræða. Vitað sé að fólk í vín-
yrkjulöndum Suður-Evrópu hafi
alist upp við meiri áfengisneyslu
heldur en íbúar Norður-Evrópu.
Þetta fólk hafi því hugsanlega allt-
af haft þetta mynstur óháð aldri.
Eins skipti máli hvort áfengi sé
hluti daglegrar neyslu og áfengi sé
máltíðardrykkur eða að áfengi sé
haft við hönd við sérstök tækifæri.
Í seinna tilfellinu sé minni munur
á unga fólkinu, því eldra fólkið sé
líklegra til að hafa tileinkað sér
fyrrnefnt neyslumynstur.
Neysla eykst á Íslandi
Hildigunnur segir að aðrar
rannsóknir hafi sýnt að áfeng-
isneysla í Suður-Evrópu hafi dreg-
ist saman og það sé hugsanlega
skýring á því að neyslumynstrið í
Evrópu verði æ líkara. Það sem
komi einna mest á óvart sé að
minni munur sé á neyslu í svo-
nefndum bjór-, vín- og brennivíns-
löndum en talið hafi verið. „Neysl-
an hefur minnkað í löndunum þar
sem hún var mest og aukist í lönd-
unum þar sem hún var minnst.“
Fylgni á milli áfengisneyslu og jafn-
réttis og aukin drykkja í N-Evrópu
Morgunblaðið/Ásdís
Kynjamunur Lítill munur á víndrykkju karla og kvenna en neysla sterkra drykkja er mun meiri hjá körlum.
Karlar drekka oftar
og meira og valda
meiri áfengisvanda-
málum en konur
Í HNOTSKURN
» Rannsókn á áfengisneyslukarla og kvenna í 14 lönd-
um Suður-, Mið- og Norður-
Evrópu fór fram 1999 til 2003.
» Íslenska rannsóknin fórfram 2001 og svissneska
áfengis- og vímuvarnastofn-
unin SIPA hafði umsjón með
samræmingu rannsókn-
argagnanna.
» Aukin samleitni í áfeng-isneysluvenjum í Evrópu
vekur spurningar um sam-
ræmda áfengisstefnu.
UM 89% aldraðra telja að mikil þörf
sé fyrir umboðsmann aldraðra, um
7% telja þörfina litla og 4% segja
hvorki né, samkvæmt viðhorfskönn-
un Capacent Gallup um hagi og við-
horf eldri borgara.
Spurt var um ýmsa þætti eins og
t.d. heilbrigðismál, heimahjúkrun og
heimaþjónustu, heilsufar, húsnæði,
starf, laun og fjárhagslega stöðu og
félagslega stöðu og tengsl.
Skiptar skoðanir
Í könnuninni kemur m.a. fram að
37% svarenda telja að heilbrigðis-
þjónustan hafi almennt batnað frekar
mikið á nýliðnum fimm árum og um
6% segja að hún hafi batnað mjög
mikið. 1999 sögðu um 30% aðspurðra
þjónustuna hafa batnað frekar mikið
og 6,6% sögðu hana hafa batnað mjög
mikið. Í Reykjavík sagði 33,1% svar-
enda þjónustuna hafa batnað frekar
mikið og 3,6% sögðu mjög mikið en
samsvarandi tölur á landsbyggðinni
voru 45,9% og 10,3%. 18% svarenda í
Kraganum sögðu þjónustuna hafa
versnað frekar mikið og 3,6% sögðu
að hún hefði versnað mjög mikið. Í
Reykjavík og öðrum sveitarfélögum
voru samsvarandi tölur 11,2% og
2,5% (1,5% í öðrum sveitarfélögum).
Um 31% svarenda sagði að heil-
brigðisþjónustan væri frekar ódýr,
um 6% sögðu hana mjög ódýra, 24,5%
hvorki né, um 26% sögðu hana frekar
dýra og 12,3% töldu hana mjög dýra.
13,8% fá heimaþjónustu á vegum
sveitarfélagsins samanborið við
17,0% 1999. Skiptingin er þannig að
15% í Reykjavík fá heimaþjónustu,
8% í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur og 15% í öðrum sveit-
arfélögum. 81,8% þeirra sem fá
heimaþjónustu á vegum sveitarfé-
lagsins segja að sú heimaþjónusta sé
nægjanleg. 3% í Reykjavík segjast
hafa þurft að bíða eftir því að fá
heimaþjónustu, heimahjúkrun eða
aðra þjónustu fyrir eldri borgara, 6%
í nágrannasveitarfélögum Reykja-
víkur og 2% í öðrum sveitarfélögum.
29,2% segja að almennt heilsufar
sé mjög gott og 43,2% frekar gott.
Gott líkamlegt ástand
Almennt líkamlegt ástand miðað
við aldur er mjög gott að mati 34,7%
svarenda og frekar gott hjá 43,2%
svarenda. 33,2% segjast stunda ein-
hverja líkamsrækt eða reglulega
hreyfingu 5 sinnum í viku eða oftar
og 22,5% 3–4 sinnum í viku.
Í 35% tilvika í Reykjavík býr svar-
andi einn, 30% svarenda í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur búa ein
og 21% í öðrum sveitarfélögum. Í
92,4% tilvika býr fólk í eigin hús-
næði.
29,3% svarenda taka þátt í fé-
lagsstarfi eldri borgara og 39,3% í
einhverju félagsstarfi öðru en fé-
lagsstarfi eldri borgara. 82% karla
og 75% kvenna segja að þau séu aldr-
ei einmana.
Umboðsmaður nauðsynlegur
Viðhorfskönnun Capacent Gallup um hagi og viðhorf eldri borgara í sambandi
við mál eins og t.d. heilbrigðismál, húsnæði og fjárhagslega og félagslega stöðu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aldraðir Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, var meðal viðstaddra á fundinum í gær er
niðurstöður könnunar Capacent voru kynntar. Þar kom meðal annars fram, að margir vilja fá umboðsmann.
Í HNOTSKURN
» Capacent framkvæmdikönnunina frá 7. desember
til 8. janúar sl.
» Úrtakið var 1.176 manns67–80 ára á öllu landinu og
600 manna aukaúrtak fólks á
sama aldri í Reykjavík.
» Fjöldi svarenda var 1.048og svarhlutfall 62,8%.
Markmiðið var að kanna hagi
og viðhorf eldri borgara og
bera saman við rannsókn frá
1999.
BÍLL er á heimili 86,4% svarenda í
könnuninni en samsvarandi tala
1999 var 78,6%. 95% karla og 79%
kvenna segir að bíll sé á heimilinu.
Minnst er bílaeignin í Reykjavík
eða á 83% heimilanna. Í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur er bíll á
86% heimila eldri borgara og á 92%
heimila í öðrum sveitarfélögum.
Mikil vinna
13,9% fólks á aldrinum 67-80 ára
eru í launaðri vinnu en 26,2% eldri
borgara voru í launaðri vinnu 1999.
25,5% þeirra sem ekki stunda vinnu
vilja vera í launaðri vinnu. 56%
þeirra eldri borgara í Reykjavík sem
eru í launaðri vinnu vinna 38 stundir
á viku eða meira, 67% íbúa í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavíkur
og 51% eldri borgara í öðrum sveit-
arfélögum. 62,1% svarenda segir að
starfslok hafi verið sveigjanleg en
32,1% segist hafa þurft að hætta
vinnu á vissum aldri.
Ráðstöfunartekjur karla eru
121,1 þúsund krónur að meðaltali og
kvenna 110,9 þúsund krónur að
meðaltali. Hins vegar telja karlar að
hæfilegt sé að fólk hafi 201 þúsund
krónur til ráðstöfunar á mánuði en
samsvarandi meðaltalstala hjá kon-
um er 169,5 þúsund krónur á mán-
uði.
9% þeirra sem eru í hjónabandi
eða í sambúð hafa oft fjárhags-
áhyggjur og 10% stundum. 16%
þeirra sem hafa misst maka sinn
hafa oft fjárhagsáhyggjur og 12%
stundum. 12% ógiftra og þeirra sem
ekki eru í sambúð hafa oft fjárhags-
áhyggjur og 17% stundum.
Yfirleitt bíll
á heimili
eldri íbúa