Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
YFIRLÝSINGAR Valgerðar Sverr-
isdóttur utanríkisráðherra um mýkri
ásýnd Íslenzku friðargæzlunnar
hafa aukið áhuga Dana á samstarfi
við friðargæzluna. Hans Jesper
Helsø, yfirmaður danska heraflans,
segist gjarnan vilja sjá samstarf, þar
sem Danir sjái um „harðari“ þætti
friðargæzlu, en Íslendingar þá
„mýkri“.
Helsø kom hingað til lands í gær-
morgun til skrafs og ráðagerða við
íslenzk stjórnvöld og til að skoða að-
stæður á Keflavíkurflugvelli vegna
viðræðna Íslands og Danmerkur um
aukið samstarf í öryggis- og varn-
armálum. Hann segist hafa tekið upp
að fyrra bragði við Grétar Má Sig-
urðsson, ráðuneytisstjóra utanríkis-
ráðuneytisins, möguleika á nánara
samstarfi ríkjanna á sviði friðar-
gæzlu.
Vantar sérfræðinga
„Ég hef sjálfur hitt íslenzku frið-
argæzluliðana á flugvöllunum í
Pristina og Kabúl og sprengjusér-
fræðingana, sem störfuðu með
dönskum sveitum í Írak,“ segir
Helsø. Hann segist sérstaklega hafa
tekið eftir því að utanríkisráðherra
hafi í ræðu á Alþingi talað um að
mýkja ásýnd friðargæzlunnar. „Ef
það, sem átt er við með því, er allt
annað en hermenn með vopn í hönd-
um, þá hefur Ísland yfir ýmsum eig-
inleikum að ráða, sem sannarlega
geta komið að notum,“ segir hers-
höfðinginn. „Ég hef sjálfur séð
hversu færir sprengjusérfræðing-
arnir voru, sem við störfuðum með í
Írak. Það er jafnmikil þörf fyrir
lækni eða hjúkrunarfræðing og fyrir
hermann í friðargæzlunni. Í Afgan-
istan þurfum við jafnmikið á starfs-
fólki við endurreisn landsins að
halda og hermönnum. Þess vegna
hvatti ég til þess í dag að við leit-
uðum leiða til að Ísland og Danmörk
bæti hvort annað upp í friðargæzl-
unni. Danmörk getur lagt til fót-
göngulið á harða endanum og ég tel
að við getum fundið lausn á því að Ís-
land sjái um það, sem Íslendingar
telja hafa mýkri ásýnd, en er jafn-
mikilvægt. Svo ég sé alveg hreinskil-
inn, þá skortir danskt samfélag til
dæmis lækna, hjúkrunarfræðinga og
sérfræðinga í upplýsingatækni. Ég
vildi glaður sjá samstarf, þar sem Ís-
land legði eitthvað af þessu til.“
Æfingar og viðvera flugvéla
Hvað varðar viðræður Íslendinga
og Dana um aukið samstarf í varnar-
og öryggismálum á Norður-Atlants-
hafi segir Helsø að þær hafi verið
gagnlegar og sýni að góður samn-
ingsgrundvöllur sé fyrir hendi. Hann
muni beita sér fyrir því að samning-
ur, sem setji samstarfinu ramma,
verði tilbúinn fyrir vorið. „Það verð-
ur um að ræða samstarf um æfingar
og viðveru herflugvéla,“ segir hers-
höfðinginn. „Danskar flugvélar
verða ekki varanlega staðsettar á Ís-
landi og það held ég að sé heldur ekki
í þágu íslenzkra hagsmuna.“
Helsø segir, aðspurður hvernig
honum hafi litizt á aðstöðuna á Kefla-
víkurflugvelli, að þar sé vissulega allt
til alls; flugskýli, gistiaðstaða, elds-
neytisbúnaður og stjórnstöðvar. „En
stöðin er gríðarlega stór. Nú þegar
ég sé hana ómannaða átta ég mig
fyrst á því hvað hún er stór. Það ligg-
ur við að út frá æfingasjónarmiði sé
hún of stór,“ segir hershöfðinginn,
sem hefur heimsótt Keflavíkurstöð-
ina nokkrum sinnum áður. „En að-
staðan er fyrir hendi og þær aðstæð-
ur, sem Ísland hefur upp á að bjóða
til að æfa herflug eru mjög góðar.“
Af hálfu danskra stjórnvalda hef-
ur komið fram að mögulega gætu
danskar eftirlitsflugvélar á leið til og
frá Grænlandi tekið einhvern þátt í
eftirliti úr lofti á hafsvæðinu við Ís-
land. Helsø telur ekki að verulegir
möguleikar felist í slíku. „Geta okkar
til eftirlitsflugs er mjög lítil. Við eig-
um erfitt með að sinna eigin skyldum
við Grænland og Færeyjar nú þegar
og þær eru auðvitað í forgangi hjá
okkur,“ segir hann.
Ríkin skiptist á upplýsingum
Danir hafa líkt og Íslendingar og
Norðmenn vissar áhyggjur af auk-
inni skipaumferð um Norðurhöf, hjá
ströndum Grænlands, Íslands og
Færeyja, ekki sízt vegna hættu á
umhverfisslysum.
Aðspurður hvort hann telji mögu-
leika á samstarfi um viðbúnað við
slíku, segist Helsø telja allt samstarf
um eftirlit með umferð á svæðinu já-
kvætt. „Það getur verið að hægt sé
að koma á samstarfi, þar sem menn
leysa hverjir aðra af. Í mínum aug-
um er mikilvægara að koma upp
kerfi, þar sem hægt er að skiptast á
upplýsingum,“ segir Helsø. Hann
segist telja að slík skipti á upplýs-
ingum þurfi að þróa á milli þeirra
ríkja, sem eigi hagsmuna að gæta á
svæðinu, þ.e. Íslands, Danmerkur,
Noregs, Kanada og e.t.v. Bretlands.
Hans Jesper Helsø yfirmaður danska heraflans vill aukið samstarf við Íslendinga á sviði friðargæzlu
Harðir Danir
og mjúkir
Íslendingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjartsýnn Hans Jesper Helsø telur hægt að semja um aukið samstarf Ís-
lands og Danmerkur í varnar- og öryggismálum fyrir vorið.
Í HNOTSKURN
»Hans Jesper Helsø er yf-irmaður danska heraflans.
» Í því felst m.a. að hann erhernaðarlegur ráðgjafi
varnarmálaráðherrans og ber
ábyrgð á 93% af varn-
armálaútgjöldum landsins.
»Helsø á að baki 39 ára ferilí danska hernum og var
gerður að hershöfðingja fyrir
fimm árum. Hann hefur m.a.
tekið þátt í friðargæzlu á Kýp-
ur og í Bosníu.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FYRRVERANDI innri endurskoð-
andi Baugs, Auðbjörg Friðgeirs-
dóttir, sagði við aðalmeðferð Baugs-
málsins í gær að þótt 62 milljóna
króna kreditreikningur Nordica á
hendur Baugi hefði verið tvöfalt
hærri, hefði upphæðin ekki verið
óeðlileg í ljósi viðskipta félaganna.
Jóhanna Waagfjörð, fyrrum fjár-
málastjóri Baugs, sagðist ekki hafa
séð víxil sem gefinn var út til að
gera upp skuld Gaums við Baug, og
það sem ríkissaksóknari telur ólög-
leg lán, fyrr en eftir húsleitina í höf-
uðstöðvum Baugs í ágúst 2002.
Auðbjörg var ráðinn sem innri
endurskoðandi Baugs árið 2000 og
gegndi því starfi til ársins 2005.
Hún er nú áhættustjóri 365.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari, hóf skýrslu-
tökuna á að spyrja Auðbjörgu hvort
hún hefði nýlega átt fundi með verj-
endum eða starfsmönnum þeirra.
Auðbjörg sagði að frá því húsleitin
var gerð í höfuðstöðvum Baugs 28.
ágúst 2002 hefði hún verið milliliður
við lögreglu og einnig aðstoðað lög-
menn Baugs við öflun gagna. Hún
hefði verið í töluverðu sambandi við
aðstoðarmenn verjenda en ekki í
beinu sambandi við verjendurna.
Tvöfalt hærri?
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for-
stjóra Baugs Group, er í nokkrum
tilfellum gefið að sök brot gegn
hlutafélagalögum með því hafa látið
Baug lána fjölskyldufyrirtækinu
Gaumi, eignarhaldsfélaginu Fjár-
fari og systur sinni Kristínu.
Fram kom hjá saksóknara að eft-
ir húsleitina í ágúst 2002 hefði rík-
islögreglustjóri óskað bréflega eftir
skýringum á meintum lánveitingum
og að í svari sem Auðbjörg ritaði
hefði hún nefnt færslur á viðkom-
andi viðskiptareikningum sem lán.
Jón Ásgeir hefur borið að ekki væri
um lán að ræða heldur tengdust
færslurnar eðlilegum viðskiptum.
Saksóknari spurði hverju þetta
sætti og sagði Auðbjörg að hún
hefði væntanlega nefnt þessar
færslur sem lán vegna þess að það
hefði komið fram á fylgiskjölum að
um lán væri að ræða. Jón Ásgeir og
Tryggvi hefðu lesið svarbréfið yfir
en það hefði hún sjálf skrifað og
bæri sjálf ábyrgð á þeim upplýs-
ingum.
Samkvæmt ákærunni í málinu
var kreditreikningurinn frá Nordica
tilhæfulaus og var ranglega notaður
til að hífa upp hagnað Baugs á fyrri
hluta árs 2001, en reikningurinn var
dagsettur í ágústlok það ár.
Fram kom í gær að Auðbjörg sá
reikninginn ekki fyrr en eftir títt-
nefnda húsleit. Fljótlega eftir það
gerði hún athugun á viðskiptum fé-
laganna, einkum með því að ræða
við menn sem að þeim komu, og
sagðist hún hafa komist að því að
kreditreikningurinn, og þar með
innistaða Baugs, hefði allt eins get-
að verið tvöfalt hærri. Sú niðurstaða
byggðist á því að reikna út hvað
Baugur ætti inni ef fyrirtækið hefði
fengið 10-20% staðgreiðsluafslátt,
markaðsstyrk og tekið hefði verið
tillit til rýrnunar, líkt og gerðist í
öðrum viðskiptum. Saksóknarinn
benti þá á að álagning Nordica hefði
verið 6–8% og hvort hægt væri að
ætlast til svo mikils afsláttar í því
ljósi. Svar Auðbjargar var að hún
hefði ekki haft upplýsingar um
álagningu Nordica en hún vissi ekki
betur en Baugur hefði styrkt Nor-
dica. Hún tók einnig fram að upp-
hæðin hefði verið samningsatriði
milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds.
Auðbjörg sagði að veltuhraði á
vörum Nordica hefði verið mjög
hægur, um 3–4 mánuði hefði að
meðaltali tekið að koma vörunum
út, og það hefði verið óvenjulega
langur tími. Jón Ásgeir hefur borið
að kreditreikningurinn hafi verið
vegna „vandræðalagers“ af vörum
Nordica. Starf Auðbjargar fólst
m.a. í að hafa eftirlit með rýrnun
innan fyrirtækisins en fram kom í
gær að ekki var haft samráð við
hana áður en reikningurinn var gef-
inn út. Þetta skýrði hún m.a. með
því að í bókhaldskerfi Baugs hefði
ekki komið fram rýrnun á vörum
einstakra birgja og þeir sem störf-
uðu í búðunum hefðu því haft mun
betri yfirsýn.
Jóhanna Waagfjörð hóf störf sem
fjármálastjóri 1. september 2001 og
hafði gegnt því í eitt ár þegar rann-
sókn málsins hófst. Hún er nú fram-
kvæmdastjóri Haga.
Fram kom í gær að hún óskaði í
nokkrum tilfellum eftir skýringum á
stöðu á viðskiptamannareikningum
Gaums, Fjárfars, Jóns Ásgeirs og
Kristínar Jóhannesdóttur hjá Baugi
og spurði Tryggva Jónsson, fyrrum
aðstoðarforstjóra, m.a. um atriði
sem þeim tengdust um miðjan ágúst
2002. Jóhanna sagði, spurð af sak-
sóknara, að hún hefði ekki vitað af
tæplega 337 milljóna króna víxli
sem Gaumur gaf út 20. maí 2002 og
var greiddur Baugi á gjalddaga 5.
september. Hún hefði unnið með
þessar kröfur líkt og þær væru
ógreiddar.
Spurð af Gesti Jónssyni sagði Jó-
hanna að Jón Ásgeir hefði aldrei
gefið fyrirmæli um hvernig færa
ætti bókhald. Þá sagði hún aðspurð
að Baugur hefði aldrei verið í van-
skilum og aldrei greitt dráttarvexti
af lánum. Stundum hefði verið deilt
um reikninga og þá myndast drátt-
arvextir en upphæðirnar verið
minniháttar.
Auðbjörg og Jóhanna Waagfjörð,
fyrrum fjármálastjóri Baugs, gagn-
rýndu báðar vinnubrögð lögreglu og
nefndu sérstaklega Arnar Jensson,
fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu-
þjón í efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra. Auðbjörg sagðist hafa
upplifað yfirheyrslur þannig að snú-
ið væri út úr hlutum, vitnaskyldan
ítrekuð og þannig reynt að draga úr
trúverðuleika orða hennar og hún
ítrekuð verið minnt á ákvæði um
meinsæri. Jóhanna sagði m.a. að í
síbylju hefði verið spurt um ólögleg
lán, en deilt er um hvort tilteknar
færslur teljist ólögleg lán eða ekki.
Sá víxilinn eftir húsleitina
Fyrrverandi innri endurskoðandi segir kreditreikning Nordica síst hafa verið of háan Lögregla
gagnrýnd fyrir leiðandi spurningar Jón Ásgeir Jóhannesson gaf ekki fyrirmæli um færslur
Morgunblaðið/G.Rúnar
Til sóknar Sigurður Tómas Magnússon saksóknari og Björn L. Bergsson
hrl. (tv.) fara yfir nokkur málskjöl fyrir aðalmeðferðina í gær.
Í HNOTSKURN
Dagur 14
» Í gær báru vitni AuðbjörgFriðgeirsdóttir, fyrrum
innri endurskoðandi, Jóhanna
Waagfjörð, fyrrum fjár-
málastjóri, og Árni Oddur
Þórðarson, fyrrum starfs-
maður Gildingar.
» Árni Oddur sagði frá þvíað Gilding hefði samið við
Gaum um að ganga inn í kaup-
rétt á hlutafé í Baugi upp á
290 milljónir. Um tíma hefði
verið rætt um hærri eða lægri
hlut.
» Auðbjörg sagði rýrnun álager ekki hafa verið
tengda einstökum birgjum í
bókhaldi Baugs.
Vitni, sem komu fyrir rétt í gær í
Baugsmálinu, gagnrýndu vinnu-
brögð lögreglunnar harðlega.
http://www.mbl.is/mm/frettir/
frett.html?nid=1256233
VEFVARP