Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF *+ ,-  5  5  6 6 . . /0 123 5 5 6 6 . . 424 563  7) 5 5 6 6 . . 563 87' * &  5 6 6 . . 9403 1: ; & 5 5 7 6 . . - .   /   .  0(12  3!#$$& )*+    7 ) 2<= > "? 7 ) 2 &< 7 ) 2 < -& &" -@ 2  > "? 7 ) A =' > "? 7 ) B > "? 7 ) >  C  7 ) D ) 0 ? E! F  8"?G ! C  7 ) B C  F  7 ) 6 & 7 ) 6< 7  7 )  "" HA"    )C) 7 ) I" 7 ) , - * ./ 0J 7 ) ! > "? 7 ) 9<&  > "? D ! 7 ) 9<& < > "? 7 ) *K7&  7 ) 563 2A /& 7 ) / !! !' 7 ) # "' 7 ) 0-12  " E! ""   = ) ) 31 .45 DA >   7 ) D? 7 ) 6 ( 5                                                                 D& H = ? !  /C L  !M 8"?  )) ) ) ) )   )   ) )  ) ) ) )) ) ) )) ) ) ) ) ) ) )) )) ))  ) )) )  ))  H  ) ) ) H H ) ) )) H H ) H               H H   H   H H                   H H H  # ? L " 2/D) N 27"!"   ' = ?             H   H H  H H  H L = )=&  Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun Magnúsar Stefánssonar, félagsmála- ráðherra, að hækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að ákvörðun félagsmála- ráðherra sé mikill afleikur. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar, segist sannfærður um að þetta sé óheppilegt. Greiningardeild Lands- bankans telur ljóst að þetta muni draga úr líkum á lækkun stýrivaxta í bráð. Þá segir greiningardeild Kaup- þings banka að ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að ýta undir frekari hækkun fasteignaverðs. „Hækkun lánshlutfalls í 90% og hámarksláns í 18 milljónir gengur þvert á ákvörðun ríkisstjórnarinnar í kjölfar kjarasamninganna og á eftir að virka sem verðbólgufóður engum til gagns,“ segir Vilhjálmur Egilsson í leiðara í fréttabréfi Samtaka at- vinnulífsins. Þá segir hann að ein- stakt tækifæri til að festa efnahags- legan stöðugleika í sessi sé í hættu. Einar Oddur Kristjánsson segist ekki geta fullyrt að ákvörðun félags- málaráðherra hafi vond áhrif. „Ég held að enginn geti fullyrt það, en ég óttast að þetta veki neikvæða um- ræðu. Það veitir hins vegar ekki af að stuðla að því að fólk trúi því að stjórnvaldsaðgerðir í efnahagsmál- um séu ábyrgar,“ segir hann. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að ríkisstjórnin hafi talið þörf á því síðastliðið sumar, að hún legði sitt af mörkum til þess að draga úr þensluástandi í hagkerf- inu. Í því skyni hafi þak á lánum Íbúðalánasjóðs verið lækkað sem og hámarks lánshlutfall. Nú sé hins vegar greinilegt að ríkisstjórnin telji frekar þörf á því að auka eftirspurn í hagkerfinu en að draga úr henni. Í hálf fimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka segir að svo virðist sem enn einu sinni megi greina skort á samhæfingu milli pen- ingamála- og fjármálastefnu. Seðla- bankinn telji ennþá þörf fyrir mikið aðhald í efnahagsmálum en ríkis- valdið virðist telja óhætt að slaka á beislinu. Ákvörðun ráðherra sögð vera afleikur Í HNOTSKURN »Tilkynnt var í fyrradag aðfélagsmálaráðherra hefði ákveðið að hækka lánshlut- fallið hjá Íbúðalánasjóði úr 80% í 90% og hámarkslán úr 17 milljónum í 18 milljónir. »Virkar sem verðbólgufóð-ur segir framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. »Þörf á því að fólk trúi aðstjórnvaldsaðgerðir séu ábyrgar, segir varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. ● ÞÓTT hækkun hafi orðið á hlutabréfamark- aði hér á landi í gær átti það sama ekki við um markaði ann- ars staðar í heiminum. Vísi- tölur héldu áfram að lækka víðast hvar í gær, þriðja daginn í röð, eftir taugatitinginn sem hófst með tæplega 9% lækkun kínversku Shanghai-vísitölunnar síðastliðinn þriðjudag. Við lok viðskipta í gær hafði Dow Jones-vísitalan í New York lækkað um rúm 3% frá því á mánudag. FTSEvísitalan í London hafði á sama tíma lækkað um 5%. OMX í Svíþjóð hafði hins vegar lækkað um 6% og Nikkei í Japan um 4%. Enn er því talað um taugatitring á mörkuðum úti í heimi. Lækkun í kauphöllum þriðja daginn í röð ● FUNDUR sem Íslensk-ameríska viðskiptaráðið í Bandaríkjunum stóð fyrir í New York í gær tókst mjög vel, að sögn Hlyns Guðjónssonar, við- skiptafulltrúa Íslands í Norður- Ameríku. Á fundinum kynntu fulltrúar ís- lenskra fyrirtækja fjárfesting- artækifæri á Íslandi. Segir Hlynur að um 80 fjárfestar og fulltrúar banka í Bandaríkjunum hafi sótt fundinn, en það þyki mjög góð mæting. Þeir sem kynntu fjárfesting- artækifærin á fundinum voru Þórður Friðjónsson, fostjóri OMX á Íslandi, Þórður Hilmarsson, framkvæmda- stjóri Invest in Iceland Agency, Er- lendur Hjaltason, forstjóri Exista, Hannes Smárason, forstjóri FL Gro- up, og Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna. Fundað um fjárfest- ingar á Íslandi ● STARFSFÓLK hjá evrópsku flug- vélaverksmiðj- unum Airbus mót- mælti í gær fyrirhuguðum upp- sögnum um tíu þúsund starfs- manna félagsins, sem tilkynntar voru í fyrradag. Frá því er greint í frétt á fréttavef BBC að um eitt þúsund starfsmenn í verksmiðju Airbus í Laupheim í Suð- ur-Þýskalandi hafi lagt niður vinnu í gær. Boðaðar eru sams konar að- gerðir í verksmiðju félagsins í Frakk- landi í dag. Mótmæli hjá Airbus í Suður-Þýskalandi ACTAVIS hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofn- unarinnar til að markaðssetja melt- ingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. Þar sem Actavis er fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Lyfið mun fara í dreifingu á næstu vikum, seg- ir í tilkynningu til kauphallarinnar í gær. Lyfið er hið þriðja sem Actavis markaðssetur í Bandaríkjunum á árinu. Fyrir árið í heild sinni er bú- ist við að markaðssett verði 18–20 ný samheitalyf og að lagðar verði inn 40–45 lyfjaumsóknir til lyfjayfir- valda. Árleg sala lyfsins í Banda- ríkjunum nam um 121 milljón dala á síðasta ári, eða um átta milljörðum króna, samkvæmt tölum frá IMS Health data. Stefna að metsölu Róbert Wessman, forstjóri Actav- is, segir það ánægjulegt að ná einkarétti á sölu Ranitidine, en það sé í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sá áfangi náist Árangurinn megi þakka öflugu þróunarstarfi og Actavis reikni með að lyfið verði á meðal þeirra sölu- hæstu í Bandaríkjunum á þessu ári. Einkaleyfi Actavis á meltingarlyfi ÍSLAND lendir í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum á lista Alþjóðlegu efna- hagsstofnunarinnar (WEF) yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónust- unnar. Reiknar stofnunin árlega svonefnda samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar fyrir hvert land en Iðntæknistofnun er samstarfs- aðili WEF hér á landi. Samkvæmt listanum trónir Sviss þar efst. Í öðru sæti kemur Aust- urríki, Þýskaland í þriðja, Ísland í fjórða og Bandaríkin í fimmta sæti. Tekið er tillit til þriggja stoða sem eru regluumgjörð ferðaþjónustu, rekstrarumhverfi og skipulag og loks mannauður, menningarlegar og náttúrulegar auðlindir. Nálgast má upplýsingar um könnun WEF á vefnum www.iti.is. Íslenska ferðaþjónustan í fjórða sæti Morgunblaðið/RAX ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Hækkun í Kauphöll- inni hér á landi ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallarinnar, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,9% í gær og er lokagildi hennar 7.370 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Mosaic Fashions, 4,0%, og bréfum Kaupþings banka, 1,7%. Gengi hlutabréfa Eimskipa- félagsins lækkaði hins vegar mest í gær, en það lækkaði um 1,3%, og þá lækkaði gengi bréfa Atorku og 365 hf. um 0,5%. HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands nam 466 milljörðum króna í febrúar, þar af með hlutabréf fyrir 300 milljarða króna. Voru mestu viðskiptin með bréf Glitnis eða fyrir 97 milljarða. Er þetta fimmti veltumesti mán- uður í kauphöllinni frá upphafi, að því er fram kemur í mánaðaryfirliti kauphallar OMX á Íslandi. Viðskipti með hlutabréf fyrstu tvo mánuði þessa árs er þegar orðinn rúmur helmingur heildarviðskipta ársins 2005. Úrvalsvísitalan stóð í 7.303,70 stigum í lok febrúar og hafði hækkað um 13,93% frá áramótum. Viðskipti með skuldabréf námu 162 milljörðum króna og var mest velta með verðtryggða íbúða- bréfaflokkinn HFF150914 eða sem nam 27 milljörðum. Af fimm skuldabréfavísitölum Kauphallarinnar hækkaði ávöxtunarkrafa 1 árs óverðtryggðra bréfa mest í febrúar eða um 51 punkt. 466 milljarða velta í febrúar KAUPÞING banki hefur ákveðið að selja allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf., en félagið er alfarið í eigu bank- ans. Í tilkynningu til Kauphallarinn- ar segir að fyrir- tækjaráðgjöf Kaupþings banka hafi verið falið að bjóða takmörkuð- um hópi fjárfesta að kaupa hlutaféð á næstu vikum. Eik var hluti af Lýsingu og var eftir í eigu Kaup- þings þegar bankinn seldi Lýsingu á árinu 2005. Sigurjón Pálsson hjá fyr- irtækjaráðgjöf Kaupþings segir að það hafi aldrei staðið til að bankinn ætti Eik til langs tíma. Þess vegna sé bankinn að selja félagið nú. Eik fasteignafélag var stofnað á árinu 2002. Starfsemi félagsins snýst um kaup, rekstur og útleigu atvinnu- húsnæðis. Hagnaður félagsins dróst saman á milli áranna 2005 og 2006 en hann nam 479 milljónum í fyrra samanborið við 617 milljónir árið áð- ur. Þess má geta, að eins og frá var greint í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag, eru viðræður á lokastigi um kaup fasteignafélagsins Stoða á fasteignafélaginu Landsafli. Stoðir eru að stærstum hluta í eigu Baugs en Kaupþing banki á tæplega 25% hlut. Eik fast- eigna- félag til sölu SPARISJÓÐUR Vestfirðinga hagn- aðist um 801 milljón króna á árinu 2006, samanborið við 213 milljónir árið áður. Arðsemi eigin fjár á árinu 2006 var 80,2% en hún var 27,7% árið 2005. Vaxtatekjur sjóðsins námu alls 905 milljónum í fyrra og hækkuðu um liðlega 16% milli ára. Vaxta- gjöld námu 743 milljónum og hækk- uðu þau um 47% frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu því 162,8 millj. kr. en þær voru 272,4 millj. kr. á síðasta ári. Aðrar rekstrartekjur jukust hins vegar mikið á milli ára og voru 1.070 milljónir á árinu 2006 og hækkuðu um 509 milljónir á árinu 2005. Hreinar rekstrartekjur námu 1.232 milljónum en þær námu 833 milljónum árið áður. Fjórföldun hagnaðar ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.