Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 22
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Klipptur út Sjúkraflutningamenn og lögregla hlúa að hinum slasaða í gær.
NOTAST þurfti við „klippur“
slökkviliðsins til þess að ná öku-
manni út úr bifreið eftir harðan
árekstur á Akureyri í gær. Viðkom-
andi slasaðist en ekki er vitað hve al-
varleg meiðslin eru.
Sex umferðaróhöpp urðu á Akur-
eyri í gær, öll rakin til hálku. Það
langalvarlegasta varð á gatnamótum
Þórunnarstrætis og Glerárgötu þar
sem þrjár bifreiðar komu við sögu,
tveir fólksbílar og jeppi sem reyndar
var kyrrstæður á rauðu ljósi neðst í
Þórunnarstræti.
Fólksbílunum var ekið eftir Gler-
árgötu, öðrum í suðurátt en hinum í
norður, og sá síðarnefndi beygði til
vinstri og hugðist aka upp Þórunn-
arstrætið þegar hann ók í veg fyrir
hinn. Kastaðist þá sá, sem ætlaði upp
Þórunnarstrætið, á jeppann. Öku-
maður þess fólksbíls var fluttur slas-
aður með sjúkrabifreið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið og farþegi í bifreiðinni
var einnig fluttur þangað til skoð-
unar.
Báðir eru fólksbílarnir mikið
skemmdir og jeppinn eitthvað.
Fimm aðrir árekstrar urðu í bæn-
um í gær, flestir smávægilegir en
þrennt kvartaði reyndar undan
eymslum eftir að bíl var ekið aftan á
annan kyrrstæðan á gatnamótum
Krossanesbrautar og Hlíðarbrautar.
Einn slasaðist
í árekstri
„Klippur“ þurfti til þess að losa öku-
mann úr fólksbifreið á Glerárgötu
22 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
!"
#$
% & '
( '&)*"
+,"
,) " -*.
!.
'$& / 0 "
1& !.
2&$ "
!
3
4
,&
5
STAÐA samkynhneigðra í samfélag-
inu; hvort þeir séu frjálsir eða í fjötr-
um, verður viðfangsefni síðdegisvöku
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á
morgun, laugardag.
Að vökunni, sem hefst kl. 16, standa
Akureyrarkirkja, S78N (Norðurlands-
hópur Samtakanna 78) og Norður-
landsdeild FAS, Samtaka foreldra og
aðstandenda samkynhneigðra.
Stjórnandi síðdegisvökunnar verð-
ur Þorvaldur Þorsteinsson, rithöf-
undur og myndlistarmaður. Séra
Svavar Alfreð Jónsson flytur setn-
ingarávarp, Þorvaldur Kristinsson,
fyrrv. formaður Samtakanna 78, flyt-
ur stutt erindi og Viðar Eggertsson
leikari les ljóðaþýðingar. Fulltrúar
foreldra fjalla síðan um þá reynslu að
eiga samkynhneigt barn, og mennta-
skólanemi og háskólanemi segja frá
reynslu sinni af því að vera samkyn-
hneigður unglingur og ungmenni í
samfélaginu nyrðra.
Þá verður stutt pallborðsumræða,
meðal annars um samkynhneigð,
kirkju og skóla, þar sem fram koma
sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Krist-
ín Elva Viðarsdóttir, Sverrir Páll Er-
lendsson og Þorvaldur Kristinsson.
Tónlistaratriði verða felld að dag-
skránni, en þar koma fram Páll Óskar
Hjálmtýsson og Monika Abendroth,
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór
Gunnarsson.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir
á Möðruvöllum flytur lokaorð á síð-
degisvökunni.
Eru samkyn-
hneigðir frjálsir
eða í fjötrum?
AKUREYRI
NORSKUR predikari, Gunnar
Hamnøy, sem er starfsmaður
Norska kristniboðssambandsins,
tekur þátt í samkomum í félags-
heimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð
í kvöld og annað kvöld. Gunnar, sem
mörgum sinnum hefur heimsótt Ís-
land á vegum Kristniboðssambands-
ins, flytur hugleiðingar bæði kvöldin
og kynnir bók sína, Rósir handa þér,
sem kom út á íslensku í fyrra.
Hamnøy með
rósir handa þér
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HUGMYND teiknistofanna Alarks og
Glámu Kíms að bryggjuhverfinu við Kárs-
nes í Kópavogi er að hluta til innblásin af
hönnun sambærilegra hverfa í Hollandi,
Svíþjóð og Danmörku. Arkitektarnir Jakob
Líndal og Sigbjörn Kjartansson telja að
Kársnessvæðið sé bæði tilvalið til uppbygg-
ingar og vel staðsett.
„Útsýni er til allra átta ásamt veðursæld
og við lítum svo á að íbúðabyggð á þessum
stað gæti hæglega styrkt það samfélag sem
fyrir er,“ bendir Sigbjörn á. „Hverfið á að
höfða til hins venjulega Kópavogsbúa,“ seg-
ir hann.
Jakob segir að skissur að íbúðarhúsum
við bryggjuhverfið taki mið af staðsetningu
við sjó og þannig megi búast við særoki úr
suðvestri þótt suðaustanátt sé ríkjandi á
þessu svæði. „Byggðin verður ekki fyrir
opnu hafi á þessum stað, þótt að sjálfsögðu
séu þættir eins og selta og sjávarrok fyrir
hendi,“ segir Jakob.
Raunhæfur möguleiki
á íbúðabyggð
Sigbjörn bendir einnig á að enginn geri
ráð fyrir að tillaga að Nesbryggju verði að
veruleika í óbreyttri mynd og Jakob orðar
það svo að arkitektarnir hafi með vinnu
sinni komið fram með raunhæfan möguleika
á íbúðabyggð og síðan er að sjá hvort fólki
á svæðinu hugnist hugmyndin og vilji sjá
hana þróast áfram. Hugmyndir þeirra
ganga út á íbúðabyggð með rúmlega 300
íbúðum í bryggjuhverfi og segjast þeir
sannfærðir um að þeir séu á réttri leið en
það sé í höndum bæjarbúa hvort haldið
verði lengra.
Eins og fyrr gat var kannað hvernig Evr-
ópubúar leysa sín hönnunarverkefni þegar
kemur að bryggjuhverfum og segir Jakob
að í hnotskurn megi segja að hugmyndin sé
byggð á hollenskri fyrirmynd en síðan hafi
þeir kannað nánar hvernig norðlægari þjóð-
ir nálguðust viðfangsefnið og þar kom að
þætti Svía. „Svíum hefur tekist nokkuð vel
að laga bryggjuhugmyndir að norðlægum
veruleika. Með því að skoða þeirra nálgun
gátum við skapað gott rými bygginga ásamt
því að ýta undir sérkenni vatnsins í kring-
um þær,“ segir Jakob. „Byggðin skapar sér
skjól inn á við, húsunum er raðað markvisst
um garða og göturými og smábátahöfnin
verður umlukt byggð. Það má líka benda á
að bryggjuhverfi við Kársnes yrði hluti úti-
vistarsvæðis með tengingum gönguleiða
meðfram strandlengjunni. Við erum með
þessu að auðga útivistarleiðirnar með án-
ingarstöðum í
kaffihúsum, bryggjum og útsýnispöllum
og nálægð smábátanna. Þegar spurt er til
hvers þessi byggð sé er því til að svara að
þarna er verið að hreinsa upp illa farin
svæði sem eru orðin úrelt í nútímaþjóð-
félagi. Við erum að bæta Vesturbæ Kópa-
vogs með þessari hönnun og jafnframt
hugsum við til hinna gömlu Vesturbæinga
sem ýmist vilja flytja aftur í hverfið eða eru
búsettir hér í stórum húsum en vilja
minnka við sig.“
Sigbjörn segir að lagt hafi verið upp með
að skapa fjölbreytta íbúðabyggð þar sem
um er að ræða þétta byggð á svæði sem
hefur verið að skipta um hlutverk. „Við
sjáum þarna möguleika á að umlykja smá-
bátahöfnina með byggð þar sem yrði til
virkt bæjarlíf en fyrst og fremst á að vera
gott að búa þarna,“ segir hann.
Framtíðarbryggjuhverfi við Kársnes í Kópavogi á teikniborðinu hjá Alark og Glámu Kím
„Byggðin skapar sér skjól inn á við“
Hugmyndin Kársnesbryggjuhverfið eins og það gæti litið út í framtíðinni samkvæmt
hugmyndum Sigbjörns Kjartanssonar og Jakobs Líndal. Tekið er mið af hönnun sam-
bærilegra hverfa í Hollandi, Svíþjóð og Danmörku.
Morgunblaðið/Ásdís
Bryggjukarlar Arkitektarnir Sigbjörn Kjartansson og
Jakob Líndal hugsa til hins venjulega Kópavogsbúa við
hönnun bryggjuhverfis á Kársnesi.
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Norðurlands
eystra um að Akureyrarbær væri
sýknaður af kröfu skipverja á Hrís-
eyjarferjunni sem slasaðist þegar
hann var að slaka landgangi með
kaðli niður á bryggju á Árskógssandi
með annarri hendi en með hinni hélt
hann um borðstokk skipsins.
Skipið kastaðist frá bryggjunni og
við það kom hnykkur á hægri öxl
mannsins með þeim afleiðingum að
líkamstjón hlaust af. Hann höfðaði
mál á hendur Akureyrarbæ, rekstr-
araðila ferjunnar, til greiðslu skaða-
bóta af þessum sökum.
Hæstiréttur staðfesti þá niður-
stöðu héraðsdóms, sem skipaður var
sérfróðum meðdómendum, að slysið
yrði hvorki rakið til þess að óforsvar-
anleg vinnubrögð hefðu verið við-
höfð, að öryggisreglna hefði ekki
verið gætt né að skipið hefði verið
vanbúið.
Yrði því að telja að tjón mannsins
væri að rekja til óhappatilviks eða
óaðgæslu hans greint sinn. Var Ak-
ureyrarbær því sýknaður af kröfum
mannsins í málinu.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti
var felldur niður, en rétturinn úr-
skurðaði að gjafsóknarkostnaður
áfrýjanda, þar með talin 350.000
króna málflutningsþóknun lög-
manns hans, skyldi greiðast úr rík-
issjóði.
Bærinn
sýknaður
af kröfum
skipverja
Tjón rakið til óað-
gæslu eða óhapps