Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓSKAUPPFYLLING? Róttækar skipulagshugmyndirkoma iðulega róti á hugi fólks.Nýjar stórbyggingar eða veg- ir eru oft mjög umdeildar fram- kvæmdir, eins og nýleg dæmi sanna. Það er þess vegna ekki við öðru að bú- ast en að það verði umdeilt, þegar lagt er til að gríðarlegar landfyllingar verði gerðar vestur við Granda og Ör- firisey til að reisa þar heilt hverfi með 6.000 íbúum. Ekki fer á milli mála að byggð á þessum stað myndi stuðla að því að þétta byggðina í borginni, hægja á vexti hennar til austurs og styrkja mjög miðborgina. Og vafalaust yrði hverfið vinsælt eins og bryggjuhverf- in, sem hafa verið byggð eða eru í byggingu á nokkrum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Hitt er svo annað mál að nærtækari kostur til þéttingar byggðar í vesturhluta borgarinnar liggur fyrir og hefur gert lengi; Vatns- mýrin. Sérfræðingar hafa varað við byggð á landfyllingum á þessum slóðum, annars vegar vegna veðurfars og ágangs sjávar og vegna hugsanlegs landsigs hins vegar. Þetta eru þættir, sem gæta verður vel að, eigi að fram- kvæma hugmyndir sem þessar, ekki sízt varnir gegn flóðum. Á móti hefur verið bent á að lóðir í nágrenninu, í Grandahverfi og á norð- anverðu Seltjarnarnesi, hafi verið með þeim dýrari á höfuðborgarsvæðinu, sem bendi til að fólk vilji búa á þessum slóðum þrátt fyrir vindstrenginn ill- ræmda úr Hvalfirði. Ástæðan fyrir háu lóðaverði við ströndina er þó líklega ekki sízt útsýn- ið. Hvað segja þeir, sem nú búa við sjávarsíðuna ef heilt hverfi verður byggt á milli þeirra og Esjunnar? Er ekki hætt við að hljóð heyrist úr horni? Þeirri spurningu er jafnframt ósvarað, hvernig eigi að koma umferð 6.000 íbúa til og frá hverfinu eftir þeim þröngu aðalumferðaræðum, sem fyrir eru, þ.e. Mýrargötu og Hringbraut. Má ekki ætla að lífsgæði þeirra, sem fyrir eru í gamla Vesturbænum og í Grandahverfi, skerðist að einhverju leyti vegna stóraukinnar umferðar með tilheyrandi slysahættu? Og þá er reyndar ótalin sú gríðarlega umferð stórra grjótbíla, sem væntanlega er nauðsynleg ef gera á uppfyllingu af þessari stærðargráðu. Aðrir geta litið svo á að það sé já- kvætt fyrir þessi grónu hverfi að dýrt og eftirsótt bryggjuhverfi verði reist á landfyllingu; það kunni að hækka verðið á þeirra eigin fasteignum. Á málinu eru augljóslega margar hliðar. Vafaatriðin eru hins vegar svo mörg, að sú spurning hlýtur að vakna hvort nokkurt vit sé í að skipuleggja hverfi sem þetta án þess að leita álits íbúa hverfanna, sem næst eru. Það helgast ekki sízt af því að þegar fólk keypti eignir í þessum hverfum, gekk það út frá forsendum, sem þessi fram- kvæmd myndi gjörbreyta. Það er með öðrum orðum hæpið að fylla upp í sjóinn án þess að óskir íbú- anna séu um leið uppfylltar. EISTAR KJÓSA Á NETINU Eistar hafa tekið forustu í því aðtaka rafræna tækni í þjónustu lýðræðisins. Í þingkosningunum, sem þar verða haldnar á sunnudag, verð- ur rafræn atvæðagreiðsla heimiluð á netinu. Í frétt í Morgunblaðinu í gær var vitnað í Ulle Madise, sem á sæti í yfirkjörstjórn Eistlands, og sagði hann að þetta væri í fyrsta skipti sem bindandi atkvæðagreiðsla færi fram á netinu í kosningum til þjóðþings. Í fréttinni kemur fram að Eistar hafi verið fljótir að tileinka sér upp- lýsingatæknina og riðið á vaðið með rafrænar sveitarstjórnarkosningar í október árið 2005. Rafræna atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk á miðvikudag. Kjós- endur geta síðan ógilt rafræna at- kvæðið mæti þeir á kjörstað á sunnu- dag og kjósi aftur. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fylgist með framkvæmd rafkosninganna og mun meta hvort tryggt hafi verið að þær hafi farið fram með nægilega lýðræð- islegum hætti. Kveðst stofnunin reyndar hafa spurningar um öryggi hinnar rafrænu atkvæðagreiðslu. Ísland hefur alla burði til að taka forustuna í því að þróa rafrænt lýð- ræði og nota það til þess að leggja fleiri mál beint í hendur kjósenda – iðka beint lýðræði í stað fulltrúalýð- ræðis. Talsmaður rafræns lýðræðis í Eist- landi bendir á að Eistar hafi litla ástæðu til að vantreysta rafrænum kosningum. Þeir treysti netinu nú þegar fyrir fjárhagslegum gögnum með rafrænum skattskilum og milli- færslum í gegnum netbanka. Sömu forsendur gilda hér á landi. Íslend- ingar telja fram á netinu og stunda þar bankaviðskipti. Hvers vegna ættu kosningar ekki sömuleiðis að geta farið fram á netinu á Íslandi? Frumkvæði Eista lýsir sér ekki að- eins í rafrænu lýðræði. Á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í haust kom fram að leggja ætti sér- staka áherslu á varnir gegn tölvu- og nethernaði, þ.e. árásum á tölvu- og netkerfi bandalagsins og aðildarríkj- anna. Þar kom einnig fram að í Eist- landi ætti að setja á stofn miðstöð þar sem þróa ætti slíkar varnir. Spyrja má hvort Ísland, með vaxandi hug- búnaðariðnað og umtalsverða þekk- ingu á þessu sviði, ætti ekki einnig erindi í slíkt samstarf. Hér þarf að huga að tvennu. Aug- ljóst er að það ber að nýta þá mögu- leika, sem ný tækni veitir til að færa valdið til kjósenda. Fulltrúalýðræði er fyrirkomulag, sem er til komið af þeirri einföldu ástæðu að hingað til hefur verið of flókið og umfangsmikið að bera einstök mál undir kjósendur. Þau rök eiga ekki lengur við. Hitt er einnig ljóst að nýta ber þau tækifæri, sem fyrirliggjandi þekking og tækni- kunnátta veitir. Eistar eiga hrós skil- ið fyrir hvað þeir eru komnir langt í þessum efnum. Íslendingar ættu að fylgjast vel með þessari tilraun Eista. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipa- félags Íslands veitti í gær í annað sinn námsstyrki til doktorsnema við Háskóla Íslands. Veiting styrkj- anna byggist á sameiginlegri vilja- yfirlýsingu sjóðsins og HÍ um að nýta sjóðinn til að styðja stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi og eru á fjórða tug doktorsnema sem stunda rannsóknir með stuðn- ingi Háskólasjóðs. Alls bárust 96 umsóknir til út- hlutunarnefndar, þar af flestar í verkfræði og raunvísindum. Lárus Thorlacius, prófessor í raunvísinda- deild HÍ og formaður úthlutunar- nefndar Háskólasjóðs, sagði við af- hendinguna ánægjulegt að sjá hversu margar vandaðar umsóknir bárust og bætti við að nefndinni hafi verið vandi á höndum að velja á milli, og sjá fjölda umsókna sem ekki var hægt að veita brautar- gengi. „Þessar umsóknir bera vott um þann kraft og þá breidd sem býr í háskólanum og hljóta að vekja bjartsýni á að háskólinn fái náð þeim háleitu markmiðum sem við höfum sett okkur um árangur í al- þjóðlegu rannsóknarstarfi,“ sagði Lárus. Í úthlutunarnefnd sitja, auk Lár- usar, Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, Guð- mundur Þorgeirsson prófessor, Helga M. Ögmundsdóttir prófess- or, Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður og Sigrún Aðalbjarn- ardóttir prófessor. Vísindanefnd háskólaráðs annaðist faglegt mat og flokkun á umsóknum auk þess sem kallað var eftir skriflegum um- sögnum sérfæðinga á viðeigandi sviðum um öll verkefnin. Var þau m.a. metin út frá gæði verkefnis út frá vísindalegu gildi, frammistöðu stúdents í námi og rannsökum ot tengslum verkefnis við fræðisvið leiðbeinanda. Í ár voru veittir styrkir til verk- efna sem áætlað er að ljúki á tíma- bilinu frá hausti 2008 fram á haust 2010 og fengu fjórtán dok ar nýja styrki, og af þeim erlendir. Tvö af verkefnun sviði hugvísinda, þrjú í féla um, fjögur í heilbrigðisvís fimm á sviði verkfræði og inda. Þau eru jafn fjölbrey eru mörg, allt frá nærin barna til kennilegra ran rafefnafræðilegum ferl vinnumarkaðslöggjafar sambandsins. Styrkirnir eru veittir tveggja og þriggja ára o staka verkefna nemur han 2,5 milljónum króna fyrs gert er ráð fyrir sambæri hæð á næstu árum. Heilda úthlutunar er um 75 mi sextán styrkir voru veit framhaldsverkefna. B „Það sem hér hefur mun bera ríkulega Fjórtán nýir styrkir úr Háskólasjóði Eimskipafélags Í Við afhendingu Fjórtán doktorsnemar fengu styrki upp á 2,5 m Alls voru þrjátíu styrkir veittir úr Háskólasjóðn- um fyrir um 75 milljónir króna og af þeim eru sextán vegna framhalds- verkefna. Afhendingin fór fram í Hátíðasal Há- skóla Íslands SAMRÆMING fjöl- skyldulífs og atvinnu er megininntak rannsóknar Gyðu Margrétar Péturs- dóttur, doktorsnema í fé- lagsvísindum, sem fékk styrk til eins árs úr Há- skólasjóðnum. „Þar sem Ísland er svolítið sér á báti, vinnutími er langur og Íslendingar eiga mikið af börnum miðað við aðrar þjóðir, þá mun rannsóknin nýtast til að hjálpa okkur í þessu hlutverki,“ segir Gyða Mar- grét. „Það vilja allir vera úti á vinnumark- aðnum – eða það virðist vera vilji fólks – en á sama tíma hefur fólk mikinn metnað fyrir því að hlúa vel að börnunum sínum.“ Verkefnið felst í umfangsmikilli rannsókn á vinnumenningu, kynjatengslum og fjöl- skylduábyrgð. Þrjú svið á vinnumarkaði verða skoðuð sérstaklega, þ.e. stofnanir á vegum Reykjavíkurborgar, hugbúnaðarfyr- irtæki, skyndibitastaðir og matvöruverslanir. Á hverju sviði verður valinn hópur vinnu- staða til nánari skoðunar. „Ég tek viðtöl við stjórnendur og starfsfólk á vinnumark- aðinum, með ólíkan bakgrunn og menntun, og kanna hvað hindrar og hvað stuðlar að far- sælli samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.“ Í verkefninu verður sjónum m.a. beint að fjöl- skyldu- og jafnréttisstefnu fyrirtækja í ljósi ytri breytinga á markaði. Gyða segir kann- anir hafa sýnt að úrræði sem starfsfólki standa til boða til að samræma fjölskyldulíf og atvinnu eru oft illa nýtt og mun rann- sóknin beina sjónum að þeim öflum sem þar eru að verki. Heildarnálgun rannsóknarinnar eru breytingar á vinnumenningu og fé- lagslegri merkingu vinnunnar í kjölfar al- þjóðavæðingar og harðnandi samkeppni á vinnumarkaði. Gyða Margrét Pétursdóttir Fjölskyldulífið og atvinnan Gyða Margrét Pétursdóttir „ÞAÐ hefur verið sýnt fram á að tjáningarskrif, s.s. hjá einstaklingum með krabbamein og astma- sjúklingum, verða til þess að auka lífsgæði og minnka streitu,“ segir Sig- ríður Sjöfn Ágústsdóttir, doktorsnemi í fé- lagsvísindum, um rann- sóknarverkefnið „Áhrif tjáningarskrifa á karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðru- hálskirtli“. Krabbamein í blöðruhálskirtli er hægfara krabbamein sem getur haft í för með sér verulega sálræna streitu og skert heilsu- tengd lílfsgæði hjá körlum, sérstaklega hjá þeim sem eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Krabbameinið er það algengasta hjá körlum hér á landi og eru um 180 sem grein- ast árlega, og er nýgengi hærra hér á landi en t.a.m. á Norðurlöndum. Sigríður Sjöfn segir krabbameinið afar streituvaldandi, s.s. sökum afleiðinga af með- ferð, og getur því haft mikil áhrif á lífsgæða karlmanna. „Hægt er að ímynda sér að það séu miklar hömlur í umhverfinu svo karl- menn geta ekki tjáð sig frjálslega um krabba- meinið. Því teljum við að þeir geti haft gagn af þessari tegund af meðferð,“ segir Sigríður sem fékk styrk til tveggja ára, en reiknar með að rannsóknin taki um þrjú ár. „Við von- umst til að geta sýnt fram á gildi þessarar meðferðar en hún er mjög hagkvæm, og auð- velt að koma henni við.“ Rannsóknin mun kanna tilgátur um að karlar sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli, sem fá af handahófi íhlutun sem fólgin er í tilfinningatjáningu muni finna fyrir minni sálrænni streitu og meiri lífs- gæðum. Sigríður Sjöfn Ágústsdóttir Eykur lífsgæði og minnkar streitu Sigríður Sjöfn Ágústsdóttir „SPUR gildi ra nokku gera fr rannsó er að n ákveðn á krab hverju húðkra Christ hlaut t Háskó stjórnp æxlum frá líf- versita ánægð ið á vo ar. Aðs rannsó Verk og star litfrum segir li snemm sem fo húð, au inlegu Mitf er semi fo nauðsy Vitað e sortuæ varðar Prae ast við flögu t stjórna fást up stjórna stigi og Chri Ma pró
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.