Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 33
ktorsnem-
eru fimm
num eru á
agsvísind-
sindum og
g raunvís-
ytt og þau
ngu skóla-
nnsókna á
lum og
Evrópu-
til eins,
og til ein-
nn ríflega
sta árið –
legri fjár-
arfjárhæð
illjónir en
ttir vegna
Björgólfur
Guðmundsson, stjórnarformaður
Háskólasjóðs Eimskipafélagsins,
afhenti styrkina og sagði við tilefnið
að það væri mikið ánægjuefni fyrir
Landsbankann „að vera aðili að Há-
skólasjóðnum og taka þátt í úthlut-
un til okkar fremstu vísindamanna
af yngri kynslóðinni.“
Þakkaði framsýni og skilning
Í kjölfarið hélt Kristín Ingólfs-
dóttir, rektor HÍ, erindi og fjallaði
m.a. um markmið háskólans. „Við
höfum sett okkur það langtíma-
markmið að koma háskólanum í hóp
fremstu menntastofnana í heimi og
nýja stefna okkar skilgreinir þau
skref sem við þurfum að stíga á
næstu fimm árum til að koma okkur
áleiðis,“ sagði Kristín og bætti við
að stefna skólans væri í takt við
stefnu íslenskra stjórnvalda og og
reyndar allra stjórnmálaafla um
mikilvægi menntunar. „Mjög mik-
ilvægur þáttur í stefnu háskólans er
áhersla á fjölgun útskrifaðra dokt-
orsnema og að ströngum alþjóðleg-
um gæðakröfum verði fylgt.“
Kristín sagði uppbyggingu dokt-
orsnáms skipta því meira máli sem
þekking á tæknistigi í heiminum
vex, og vaxandi kröfur á atvinnu-
markaði gerðu það að verkum að
mikil áhersla er lögð á uppbyggingu
doktorsnáms við háskóla um allan
heim. Hún þakkaði framsýni og
skilning forstöðumanna Háskóla-
sjóðsins og sagði hinn hóp styrk-
þega sýna svo ekki verði um villst
að efniviðurinn sé ríkur og klykkti
út með: „Það sem hér hefur verið til
sáð mun bera ríkulegan ávöxt.“
r verið til sáð
an ávöxt“
Íslands voru veittir til doktorsnema HÍ í gær
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
milljónir króna til verkefna sinna. Styrkirnir eru til eins, tveggja eða þriggja ára.
„VERKEFNIÐ gengur út
á að skilgreina nátt-
úrulegar varnir lungna-
þekjunar. Til þess að verj-
ast sýkingum þarf
líkaminn að setja upp
ákveðnar varnir á allri lík-
amsþekjuni, á húðinni að
utan, innan á melting-
arveginum og inni í lung-
unum því þar koma stöð-
ugt inn sýklar og
aðskotahlutir sem lungnaþekjan þarf að geta
varist,“ segir Skarphéðinn Halldórsson en
verkefni hans nefnist „Náttúrulegar varnir
lungnaþekju“. „Hvernig þessum vörnum er
háttað er ekki nákvæmlega vitað en það eru
ýmis atriði sem hafa áhrif. Rannsóknin mun
m.a. fela í sér að skilgreina þessa þætti betur
og kanna áhrif ýmissa lyfja á seytingu vissra
próteina og styrkingu þéttitengja á milli
lungnafruma.“
Skarphéðinn hlaut styrk til tveggja ára og
reiknar með að niðurstöður liggi fyrir árið
2009. „Það verður vonandi hægt að nýta
þekkingu úr rannsókninni við lyfjaþróun eða
til að öðlast betri skilning á sjúkdómum sem
orsakast af brenglun í þessu kerfi.“
Varnarkerfi lungnaþekjunar er mest byggt
á náttúrulega ónæmiskerfinu sem deila má í
þrennt, byggingarlegt, myndun bakeríudrep-
andi próteina og samskipti við frumur ónæm-
iskerfisins. Þéttleiki þekjunar er t.a.m. mik-
ilvægur fyrir varnir gegn utanaðkomandi
sýklum og þéttitengi milli þekjufruma gegna
stóru hlutverki. Þekjufrumur mynda að auki
og seyta bakteríudrepandi próteinum sem
koma í veg fyrir sýkingar meinvirkra bakt-
ería. Skarphéðinn segir verkefnið tengja
grunnvísindi og klíníska læknisfræði og að í
rannsókninni verði leitað leiða til að efla
varnir lungnaþekju gegn sýkingum.
Skarphéðinn Halldórsson
Skilgreining
ónæmissvörunar
Skarphéðinn
Halldórsson
RNINGIN um nota-
annsókna er ávallt
ð flókin, við erum að
remur einfalda
ókn en hugsanlegt
niðurstöðurnar varpi
nu ljósi á rannsóknir
bbameini, s.s. ein-
um tegundum af
abbameini,“ segir
tian Praetorius sem
tveggja ára styrk úr
ólasjóði vegna verkefnisins „Markgen
próteinsins Mitf í litfrumum og sortu-
m“. Praetorius, sem lauk meistaraprófi
, efna- og lyfjafræðideild Freie Uni-
at í Berlín, haustið 2005, segist afar
ður með styrkinn sem muni leggja mik-
garskálarnar hvað rannsóknirnar varð-
spurður um niðurstöður segir hann að
óknin taki líklega um tvö ár.
kefnið miðað að því að greina hlutverk
rfsemi stjórnpróteinsins Mitf í þroskun
mna og myndun sortuæxla. Praetorius
itfrumur eiga uppruna í taugakambi
ma í þroskun spendýra og ferðast þaðan
orverafrumur til áfangastaða sinni í
ugum og innra eyra þar sem hinar eig-
litfrumur verða til. Stjórnpróteinið
r nauðsynlegt fyrir myndun og starf-
orverafrumnana auk þess sem það er
ynlegt fyrir starfsemi stofnfrumanna.
er að það kemur við sögu í myndun
æxla en annars er margt óljóst hvað
r starfsemi próteinsins í ferlinu.
etorius segir að í verkefninu verði not-
ð nýlega aðferð, mótefnafellingu á ör-
til að reyna finna öll þau gen sem Mitf
ar tjáningu á í þessum frumum. Þannig
pplýsingar um þau gegn sem Mitf
ar í litfrumum á mismunandi þroska-
g í sortuæxli.
istian Praetorius
arkgen stjórn–
óteinsins Mitf
Christian
Praetorius
Mál rússneska fjármála-mannsins MíkhaílsKhodorkovskís, semdæmdur var í níu ára
fangelsi árið 2005 fyrir skattsvik og
fleiri afbrot, er umdeilt. Kanadíski
lögfræðingurinn Robert Amst-
erdam er í hópi verjenda Khodor-
kovskís og er nú staddur hér á landi
til að kynna málstað hans. Nýlega
bar saksóknari Rússland fram nýj-
ar ákærur á hendur Khodorkovskí,
sem var handtekinn 2003 og við-
skiptafélaga hans, Platon Lebedev.
Eru þeir nú m.a. sakaðir um pen-
ingaþvætti og nemur fjárhæðin
stjarnfræðilegri upphæð, um 25
þúsund milljónum dollara.
Amsterdam segir að Rússland sé
á síðustu árum orðið einsflokksríki
undir stjórn fégráðugrar klíku sem
sölsi allt undir sig. Ríkið minni nú
um margt á gömlu Sovétríkin og
enginn vafi leiki á því að Pútín og
menn hans muni ráða því hver verði
næsti forseti.
„Ég var sjálfur handtekinn í
Rússlandi sama dag og reynt var að
banna rússneskum verjendum hans
að stunda störf sín,“ segir Amst-
erdam sem býr í London. „Ég var
rekinn úr landi og get ekki komist
þangað aftur. Þetta var mjög
óþægileg reynsla en ég stóð þó vel
að vígi miðað við rússneska borg-
ara. Ég var með erlent vegabréf og
fréttamenn fylgdust með mér.
Verjendahópurinn er stór og
sjálfur hef ég umsjón með þeim
þáttum sem snúa að mannrétt-
indum og stjórnmálum. Khodor-
kovskí réð mig sjálfur og við þekkj-
umst, milli okkar ríkir trúnaður.“
Amsterdam segir að aðstæður
Khodorkovskís í fangelsinu séu
mjög slæmar, hann sé í lífshættu og
hafi m.a. verið stunginn í andlitið í
fyrra. Fangelsið, sem er við smábæ-
inn Tsjíta um 4.700 km austan við
Moskvu, hafi verið valið gagngert
til að koma í veg fyrir að Khodor-
kovskí gæti auðveldlega haft sam-
band við sína menn og fjölskylduna.
Engin lög brotin?
-Nú eru mörg dæmi um að menn
hafi orðið geysilega ríkir í Rúss-
landi á skömmum tíma. Telur þú að
Khodorkovskí hafi ekki brotið nein
lög á leið sinni til auðæfa?
„Það tel ég að hann hafi ekki
gert, hann fór að þeim lögum sem
voru í gildi og hafi þau ekki verið
fullkomin er ekki við hann að sak-
ast. Ég ætla ekki að verja alla ólíg-
arka en bendi á að þó að menn hafi
orðið skyndilega ríkir og notfært
sér smugur í lögunum sannar það
ekki að þeir séu glæpamenn. En
mikilvægast er að það er hægt að
verja það að lögsækja einn og einn
borgara fyrir brot á til dæmis
skattalögum sem við vitum að mjög
margir brjóta. Það er einfaldlega
ekki hægt að fara í mál við alla. En
þá er skilyrðið að valið sé af handa-
hófi.
Það gengur ekki að velja einn og
láta aðra sem allir vita að nýttu sér
sama umhverfi, sömu lög, í friði. Þá
er um geðþóttaákvarðanir að ræða
og ekki gerðir réttarríkisins.
Því miður eru rússneskir dóm-
stólar ekki lengur sjálfstæðir, þeir
eru orðnir tæki í höndum stjórn-
irtækið í Rússlandi sem lét endur-
skoða bókhald sitt í samræmi við
alþjóðlega staðla í þeim efnum og
lét erlent fyrirtæki annast þá vinnu.
En ef það er eitthvað sem ríki
undir stjórn leynilögreglu getur
ekki leyft er það viðskiptaumhverfi
þar sem allt gengur vel og rétt fyrir
sig. Ráðamennirnir eiga allt sitt
undir því að geta innheimt hvers
kyns mútur og bitlinga, rakað sam-
an. En forsendan fyrir því að geta
það er að upplýsingar séu litlar, að
þeir viti meira en aðrir [um við-
skiptalífið]. Þannig geta þeir haldið
fast um valdataumana.
Khodorkovskí átti mikinn þátt i
að endurnýja olíuvinnslu í Rúss-
landi og gera hana samkeppn-
ishæfa. Hann beitti verkfræðiþekk-
ingu sinni og snilligáfu til þess og
þetta er eitt af því sem þeir hata
hann fyrir, að þeir eru að græða
vegna þess að hann lagði grunninn.
Ég vil forðast að gera Pútín að ein-
hverjum djöfli. Hann stóð frammi
fyrir margvíslegum vanda en er nú
fyrst og fremst maður sem er
smeykur um að missa völdin. Um-
hverfis hann eru sumir af verstu
mönnunum í sögu rússnesku örygg-
islögreglunnar og þar ríkir nú of-
sóknarbrjálæði sem veldur okkur
öllum hættu. Og þessir ólígarkar
ráða yfir kjarnorkuvopnum, hafa
kæft lýðræðið og ráða yfir fjölmiðl-
unum. Þeir eru mun hættulegri en
ólígarkarnir í tíð Jeltsíns.
Þeir líta á Khodorkovskí sem
ógnun. Hann er geysilega vel gef-
inn, mjög heillandi og aðlaðandi
persóna og hann lætur ekki hræða
sig. Í ríki leynilögreglunnar eru
þetta persónueinkenni sem útilokað
er að sætta sig við og hann neitar að
fara frá Rússlandi. Khodorkovskí
er maður sem gat gert hvað sem
hann vildi. Ég og fleiri sögðu honum
að flýja land en hann fór ekki. „Ég
er Rússi og get ekki búið utan
Rússlands,“ sagði hann.
Nýir ólígarkar í Kreml
Dúman samþykkti nýlega lög
sem heimila forseta landsins að láta
drepa hvern þann mann utan landa-
mæranna sem gæti ógnað öryggi
þess. Þetta er heimild sem enginn
leiðtogi ætti að fá og enn verra er að
hana hafi maður sem er umkringd-
ur fólki sem getur auðveldlega
spunnið upp „sannanir“ og látið
beita þessari heimild í eigin þágu.
Gleymum ekki að þessi hópur ræð-
ur alls yfir meira en þúsund millj-
örðum dollara!
Það er augljóst að þeir létu ekki
duga að eyðileggja Yukos, þeir
stálu fyrirtækinu. Eignirnar hafna
ekki í höndum ríkisins, þetta er ekki
þjóðnýting. Það er verið að skipta
þýfinu í Kreml og þetta vita allir í
Rússlandi,“ sagði Robert Amst-
erdam.
valda. Þetta var aldrei annað en
pólitískur skrípaleikur, sýndarrétt-
arhöld.
Margir Vesturlandabúar mis-
skilja gersamlega mál Khodor-
kovskís. Þeim finnst að allt sem
gerst hafi á tíunda áratugnum í
Rússlandi hafi verið slæmt, allt sem
gerst hafi eftir 2000 sé gott. Fólk
lítur á Khodorkovskí sem fulltrúa
fámenns hóps auðkýfinga, ólígarka,
sem hafi stolið auðæfum Rússlands,
hafi ekki gert neitt nema flytja fé úr
landi. Þeim sé alveg sama um Rúss-
land. Til allrar hamingju hafi Pútín
þjóðnýtt þessar eignir og Rússland
sé að verða sterkt á ný.
Þetta er algerlega út í hött. Kho-
dorkovskí keypti ríkiseignir á sama
hátt og allir aðrir gerðu á tíunda
áratugnum, hvort sem það voru ol-
íufyrirtæki, hlutabréf eða annað, á
mjög lágu verði. Margt af því já-
kvæða sem gerðist eftir árið 2000
átti rætur að rekja til breytinga
sem voru gerðar undir lok stjórn-
artíðar Borísar Jeltsíns. Þá voru
sett ný refsilög, ný skattalög, ný lög
um fjármálaviðskipti og lög gerð
skýrari á mörgum sviðum. Reyndar
var það svo að Pútín studdi þessa
þróun fyrst eftir að hann tók við ár-
ið 2000, þá var hann maður framfar-
anna. En umskiptin urðu 2002-2003.
Þá var hann búinn að koma mörg-
um fyrrverandi félögum sínum frá
Sankti Pétursborg, sílóvíkunum,
fyrir efst í valdapíramídanum.
Markaðsvæðing orkugeirans
Hann taldi nú mikilvægast að
grafa undan öllu sem gæti orðið
grundvöllur að keppinaut við valda-
hópinn. Þess vegna hjólaði hann í
Khodorkovskí af því að Khodor-
kovskí rak áróður í þinginu, dúm-
unni, og tók þátt í víðtækri tilraun
til að koma á markaðsskipulagi í
Rússlandi. Hann vildi markaðs-
væða orkugeirann og leyfa banda-
rísku fyrirtæki að kaupa hlut í Yu-
kos sem hann var búinn að gera að
ákaflega vel reknu fyrirtæki þar
sem ekki var stundað neitt laumu-
spil. Og Yukos var fyrsta stórfyr-
„Verið að skipta
þýfinu í Kreml“
Morgunblaðið/Ásdís
Til varnar Robert Amsterdam, einn af verjendum Míkhaíls Khodor-
kovskís: „Þetta var aldrei annað en pólitískur skrípaleikur.“
Rússneski auðkýfing-
urinn Míkhaíl Khodor-
kovskí afplánar nú níu
ára fangelsisdóm í
afskekktu fangelsi í
Síberíu fyrir fjársvik.
Kristján Jónsson hitti
einn af verjendum
hans að máli.
Í HNOTSKURN
»Evrópuráðið lét rannsakamálið gegn Khodor-
kovskí. Niðurstaðan var að
réttarhöldin hefðu verið póli-
tískur skrípaleikur.
»Khodorkovskí var talinnætla sér stóra hluti í
stjórnmálum, jafnvel fram-
boð gegn Pútín. Er talið að
það hafi valdið því að Kreml-
verjar snerust gegn honum.
»Ekki er ljóst hve mikið féKhodorkovskí á eftir en
hann var um hríð talinn 16.
auðugasti maður heims.
Hann var aðaleigandi Yukos-
olíufélagsins.
kjon@mbl.is