Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALVARLEGAR fréttir heyrast nú af svifryksmengun í Reykjavík og Akureyri sem farið hefur yfir hættumörk. Meng- unin virðist vera farin að nálgast það sem þekkist í erlendum iðnaðarborgum. Ekki er þó iðnaðarmengun fyrir að fara og er því næsta víst að meng- unin í Reykjavík og á Akureyri stafar nær eingöngu af bílaum- ferð. Umferðin spænir upp malbiksslitlög gatnanna og skilar rykinu upp í loftið sem við öndum að okkur. Gagnvart þessum vanda virðast yfirvöld standa ráðþrota þó að ýmis ráð hafi verið nefnd eins og að draga úr notkun nagladekkja. Tveir þættir sem að gagni mættu koma hafa þó lítið verið nefndir. Annar er notkun á sterkara slitlagsefni en malbiki, hinn er áhrif hraðans á slit gatnayfirborðsins. Áhrif hraðans eru meiri en margir halda, t.d. er tvöfalt meira slit við 100 km/ klst en 50 km/klst. Þessu atriði hef- ur ekki verið nægur gaumur gefinn. Slitlög gatna eru venjulega ann- aðhvort úr malbiki eins og algeng- ast er hér á landi eða úr stein- steypu. Kostir steypunnar fram yfir malbikið eru að hún er slitsterkari, þ.e. slitnar helmingi hægar en mal- bikið, og jafnvel meir ef hágæða- steypa er notuð. Augljóst dæmi um þetta er hluti hringvegarins frá Mosfellsbæ upp í Kollafjörð sem lagður var með steyptu slitlagi árið 1972 eða fyrir 35 árum. Engar end- urbætur hafa farið fram á þessum vegkafla frá lagningu hans til þessa dags og er hann enn í góðu ásig- komulagi. Aðalástæðan fyrir því að ríki og sveita- félög kjósa að leggja fremur malbik en steypu á götur og vegi er að stofnkostnaður við steyptu slitlögin er meiri. Ástæða þess er sú að leggja þarf steypt slitlög í fullri þykkt í byrjun en mal- bik má leggja í áföng- um. Eins og kunnugt er er fjármagnið dýrt og peningar til sífellt aukinnar gatnagerðar oftast af skornum skammti og skýrir það valið á slitlagsefninu. Nær öll bæjarfélög hafa því kosið að leggja malbik á götur sínar. Þó eru þar tvær und- antekningar, Akranes og Kópavogur. Akra- nes stendur þar upp úr þar sem flestar aðal- götur bæjarins eru steyptar en gatnas- teypa hófst þar um 1960. Á Akranesi er sama reynsla og af steypta kaflanum út frá Mosfellsbæ, fyrst nýlega hefur þurft að leggja nýtt yfirlag á elstu göturnar eftir 40 ára notkun. Sú staðreynd að steypan hefur tvöfalt slitþol á við malbik þýðir svo að svifryk frá steyptu slitlagi er helm- ingi minna. Það væri ástæða fyrir umhverfissvið Reykjavíkurborgar að mæla svifryk við aðalgöturnar á Akranesi til samanburðar við mæl- ingar í Reykjavík. Hvort helmings minnkun á svifryki má reikna til peninga og setja inn í hag- kvæmniútreikninga í samanburð- inum milli steyptra og malbikaðra slitlaga er áhugavert mál og ástæða fyrir gatnadeild Reykjavíkurborgar að skoða það. Það hvað steypan er stökk gerir það að verkum að leggja verður hana í fullri þykkt strax til þess að hún brotni ekki undan álagi um- ferðarinnar. Verður steypulagið þá gjarnan að vera um 20 cm á þykkt. Mikið hefur verið leitað að lausnum til að gera steypulagið þynnra og um leið samkeppnishæfara. Hafa Bandaríkin verið í fararbroddi hvað þetta varðar og árið 1991 hófu þeir tilraunir með örþunn steypuslitlög (ultra thin white topping) sem þeir lögðu ofan á fræst gamalt malbik. Þykkt steypulagsins var 5–10 cm en steypugerðin sterk trefjasteypa, trefjarnar stál-, gler-, eða plasttre- fjar. Gert er ráð fyrir að gamla malbiksundirlagið sé stöðug, helst ekki þynnra en 10 cm eftir fræs- ingu. Hafa á síðustu 10 árum farið í gang hundruð tilrauna og rann- sóknaverkefna með þessa tækni í Bandaríkjunum og virðast góðir möguleikar á að hún ryðji sér til rúms þar. Steinvegur ehf. þróunarfyrirtæki fyrir vegsteypu var stofnað árið 1997 af fimm aðilum sem hagsmuni eiga af notkun steinsteypu á vegi. Þetta voru Björgun ehf., Íslenskir aðalverktakar hf., Sementsverk- smiðjan hf., Steypustöðin ehf. og Steypustöð B.M. Vallá ehf. Keypti fyrirtækið til landsins niðurlagning- arvél fyrir steypt slitlög og lagði steypu á götur á Akranesi og í Kópavogi. Steinvegur ehf. hafði mikinn áhuga á að gera tilraun í Reykjavík með örþunn slitlög. Var þess farið á leit við gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar að fá götuspotta undir tilraunina en var því miður synjað um það. Annars væri hugs- anlega komin fram viss reynsla á hvort þessi bandaríska hugmynd gæti nýst hér á landi. En þá var svifryksvandinn ekki sá sem hann er í dag og væri því ekki rétt að hugsa málið upp á nýtt? Steinsteypt slitlög – minna svifryk Guðmundur Guðmundsson fjallar um notkun steypu í stað malbiks á umferðargötur Guðmundur Guðmundsson » Í umræðunnium svifryk hefur alveg gleymst að minnast á önnur slitlagsefni en malbik. Þó er slitstyrkur steyptra slitlaga tvöfalt meiri en malbikaðra. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri tæknimála hjá Sem- entsverksmiðju ríkisins. B ækur. Bækur. Og bæk- ur. Þrátt fyrir alla samkeppni hvikar bókin aldrei úr huga mínum, heldur leitar hún stöðugt á. Reyndar finnst mér bókin aldrei hafa staðið sterkari en einmitt nú. Og hún er fjarri því að vera bara hún sjálf, heldur leikur hún æ stærra hlutverk í sjálfri sér, er sjálf vaxandi söguefni; bók í bókinni. Í fljótu bragði má benda á Flat- eyjargátuna eftir Viktor Arnar Ingólfsson og nú síðast Konungs- bók Arnaldar Indriðasonar sem ís- lenzk dæmi þessa. Hér er meiningin að minnast á tvær sögur, sem lýsa á heillandi hátt þeim töfrum sem bókin býr yfir og þeirri eilífu voröld sem ríkir í heimi bókanna. Þetta eru Í skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón og Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield. Báðar hafa kom- ið út á íslenzku í þýðingum Tóm- asar R. Einarssonar og Magnesu J. Matthíasdóttur. Í báðum þessum bókum elzt sögumaðurinn að mestu leyti upp í bókabúð; Daniel Sempere hjá föð- ur sínum, fornbókasalanum í Barcelona, og Margaret Leu er líka barn bóksala. Leiðir þeirra, þegar bókabúðinni sleppir, eru þó með ólíkum hætti. Þegar Daniel er að verða ellefu ára, kynnir faðir hans honum „Kirkjugarð gleymdu bókanna.“ Í grein í Lesbók Morgunblaðsins í maí 2005 benti Árni Matthíasson á að þótt cementerio í heiti safnsins; El Cementerio de los Libros Ol- vidados sé notað yfir grafreit í dag, þá sé uppruna orðisns að leita í grísku orði yfir svefnhýsi og því megi segja að bækurnar séu ekki dánar heldur blundi bara. Þar með eru þær á bekk með Þyrnirós og bíða þess að prinsinn komi og veki þær af dásvefninum. Pabbi Daníels segir: „Sérhver bók, sérhvert rit sem þú sérð, býr yfir sál. Sálu þess sem skrifaði hana og sálu þeirra sem lásu hana og lifðu og dreymdi með henni. Í hvert skipti sem bók skiptir um hendur, í hvert skipti sem einhver rennir augunum yfir síður hennar, vex andi henni og styrkist.“ Og þarna í svefnhofi bókanna velja menn sér bækur, taka þær að sér og sjá til þess að þær hverfa aldrei og lifi um alla framtíð. Daníel leitar uppi sína bók „á valdi hins göldrum slungna andrúmslofts þessa staðar. Hann lýsir því, hvernig hann „reik- aði í á að giska hálftíma um kráku- stíga þessa völdunarhúss sem lykt- aði af gömlum pappír, ryki og galdri.“ Hann fór um ganga og sali sem geymdu ókjör af bókum og fór höndum um hvern kjölinn á fætur öðrum. Það er ólýsanleg upplifun að flakka um bókabúðir að ég tali ekki um bókasöfn, lesa á kilina og láta andrúm bókanna leika um sig; ímynda sér innihaldið, dreyma nýja sögu í sérhvert sinn. Og sum- ar bækur ganga nær manni en aðr- ar og einstaka taka sér bólfesti í sálinni og berast með manni og þannig koll af kolli til eilífs lífs. Sú bók, sem Daníel velur í svefn- hofinu, verður örlagavaldur lífs hans. Hann gengst svo upp í henni, að hún yfirskyggir líf hans meðan Bókin sem Daníel lætur bregða blundi heitir Skuggi vindsins eftir Julián nokkurn Carax. Hann verð- ur heltekinn af efni hennar og höf- undi, sem leiða hann inn í liðinn heim, grimman heim átaka og ástr- íðna, sem þrátt fyrir allt á líka sína daga vonar. Og þegar fram líður fléttast tímar Daníels og Carax saman í Skugga vindsins; skáld- skapurinn verður veruleiki – veru- leikinn skáldskapur. Hver hefur ekki einhvern tím- ann upplifað þetta, að bókin taki völdin og verði raunverulegur veruleiki? Hver hefur ekki í hug- anum sett sig í spor söguhetj- unnar? Þessi heillandi hlutverka- leikur er einn þáttur þess að njóta bókar út í æsar. Margét Leu fæst við ævisögu Vidu Winters, þekktustu skáld- konu heims. Hún hefur fram að því sagt eitt í dag og annað á morgun um ævi sína, en virðist nú tilbúin til þess að segja sannleikann. Sú saga hefur mikil áhrif á Leu og verður á sinn hátt hluti af hennar eigin lífi. Skuggi vindsins er fyrsta full- orðinsskáldsaga Carlos Ruiz og það á líka við um Þrettándu sögu Diane Setterfield. Carlos Ruiz Za- fón ólst upp í Barselóna og eftir að hafa náð frægð og frama fyrir barnabækur, flutti hann til Los Angelses, þar sem hann hefur skrifað kvikmyndahandrit. Diane Setterfield er fimmtug kennslukona, bókmenntamenntuð og býr nú í Bretlandi eftir að hafa búið í Frakklandi og skrifað fræði- bækur um franskar bókmenntir. Söguhetja hennar; Margaret Lea, segist hafa lært stafrófið í bókabúð föður síns. Hann pabbi gekk með hana í fang- inu um búðina og útskýrði fyrir henni stafrófsröð um leið og hann kenndi mér að stafa. Hún lærði líka að skrifa í búðinni. Bókabúðin var í senn heimili hennar og starfs- vettvangur og betri skóli, en þeir venjulegu skólar, sem hún gekk í. Hún segir að faðir hennar hafi aldrei bannað henni að lesa bók, heldur fékk hún að „valsa um og vera á beit“. Það fer því ekki hjá því, að slík alæta á bækur kynnist einu og öðru, sem veigur er í. Það hefur stundum flogið að mér hvernig það yrði, ef mér tækist að lesa mig eftir einni hillunni af ann- arri í Þjóðarbókhlöðunni allt til þess að ég stend uppi með síðustu bókina í síðustu hillunni. Í bókabúðinni las Margaret Lea „bækur með myndum og án mynda; bækur á ensku, bækur á frönsku, bækur á tungumálum sem ég skildi ekki en skáldaði þá sögur í huganum byggðar á fáeinum ág- iskuðum orðum. Bækur. Bækur. Og bækur.“ Að bók skaltu aftur verða » Bækur eru nú æ oftar bókarefni eins ogKonungsbók Arnaldar Indriðasonar er nýjasta dæmi íslenzkt um. Hér fer þó meira fyrir tveimur þýddum bókum sem eru ljúfsárir lyklar að bókaheiminum. freysteinn@mbl.is VIÐHORF Freysteinn Jóhannsson SÁ ÁGÆTI formaður umhverf- isnefndar Alþingis, Guðlaugur Þór Þórðarson, fer nokkuð geyst í Morgunblaðinu 1. mars og gefur grein sinni heitið „Sovésk stór- iðjustefna vinstri- flokkanna“. Guð- laugur er í hópi þeirra sjálfstæð- ismanna sem títt eru nefndir í sömu andrá og rætt er um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi innanborðs nokkra áhugamenn um umhverfismál. Nú sýnist mér að vísu að áhugi Guðlaugs Þórs á umhverfismálum tengist einkum Orkuveitu Reykja- víkur, ekki síst eftir að hann tók þar við stjórnarformennsku um mitt sl. ár. Má í þessu efni rifja upp að hann var í borgarstjórn- arflokki sjálfstæðismanna þegar flokkurinn studdi að Reykjavík- urborg gengist í ábyrgð fyrir Kárahnjúkavirkjun, með öllum þeim náttúruspjöllum sem sú framkvæmd hefur í för með sér. En allt um það – að sinni. Nauðsynlegt er að taka fram, því auðvelt er að misskilja Guð- laug Þór að þessu leyti, að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð lagð- ist gegn orkusölusamningi við Alcan vegna stækkunar álbræðsl- unnar í Straumsvík. Það var m.a. gert á fundi borgarstjórnar hinn 6. júní sl. þegar ég greiddi atkvæði gegn samningnum með eftirfar- andi bókun: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á að nú- tímasamfélag byggist á mannauði, þeirri auðlind sem er mikilvægari öllum öðrum auðlindum. Áform stjórnvalda um stækkun og fjölg- un álvera einkennist af vantrú á hug- myndaauðgi og anda íbúa þessa lands og ótta við að án álvers fari allt á versta veg. Þau áform sem nú eru til umræðu munu að því er best verður séð sprengja kvóta Kyoto-bókunarinnar og setja skuldbind- ingu Íslands í hættu. Stækkun álversins í Straumsvík úr 180 þús. í 460 þús. tonn hefur neikvæðar afleiðingar fyrir umhverfi og náttúru, sam- félag og efnahag. Ég greiði því at- kvæði gegn framlögðum orkusölu- samningi.“ Hvað varðar stækkun Norðuráls í Hvalfirði er rétt að rifja upp að á þeim tíma voru tveir kostir í boði, annars vegar að ryðjast inn í Þjórsárver með Norðlingaöldu- veitu á vegum Landsvirkjunar, eða að Orkuveita Reykjavíkur tæki þátt í að afhenda orkuna í stækk- un Norðuráls sem þá þegar hafði verið undirbúin. Við í VG tókum augljóslega þann kostinn að berj- ast fyrir verndun Þjórsárvera í fullu samræmi við það sem við höfðum ávallt sagt að við myndum gera. Þá er það og rangt í grein Guðlaugs að Vinstri græn hafi í stjórn OR staðið að því að sækja um rannsóknaleyfi s.s. í Kerling- arfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Hið rétta er að forstjóri OR sendi þær umsóknir inn án samráðs við stjórnina og VG hefur lagt til að þær rannsóknaleyfisumsóknir verði dregnar til baka. Um sumarhúsabyggðina við Úlfljótsvatn þarf ekki mikið að fjölyrða. Rangt er þó að það mál hafi byrjað „undir forystu Sam- fylkingar og Vinstri grænna“ eins og hann segir í grein sinni, for- ystan í Orkuveitu Reykjavíkur var á hendi Framsóknarflokks sem nú starfar í meirihluta með félögum Guðlaugs Þórs í Sjálf- stæðisflokknum. Það liggur fyrir að ég flutti tillögu um það mál fyrir hönd Vinstri grænna á fundi borgarstjórnar í júní sl. Í því máli áttum við Guðlaugur Þór ágætt samstarf og vorum algerlega sam- mála eins og hann mun kannast við. Lítil grein til Guðlaugs Þórs Árni Þór Sigurðsson svarar grein Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar »Nauðsynlegt er aðtaka fram að Vinstrihreyfingin –grænt framboð lagðist gegn orkusölusamningi við Alcan vegna stækk- unar álbræðslunnar í Straumsvík. Árni Þór Sigurðsson Höfundur skipar 2. sæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.