Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 42

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg HelgaÞórðardóttir fæddist í Knarr- arhöfn í Hvamms- sveit í Dalasýslu 11. október 1920. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi fimmtudagsins 22. febrúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri á Breiðabólstað á Fellsströnd, f. 26. mars 1890, d. 19. maí 1967, og Steinunn Þor- gilsdóttir húsfreyja og kennari, f. 12. júní 1892, d. 4. október 1984. Guðbjörg, sem ávallt var kölluð Nenný, var næstelst sex systkina, hin eru: Ingibjörg Halldóra, f. 29. maí 1919, d. 31. ágúst 1936, Frið- jón, f. 5. febrúar 1923, Sig- urbjörg Jóhanna, f. 5. febrúar 1924, Sturla, f. 31. júlí 1925, og Halldór Þorgils, f. 5. janúar 1938. Eiginmaður Nennýjar er Ást- valdur Magnússon frá Fremri- Brekku í Saurbæ í Dalasýslu, f. 29. júní 1921, en þau giftust á Breiðabólstað 12. ágúst 1945. Ástvaldur var starfsmaður Iðn- aðarbankans um langt árabil en síðar skrifstofustjóri Siglinga- beinn Þór, f. 19. september 1983, og d) Eygló Ásta, f. 23. október 1989. 3) Magnús fiskeldisfræð- ingur, f. 13. janúar 1955. 4) Pét- ur íslenskufræðingur, f. 15. maí 1959, kvæntur Elísabetu Maríu Jónasdóttur, f. 10. september 1958, börn þeirra eru Ragnhild- ur, f. 1. janúar 1987, og Egill, f. 8. september 1990. Nenný stundaði söng- og org- elnám hjá Páli Ísólfssyni 1935– 36. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1940 og nam við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli í Dölum 1944– 45. Hún kenndi unglingum söng o.fl. heima hjá sér 1940–41, í Reykjavík 1943–44 og var söng- kennari við Staðarfellsskólann 1944–45. Hún var einnig org- elleikari við Staðarfellskirkju og víðar í Dölum 1936–1946. Frá árinu 1945 var hún húsmóðir í Reykjavík. Nenný söng með kirkjukór Háteigskirkju um þrjá- tíu ára skeið, allt til sjötugs. Heimilisbragurinn hjá þeim Nenný og Ástvaldi litaðist löngum af söng og spili; í afmæl- um og öðrum veislum var jafnan tekið lagið og sá þá húsfreyjan um píanóundirleikinn en hús- bóndinn leiddi sönginn. Heimili þeirra stóð lengst í Langholts- hverfi, í Álfheimum 19 og Efsta- sundi 86 á árunum 1958–1985, en síðustu rúm 20 ár í Breiðagerði 8 í Reykjavík. Útför Guðbjargar Helgu verð- ur gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. málastofnunar. For- eldrar hans voru Magnús Ingimund- arson, f. 10. ág. 1890, d. 7. ág. 1958, og Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 10. mars 1896, d. 18. febrúar 1992. Börn Nennýjar og Ást- valdar eru: 1) Dóra Steinunn tónlistar- kennari, f. 25. nóv- ember 1947, gift Ragnari Ragn- arssyni, f. 27. des- ember 1944, börn þeirra eru: a) Ástvaldur Traustason, f. 14. des- ember 1966, kvæntur Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, synir hans og Ólafar Á. Sigurðardóttur eru Atli Már og Arnar. b) Kolbrún Rut, f. 24. ág. 1974, sambýlis- maður Alexandre Ruiz y Pallach, synir þeirra eru Máni Snær og Alvar Áki, c) Kristín Björg, f. 30. júní 1976, sambýlismaður Vigfús Karlsson. 2) Þorgeir útvarps- maður, f. 2. júní 1950, kvæntur Ástu Eyjólfsdóttur, f. 18. janúar 1954, börn þeirra eru: a) Krist- jana Helga, f. 16. mars 1971, gift Geir Brynjólfssyni, börn þeirra eru Aron, Helena og María, b) Eva Rún, f. 7. nóvember 1978, gift Snæbirni Sigurðssyni, c) Kol- Í dag er Guðbjörg Helga Þórð- ardóttir, tengdamóðir mín, kvödd hinstu kveðju. Þegar ég kvæntist Dóru Steinunni, dóttur hennar, árið 1972 bjuggu þau hjónin, hún og Ástvaldur Magnússon, í Efstasundi 86, ásamt börnum sínum og móður Ástvaldar, Ragnheiði Magnúsdótt- ur. Það var myndarheimili. Eftir að börnin voru farin að heiman fluttust þau í Breiðagerði 8 og hafa búið þar síðan eða undanfarin 20 ár. Ætíð hefur verið gestkvæmt á heimili þeirra, enda öllum tekið þar opnum örmum, háum sem lágum. Guðbjörg, sem alla tíð var kölluð Nenný, var frá Breiðabólstað á Fellsströnd í Dölum. Þar ólst hún upp á stóru heimili, næstelst sex systkina. Fjórtán ára gömul kynnt- ust þau Ástvaldur, á sundnámskeiði á Laugum í Sælingsdal, og gengu í hjónaband árið 1945, í árdaga lýð- veldisins. Þau hafa því átt farsælt hjónaband í nær 62 ár sem verður að teljast fágætt. Þrátt fyrir að hafa búið alla hjú- skapartíð sína í Reykjavík var hug- ur Nennýjar gjarnan heima á Fells- strönd. Átthagaböndin voru afar sterk, frá því hún flutti suður og raunar alla ævi. Hún lét sér mjög annt um foreldra sína, svo og alla þá ættingja sem hún átti vestra, og fylgdist alltaf náið með öllu sem var á döfinni í Dölunum. Um 1960 byggði Ástvaldur fjöl- skyldunni sumarhús í túngarðinum á Breiðabólstað, sem nefnt var Brekka, eftir Fremri-Brekku í Saurbæ þar sem hann fæddist og ólst upp. Í Brekku voru þau öll sumur upp frá því, hvenær sem tækifæri gafst, oft langdvölum. Þar voru þau á heimavelli og kunnu hvergi betur við sig. Öll börn þeirra og barnabörn hafa átt margar gleði- og sólskinsstundir í Brekku. Nábýl- ið við Breiðabólstað var sérstakt; fylgst var með bústörfunum þar og oft tók Nenný til hendi við heyskap eða önnur verk, milli þess sem hún sinnti heimilisstörfum í Brekku. Ástvaldur sá um útiverkin og smíð- arnar; alltaf þurfti að huga að ein- hverju, bæta og breyta, enda hefur húsið stækkað í áranna rás.Trjám var plantað og slegið með orfi og ljá. Og rafmagnið í bústaðinn heimalagað, fengið úr fjallalækjum. Litla rafstöðin, Bína, hefur nú mal- að í rúm þrjátíu ár. Nenný var bókhneigð og hafði af- skaplega gott minni. Til dæmis um það mundi hún afmælisdaga allra sem hún þekkti. Hún sagði mjög skemmtilega frá, talaði fallegt mál og það var unun að hlusta á hana rifja upp minningar frá æskuárum, gamla búskaparhætti og segja sög- ur af alls konar fólki. Nenný var einstaklega músíkölsk og lærði ung á orgel, m.a. hjá Páli Ísólfssyni. Hún var síðan organisti heima á Fellsströnd árin áður en hún flutti til Reykjavíkur. Á heimili þeirra Ástvaldar hefur tónlist alla tíð verið höfð í hávegum, jafnt píanóspil sem söngur, og Nenný var það mikils virði að sjá börn sín og barnabörn leggja stund á tónlist. Hún naut þess að hlusta á þau spila og syngja. Nenný var hjartahlý kona og hæfileikarík, ljúflynd og hógvær. Öllum leið vel í návist hennar. Frá fyrstu tíð tók hún mér vel og alla tíð voru samskipti okkar hin bestu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri konu sem hún var. Ragnar Ragnarsson. Þær eru margar stundirnar sem við amma eyddum saman í eldhús- inu í Efstasundi. Á hverjum einasta degi sóttir þú mig í leikskólann og við bröltum saman upp sundið heim í hvers kyns veðri og vindum. Að minni ósk gafstu mér vanilluskyr í hádegismat á hverjum degi – heimsins besta vanilluskyr sem þú hrærðir handa mér. Í minningu minni sitjum við tvær í litla eldhúsinu; ég með skálina fyr- ir framan mig og háma í mig skyrið af bestu lyst og þú tyllir þér á stól með kaffi í bolla. Saman hlustum við á hádegisfréttirnar á Gufunni. Nú þegar ég hugsa um þig og all- ar okkar stundir saman – hvort sem það var þegar ég var barn eða nú á fullorðinsárum – finnst mér þessar stundir okkar í eldhúsinu lýsa best vinskap okkar. Okkur leið svo vel í félagsskap hvor annarrar að oft voru orðin óþörf – það var nóg að sitja saman í þögninni. Mér fannst einna skemmtilegast að vera með þér í sveitinni á sumr- in. Þá birti yfir þér og þú fylltist hamingju og ró fjarri ys og þys borgarlífsins. Sveitin okkar lifnaði við þegar ég heyrði sögurnar þínar af lífinu í sveitinni, sem voru ótal margar. Gömlu bóndabæirnir, fólk fyrr og nú, fjöllin, fuglarnir, vindar og veðurfar öðluðust nýja merkingu fyrir mér í gegnum sögurnar þínar. Hlýjar hendur þínar vildu aldrei sleppa mér. Í hvert skipti sem við kvöddumst hélstu fast í hendur mínar og kysstir mig mörgum sinn- um. Þú sendir mig með hlýju og væntumþykju í veganesti hvert sem ég fór. Ég er viss um að þú ert hvíldinni fegin eftir löng veikindi. Ég er líka viss um að þú munt fylgja mér áfram, og að í hvert skipti sem ég hugsa til þín finni ég fyrir nærveru þinni, hlýjum höndum og brosinu sem ég sakna svo mikið núna. Ég er óendanlega þakklát fyrir allar samverustundir okkar. Minn- ingin um þig mun alltaf fylgja mér. Guð geymi þig amma. Eva Rún Þorgeirsdóttir. Ég hef kynnst fáum jafnhlýjum manneskjum og ömmu Nenný. Henni þótti vænt um allt og alla, þar á meðal veðrið og sumar vind- áttir. Amma var mikill vinur manna og dýra og laðaði að sér hvort tveggja. Hún kunni að hafa gaman af lífinu og náði að njóta þess og deila gleðinni með mörgum á lífs- leiðinni. Amma hafði mikinn húmor, var örlát, skemmtileg og ótrúlega minn- ug alla tíð. Það var gaman þegar hún sagði sögur því hún sagði svo skemmtilega frá og var mjög orð- heppin. Síðan hafði hún svo smit- andi hlátur og náði alltaf að grípa alla með sér. Ég lærði af henni að allt getur verið skemmtilegt. Ólíklegustu hlut- ir eins og að fægja silfur urðu und- urskemmtilegir og mjög eftirsókn- arverðir þegar maður var hjá ömmu. Ég á mjög margar frábærar minningar um ömmu mína sem ég mun alltaf geyma. Þær munu koma sér vel þegar ég sjálf mun vilja segja einhverjum góðar sögur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Ragnhildur Pétursdóttir. Það er mér þungbært að þurfa að kveðja hana Nenný ömmu. Hún sem var mér svo yndislega góð. Nú þegar komið er að kveðjustundinni minnist ég hennar hlýju nærveru sem geislaði af góðvild og lítillæti. Nenný amma hafði einstakt lag á börnum og það er mér mikils virði að hafa fengið að alast upp í návist hennar. Það var henni eðlislægt að nálgast börn af þolinmæði og skiln- ingi og ekki síst sem sína jafningja. Hún náði, með sinni ljúfu og al- úðlegu framkomu, að laða fram það besta í hverjum manni. Það var því engin furða að við barnabörnin sóttum mjög í að vera hjá afa og ömmu í Efstasundi. Oft á tíðum sat ég síðdegis í borðkrókn- um á meðan Nenný amma stjanaði við mig. Hún ristaði ofan í mig brauð eins og ég gat í mig látið sem ég svo skolaði niður með sykruðu tei sem hún hafði kælt með því að hella því á milli bolla þar til það var orðið hæfilega volgt. Hún gaf mér tíkall til þess að hlaupa út í búð og kaupa mér frostpinna. Hún las fyrir mig allar þjóðsögur Jóns Árnasonar eins og þær leggja sig. Hún hjálp- aði mér að finna réttu hljómana á píanóið þegar ég reyndi að spila lögin hans Sigfúsar Halldórssonar. Nenný amma hafði mikla tónlist- arhæfileika og gat spilað á píanó hvort heldur sem var eftir eyranu eða eftir nótum. Mér hefur alltaf þótt mikið til um hennar einstöku hæfileika á þessu sviði. En ekkert var þó eins spennandi og að fá að fara með ömmu og afa í sveitina, æskuslóðir þeirra beggja. Þegar hugurinn hvarflar til lið- innar tíðar og minningarnar streyma að þá er það hennar ein- staklega hlýja nærvera sem stendur upp úr. Hvernig hún hugsaði um okkur af góðvild og alúð og mátti ekkert aumt sjá. Það var því ekki að undra að fjölskyldan slægi um hana skjaldborg þegar veikindin sóttu að. Allir lögðust á eitt til þess að henni mætti líða sem best síð- ustu dagana og það er trú mín að hún hafi skynjað nærveru okkar allt fram í andlátið. Mér þótti vænt um að fá að annast hana og sitja yfir henni dag sem nótt, halda í hönd hennar og tala til hennar hlý orð eins og hún hafði sjálf kennt mér. Fá tækifæri til þess að endurgjalda samkennd hennar og kærleika sem var svo áberandi þáttur í hennar fari. Á sinn látlausa hátt hafði hún svo margt fram að færa sem ég vildi tileinka mér og taka til eft- irbreytni. Það yljar mér svo sannarlega um hjartaræturnar að rifja upp ljúfar minningar um hana Nenný ömmu og það tekur mig sárt að þurfa að kveðja hana. En tíminn líður og dagarnir hverfa einn af öðrum, trú- ir lögmáli lífs og dauða. Ættingjar og vinir hverfa á braut og eftir stendur ljúfsár minningin. Það er að mínu mati mikilvægt að kunna að þiggja lífsins gjöf en ekki síður mikilvægt að kunna að sleppa tak- inu þegar okkar tími kemur. Við sem eftir lifum erum vanmáttug og lútum höfði í auðmýkt fyrir Guði og miskunnsemi hans. Við beygjum okkur undir vald hans og sættum okkur við það sem við fáum hvorki skilið né breytt. Þannig heiðrum við lífið og minninguna um ástvini sem horfið hafa á braut. Þótt hún amma mín sé nú horfin á braut lifir hennar hlýja nærvera í minningunni á meðan ég lifi. Með þessum orðum kveð ég hana Nenný ömmu með söknuði. Ástvaldur Traustason. Fyrstu minningarnar ná aftur til frumbýlisáranna í Blönduhlíð, þar sem Valdi föðurbróðir okkar og Nenný bjuggu á neðri hæðinni og við á efri hæðinni. Litlir fætur þok- uðust niður stigann og fyrir neðan beið Nenný með opinn faðminn og umvafði mann með þeirri hlýju og umhyggju sem ævinlega einkenndu hana. Fáeinum árum síðar vorum við flutt í Vogana og Nenný og Valdi í Heimana. Það þótti ekki til- tökumál að skokka yfir Langholtið og þær voru margar ferðirnar sem við systkinin fórum í heimsókn til Nennýar og Valda. Og þar tók Nenný á móti okkur, klappaði okk- ur svo blíðlega og sagði eitthvað fal- legt við okkur. Og þegar maður fór með Dadda á völlinn, sko Melavöll- inn, þá var hápunkturinn þegar Nenný gaf okkur kakó á tröppurnar í Álfheimum. Enginn man hvernig leikurinn fór, en kakóið kitlar enn bragðlaukana og kallar fram minn- ingar sem aldrei verða metnar til fjár. Það var mikil glaðværð kringum Nenný og Valda, mikið spjallað og hlegið, en umfram allt mikið sungið og spilað. Alltaf var Nenný til í að setjast við píanóið, hvort heldur til að spila eitthvað með yngstu börn- unum, eða leika undir í kröftugum fjöldasöng. Og þá var allt sungið í röddum og gerði ekkert til þótt það væru bara milliraddirnar í okkar fjölskyldum – með örfáum undan- tekningum. Gjarnan var opnað út á svalir svo nágrannarnir gætu notið með okkur. Þýð altrödd Nennýar hljómaði með og hún kunni hvern einasta texta, öll erindin. Og þannig varð það til hinstu stundar. Nenný var samt kröfuhörð og ekki til í að samþykkja hvað sem var í tónlist- inni. Það þurfti að syngja hreint og músíkalskt og einfaldlega leggja sig fram og gera sitt besta. Minni Nennýar var einstakt. Hún fylgdist einstaklega vel með fjöl- skyldu sinni og vinum. Þegar við uxum úr grasi leið oft langur tími milli heimsókna. Samt vissi hún allt um okkur og börnin okkar, afmæl- isdagana, hvað þau voru að læra og meira að segja hvað barnabörnin okkar heita. Á þann hátt sýndi hún okkur sömu umhyggju og hlýju og þegar við vorum að vaxa úr grasi og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Minningar um Nenný eru okkur dýrmætar perlur. Við biðjum algóð- an guð að styðja Valda frænda, börnin hans og fjölskyldur. Börn Torfa og Ernu og fjölskyldur. Hin ljúfa sönglist leiðir á lífið fagran blæ hún sorg og ólund eyðir … (Steingr. Thorsteinsson.) Já sönglistin var alla tíð einkenn- andi fyrir hana Nenný, kæra frænku mína, sem nú hefur kvatt okkur í bili. Söngur og tónlist var hennar líf og yndi, atvinna og arf- leifð, sem hefur skilað sér ríkulega til músíkalskra afkomendanna. Og sannarlega var ekkert rúm fyrir leiða eða ólund í gamla daga, þegar Nenný settist við orgelið og lét okk- ur krakkana syngja af hjartans lyst. Lengi vel hélt ég að „Blessuð sértu sveitin mín“ væri heilagt lag því að það var alltaf sungið með sérstakri innlifun og sýndi best hversu djúpar rætur væntumþykj- an og virðing fyrir landinu átti í huga fjölskyldu hennar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast öll sumur bernsku minn- ar á Breiðabólstað á Fellsströnd „undir Dalanna sól“ hjá foreldrum Nennýjar. Heimilið á Breiðabólstað var mik- ið menningarheimili. Þórður faðir Nennýjar var hreppstjóri og Stein- unn móðursystir mín var virkur þátttakandi í félags- og skólastarfi sveitarinnar. Á heimilinu bjuggu líka á meðan þeir lifðu báðir afarnir Þorgils og Kristján, sem kunnu margt að segja frá fyrri tíð. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og gestagangur mikill þó að Fellsströndin lægi ekki í alfaraleið á þeim tíma. Upp úr þessum jarðvegi runnu systkinin á Breiðabólstað og hafa öll á löngum og farsælum lífsferli sannað að lengi býr að fyrstu gerð. Nenný stundaði nám og útskrif- aðist frá Kvennaskólanum í Reykja- vík og seinna frá hinum merka hús- mæðraskóla á Staðarfelli, en skólastarfið þar var einkar hjart- fólgið móður hennar. Um leið og skóla lauk á vorin var haldið frá Reykjavík vestur í Dali með reykspúandi rútu og á þeim tíma tók ferðin heilan dag. Þrátt fyrir ógurlega bílveiki voru þetta ævintýraferðir, þegar Nenný var með og hélt uppi fjörinu með söng og glensi. Þegar vestur var komið tóku við hefðbundin sumarstörf, heyskapur og kúasmölun. Stundum þótti þeim mæðgum okkur krökk- unum dveljast um of við að spá í skýjamyndirnar á himninum og þá kom Nenný á móti okkur og hottaði á hersinguna, og svo var lagið tekið á meðan við þokuðumst heim tröð- ina. Já það leynist víst engum, sem les þessar línur, að minningin um Nenný er órjúfanlega tengd söng Guðbjörg Helga Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.