Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Jón Einarssonfæddist í Reykja- vík 19. desember 1912. Hann lést á heimili sínu, Hjalla- seli 55 í Reykjavík, 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru María Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 11. maí 1888, d. 14. ágúst 1979 og Einar Þórð- arson skósmíða- meistari, f. í Reykja- vík 6. febrúar 1885, d. 5. júní 1980. Börn þeirra voru: 1) Jón sem hér er minnst; 2) Ingi- björg, f. 9. ágúst 1915, d. 23. júní 1999; 3) Rósa, f. 3. maí 1919, d. 15. júní 2003; 4) Geirlaug, f. 29. mars 1923; 5) Gunnar, f. 5. júní 1926, d. 30. september 1997; 6) Þórunn f. 9. nóvember 1928. Jón kvæntist 31. janúar 1942 Ingveldi Jónasdóttir frá Garð- húsum á Eyrarbakka f. 29. október 1917. Börn þeirra eru: 1) María f. 23. nóvember 1942, maki Axel St. Axelsson, búsett í Hafnarfirði, þau eiga þrjá syni, a) Jón f. 22. júlí 1963, maki Kristín Magnúsdóttir, dóttir þeirra Steinunn Dúa, í sam- búð með Vigni Guðjónssyni, dóttir þeirra er, Kristín Sól, búsett í Kópavogi, b) Stefán f. 19. október 1966, maki Hrefna Hreinsdóttur, þau eiga tvö börn, Hörpu Lind og Axel Gerð- ar, búsett í Kópavogi og c) Valdimar f. 10. september 1972, býr í Kópavogi. 2) Leifur f. 8. mars 1947, maki Bryndís Petersen, búsett í Vogum, þau eiga þrjú börn, a) Björgu f. 26 október 1968, maki Þráinn Berg Theodórsson, þau eiga þrjú börn, Leif Hjaltalín, Davíð Örn og Rakel Berg, búsett í Vogum. b) Ingvar f. 30. september 1970, býr í Vogum, c) Jóhann Pétur f. 3. október 1974, í sambúð með Ingibjörgu O. Karls- dóttur, þau eiga eitt barn, Tinnu Guðrúnu, búsett í Hafnarfirði. Jón útskrifaðist ungur maður sem búfræðingur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri, vann um tíma eftir það við garðyrkju hjá Reykja- víkurborg, starfaði við bifreiða- akstur um langt árabil, hjá Bif- reiðastöð Steindórs og Hreyfli, vann síðustu starfsár sín við af- greiðslustörf hjá Sölu varnarliðs- eigna. Útför Jóns verður gerð frá Foss- vogskirkju 2. mars og hefst athöfn- in klukkan 13. Elskulegur tengdafaðir minn er dáinn. Ég kynntist honum fyrir 45 ár- um þegar dóttir hans kynnti mig fyrir foreldrum sínum, við höfum verið vin- ir síðan. Jón Einarsson var fyrir marga hluti merkilegur maður, þar sem hann var meðal fólks, var ekki skort- ur á umræðuefni, hann hafði alltaf sögur við hæfi, hafði frá mörgu að segja og hafði lent í ýmsu á langri starfsævi. Hann var mikill náttúruunnandi, hafði ungur stundað nám í Bænda- skólanum á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur, starfaði lengi fyrir Steindór Einars- son við bifreiðaakstur, ók norður í land, rútum og leigubílum. Það var í gamla daga. Nú fáum við ekki fleiri sögur um þær svaðilfarir, Bakkasels- brekkuna, Holtavörðuheiðina, þeir skilja það sem til þekkja. Jón starfaði í mörg ár hjá Sölu var- naliðseigna, hann talaði oft um vini sína þaðan, sérstaklega Alfreð og Bjössa. þegar við hjónin komum í heimsókn og vorum að koma úr bú- staðnum var oftast spurt: Sástu nokkrar rjúpur? Þingvellir og rjúpan Jón Einarsson ✝ María JónínaAdolfsdóttir fæddist í Að- alstræti 20 á Ak- ureyri 14. ágúst 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Anna Friðrika Friðriks- dóttir frá Hánefs- stöðum í Svarf- aðadal, f. 4. október 1882, d. 5 desember 1980, og Adolf Krist- jánsson skipstjóri frá Akureyri, f. 25. september 1888, d. 8. mars 1944. Systkini Maríu Jónínu eru: 1) Marselía, f. 19. ágúst 1913, d. 12. október 1999, 2) Guðrún Friðrika húsmóðir á Akranesi, f. 14. mars 1919 og 3) Friðrik Adolfsson, f. 23. nóvember 1924, d. 5. ágúst 2001. Hinn 31. maí 1958 giftist María Stefáni Stefánsyni frá Hrísey, f. 21. desember 1922, d. 1. nóvember 1984. María og Stefán eiga tvo syni, þeir eru: 1) Friðrik Adolf, f. 18. febrúar 1959 og 2) Stefán Már, f. 1. maí 1961, kvæntur Ásu Sverrisdóttur, f. 15. nóvember 1966, börn þeirra eru María Dagbjört, f. 5. maí 1999, Sara Berglind, f. 15. nóvember 2001 og Sveinberg Ernir, f. 1. september 2004. María bjó fyrstu árin í Aðalstræti 20, en fluttist síðan í Hafnarstræti 13. 1957 fluttust María og Stefán til Hrís- eyjar og bjuggu þar til ársins 1962, en þá fluttu þau til Ak- ureyrar, í Munkaþverárstræti 29 og bjó hún þar til ársins 2002. En síðustu árin bjó hún á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dal- vík. María byrjaði að starfa á prjónastofu Ásgríms Stef- ánssonar mágs síns frá stofnun prjónastofunnar 1942, síðan á Heklu þar til hún fluttist til Hríseyjar 1957. Síðar vann hún hjá Úgerðarfélagi Akureyrar í 5 ár. Útför Maríu Jónínu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er elskuleg móðir mín fallin frá, á áttugasta og sjötta aldursári og við bræðurnir fengum ekki einu sinni að kveðja hana. Margir munu sakna hennar, þar á meðal fólkið á Dalbæ, og við, hennar nánustu. Mamma spilaði á harmonikku og hafði mikið yndi af. Stundum lék hún á skemmtunum á Dalbæ. Hún var mikill sjúklingur og hinn 23. febrúar var hún flutt al- varlega veik inná Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hún lést. Ég higg að andlát móður minnar hafi snortið margan, því hún var góð sál, sem vildi öllum vel. Friðrik Adolf Stefánsson. Elsku mamma, það er sárt að þurfa að skrifa minningargrein um þig, þú varst fljót að fara úr þess- um heimi, við fengum ekki tíma til að kveðja. Sárt að þú getur ekki verið lengur með barnabörnunum þínum, sem þú elskaðir svo mikið og hafðir svo gaman af, hreinlega lifðir fyrir. En allt gott tekur enda og við munum alltaf minnast þín fyrir gleði þína og hlátur, léttleika, góð- vild og þakklæti sem var þitt að- alsmerki. Við fáum ekki að heyra oftar í nikkunni hjá þér, sem þú hafðir alltaf við hendina og lékst svo vel á, allt bara eftir eyranu. Þér leið vel á Dalbæ, þó Ak- ureyri væri þinn heimabær, og þangað liggur nú leiðin langa. 1999 var þitt ár, þá fæddist fyrsta barnabarnið og nafna María Dagbjört, það var mikill gleðidag- ur, svo komu þau hvert af öðru þar til þau urðu þrjú. Gleði og ham- ingja sem fyllti þig ætíð þegar þú sást þau. Það var líka mikil gleði þegar börnin rifu fram melodikuna og gítarinn, þér þótti það ekki glamur þó að foreldrunum þætti það, en þú í þínum innileik tókst fram nikkuna og reyndir að spila með, það tókst nú ekki alltaf. Þegar að við komum í heimsókn, þá var alltaf þessi gleði og hlýja sem tók á móti okkur, svo var vinkað úr glugganum þegar við fórum. Þú sast oft við gluggann og horfðir yfir til Hríseyjar, sem var þér kær. Og þú hafðir svo gaman af að sjá skemmtiferðaskipin, sigla hjá á sumrin, taldir þau líka. Tómarúmið og söknuðurinn sem þú skilur eftir verður okkur þung- bær, en nú er komið að kveðju- stund, elsku mamma, þín verður sárt saknað. Við viljum færa starfsfólkinu á Dalbæ bestu þakkir frá fjöldskyld- unni. Hvíl í friði. Stefán Már og Ása. Elsku amma. Þú ert amman sem allir þrá, við munum alltaf elska þig og dá. Við erum heppin að eiga þig, og kveðj- um þig með söknuði. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þín barnabörn María Dagbjört, Sara Berglind og Sveinberg Ernir. Níu ára að aldri fékk ég að dveljast sumarlangt hjá Stefáni frænda mínum Stefánssyni í Hrís- ey. Hann hélt fallegt heimili með Sigurnönnu, sem var stjúpamma hans og orðin mjög roskin. Heim- ilisbragurinn var ekkert sérlega líflegur, en Stefán frændi minn var um þetta leyti 35 ára og deild- arstjóri í kaupfélaginu í Hrísey. Heldur var ég óvön slíkum róleg- heitum á heimili og fljótlega rann upp fyrir mér að Stefán yrði að eignast konu og börn og það sem fyrst, enda prýðismaður og með þetta fína hús. Hvergi kom ég þó auga á ólofaða konu á hans aldri í Hrísey og bar ekki til tíðinda þetta sumarið. Nokkrum mánuðum síðar bárust fréttir af því heim til Siglufjarðar að Stefán væri búinn að finna sér konu á Akureyri, og skömmu síðar var hún flutt til Hríseyjar. Þetta þóttu mér að vonum tíðindi og um sumarið héldu mér engin bönd að skreppa inn í ey að hitta þessa konu. Nú var spilað á harmonikku í húsinu og Stefán frændi minn raulaði með og gekk um léttur í spori. Loks kannaðist ég við lýs- inguna sem mamma og amma höfðu gefið mér af honum sem kát- um og hressum ungum manni. Þarna var komin í húsið og fjöl- skylduna hún María Adolfsdóttir. Dökkhærð kona og lagleg, lágvax- in með þýða rödd, hljóðlát og bros- mild. Hjá henni uppgötvaði ég þann merkilega eiginleika að hægt er að vera hláturmildur án þess að hlæja hátt og mikið, því að þannig var María. Hláturinn spilaði undir orðin hvort sem hún sagði frá eða hlustaði en hann var aldrei hávær. Þannig spilaði hún líka á harm- onikkuna sína af mikilli leikni bæði danslög og sönglög, en jafnvel fjör- ugustu polkar voru alltaf leiknir mjúklega af fingrum fram. Nú fóru í hönd annasamir tímar og hamingjuríkir hjá Maríu og Stefáni. Eldri sonur þeirra Friðrik Adolf fæddist 1959 og Stefán Már 1961. Ekki gekk þó lífið lengi áfallalaust fyrir sig, því að þegar Friðrik Adolf var á þriðja ári var hann nær drukknaður í grunnri tjörn og tókst á síðustu stundu að bjarga lífi hans. Þessi atburður mun hafa átt sinn þátt í því að fjöl- skyldan flutti fljótlega til Akureyr- ar en þar átti María stóran og ná- inn frændgarð og sína bestu vinkonu. Þegar ég lít yfir öll þau ár sem ég hef þekkt Maríu er mér æðru- leysi hennar efst í huga. Veikindi hafa lengi sett mark sitt á fjöl- skylduna, en Stefán maður hennar lést 1984. Sjálf var María ekki heilsuhraust frá miðjum aldri en hún naut allra þeirra ánægju- stunda sem gáfust. Nokkur undanfarin ár átti María heimili á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Þar undi hún hag sínum afar vel og eignaðist góða vini, lék á nikkuna á sam- komum heimilismanna, vann handavinnu, tók í spil og lét vel af sér þegar hún var sæmilega hraust. Hinn 14. ágúst í fyrra hélt María upp á 85 ára afmæli sitt með glæsibrag. Þá heimsóttum við hana á Dalbæ hressa og káta, hlustuðum á hana spila nokkur lög á sinn þýða og flinka hátt og sát- um skemmtilega veislu. Myndirnar okkar sýna hana brosandi með barnabörnunum, sonunum og tengdadótturinni og á spjalli við ættingja og vini. Við vonuðum að hún ætti eftir að gleðjast nokkur ár enn, en í staðinn var kveðju- stundin að nálgast og lífið kvaddi hún 23. febrúar á þann sama hátt og hún hafði lifað því og lýst er svo vel í eftirfarandi ljóði Jóns úr Vör: Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar, svo og móðir okkar Helena Sig- tryggsdóttir, vottum fjölskyldu Maríu okkar dýpstu samúð. Alda Möller. María Jónína Adolfsdóttir ✝ Rósbjörg Jón-atansdóttir fæddist í Ólafsvík 20. maí 1908. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 21. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón- atan Jónatansson sjómaður í Ólafsvík, f. á Hellu í Bervík á Snæfellsnesi 4. ágúst 1876, d. 19. október 1933, og Sigríður Guðrún Rósmundsdóttir, f. í Ólafsvík 24. apríl 1884, d. 7. júlí 1974. Systkini Rósbjargar eru Elín Sigurborg, f. 10. nóvember 1914, Guðjón Sig- urður, f. 29. október 1920, d. 10. september 2000, Jóhann Guð- mundur, f. 14. október 1923 og Grímólfur er lést á þriðja ári. Rósbjörg giftist 23. maí 1936 Friðgeiri Þórarinssyni húsasmíða- meistara, f. á Kárastöðum í Borg- arhreppi 1. september 1903, d. 17. júlí 1992. Börn þeirra eru: 1) Jón- atan Olgeir Þórarinn, f. 21. sept- ember 1936, d. 24. ágúst 1996. Hann var kvæntur Írisi Sigvaldadóttur. 2) Nanna Kristjana, f. 12. nóvember 1938, gift Hirti Gunn- arssyni. Dætur þeirra eru Ragnhild- ur og Þuríður. 3) Guðrún Þorbjörg, f. 14. janúar 1940, gift Barða Guðmunds- syni. Þau skildu. Dætur þeirra eru Björg, Brynhildur og Guðrún. 4) Birna Ingibjörg, f. 8. september 1942, gift Bjarka Magn- ússyni, d. 2006. Dóttir þeirra er Valgerður Guðrún. Dætur Birnu eru Nanna Snorradóttir og Rós- björg Jónsdóttir. 5) Einar Geir, f. 21. apríl 1948, kvæntur Margréti Eiríksdóttur. Synir þeirra eru Ei- ríkur Freyr og Friðgeir. Rósbjörg á ellefu langömmubörn og eitt langalangömmubarn. Útför Rósbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar með nokkrum línum að minnast ömmu minnar, Rósbjargar Jónatansdóttur, sem nú er látin. Amma var um margt merkileg kona sem hafði á langri ævi reynt margt. Hún var fædd snemma á síð- ustu öld inn í verkamannafjölskyldu þar sem veraldleg gæði voru tak- mörkuð og kynntist því snemma lífs- baráttunni. Faðir hennar lést þegar hún var 16 ára gömul og réðst amma í kjölfarið í vist þar sem hún þurfti að vinna fyrir sér, oft við erfiðar aðstæð- ur. Amma rifjaði oft upp við mig reynslu sína af vinnuhörku og slæm- um aðbúnaði sem var við lýði á þess- um tímum og vinnuhjú þurftu að sæta. Á háskólaárum mínum, þar sem ég nam félagsfræði, fannst mér það jafnast á við margar kennslustundir að fara í skólahléum til ömmu og afa og heyra frásagnir þeirra af tíðar- anda og lifnaðarháttum fólks á þess- um tíma og drekka í mig fróðleik um þær gífurlegu þjóðfélagsbreytingar og umbyltingu lífsgæða sem þeirra kynslóð hafði lifað. Eftir að amma og afi stofnuðu heimili helgaði amma krafta sína að mestu heimilishaldi og uppeldi fimm barna þeirra. Amma bjó yfir góðri frásagnargáfu og sagði oft skemmtilegar sögur af Rósbjörg Jónatansdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.