Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 10:30 B.i. 12 ára
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 8 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 8 LEYFÐ
FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ
BABEL kl. 5:30 - 10:40 B.i. 16 ára
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 10:10 LEYFÐ
BRIDGE TO TERABITHIA kl. 6 LEYFÐ
GHOST RIDER kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR
MEISTARAVERKINU LETTERS
FROM IWO JIMA SEM VAR M.A.
TEKINN UPP Á ÍSLANDI.
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
BESTA ERLENDA MYNDIN
eeeee
S.V. - MBL
MYNDIN BRÉF FRÁ IWO
JIMA ER STÓRVIRKI
ÓSKARS-
VERÐLAUN
ÓSKARSVERÐLAUN
m.a. besta leikonan í aukahlutverki2
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
eeeee
- B.S. FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN
GLOBE
BESTA
MYND
ÁRSINSÓSKARS-
VERÐLAUN
BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU
PATRICK SÜSKIND eeeVJV, TOPP5.IS
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
BREAKING AND ENTERING kl. 8 B.i. 12 ára
THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 6 LEYFÐ
ALPHA DOG kl. 10:10 B.i. 16 ára
Í TILEFNI 25 ÁRA AFMÆLIS SAMBÍÓANNA
DÖJ,KVIKMYNDIR.COM
eeee
LIB, TOPP5.IS
eee
SV, MBL
RÓMANTÍSK GAMANMYND
SEM FÆR ÞIG TIL AÐ
GRENJA ÚR HLÁTRI
HUGH GRANT HEFUR
ALDREI VERIÐ BETRI.
sjálfsagt jafnskemmti-
legar fyrir Svíana, þótt
Víkverja væri þá ekki
skemmt.
x x x
Í ljósi þess að þessamerkisviðburði,
skattalækkun og afnám
bjórbanns, ber upp á
sama dag, veltir Vík-
verji því fyrir sér hvort
1. marz eigi ekki að
verða eins konar neyt-
endadagur á Íslandi.
x x x
Á næsta ári gæti rík-isstjórnin notað
tækifærið á neytendadaginn og
lækkað virðisaukaskatt á bjór og
léttvíni – án þess að hækka áfeng-
isgjald á móti, eins og til stóð á dög-
unum. Það er auðvitað fráleitt að
áfengið skyldi ekki lækka eins og
önnur matvara. Í flestum siðmennt-
uðum ríkjum eru áfengir drykkir
taldir til matvæla og seldir í sömu
búðum. Hið gríðarháa verð á áfeng-
um drykkjum hér á landi er hluti af
þeirri lífskjaraskerðingu, sem háa
matarverðið er. Það fælir engan frá
því að misnota áfengi – ýtir jafnvel
frekar undir misnotkunina – en
kemur harðast niður á venjulegu
fólki, sem notar áfenga drykki í hófi.
Dagurinn í gær varstór dagur hjá
neytendum, þegar
skattur á matvælum,
veitingaþjónustu, fjöl-
miðlum, bókum, tónlist
og ýmsu fleiru lækk-
aði. Ísland varð pínulít-
ið frjálsara, með því að
ríkið skilaði okkur dá-
litlu af peningunum
okkar. Í búðum, sem
Víkverji kom í, ríkti
bæði hátíðarstemmn-
ing og pínulítil tor-
tryggni, sem er auðvit-
að nauðsynlegur
eiginleiki hins meðvit-
aða neytanda. Fólk er
ekki alveg orðið sannfært um að
kaupmenn og birgjar hyggist ekki
stinga skattalækkuninni í eigin vasa.
x x x
Hinn 1. marz fyrir átján árum varlíka hátíð hjá neytendum. Þá
var bjórinn leyfður á Íslandi á ný.
Víkverji missti af þessum hátíða-
höldum, var staddur í Svíþjóð. Þar
komust fjölmiðlar í feitt; það þótti
auðvitað alveg stórfurðulegt og
bráðhlægilegt að í vestrænu lýðræð-
isríki væri verið að leyfa bjór eftir
áratuga bann. Fréttirnar í sænsku
blöðunum voru í sama stíl og fréttir
nú af atburðum í Túrkmenistan – og
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr.
dagbók
Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en
nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins
og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.)
Í dag er föstudagur
2. mars, 61. dagur
ársins 2007
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Kvörtun yfir RÚV
SÍÐASTA föstudag og laugardag
voru sýndar myndir í Ríkissjónvarp-
inu sem mér og minni fjölskyldu
fannst alveg fáránlegar.
Mér finnst mjög asnalegt að sjá
RÚV bjóða upp á myndir á föstu-
dags- og laugardagskvöldi sem varla
er horfandi á og hafa líka fengið lé-
lega dóma. Í Morgunblaðinu á föstu-
daginn og laugardaginn komu lýs-
ingar á myndunum og þar voru
þessari mynd, sem sýnd var kl. 21.20,
gefnar 2 stjörnur og að mati allra í
minni fjölskyldu, sem horfðu á mynd-
ina með mér, þá var þetta eitthvert
rugl. Þetta var um marga uppklædda
Elvisa og konu og ef hún fór nálægt
þeim þá dóu þeir á einhvern hátt. Það
er ekki í lagi að bjóða upp á þetta á
föstudagskvöldi. Svo kl. 22.50 var
sýnd önnur mynd sem fékk tvær
stjörnur.
Á laugardagskvöld var mynd sýnd
kl. 20.45 og fékk hún eina stjörnu en
hún var þó aðeins skárri en föstu-
dagsmyndin. Samt ekki hægt að
segja að hún væri góð. Næstu mynd,
kl. 22.50, voru ekki einu sinni gefnar
stjörnur og eftir það, kl. 00.30 þegar
allir nema ég voru farnir að sofa, kom
góð mynd sem var þriggja stjörnu –
af hverju svona seint?
Við almenningur borgum fyrir að
hafa RÚV og finnst okkur ekki hægt
að bjóða upp á svona myndir um helg-
ar. Vonast ég til að RÚV geri eitthvað
í málinu, sýni framvegis betri myndir
á föstudögum og laugardögum.
Einn sem vill betri myndir.
West Ham nýtt Stoke grín
HÉLT einhver að Eggert Magn-
ússon kynni að reka knattspyrnulið í
ensku úrvalsdeildinni? Allavega ekki
undirritaður og nú er svo komið að
West Ham er svo gott sem fallið um
deild og kraftaverk dugir ekki lengur
til. Það var ekki gæfuspor að reka Al-
an Pardew úr framkvæmdastjóra-
stólnum rétt eftir að Eggert hafði lýst
yfir miklum stuðningi við hann. Nú
óttast Alan Curbishley, núverandi
framkvæmdastjóri West Ham, eðli-
lega að það sama hendi hann. Stuðn-
ingur við West Ham á Íslandi hefur
aldrei verið mikill og frekar líklegt er
að stuðningsmönnum hér fækki frek-
ar en hitt. Íslensku prestarnir, sem
fjölmenntu á leik hjá West Ham um
daginn, hafa sennilega tapað trúnni á
vellinum, þ.e.a.s. trúnni á West Ham.
Enskir stuðningsmenn West Ham
virðast líka vera búnir að tapa trúnni
á stjórnina, því að þeir hylltu Alan
Pardew, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra, með söngvum eftir að hann og
Charlton gjörsigruðu West Ham.
Rekstur Íslendinga á Stoke var djók
og hvað er þá hægt að kalla rekstur
Íslendinga á West Ham?
Stefán Guðmundsson.
Ekki eyðileggja landið okkar
ÉG fæ nú bara hækkandi blóðþrýst-
ing á öllu þessu tali um allt það sem
stjórnin vill gera á fallega landinu
okkar, fylla allt af rafmagnsstaurum,
virkja Þjórsá, álver í öll landshorn
o.fl. Það er verið að skemma landið
fyrir næstu kynslóðum. Barnabörnin
mín flýja landið eitt af öðru því að þau
eru svo ósátt við þetta. Bændur eru á
móti þessum yfirgangi, það er sama
hvað við viljum, landráðamenn hafa
yfirhöndina. Ef landið verður ekki
fallegt lengur er engin ástæða til að
vera hér. Ég græt yfir þessu.
Ein áhyggjufull.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
75 ára af-mæli. Í
dag, 2. mars, er
Indíana Sólveig
Jónsdóttir frá
Suðureyri við
Súgandafjörð
sjötíu og fimm
ára. Hún starf-
aði sem sjúkra-
liði á Landspít-
alanum við Hringbraut í yfir 30 ár. Í
tilefni af tímamótunum tekur Sólveig á
móti vinum, samstarfsfólki og ætt-
ingjum, laugardaginn 3. mars að
Smiðjuvegi 11a, Kópavogi (gul gata), í
húsnæði Terma, frá kl. 15 til 17.
70 ára af-mæli.
Karl E. Lofts-
son, fyrrver-
andi útibús-
stjóri, Bjargar-
tanga 2, Mos-
fellsbæ, verður
sjötugur í dag,
2. mars. Karl
verður að heim-
an á afmælisdaginn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og mynd
á netfangið ritstjorn@mbl.is
Einnig er hægt að senda vélritaða
tilkynningu og mynd í pósti. Bréf-
ið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.