Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 1

Morgunblaðið - 22.03.2007, Side 1
Í GÆRKVÖLDI flæddi sjór yfir brimvarnargarð við Ánanaust og Eiðsgranda í Reykjavík. Eins og sést þurftu ökumenn að setja í sundgírinn og gerir að verkum að háflæði er talsvert og varð mest í fyrrakvöld. Í gærkvöldi hefur suðvestan- áttin gert illt verra, svo yfir flæddi. gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa frá sjó, grjóti og þara sem rigndi yfir þá. Afstaða sólar, tungls og jarðar þessa dagana Sjór, grjót og þari Morgunblaðið/Júlíus FRÆGAR ROTTUR EKKI ÆTAR HREINTÓGEÐ STOFNAÐ 1913 80. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LOGI ER Í LAGI „BESTU FRÉTTIR SEM ÉG HEF FENGIÐ LENGI“ LOGI GEIRSSON MEÐ LEMGO Á NÝ >> ÍÞRÓTTIR MÓÐURSÝKI Í NY >> 19 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAR endurkröfur hafa verið gerðar á hendur bifreiðastjórum eða flutningafyrirtækjum vegna óhappa sem orðið hafa sökum þess að gáma- lásar hafa verið opnir, að sögn for- svarmanna VÍS, Sjóvá og TM. Sam- kvæmt upplýsingum frá Eimskipum og GG flutningum eru vinnureglur skýrar hvað varðar festingu gáma og lagt upp með að bílstjórar fari eftir þeim. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir varðstjóra hjá lögreglunni á Suður- nesjum að töluvert sé um að bifreiða- stjórar „gleymi“ að læsa festingum á gámum. Telja þeir skárri kost að gámurinn fari en bifreiðin velti. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Eimskipa, segir vinnureglur hjá fyrirtækinu skýrar í þessum efnum. „Það er alfarið bann- að að hafa gáma lausa með þessum hætti,“ segir hún og tekur fram að farið sé yfir þessi atriði í það minnsta tvisvar sinnum á ári. Hjá GG flutn- ingum fengust sambærileg svör og þar er lagt upp með að bílstjórar fari eftir settum reglum. Hjá fyrirtækj- unum kannast menn ekki við að bíl- stjórar beiti slíkum brögðum. Tvö dæmi þekkt hjá Sjóvá Þóra Hallgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár, mundi hins vegar eftir tveimur atvik- um þar sem gámalæsingar voru ekki festar. Í öðru tilvikinu reyndi á bóta- skyldu en þó var ákveðið að gera við- komandi fyrirtæki fremur grein fyrir því að ef slíkt kæmi fyrir aftur yrði farið fram á endurkröfu. Það hefur hins vegar ekki komið fyrir. Hvorki hefur reynt á slíkt hjá Tryggingamið- stöðinni né Vátryggingafélagi Íslands en hjá VÍS er vitað um dæmi þess að bílstjórar hafa vanrækt að festa gáma við tengivagninn. „Við vitum að það hafa verið brögð að þessu, að flutningabílstjórar hafa verið með gámalásana lausa við ákveðnar aðstæður. Þeir hafa frekar viljað að gámarnir fjúki af eða detti af heldur en gámagrindin eða bíllinn, niður einhverja hlíð eða eitthvað slíkt,“ segir Páll Breiðfjörð Pálsson, þjónustustjóri hjá þjónustumiðstöð VÍS. Þetta sé hins vegar sjaldgæft. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Festur Dæmi eru um að bifreiða- stjórar noti ekki gámalæsingar. Reglur eru alveg skýrar Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TOLLAR verða lagðir á nýjan leik á grænmeti sem flutt er til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins og munu þeir leiða til hækkunar á verði þessara grænmetistegunda. Tollar af innfluttu grænmeti voru lækkaðir og felldir niður einhliða árið 2002. Í ný- gerðum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur er hins vegar ákvæði þar sem Íslend- ingar skuldbinda sig til að falla frá þeim einhliða og tímabundnu tolla- lækkunum á landbúnaðarvörum sem hrint var í framkvæmd 2002. Skv. samningnum verða tollfríðindi því eingöngu bundin við innflutt græn- meti frá löndum ESB en innflytjend- ur þurfa að framvísa upprunavott- orðum. Landbúnaðarráðuneytið hefur nú tekið ákvörðun um að fresta þessari breytingu fram til 1. júlí nk., til að veita andrými og skoða með hvaða hætti hægt er að útfæra breytinguna, eins og Guðmundur Helgason ráðu- neytisstjóri orðaði það. Hann segir að ráðuneytið sjái ekki ástæðu til álagn- ingar magntolla á þessar vörur en verið er að skoða verðtollana í sam- ráði við atvinnulífið. Unnið sé m.a. að uppfærslu samninga við Marokkó og Ísrael, sem hluta af fríverslunar- samningum EFTA. 30% verðtollur var lagður fyrir 2002 á flestar þær grænmetistegund- ir sem um er að ræða og skv. upplýs- ingum Guðrúnar R. Jónsdóttur, deildarstjóra vísitöludeildar Hagstof- unnar, var flutt inn grænmeti sem hér um ræðir í fyrra fyrir tæpan milljarð króna. „Um það bil fjórðung- ur þess kom frá löndum utan Evrópu- sambandsins. Tollar munu hækka verulega á þeim.“ | 6 Grænmeti frá löndum utan ESB verður tollað á ný Í HNOTSKURN »Tollarnir voru lækkaðirog felldir niður 2002 og í stað þeirra teknar upp stuðn- ingsgreiðslur til garðyrkju- bænda. »Þær tegundir sem einkumeru fluttar inn frá löndum utan ESB eru lausasalat í pok- um, icebergsalat, eggaldin, baunir o.fl. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is TILKYNNINGUM til Barnavernd- arstofu fjölgaði um tæpan helming frá árinu 2002 til ársins 2006 en tæplega sjö þúsund tilkynningar bárust á síð- asta ári. Meirihluti tilkynninga berst frá lögreglu en jafnframt hefur færst í aukana að starfsfólk annarra stofn- ana samfélagsins, s.s. skóla og leik- skóla, láti vita ef barni er einhver hætta búin. Þá voru 26 tilvik á síðasta ári þar sem barn lét sjálft vita. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að mikil aukning vegna áhættuhegðunar barna veki athygli. Slíkar tilkynning- ar eru meira en helmingur allra til- kynninga og taka m.a. til neyslu barna á vímuefnum. Einnig hefur færst mjög í aukana að látið sé vita af barni sem stefni eigin heilsu og þroska í hættu. „Það þarf ekki að vera að þessar tölur endurspegli versnandi ástand. Þær eru ekki síður til marks um aukna vitund samfélagsins í þess- um málaflokki og aukinn vilja fólks til að bregðast við því þegar eitthvað fer úrskeiðis í lífi barns hvort heldur það er vegna eigin hegðunar eða vegna þess það eru ófullnægjandi aðstæður í uppeldi þess,“ segir Bragi. Það geti líka verið að fagfólk sé orðið sér meira meðvitandi um tilkynningaskyldu sína og beri meira traust til barna- verndarkerfisins en áður. Bragi hefur áhyggjur af því að barnaverndarnefndir hafi hugsanlega ekki nægjanlegan mannskap til að bregðast við fjölguninni. Þótt ekki sé hægt að alhæfa um landið allt séu á mörgum stöðum svipað mörg stöðu- gildi og voru fyrir fimm árum. „Þetta gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur af stöðunni í þessum málum.“ Aukin vitund um barnavernd  Tilkynningum vegna áhættuhegð- unar barna hefur fjölgað mjög mikið                   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.