Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 21 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | „Við teljum að þetta sé mikilvæg starfsemi og hún eigi eftir að skila enn meiri árangri eftir því sem fræðsluframboðið eykst,“ segir Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu hf. Fyrirtækið hefur sameinað alla fræðslustarfsemi sína undir hatti Bláalónsskólans og getur starfsfólk sem stundar námið vel fengið metn- ar allt að níu einingar til stúdents- prófs. Bláa lónið hefur frá stofnun fyr- irtækisins verið með öfluga fræðslu- starfsemi á sviði öryggismála og skyndihjálpar. Síðan hafa bæst við ýmsir þættir eins og fræðsla um fyr- irtækið, þjónustu þess og umhverfi. Í samvinnu við Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins var gerð námskrá og síðastliðið haust var gengið skrefinu lengra og öll fræðslustarfsemi færð undir Bláalónsskólann og tekið upp samstarf við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fyrsta útskrift í desember Starfsemin með þessu sniði hófst fyrri hluta vetrar og verða fyrstu nemendurnir brautskráðir í byrjun desember. Áfram er lögð áhersla á öryggismál, þjónustu og umhverfi en bætt hefur verið við þáttum sem snúa að persónulegri færni einstak- linganna. Út á hluta af náminu, sem tekur alls liðlega 100 kennslustund- ir, geta nemendur fengið níu eining- ar metnar til stúdentsprófs. Anna Sverrisdóttir leggur áherslu á að sá þáttur sé bónus sem geti nýst við- komandi einstaklingum í framtíð- inni. Liðlega tuttugu nemendur af fjórum þjóðernum hafa stundað námið reglulega. Það gera þeir að hluta til í frítíma sínum og að hluta til í vinnutímanum. Anna segir að þetta hafi gefist vel. Nemendurnir séu áhugasamir og hafi sótt námið vel. „Með því að auka færni og sjálfstraust starfsmannanna efl- um við fyrirtækið.“ Auk fasta kjarnans sækir starfsfólk einstök námskeið, þannig að yfirleitt eru 30 til 40 manns á hverju námskeiði. Anna segir að ætlunin sé að bæta við námið á næstu árum, eft- ir því sem þörf verður á. Næsti reglulegi hópur hefur nám í haust. Öll fræðslustarfsemi Bláa lónsins sameinuð undir hatti Bláalónsskólans Fá einingar til stúdentsprófs Morgunblaðið/RAX Í HNOTSKURN »Námsefni Bláalónsskólanser fjölbreytt. »Björgun, leit og skyndi-hjálp. »Nuddþjálfun, vöru- og þjón-ustuframboð. »Saga og stefna fyrirtækis-ins. Jarðfræði svæðisins. »Meðhöndlun matvæla oghreinlæti. »Að veita afburðaþjónustu,listin að selja. »Samskipti og framkomastarfsmanna.Nudd Þjálfun í nuddi er meðal efnis sem tekið er fyrir í Bláalónsskól-anum. Það nýtist starfsfólki við að þjóna viðskiptavinunum betur. Garður | Skammtímavistun fyrir fötl- uð börn og ungmenni hefur verið opn- uð á Heiðarholti 14–16 í Garði. Þang- að hefur verið flutt sú skammtíma- þjónusta sem áður var í Lyngseli í Sandgerði og aukið við hana. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra opnaði nýtt húsnæði með formlegum hætti sl. föstudag. Framboð á þjónustu mun við þetta aukast úr 1.000 dvalarsólarhringum á ári í um það bil 1.650, eða um 65%, að því er fram kemur á vef félagsmála- ráðuneytisins. Skammtímavistun af því tagi sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi rekur nú í Heiðarholti var fyrst kynnt með lögum um aðstoð við þroskahefta sem tóku gildi í árs- byrjun 1980 og hefur verið veitt síðan. Markmið skammtímavistunar af þessu tagi er að létta álagi af fjölskyldum og að börn og ungmenni, sem í hlut eiga, fái dægrastyttingu. Skammtímavist- un í nýtt húsnæði Reykjanesbær | Komið hefur í ljós að hljómburður í Bíósal Duushúsa hentar vel fyrir klassískan gítarleik. Tónlist- arskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir tónleikum þar næstkomandi þriðjudag, kl. 18. Á tónleikunum munu nemendur gít- ardeildar skólans flytja einleiksverk og dúetta, auk þess sem öll gítarsamspil skólans koma fram. Gítarkennarar skól- ans eru Aleksandra Pitak og Þorvaldur Már Guðmundsson. Bjöllukór Tónlistarskólans í Garði verður sérstakur gestur á tónleikunum. Kennari er Dagný Þ. Jónsdóttir sem starfar við báða skólana. Leikið á gítar í Bíósalnum„ÉG HEF áhuga á að læra meira, sérstaklega ef boðið verður upp á það innan fyrirtækisins,“ segir Berglind Anna Haraldsdóttir, einn af nemendum Bláalónsskólans. Berglind Anna starfar sem að- stoðarverkstjóri hjá Bláa lóninu og vinnur við að undirbúa og taka á móti hópum sem þangað koma. Hún segir að sér hafi þótt nám- skeiðin í Bláalónsskólanum áhuga- verð og því skráð sig. Námskeiðin séu á morgnana, einu sinni til tvisvar í mánuði, og henti það henni vel þar sem hún sé með ung börn. Hún segist hafa haft heilmikið gagn og gaman af náminu. Nefnir sérstaklega námskeið þar sem lögð var áhersla á hópvinnu og framkomu, það hafi verið skemmtilegt. Áhugi á frekara námi Mæðgur Berglind Anna ásamt Erlu Sólbjörgu, dóttur sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.