Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 27
Þórhallur Bjarnason, for-maður Sambands garð-yrkjubænda, segir mikil-vægt að löggjöf verði sett um upprunamerkingar á grænmeti og blómum á Íslandi. Grænmetis- og blómaframleiðendur hafa nú tekið upp þá nýjung að merkja afurðir sín- ar með svokallaðri fánarönd til að auðvelda neytendum að sjá hvaða vörur eru íslenskar. Samband garðyrkjubænda er heildarsamtök garðyrkjubænda og þar undir falla fjögur aðildarfélög; Landssamband kartöflubænda, Fé- lag blómabænda, Félag grænmet- isframleiðenda og Félag garð- plöntuframleiðenda. „Sem heildarsamtök höfum við látið hanna fánaröndina fyrir okkur og hún er komin í notkun. Það má í raun segja að þetta sé neytendamál því að við erum að gera þetta fyrir neytendur,“ hnykkir Þórhallur á. „Aðalhvatinn að þessu er að fólk hefur kvartað við okk- ur yfir að þó að það vilji kaupa okkar vöru sjái það ekki á henni að hún sé ís- lensk.“ Það segir Þórhall- ur vera vegna þess að text- inn á umbúðum innfluttra afurða sé gjarnan íslenskur og ýmislegt gefi til kynna að um íslenska vöru sé að ræða. Þórhallur bend- ir á að íslenska löggjöfin kveði ekki á um að merkja þurfi vöru upp- runalandi. „Það er mjög fá- tæklegur texti um þetta, eitt- hvað á þá leið að ef vafi leikur á um upp- runann þá eigi að upp- runamerkja,“ segir Þór- hallur og ypptir öxlum. „Það þýðir einfaldlega að það þarf ekkert að upprunamerkja.“ Evrópu- sambandslögin segir hann vera tals- vert betri að þessu leyti. „Þar er tek- ið skýrt fram að koma eigi fram hvaðan varan er,“ segir hann með áherslu, „en þetta ákvæði er ekki hérlendis.“ Fánaröndina segir hann vera viðbrögð framleiðenda við þessum skorti á löggjöf. „Samband garðyrkjubænda hefur sent erindi þessa efnis til umhverfis- ráðuneytisins og beðið um að fastar verði kveðið á um upprunamerking- ar. Ég hef ekki fengið svar en hef vonir um að vel verði tekið í þetta,“ segir Þórhallur. „Garðyrkjubændur hafa gert átak í að pakka vörunni og auka gæðin og menn hafa merkt þetta sjálfum sér og rekjanleiki er þannig meiri. Samhliða því höfum við aðgreint okkur á markaði með því að vera með hert gæðaeftirlit. Við finnum að neytendur eru mjög jákvæðir gagn- vart þessu og eftirspurnin er meiri eftir vörunni,“ segir Þórhallur og að kaupmenn hafi tekið við sér og al- mennt stórbætt grænmetistorgin í verslunum. Bændur láta prenta fyrir sig miða utan á umbúðir og þeir sem mega nota fánaröndina þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Þórhallur segir að ákveðnar reglur verði um það hvað megi flokka sem íslenskt og hvað ekki. „Það er byrjað að nota þetta á blómin og grænmetið,“ segir Þór- hallur, „og í vor verða garðplöntur merktar svona.“ Hönnun fánarandarinnar er í eigu Sambands garðyrkjubænda. Íslenskum neytendum gert auðveldara að velja íslenskt M or gu nb la ði ð/ ÞÖ K Formaðurinn Þórhallur Bjarnason, formaður Sam- bands garðyrkjubænda, með fullt fangið af íslensku grænmeti og blómum. neytendur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 27 skemmtistöðum og því- líkur munur. Víkverji fór mikið á bari og tvisvar á troðna klúbba og það var allt svo snyrtilegt og hreint, bara út af því að bann- að var að reykja inni. Þeir sem reyktu skruppu bara út fyrir til að fá sér rettu og virtist það ekki nokkurt mál. Víkverja fannst dásamlegt að geta dansað án þess að eiga á hættu að fá logandi sígarettu í augað auk þess sem hægt var að fara í sömu fötin daginn eftir því þau önguðu ekki af viðbjóði. Annað sniðugt í Skotlandi var að á dansstöðum var allt selt út af bör- unum í plasti, drykkir sem ekki voru í plastflöskum voru settir í óbrjót- anleg glös. Þetta gerði það að verk- um að dansgólfið var ekki þakið gler- brotum eins og gerist oft á okkar landi. Eftir þessa reynslu vill Víkverji fá reykingabann sem fyrst auk þess sem hann trúir að með slíku banni muni reykingar minnka, þ.e. þeir sem reykja aðeins þegar þeir skemmta sér hætti því og komist að því hvað reykingar eru óþarfur and- skoti. Reykingabann áskemmti- og veit- ingastöðum hérlendis tekur gildi í sumar. Víkverji hefur verið mjög hlynntur þessu banni enda ekki reyk- ingamaður og þolir ekki reykingamenn- ingu Íslendinga á skemmtistöðum þar sem metnaðurinn virð- ist vera að sveifla síg- arettunni sem mest í kringum sig og brenna a.m.k. eitt gat á fötin hjá öðrum á staðnum. Víkverji er mikið fyrir að kíkja út á lífið en þolir ekki að koma heim gegnsósa af reykingalykt, þurfa að viðra eða þvo öll fötin sín eftir smátíma inni á einum stað og þurfa að fara í sturtu áður en farið er að sofa til að vakna ekki í reykingalyktinni. Víkverja finnst hann hafa rétt til að fara út að skemmta sér án þess að þurfa að anda að sér, og anga af, eitruðum reyk frá öðrum. x x x Eftir að Víkverji skrapp til Skot-lands um liðna helgi er hann orðinn öfgamaður gegn reykingum á skemmtistöðum. Þar er bannað að reykja á börum, veitingahúsum og           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fréttir í tölvupósti 575 1230 Hyundai Santa Fe Nýskr: 06/2004, 2700cc sjálfskiptur, ekinn 88.000 þ. Kr. 27.300 á mánuði* 100% lán í 84 mánuði Verð áður kr. 2.350.000 Tilboð kr. 1.880.000 Land Rover Freelander Nýskr: 12/2004, 1800cc beinskiptur, ekinn 35.000 þ. Kr. 27.400 á mánuði* 100% lán í 84 mánuði Verð áður kr. 2.250.000 Tilboð kr. 1.890.000 ÚTSALA JEPPLINGA Úrval Jepplinga á einstöku tilboði frá 21. til 24. mars. Komdu núna í Bílaland B&L og gerðu frábær kaup! Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Opið virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. 100% lán í boði í allt að 84 mánuði. Verðdæmi - Gott úrval á staðnum Verðdæmi - Gott úrval á staðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.